Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 3
Mánudagur 23. febrúar 1970 Mánucbgsblaðið 3 MYSTICUS: JARÐARFÖRIN Hann er formfastur maður og virðulegur, hann Sigurður, forstjcri SJeggjunnar h.f., hins kunna og grunnmúraða vélainnflutningsfyr- irtækis. Það er talið, að hann eigi meiri hluta hlutabréfanna í félag- inu og liann er talinn stórauðugur maður. Og það leynir sér ekki, að liann vill láta telja sig , liópi hinna fremstu aristókrata hér á landi. í kJæðaburði stælir hann enskan Iá- varð eða það, sem almenningur heldur að sé klæðaburður enskra lávarða. Og hann reynir einnig að stæla settlegt og virðulegt fas enskra aristókrata. Þá er ekki vafi á því, að hann lieldur, að þetta veki almenna aðdáun og virðingu. Eg er nú ekki alveg viss um, að svo sé. Háðfuglarnir segja, að þetta sé allt svona sprottið af minnimáttar- kennd. Sigurður var bláfátækur í æsku, en ruddi sér braut til auðs og frama með dugnaði og reglu- semi. Hann er svo fjarri því að vera neinn aristókrat að uppruna og ætterni. En það er honum við- kværrit mál að vera minntur á sín fátæku æskuár og það þorir enginn að gera, sem þekkir. Við, undirtyll- urnar á skrifstofunni hjá honum erum dauðhræddir við hann, því að hann er strangur húsbóndi. Það cr þara J^egar við vitum, að hann er hvefgi nálægur, að við þorum að gér?l dálítið gys að honum. En það ggjyr vqúiS hættulegur leikur fékk hanri að reyna hann Brynjólf- ur. Hanri er frábær hermikráka, og einu sinni, þegar við vissum ekki betur en að Sigurður forstjóri væri að veiða lax norður í landi fór hann að herma eftir húsbónda sínum. Harin gekk um gólfið hægt og virðulega eins og Sigurður var van- ur að gera og hermdi eftir töktum lians og málfari. En í því bili birtist Sigúrður og hafði auðsjáanlega séð, hvað um var að vera. Hann var auðvitað sjokkeraður yfir því, að nokkur skyldi dirfast að hæða það skurðgoð á stalli, sem hann taldi sjálfan sig vera. Og við sáum, að undir niðri var hann trylltur af bræði. Hann rak Brynjólf úr starfi þarna á stundinni og sagði honum að koma aldrei framar fyrir sín augu. Okkur hinum á skrifstofunni þótti þetta hart. Brynjólfur var roskinn maður og búinn að vinna á skrifstofunni hjá Sigurði í aldar- fjórðung eða meira. Og hann var bráðflinkur skrifstofumaður og á- reiðanlegur í starfi. Og við vissum, að hann mundi aldrei fyrirgefa þetta. Brynjólfur var að eðlisfari á- kaflega heiftrækinn og þykkjuþung ur, hann átti eiginlega ómögulegt með að fyrirgefa neinar mótgjörðir. Brynjólfur er einn þeirra manna, sem ég vildi sízt af öllum eiga að óvinum. Og ekki bætti það úr, að hann var ættaður úr Arnarfirðinum og Arnfirðingar hafa löngum þótt kunna ýmislegt fyrir sér. Hann hafði stundum sagt við okkur í hálfkæringi, að amma sín gamla hefði kennt sér ýmislegt þegar hann var ungur. Brynjólfur sagði ekki neitt, þeg- ar Sigurður rak hann úr vistinni: En ég gleymi ekki þeim heiftaraug- um, sem hann renndi til forstjórans síns, þegar hann gekk út. Það var morð í því augnaráði. Það var talsverður urgur í okk- ur á skrifstofunni fyrst eftir brott- rekstur Brynjólfs. Það ympruðu jafnvel sumir á því, að það þyrfri að gera eitthvað í þessu máli. En auðvitað þorðum við ekki að gera neitt. Við vorum hræddir um okkar eigin