Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 1
‘Blaðfyrir alla 22. árgangur. Mánudagur 23. febrúar 1970 7. tölublað. Erlent fjármagn til Islandsi EFTA-þátttakan getur leyst fjölda vandamála í viðskiptalífinu Miklar og margvíslegar fyrirspurnir erlendra fyrirtækja og fjármálastofnana hafa borizt hingað vegna hlutdeildar íslands í EFTA. Flestar eru ennþá á rannsóknarstigi, þótt erlendir að- ilar hafi þó komið undir sig fótunum i efnahagslifi íslands. Margir telja réttilega, að ýmsir glæsilegir möguleikar séu á iðnrekstri á íslandi, en innlenda aðila skortir bæði reynslu og fé. Þótt ríkisstjórnin láti í veðri vaka, að gerðar hafi verið ráðstaf- anir til að stemma stigu við að erlent fjármagn verði allsráðandi í nýjum atvinnurekstri eða fyrir- tækjum almennt, þá er þó vel vit- að að slíkt er tilhæfulaus ósann- indi. Til er fjöldi ráða til að snið- ganga hinar svokölluðu ráðstafanir og engin hætta á, að stjórnin fái þar við nokkuð ráðið. Það er vitanlega bæði þörf og nauðsyn að erlent fjármagn og framtakssemi haldi hér innreið sína. ísland hefur ótal möguleika á sviðum, sem lítt eða ekki hafa verið reynd til þessa, og þá eink- um varðandi frekati og betri nýt- ingar í sjávarafurðum og landbún- aði. Nokkrar greinar iðnaðar bjóða einnig upp á möguleika, en þar skortir fjármagn. Sú staðreynd, að ríkið er komið í hörkusamkeppni við einstak- lingsframtak, er ömurleg sönnun þess hve neikvæð öll þróun er að verða í framkvæmdalífi þjóðarinn- ar. Einstaklingum sem „faktískt" eru farnir á hausinn er haldið uppi eins og próventukörlum, þó þann- ig, að eftir að ríkissjóður eða Seðlabankinn hafa komið fyrirtækj- um þeirra á lappirnar, náð aftur lánsfé sínu komið öðrum heil- brigðum fyrirtækjum fyrir kattar- nef, eða lamað rekstur þeirra, þá Albert á þing? Prófkosningar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík verða birtar nú eftir helgina. Eins og kunnugt er þá vilja Sjálfstæð- ismenn með þessu sýna ein- hvern lit — þ.e. að kjósendur þeirra fái einhverju ráðið um kjör og framboð manna þeirra er þeir vilja hafa í forsvari fyr- ir sig á þingi — jafnvel í borg- arstjórn. Allmikil óánægja er innan raða Sjálfstæðismanna, enda ekki að undra því einveldi eitt og ofbeldi hafa þar jafnan ráð- ið ríkjum, og menn óvinveittir kjósendum íhaldsins, verið all- mjög í fararbroddi og í efstu sætum þar sem miðstjórn flokksins hefur talið þá ör- ugga. Fréttir herma nú, að ýms ný andlit hafi skotið upp kolli í þessum prófkosningum. Með- al þeirra, sem hátt ber af ný- liðum er Albert Guðmundsson, heildsali, sem gerist nú all á- berandi í opinberum, vinsæl- um málum, og hefur hann hlot- ið geysilegt fylgi í prófkosn- ingunum. Það er timi til kominn að Albert Guðmundsson fái hlut- deild á þingi. Albert er ennþá ungur maður, frískur í skoðun- um og heilbrigður i málefna- flutningi. Persónulega er hann einarður og fylginn sér, til- lögugóður og fullhugi í öllum málflutningi. Kjósandinn hefur enga ástæðu til annars en ætla, að þessir kostir myndu fylgja honum á þing. Við höf- um nóg af já-mönnum og af- s;:rengjum „Heimdallarkálf- ana“ á þingi, og meiri skammt gamalmenna þar, en góðu hófi gegnir. Það er sannarlega ósk okkar, að Albert sé stillt upp á kjörlista, og ýmsir málsmet- andi Sjálfstæðismenn óska þess eindregið að flokkurinn, sjálf sín vegna, hafi vit fyrir framtíð sinni og gefi þeim mönnum tækifæri, sem