Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Blaðsíða 1
BlaÁ jyrir alla ^bláðið 22. árgangur Mánudagur 9. marz 1970 9. tölublað Verð blaðsins 25 kr. í útsölu L'AFFAIRE MARGEIR // Laumumíllar" hlupu í skattinn Alger „panik" vegna bókhaldstökunnar - Jón Margeir, fjármólamaður uppnuminn? Líf Jóns Margeirs, fjármálamanns, hefur ekki verið baðað í rósum. Hann hefur unnið samvizkusamlega að því að hjálpa samborgurum sínum í peningavandræðum og hyglað sjálfum sér lítillega fyrir vikið. Síðari árin hafa orðið honum þung. Skattar og pólití hafa ásótt hann, sektir tætt sundur fjárhag- inn og skæðar tungur verið illyrtar. Allt var þetta rauhalegt og óréttlátt, en Jón Margeir sótti styrk til Guðs. í stað hinna vinsælu auglýsinga sinna í Mbl. „ávaxta fé“, tók Jón Margeir þann hátt upp, síðustu misseri að birta, á eigin kostnað, til- vitnanir úr ritningunni, ásamt hvatningu til alþýðu, að „bjarga sér sjálfri“. „ÓVINURINN“ BIRTIST En eins og öðrum dánumönnum varð Jóni Margeiri hált á ritning- nnni, svo hált, að í síðustu viku var hann komnin í klær „óvinar- ins" sem í þetta skipti birtist í líki skattsins og rannsóknarlögreglunn- ar, undir forustu og ötuili leiðsögn Jóns Abrahams. Ekki dugðu góð orð né biblíuþras við þá góðu menn, og þótt Margeir liti til hlm- ins og ákallaði skapara sinn og kenniföður var „að ofan" engrar hjálpar að vænta a. m. k. ekki til- takanlegrar. KROSSFESTING Án umsvifa, hafandi mótmæli Jóns Margeirs að engu, þreif Jón Abraham og lið lians, ekki að- eins allt bókhald Margeirs lteldur og peningaskáp mikinn og eld- traustan hvar fálust þau fáu verald- legu leyndarmál, sem Jón Margeir taldi sér einum viðkomandi. „Þið krossfestuð Krist, Jón Abraham" hrópaði Jón Margeir í örvæntingu sinni, „minnstu forfeðra þinna". Jón Abraham, sem er vel kristinn og ekki í ætt við hina fornu ísra- elbúa, skeytti engu um örvæntingu nafna síns Margeirs. Út fór bók- haldið, skápurinn og þar með ver- aldlegur auður Jóns Margeirs. Er bifreið kom með liafurtask Jóns Margeirs á áfangastað skyggnd ust áfjáðir rannsóknarar í hirzlur Jóns. Þar þótti í upphafi kenna ýmissa grasa, sem ekki þóttu í anda Krists, er hann ruslaði til í muster- inu í gamla daga. Meðal óvæntra gripa þar fundust skjöl, verðbréf og víxlar, metin allt að 12 milljónum, afsöl og ýmis viðskiptabréf, sem ekki þóttu fylgja vel viðteknum viðskiptareglum þjóðfélagsins. FALIN NOFN Það vakti nokkra athygli, að þarna voru sneplar, og númer, sem tilgreindu ýmsa borgara, háttsetta, sem ekki var vitað, að hefðu slík yfirráð verald- legs góss, og nú kom fram. Taldist svo til að einstaklingar hefðu treyst Jóni Margeiri, að ávaxta fé sitt, en sjálfur hafði Jón Margeir stundað þá sjálf- sögðu iðju, að viða að sér hús- um og ibúðum, enda einu tryggu verðmætin í ótryggum heimi. Svo átakanleg var við- skiptaflækja Jóns Margeirs, að jafnvel harðsvíruðustu þjónar réttvísinnar dáðust að. HRÆÐSLA Fregnir um aðsókn að bók- haldi Jóns Margeirs fóru eins og eldur í sinu um höfuðstað- inn. Skattstofan, sem er stað- ur sem menn ekki heimsækja nema í neyð, fann sig allt í einu einn vinsælasta sam- komustað „laumumilla“, sem þangað rákust í hópum, tauga ósyrkir, en hálfbrosandi og vildu fá að kíkja á „uppgjörið'* sitt síðasta. Það einkennileg- asta, fannst skattayfirvöldun- um var það, að menn þessir voru skyndilega helteknir ein- hverri óskiljanlegri þrá, að „lagfæra síðasta framtal“. „Það er ekki rétt að snuða yfir völdin“ var viðkvæði laumu- millanna, „hér þarf að bæta úr og leiðrétta“. Þessi skyndi- lega hugarfarsbreyting kom skattmönnum algerlega, en þægilega á óvart. Svona ættu allir að vera, hugsuðu þeir. RÁÐ JÓNS MARGEIRS Þegar Jón Margeir fann, að Framhald á 8. síðu. Hláleg útreið kommúnista Kommaklíkan og áhangendur þeirra hafa orðið fyrir laglegu — og satt bezt að segja — mátulegu áfalli, enda sýnir blað þeirra, að hungurslýðurinn er sárlega reiður og sár. Tilefnið er, auðvitað, að Vátryggingarfélagið er „farið á hausinn" eins og blaðið segir og eru tryggjendur þar heldur hart leiknir. Ekki er það þó almenningsheill, sem svo mjög ærir blaðið til skrifa, heldur tókst svo óhönduglega til, að „allir“ kommar, sem bíl eiga og ýms fyrirtæki, sem umboð hafa fyrir austan- tjalds ríkisfyrirtæki hafa tryggt „eigur“ sínar