Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur 9. marz 1970 Mánudagsblaðið 5 lék hann eitt aðalhlutverkið í leikn- um, Guðmund á Búrfelli. Hljóm- sveitar.. Já. 1 er Carl Billich, en Gunnar Bjarnason gerir leikmynd- ir og Ingólfsson sér um bún- ingateikningar. Helztu hlutverkin eru leikin af }: sum leikurum: Margrét Guð- mundsdóttir leikur Sigríði í Tungu (stúlkuna), Garðar Cortes leikur Indriða (piltinn). Garðar er ungur söngvari, sem hefur stundað nám í kórstjórn og söng í London í sl. fimm ár og er þetta í fyrsta skipt- ið, sem ha.nn kemur hér fram á leiksviði að námi loknu. Bárður á Búrfelli er leikinn af Val Gíslasyni, en þetta er í þriðja sn:ptið, sem Valur leikur í Pilti og stúlku. Hann lék Guðmund á Búr- felli hjá L.R. 1934 og Bárð lék h: n hjá Þjóðleikhúsinu, þegar Ieik urinn var sviðsettur þar fyrir rúm- um 17 árum. Guðmundur á Búr- | felli er nú leikinn af Bessa Bjarna- syni. Árni Tryggvason leikur Kristj án bnn, Erlingar Gíslason er Möller kaupmaður, Herdís Þor- valdsdóttir leikur Gunnu á loftinu, Guðbjörg Þorbjarnar leikur Ing- veldi í Tungu, FIosi Ólafsson, leik- ur Þorstein matgogg, Róbert Arn- finnsson leikur Jón fylliraft í búð- inni, Stína vin.iukona er leikin af Þóru Friðriksdóttur, Anna Guð- r. isdó^’r og Nína Sveinsdóttir leika Maddömu Ludvigsen og Stine, Kristbjörg Kjeld er Rósa, kona Guðmundar á Búrfelli en auk þess fara leikararnir, Jón Júlíusson, Brynja Benediktsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson, Auður GuL.nundsdóttir og fleiri með hlutverk í leiknum. Tíu kór- fé.' jar úr Þjóðleikhússkórnum taka þátt í sýningunni auk ýmsra auka- leikara. Colin Russell, ballettmeistari, hefur aðstoðað við staðsetningu í nokkrum söngatriðum. Þjóðleikhúsið: Sýning á „Piíti og stúlku" Jón Tboroddsen KJÖR ÍS Sl. föstudag var frumsýning á leikritinu, Pilti og stúlku. Eins og kunnu^, er samdi Em'I Thorodd- st leikinn eftir samnefndri skáld- sögu Jóns Thoroddsen og tónlistin er einnig eftir Emil. Leikritið var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur á jólum árið 1934 og var Indriði Waage Ieikstjóri. Pilti og stúlku var strax mjög vel tekið í þessu leikformi Emils og hefur síð- an verið einn af vinsælustu alþýðu- sjónleikjum okkar og hefur verið sýndur hjá ýmsum leikfélögum víðsvegar á landinu. Leikurinn hef- ur verið sýndur einu sinni áður í Þjóðleikhúsinu og var það á jólum 1953. Sýningar urðu þá alls rúm- le^ 50 á leikriti þessu og var uppselt á þeim næstum öllum. Þetta mun því vera þriðja upp- færslan á Pilti og stúlku í Reykja- vík. Leikstjóri er að þessu sinni Kle- í.ænz Jónsson, en við síðustu upp- færslu leiksins hjá Þjóðleikhúsinu A KJÖRBORÐIÐ NÝR Innrás" Japana // FraimihaiM áf 4. síðu, Toyota ræður yfir 25% af bifreiða- markaði Filippseyja. Sem fulltrúar erlendrar menn- ingar eru erlendir kaupsýslumenn og ferðamenn auðveldlega mis- skildir og fjandskapast við þá — því meira ef þeir koma frá auðugu og háþróuðu landi. Japanir eru eng in undantekning, og í þeirra tilfelli bætast við bitrar endurminningar stríðsáranna. í höfuðborgum Asíu þar sem hópar japanskra ferða- manna eru dagleg sjón, marserandi undir leiðsögumanni veifandi jap- anska fánanum, er hegðan þeirra og framferði allt tilefni mikillar andúðar. Þeir eru frægir sem allt- of örlátir á þjórfé, og heldur léleg- ir (en góðlátir) drykkjumenn. Þeir hafa Iíka orð fyrir að vera geysi- lega ákveðnir í Ieit sinni að kyn- mökum. Mörg tímarit í Japan birta djarfar greinar og Ieiðbeiningar um hóruhús í Suðaustur Asíu, ásamt verðlistum, og allt bendir til að vel hafi verið flett í þeim blaðsíð- um. Öllu framar hafa Japanir fengið orð á sig fyrir að vera samlieldnir og ofstopafullir. Jafnvel meira svo en Ameríkumenn, sem frægir eru fyrir að koma með Bandaríkin með sér þar sem þeir setjast að. Japanirnir koma með sinn eig- in björ, blöð, kokka, vín, jafn- vel veitingastaði. „Þeir byggja sitt eigið heimsveldi á sjálfum sér", segir Bunchana viðskiptamálaráð- herra í Thailand, „Þeir spila golf saman, éta saman og ganga í eigin skóla". Margir Japanir hafa næstum sjúklega hæfileika til sjálfsgagn- rýni. í „Grímunni kastað af Jap- önum", segir höfundurinn Ichiro Kawasaki, fyrrum sendiráðsfulltrúi, að stórmennskubrjálæði Japana or- sakaðist af þrá þeirra til að hefja ast upp í félagslífinu. „Japanir þjást af minnimáttarkennd gagn- vart Evrópumönnum og Bandaríkja mönnum, en hafa tilhneigingar til að hafa stórmennskubrjálæði gagn- vart Asíubúum." Kiichi Aichi, utanríkisráðherra Japans telur vandræði Japana utan heimalands síns vera vegna þess, að eyjabúar séu óvanir að umgang- ast annað fólk. Japönum er ljóst, að mikið af þessari gagnrýni er úr hófi, en það kemur samt við kaun inn á þeim og þeir eru að leita bragða til að lagfæra þetta og bæta mynd sína í augum útlendinga. Adam Mali, utanríkisráðherra In- dónesíu hefur stungið upp á „Jap- anskri Marsjall-hjálp" fyrir Asíu. Hugmyndin kann að vera þess virði að hún sé reynd til þess að hjálpa nágrönnum Japans í gegnum erf- iða og veigamikla tíma í þróunar- ferli þeirra. Þó er óvíst að slíkt plan hjálpi til að bæta mynd Jap- ans í augum annarra þjóða, eins og „ljóti Ameríkaninn" mun sannar- lega verða þeim sammála um. (Lauslega þýtt og endursagt úr Time). BETRI ÓDÝRARI

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.