skinn. Það var að mörgu leyti ekki sem verst að vinna hjá Sigurði. Hann var að vísu strangur hús- bóndi og heimtaði fullkomna stund vísi og reglusemi af starfsfóiki sínu. Allt varð að ganga eins og eftir snúru, ekkert fór eins í taug- arnar á Sigurði og það, sem truflaði virðuleik og slétt yfirborð. En kaup ið var gott, og að ýmsu leyti var ekki sem verst að vinna þarna, þeg ar maður fór að venjast andanum, sem Sigurður hafði skapað í þessu fyrirtæki sínu. Það var eitthvað hálfu ári eftir þetta, að hann Sigurður forstjóri missti konuna sína, hana frú Sig- urlaugu. Honum þótti víst ósköp vænt um hana, enda hagaði hún sér í einu og öllu eins og mikil- mennið eiginmaðttr hennar vildi. Hún lagaði sig í einu og öllu eftir honum, tamdi sér hátterni yfirstétt- arfrúar. Og ekki var neinn vafi á því, að hún dýrkaði og tilbað mann sinn, þótti hann guðum líkari en mönnum. Hún mátti svo sem vera honum þakklát, hún, sem var alin upp í stórum barnahóp á rýrðarkoti í Kjósinni. En sá uppruni var gleymdur, alveg eins og uppruni manns hennar. Auðmannalýðurinn í Reykjavík er ekki að spyrja að slíku, ef milljónirnar eru annars vegar. Auðvitað vildi Sigurður ekkert til spara að gera útför konu sinnar sem hátíðlegasta og virðulegasta. við þá athöfn skyldi ríkja aristó- kratískur virðuleiki, röð og regla, þar skyldi ekki sjást neinn blettur eða hrukka. Útför slíkrar höfðings- konu skyldi vera samboðin þeim eðli, sem hún var af. Til þess skyldi Sleggjan h.f ekkert til spara. Auðvitað fórum við starfsfólk fyrirtækisins til útfararinnar, Qg við vissum vel, í hvaða stellingar við áttum að setja andlitin. í svip okkar skyldi ríkja djúp og virðuleg alvara, þegar kvödd skyldi ein fremsta og göfugasta kona þessa lands. Kirkjan var troðfull, og þar mátti sjá flesta máttarstólpa þjóð- félagsins og framámenn í athafna- lífinu. Tónlistin var óvenjulega íburðarmikil. Og ekki spillti ræða prestsins. Hann fór hjartnæmum orðum um hina miklu höfðingsfrú, sem staðið hafði við hlið manns síns, hins valinkunna og þjóðkunna athafnamanns, átt verulegan þátt í sigrum hans í lífinu og búið hon- um yndislegt heimili, þar sem hann gat notið hvíldar þegar hann kom dauðþreytmr heim frá sínu fórn- fúsa og óeigingjarna starfi fyrir land og þjóð. Svo leið að lokum athafnarinnar. Átta líkmenn gengu að kistunni til að bera hana út. Þeir voru allir kjólklæddir og sumir þeirra voru með orður. Eg sá, að þetta voru allt saman framámenn í athafnalífinu. Eg hugsaði með mér, að enginn þeirra mundi verða metinn á minna en 30—40 milljónir. Alvarlegir og virðulegir tóku höfðingjarnir að bera kistuna út. Sigurður gekk á eftir með dóttur sinni og tengda- syni, höfðinginn í sorg uppmálað- ur. Þegar búið var að bera kisr- una um það bil hálfa leiðina út að dyrunum skeði það. Þetta skeði svo leiftursnöggt að ég áttaði mig í fyrstu ekki á því, hvað var að gerast. Það kváðu við brak og brestir. Líkmennirnir hnigu allir í I senn til jarðar, og kistan skall í gólfið og heyrðist brothljóð frá henni. Hvað hafði skeð? Sigurður starði á þetta eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, jafnvel virðuleikinn hvarf af andliti hans og hann varð eins og hræddur drengur í framan. Sumir kirkju- gestir ráku upp óp, en aðrir