Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Blaðsíða 8
Mánudagur 9. marz 1970
U|
GATNAMÁLASTJÓRI hælir sér að verðleikum vegna dugn-
aðar síns í starfi. Vera má að svo sé. Á hitt verður að benda.
Víða á aðalgötum Reykjavíkur t.d. Hringbraut, Lönguhlíð og
enn víðar, jafnvel í miðborginni, eru klakahryggir, langt út
í götuna og á hornum, sem vel geta valdið árekstrum og slys-
um. Á tveggja akreina götum geta bílar auðveldlega kastast
til og rekizt á í framhjáakstri og ættu borgaryfirvöldin nú þeg-
ar að lagfæra þetta.
★---------------------------
GUÐI SÉ LOF, að við þurfum ekki að keppa við fleiri lið í
HM-mótinu í Frakklandi. Sannleikurinn er nefnilega sá, að
íþróttafréttaritarar okkar eru að vera búnir með allar afsakanir
í garð okkar manna. Liðið okkar stóð sig hreinlega illa, ef
miða skal við allar þær vonir og þá raunverulegu getu, sem
liðið býr yfir. Það er óþarfi að afsaka þessa frammistöðu og
íþróttafréttaritarar ættu bara hreinlega að gagnrýna leik og
stjórn, en ekki fara í króka til að finna afsakanir.
★---------------------------
SJÓNVARPIÐ sýndi tvo gagnlega þætti í þessari viku. Ágætt
viðtal Kristjáns Bersa við Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrv.
ráðherra og viðtal Magnúsar Bjarnfreðssonar við framámenn
í fiskimálum. Báðir þættirnir fróðlegir og vel fluttir. Hinsveg-
ar var sænska teiknimyndin um för Þórs til Útgarða-Loka frá-
munalega léleg og barnaleg og rússneska myndin um Moskvu
þaðan af verri. í hvaða erlenda ruslakistu leitar dagskrárstjóri
næst?
★---------------------------
MIKIÐ YRÐi karlþjóðin þakklát, ef blessaðar stúlkurnar okk-
ar létu sér skiljast, að hvítu sokkarnir, eða sokkabuxurnar,
eru beinlínis einn Ijótasti fótabúnaður sem þeir sjá. Þetta
eru eins og líkklæði, og fara öllum illa og stórskemma annars
fagra fætur. Stúlkur ættu að gera sér þetta Ijóst og losa sig
við þetta ósjálega fat. ............
★------------------------
MATVORUMENN hafa látið í Ijós nokkra andúð vegna grein-
ar eftir Mysticus í síðasta blaði. Telja þeir greinina dulbúna
árás á kjötfars og skemma fyrir sölu þessarar matartegundar.
Við getum fullvissað kjötsala, að sú var ekki meiningin.
Mysticus-greinar hafa birtzt hér um árabil, fjallað um reyfara-
kennd efni, en eru ekki úr daglega lífinu né beint að neinu
slíku efni. Þetta er hreinlega aðeins teoríur, ekki meintar til
eins eða neins.
★---------------------------
KORNHLÖÐUSTRÍÐ er nú í undirbúningi, en styrjaldaraðilar
er Öttar Möller á Eimskip og þrjú fyrirtæki, sem brætt hafa
sig saman. Óttar ku óperera í Hafnarfirði, hafa lánað aðilum
þar pláss o. s. frv. endurgjaldslaust — ef þeir flytja með Eim-
skip — og í liði með honum er Árni í Glóbus, sem ekki fékk
að vera með þremenningunum. Meining kornhlöðunnar var
að pína prísa Eimskips niður, ella fá önnur skip til flutnings.
Hann er ekki billegur hann Óttar, þegar hann setur upp stríðs-
hjálminn.
„Laumumillar" hlupu í skattinn
Framhald af 1. síðu.
ekki tjáði lengur að biðja hjálp
ar úr æðri heimi, greip hann
til öllu veraldlegri bragða. Þeg
ar hann losnaði, um stundar-
sakir úr prísundinni, hreinlega
hvarf hann, eins og Hudoni
gamli gerði á sinni tíð. Þetta
var hin óumflýjanlega stað-
reynd, sem rannsóknarar urðu
að sætta sig við. Jón Margeir
var bókstaflega horfinn, sagð-
ur sjúkur, úr þessari veröld,
rétt eins og æðri máttarvöld
hefðu ioksins veitt honum
margumbeðna hjálp!!