hjá félaginu. Áhyggjur komma Kommar hafa sýnilega feilreikn- að sig í tryggingar-businessinum í þetta skipti. Þeir verða að endur- tryggja allt blikkdraslið sitt að aust an, sem gárungar kalla bíla, og sitja nú eftir, ltver maður, með milli 800 og 1200 krónu skaða. Eins og að líkum lætur þykir kommum sinn liagur mjög hafa raskazt og þó þeir telji það mátulegt að aðrir beri skarðan lilut frá borði, þá sannast, að þeir una allra verst við eigin skaða. í rauninni er það svo, að þessi tryggingarvideysa komma er sjálf- skaparvíti, því þeim var ekki gef- inn neinn kostur að tryggja ann- arsstaðar en hjá hinu óluklcusam- lega tryggingarfyrirtæki. Þóttust þeir og ruslasalar þeir, sem verzla með blikkdósirnar, hafa nokkurn gróða af þessu, en lukkan sneri við þeim bakinu með þessum líka fer- legu afleiðingum. Auðugir umboðssalar Skiljanlegt er, að liinn almenni kommi muni nú hugsa sig um tvisv ar áður en hann lætur flokksforust- una eða vikapilta hennar stýra fjár- festingum sínum, enda er almenn reiði í röðum flokksmanna. Ekki bætir úr skák, að flokksmálgagnið hefur heldur vegið að sínmn mönn um en ekki, samanber þegar Þjóð- viljinn sló því upp að einn sá al- ríkasti í þeirra röðum með umboð frá sjálfu Rússlandi, var sakaður um að byggja sér fallegt sumarhús við Mývatn. Var ritstjórn Þjóðvilj- ans lengi að ná roða úr kinnum eftir þær ófarir og mun yfirlýsing blaðsins um auð umboðsmanna rússnesks varnings, ekki bæta skap þeirra, sem nú hafa skaðazt. Hlálegt Þetta er einn hlálegasti atburo- ur, sem flokkurinn hefur stýrt þeim trúuðu og dyggu í, ekki aðeins fjár- hagsskaða heldur og bein og mikil útgjöld vilji bifreiðaeigendur flokksins, halda áfram að vera f tryggingarfélögum með gripi sína. Það eru fleiri en kaupmenn, sem illa fara út úr viðskiptalífinu. Rógsmaskína íhaldshópa í fullum gangi Prófkjörsmenn rœgðir - Albert og KR-klíkan enn upp á kant Það fór ekki hjá því, að rógsmaskína Sjáifstæðis- flokksins færi af stað í sam- bandi við prófkosningarnar. Ekki þó svo, að flokkurinn stæði að róginum, sem er tals- verð nýjung, heldur hitt, að undirmálshópar innan hans, með sérhagsmuni fyrir augum, hafa tekið upp fyrri iðju og rægja nú, nær opinberlega, einstaka til nefnda menn, sem á listann hafa komizt. Sjálfur flokkurinn hefur engin afskipti af þessu haft, enda reynslan slæm, fyrst i forsetakosning- um Ásgeirs Ásgeirssonar, næst í átökum Gunnars Thor og Kristjáns Eldjárns, sem sennilega eru viðbjóðslegustu kosningar hvað róg snertir á íslandi, og svo þegar fella átti sr. Grím Grímsson frú að kom- ast í prestsembætti hér í Reykjavík, sem endaði með því, að flokkurinn varð að skapa aukaembætti sálusorg- ara í Höfn, til að hlú að kandi- dat sinum SMÁIR — EN HARÐSKTYTTIR í þetta skipti eru það smáir en harðskeyttir hópar sem veit ast að Albert Guðmundssyni og nokkrum öðrum nöfnum, sem á listanum eru. Gegn Al- bert er það m.a. KR-klíkan, vel skipulögð og harðsnúin, sem mest lætur á sér bera. Auk hennar eru svo nokkrir kaup- sýslumenn og iðnjöfrar, sem hátt láta til sín heyra og hafa jafnvel verið búin til slagorð gegn fylgi við Albert. Sumir þessara manna eru þekktir og hafa „blottað“ sig með rógi sínum og nöfn þeirra vel geymd til að nota þegar að kosningum dregur. Hins vegar er eigi að síður sterkur hópur, sem fylkir sér um Albert og frétzt hefur að allmargir venjulegir flokks- menn og konur muni veita hon um brautargengi um helgina, þegar flokksmenn, hinir al- mennu, fá að láta skoðun sína í Ijós. Hafa þeir að „mottó“ „Albert inn“, og leggja hart að vinum og kunni.ngjum. Albert vildi ekkert um málið segja, er hann var inntur álits, en kvaðst þó víða hafa fundið hlý hug einstaklinga. ENGIN BOLABRÖGÐ Það verður erfitt fyrir flokk- inn í heild, ef viðhöfð eru bola brögð í þessum kosningum. Skal tekið fram, að sannfrétzt hefur, að borgarstjórinn mun láta „lista“-menn njóta þeirra réttinda, sem þeim ber, en slíkt verður þó ekki sagt um ýmsa, sem áhrifamenn eru, eða hafa verið til þessa. Flokkurinn stendur tæpt og fyrst hann greip til prófkosninga, þá er honum hollast, að þar verði engin undanbrögð, né ofbeldí viðhöfð. Hinn almenni kjós- andi vill áfram veldi Geirs. en hann vill ekki, að öfundsjúkar Framhald á 2. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.