þorri kjósenda óskar eftir að komi fram fyrir þeirra hönd. er gæðingum fengin aftur þau fyrirtæki, sem komin voru að gjald- þroti. Það er því ekki annað en full ástæða til að þakka það að erlent fjármagn berist til landsins, ekki aðeins okkur til hagsbóta og fram- dráttar heldur og til að stöðva það óeðli, sem farið er að ríkja á við- skiptasviðinu almennt. í blaðinu / dag KONUR — Hver verður tízkan að vori? Frægustu tízkufrömuðir Pa- rísar og Lundúna segja álit sitt í blaðinu í dag. Mysticus skrifar um jarðarför merkrar konu. KAKALI: skrifar um öfga og íhlutunarstarfsemi ýmissa minnihlutaaðila. OFDRYKKiA í Rússlandi — 10 milljón ofdrykkjumenn. Yfirþjóð Gyðinga — sjá 8. síðu. PRESSAN — Fr.S. gullvægur fuglavinur— Mama mía! Ymislegt fleira, sem allir hafa áhuga á að kynnast. Vaxandi eiturlyf janeyzla Æskufólk og pop-músíkk— stjörnur vara við hættunni S.l. sunnudag buðu nokkrir fulltrúar æskufólks blaðamönn- um á fund í Glaumbæ, en tilefnið var eiturlyfjaneyzla á Islandi meðal ungs fólks. Allt það unga fólk, sem þarna mætti hefur daglegan samgang við æskuna á skemmtistöðum, en eins og segir hér á eftir, þá taldi fyrirsvarsmaður þeirra upp nöfn hinna áhugasömu um þetta mál. Nokkrar umræður urðu um vandamálið, en bezt er að gefa unga fóikinu orðið og kenna það. Talsmaður þess sagði eftirfarandi: Ég býð ykkur öll velkomin til þessa fundar. Málefnið, sem hér verður rætt, er mjög alvarlegt: „Eiturlyfjaneyzla ungs fólks á h- landi". Ég vildi byrja á því að kynna fyrir ykkur þetta unga fólk, sem hér er statt: Jónas Rúnar Jónsson, söngvari. Kristín Waage, fulltrúi „Ungu kynslóðarinnar 1967", skrifstofu- stúlka. Björgvin Halldórsson, söngvari. Helga Möller, danskennari. Sveinn Guðjónsson, hljóðfæraleik- ari. Henný Hermannsdóttir, danskenn- ari. Sævar Baldursson, verzlunarstjóri í Karnabæ. Veigar Sumarliði Óskarsson, verzlunarmaður. Ragnar Hall, nemandi. Öll vitið þið, hvað hér er um að ræða, en ég hef tekið að mér Nordek-„ástin' blómstrar Ekkert nema yfirborðið „Brennivínsfundurinn“ mikli, sem ísland hélt hinum Norður- löndunum, með „frábærum árangri“ í samskiptum frændþjóð- anna virðist vera meiri i orði en á borði. Danir og Finnar eru hættir að talast við út af flugmálum, íslendingar eru enn von- biðlar Svía í sömu málum, og Rússar hafa tekið Finna í karp- húsið vegna væntanlegrar þátttöku þeirra í Nordek. Hálf-komminn Palme forsætis- ráðherra Svía, sem mestan þátt hef- ur átt í þessu brölti Norðurland- anna, hefur dyggilega þjónað hlut- verki sínu í þjónustu Rússa og svo til að bjarga skinni Svíanna sjálfra, sem eru að einangrast frá allir vest- rænni samvinnu. Samvinna Norðurlanda er hvorki né verður annað en orðin tóm og þátttaka íslands í frekara samstarfi en orðið er, einkum fjárhagslega, alveg út í bláinn. íslendingar geta því einu treyst, að því betur sem við flækjumst í neti „norrænnar samvinnu" því verri verður okkar hlutur. Frumhlaup íslenzkra forustu- manna í öllu Nordek-málinu, skála ræður og lofsöngur aðila, var ekki annað en hismið eitt, ísland — og hugsanleg þátttaka þess — fjar- lægir þjóðina frá eðlilegum og sjálfsögðum viðskiptum við aðrar þjóðir. Það er tímabært að þjóðinni sé kynnt, hvaða öfl krefjast og vinna af alhug að þátttöku ís- land í Nordek. að útskýra málið fyrir hönd okk- ar, eins og það lítur út frá okkar bæjardyrum séð, eftir að við höfum kannað það rækilega. Við teljum: að hass og marijuana neyzla sé meiri en nokkurn grunar hér á landi. að hún er ennþá bundin við vissa hópa, en breiðist ört út. að þekking ungs fólks á lyfjum þessum er næstum engin, enda mjög útbreidd skoðun, að hass og marijuana sé ekki hættu- meira í sjálfu sér en áfengi. að yfir 90% af öllu hass og mari- juana, sem hér er á markaðn- um er blandað með ópíum og sú staðreynd ein er skelfileg og hlýmr að hafa í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. að þeir sem standa fyrir dreifingu á lyfjum þessum hér eru að öllu jöfnu fávíst ungt fólk sem veit ekki, hvað það er að gera, enda er það aðferð glæpahringa þeirra, sem stunda sölu eitur- lyfja, að fá ávallt fólk úr hópi þess fólks, sem á að dreifa til. Aðferðin er yfirleitt að útvega „eitthvað" spennandi og þá í vinarlíki. að vitað er að hass er allt að helm- ingi ódýrara á heimsmarkaðin- um en ópíum vegna vinnslu- mismunar. Ópíum er einnig meira vanalyf en hass og vegna þessa er vitað að glæpahringir þessir blanda ópíum í hass til að fá ódýrari framleiðslu og fastari markað. að mest af þessum lyfjum kemur frá Danmörku og Bandaríkj- unum með pósti og í farangri . fólks, sem kemur bæði með flugvélum og skipum. Einnig eru dæmi um að vissir aðilar selja. þessi lyf hér. að þessi þróun er vægast sagt mjög hættuleg fyrir íslenzkt þjóðfé- lag, en við höfum þá óbifan- legu trú að ef skjótt og vitur- lega er-við brugðið, þá gætum við íslendingar vegna fólks- fæðar og vissrar einangrunar bægt þessu eiturskýi frá okkur. Við förum þess á leit við ykk- ur að hjálpa okkur til að ná valdi á þessari öfugþróun og afhjúpa „svindlið", ef svo mætti að orði komast. Við vonum af heilum hug, að þið hefjið ykkur hátt yfir alla dæg- urpólitík og fréttasamkeppni og takið málið föstum tökum. Æskilegar gagnráðstafanir. 1. 2. Mótmæli gegn slíku vandamáli ungs fólks á tvímælalaust að koma frá ungu fólki. Tilgangurinn helgar meðalið. Ungt fólk er mjög áhrifagjarnt og er gjarnt á að túlka um- mæli, sem eru vafasöm sér í vil. Þess vegna er mjög mikil- vægt að fjölmiðlunin hafi mjög stranga ritskoðun á þessu máli. Dæmi eru: Ummæli í blöðum um lækningarmátt hass í viss- um sálrænum tilfellum. 3. Að viðurkenndum meðmælend- um og neytendum þessara lyfja sé ekki hampað heldur fái þeir fyrirlitningu og hreint áhuga- leysi að launum, en ef þeir vilja hjálp, þá sé hún ávallt fyrir hendi. Áríðandi er þó að ráðast ekki á einn eða neinn persónu- lega, því að þá mundi vor- kunnsemi brjótast út og eyði- leggja fyrir málstaðnum. eins og dæmi er um núna nýlega. 4. Höfða verður mjög sterkt til ábyrgðartilfinningar fólks í sambandi við þetta mál. Hér getur enginn stungið höfðinu í sandinn og sagt „ekki ég", „ekki mín börn", og „kemur mér ekki við" o.s.frv. Mjög áríðandi er að almenn fræðsla fari fram alls staðar, þar sem hægt er að koma henni við og eru blöð, sjónvarp og hljóðvarp tvímælalaust sterk- asta vopnið hér. Áríðandi er hér að muna að tilgangurinn helgar meðalið. Við þetta þarf raunar engu að bæta. Öll opinber málgögn bæði taka undir og þakka þessu unga fólki áhugann og framtakið og tel- ur, eins og það sjálft, að bezt sé, að unglingar þessi, sem margir eru áhrifaríkir, einbeiti sér að því að tala um fyrir krökkunum, sem sækja skemmtanir og neyta þessara lyfja. Má vera, að blaðið ræði þessi mál nokkuð nánar á næsttumi 5.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.