YFIRNÁTTÚRLEGT
Með Jón á brottu, en bók-
haldið örugglega í höndum
sér, tóku menn enn að hnýs-
ast í skjöl hans. Jón Abraham
og menn hans grömsuðu dag
og nótt í skjöiunum og alltaf
kom eitihvað nýtt í Ijós, eitt-
hvað, sern sýndi yfirnáttú/'eg-
ar athafnir Jóns Margeirs.
EFTIRSÓTTUR
í vikuiok var Jón Abraham
allra manna eftirsóttastur, a.
m. k. af blaðamönnum, en nann
varðist allra frétta, að hætti
leynilögreglumanna. En laumu
millar voru ókyrrir. Þetta gat
orðið all-alvarlegt og menn
höfðu illa bifur á Jóni Mar-
geiri. En einhversstaðar hlaut
Jón Margeir að vera. Senni-
lega var hann þessa stundina
eitt eftirsótiasta villidýr hinnar
mcpnlegu merkur. Og þar, að
| /í bczt virtist, voru veður öll
válynd.
BI&ó fym cil*
Ef það er nokkurs virði
— þá er það i
MÁNUDAGSBLAÐINU
KVIK-d
MYNDIV
W
n
Sinatra í spennandi reyfara
Ef það er nokkuð, sem fer vei
með Frank Sinatra, þá eru það
fagrar stúlkur, fagurt umhverfi, sól
og sumar. AJlt þetta hefur Frank
í myndinni Tony Rome, sem nýja
bíó sýnir nú. í þetta skipti býr
Frankie í anzi laglegum lystibát
með síma og sjónvarpi, en skrif-
stofan hans er á Miami, þar sem
hann vinnur sem detektive að að-
alstarfi, en leggur á veðhlaupahesta
í tómstundum, sem virðist gefa
honum drjúgum meiri tekjur en
aðalvinnan. Ævintýri Franks byrja
næstum um leið og tjaldið fer frá;
honum er falið að koma dauða-
drukkinni fegurðardís, dóttur millj-
ónamærings óséðri úr lélegu lióteli,
sem ekki má vamm vitt vita, frem-
ur en aðrar drykkjulindir Florida.
Fyrir þetta tilvik fær hann 200
dollara, og leysir verkið þokkalega
af hendi. En stúlkutetrið á heldur
en ekki umsvifamikla fjölskyldu.
Pabbinn er múrarajöfur, byggir hús
og græðir milljónir, — „næstum
allt Florida-fylki er í panti hjá hon-'
um“ eins og einn samleikaranna
kemst að orði. Millin, Kosterman,
prýðilega leikinn af Simon Oak-
land, á gulifallega konu, unga,
reyndar tvígifta, en gallinn er sá að
henni yfirsást að skilja við fyrri
bónda, sem auðvitað kúgar hana
um stórar summur gegn því að
kjafta ekki frá þessari óþægilegu
yfirsjón. Familian tætir af sér gull-
Frank er að hugsa — um
hvað?
djásnin til að fylla gullpoka fjár-
kúgarans, og mitt í allri þessari
Míami-dýrð er svo Frankie boy,
að reyna að leysa hnútinn og koma
öllum þessum vandræðum á fast
land. Og Frankie fær sko að vinna
til launanna. Hann er barinn, skot-
ið á hann, logið á hann, sökum,
jafnvel fallega, ríka, drykkfelda
stúlkan býður honum að „gera allt"
ef hann nái í næluskömm, sem hún
„týndi" í síðasta fylleríi. Stúlkan,
sem heitir Diana, og hefur fegurð,
þó ekki annað, hefur þann hvim-
leiða sið, að sofna í tíma og ótíma
dauðadrukkin og vakna óvænt á
ólíklegustu stöðum. Frankie á vin,
þótt ótrúlegt virðist, og vináttan
byggist, að bezt verður séð, á eins-
konar hlaupandi orðaleikjum milli
hans og vinarins, sem auðvitað er
lögregluþjónn eða leynilögreglu-
þjónn. Óvinir Franks myrða fyrr-
verandi vin hans og samstarfsmann,
nú orðinn ræfil, og skilja skrokkinn
eftir á einkaskrifstofu Franks. Þetta
er ótugtarlega gert. Þó bætir það
dálítið upp raunir Franks, að hann
mætir einni fráskilinni fegurðar-
dís, Jill St. John, sem er breima
Framh. á 2. síöu.