voru eins og steini lostnir. Og þarna lágu líkmennirnir á gólfinu um- hverfis kistuna og bærðu ekki á sér. Einhver hrópaði á lækni. Og það kom í Ijós, að margir læknar voru í kirkjunni. Þeir fóru að stumra yfir líkmönnunum. Svo iitu þeir alveg forviða hver framan í annan. Sumir þeirra hristu höfuð- in. Og einn þeirra kvað upp úr með það, að líkmennirnir mundu allir vera. látnir. Og það reyndist vera svo. Þeir höfðu orðið bráð- kvaddir allir á sama augnabliki, átta talsins, fremsnt athafnamenn þjóðarinnar. Þvílí,kt óbætanlegt tjón! En hvernig í ósköpunum gat þetta skeð? Það var skiljanlegt, að einn hefði orðið bráðkvaddur, en allir átta í einu? Nei, þetta var ráðgáta, sem aldrei mundi leysast, og enginn hefur fundið á þessu neina skynsamlega skýringu. Sig- urður hefur verið brotinn maður síðan þetta skeði. Það er sök sér að missa hana Sigurlaugu, en að útförin skyldi enda með skandala og ósköpum, það var ekki unnt að bera. Þessi jarðarför, sem átti ao verða útför ársins að öllum glæsi- brag. Það skyldi þá aldrei vera eitt- hvað til í því, að þeir þarna í Arn- arfirðinum viti jafnlangt nefi sínu? Mysticus. ORÐSEND/NC til félagsmanna Félagið hefur samið við eftirtalin þjónustufyrirtæki um afslátt fyrir félagsmenn: LUKAS-VERKSTÆÐIÐ, Suðurlandsbraut 10, 20% afsláttur af ljósastillingum, 20% afsláttur af sjálfsþjónustuaðstoðu, 10% afsláttur af bifreiðaskoðun. DEKK H.F., Borgartúni 24. 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, 5% afsláttur af sólningu. BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN, Sigtúni 3, 10% afsláttur af allri þjónustu. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN, Reykjavikurv. 56, Hafnarfirði 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, nema sólningu og suðu. GÚMMIVIÐGERÐIN, Hafnargötu 86, Keflavik 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, nema sólningu og suðu. (Opið alla virka daga frá 8-21 og sunnu- daga 8-18). BIFREIÐAÞJÓNUSTA GARÐARS ÓLAFSSONAR Suðurlandsvegi 5. — Hveragerði 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, nema sólningu og suðu. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN H.F. Suðurgtitu -41 Akranesi 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, nenia sólningu og suðu. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Glerárgötu 34, Akureyri, 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, nema sólningu og suðu. BÍLALEIGAN VEGALEIÐIR, Hverfisgötu 103, 15% afsláttur af þjónustu NÝJA BIFREIÐALEIGAN, Ilafnarbakkanum, Akureyri, 15% afsláttur af þjónustu. BÍLALEIGAN BRAUT, Hringbraut 93B Keflavík, 15% afsláttur af þjónustu. Munið að afsláttur eða iinnur fyrirgreiðsla á vegum F.Í.B. fæst eingiingu með framvísun félagsskírteinis hverju sinni. Félagsskírteini 1970 gilda frá 1. jan. 1970 til 1. febr. 1971. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið fréttabréf F.Í.B. (sem út kom um síðustu mánaðamót) góðfúsiega látið skrifstofuna vita í símum 33614 eða 38355. FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA. Eiríksgötu 5. UPPABUINN EÐA I SLOPP EKKERT JAFNAST Á VIÐ TOP ! TOP tóbah . er ttpp topp tobak fra CAMEL verhsmiðjunum TOP TOBAK I VINDLINGANA TOP TÓBAK í PÍPUNA

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.