STAÐREYNDIR SEM EKKI MEGA GLEYMAST: (49)
Það blæðir undan óða apanum
Heróp óða apans: Kjósið! -
Klóin — Skólalif í glæpaborg
„Þennan skilning finnur sið-
menningin og eyðileggur
með hugmyndum fjórðu
stéttarinnar, MÚGSINS,
sem hafnar menningunni á
æðri stigum afdráttarlaust.
Hann er hinn algeri óskapn-
aður, sem af haturshug of-
sækir sérhverja regluskip-
an, allan virðingarmismun,
hina ráðstöfuðu eign, hina
skipulegu þekkingu. Hann
er hinn nýi hjarðlýður heims
borganna . . . , sem hefir
afneitað uppruna sínum,
viðurkennir ekki fortíð sína
og á enga framtíð. Þannig
verður fjórða stéttin sú tján
ing sögunnar, sem leysist
upp í innihaldsleysinu. Múg
urinn er endalokin, hið ger-
tæka örtæmi.“
— Osxvald Spengler (1880—
1936), þýzkur heimspekingur.
„DER UNTERGANG DES
ABENDL ANDES"; II. bindi,
4. kapítuli, 1. kafli, 5.
AFL OG ANDÓF,
Allflest það, er ég hefi séð og
heyrt, og tel mig hafa skynjað og
- 9.363.353 knr — Beittasta
— Borgarstjóri er hagnýt eign
skilið, af þjóðfélagsmálalegum
toga spunnið, hefir beinlínis neytt
mig til þess að draga þá nöturlegu
ályktun, að lýðrteðismanneskjan
skylji ekki hætis hót í samhengi
sögunnar — og, að því er ég bezt
trúi, bresti öll skilyrði til þess a'ð
geta skilið það. Jafnvel á meðal
hinna þroskuðustu og reynslurík-
ustu Evrópuþjóða, heyrir það til
undantekninga, að hljóðs kveði sér
málsmetandi menn, er virðist nafa
hugboð um, að ríkjandi heimsá-
stand hlaut að verða svipað því,
sem það er, sökum þess að fyrri
hluti 20. aldarinnar varð með þeim
hætti, er raun bar, og að ekki er
hugsanlegur neinn fleygur á milli
orsakar og afleiðingar, sem getur
hindrað að fari eins og til var
stofnað — að fari eins og fara hlýt-
ur. Ef menn vilja aðra niðurstöðu,
verður að grípa fyrir orsakirnar.
Kukl og káf utan í afleiðingarnar
gerir viðfangsefnin með öllu óvið-
ráðanleg, gerir aðeins illt óþolan-
legt.
Á yfirborðinu ríkir tilgangsleysi,
fjarstæður, glórúlaust öngþveiti. Sú
freisting er nærstæð að láta sér
koma til hugar, að allt það ofurör-
Iæti, sem vitfirringin ein megnar
að fæða af sér, hljóti að vera komið
að þrotum. Ef dýpra er litið, verður
hins vegar ljóst, að á sögusviðinu
geisa hamslausir stormsveipir lög-
málsþvingunar náttúrunnar. örsök
og afleiðing, kjarni fyrsta boðorðs
sköpunarverksins, eru að verki,
þreyta samleik sinn, án frávika og
hvíldarlaust, af fyllstu nákvæmni
og óskeikult. Lögmálið er upphaf-
legt, það varð til eingöngu til þess
að þóknast sér sjálfu, það er óend-
anlegt, og það brýtur allt andóf, all-
ar gagnstæðar skoðanir, kenningar,
isma og stefnuskrár niður í rusl af
miskunnarleysi þess afls, er almætt-
ið helgar.
Þetta lögmál er staðfesting þess
heilaga sannleika, að í náttúrunnar
ríki hefir aldrei gerzt neitt yfirnátt-
úrlegt, gerist aldrei og getur aldrei
gerzt.
ÓÐI APINN
Ef einhvern tíma hefir þótt
skorta sönnur þess, að vísindamenn
hafi dregið markalínuna á milli
Pithecanthropus erectus (uppréttur
apamaður) og Homo sapiens (hugs
andi maður) á röngum stað, þá
hefir rás viðborðanna síðan árið
1945, í síðasta lagi, dregið þær
fram með þeim áherzluþunga, sem
ekki verður undan vikizt. Sá ald-
arfjórðungur, sem síðan er hníginn
í tímans svelg, hefir verið gullöld
hins ömurlega hroka, rosta og ó-
Framhald á 7. síðu.