Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Síða 1

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Síða 1
1 22. árangur. Mánudagur 27 apríl 1970 17. tölublað Menntamálaráðuneytið tekið! 100 unglinga réðust inn á skrifstofur dr. Gylfa — Átök og útköst! Er það satt, að 11-menn- ingarnir í Sviþjóð þurfi aukinn styrk til að ráða við ukinn pillu- og hass- kwStnað? Þau furðulegu tíðindi gerðust klukkan um 2 e. h. í gærdag, föstudag, að um 100 ungmenn ruddust inn á ganga mennta- málaráðuneytisins og „parkeruðu11 á gólfinu þar. Voru þetta mest nemendur úr menntaskólunum, Tækniskólanum og öðr- um skólum höfuðstaðarins. Fyrirsvarsmenn unglinganna höfðu með sér eftirfarandi bréf, sem. þeir vildu fá Gylfa Þ. Gísla- syni, sem var fjarverandi, til að leggja áherzlu á fylgi sitt með kröf- um og aðgerðum stúdenta í styrkja- málunum. PLAGG SKÓLADÓTSINS 24. apríl 1970 Við erum hér komin til að leggja áherzlu á stuðning námsmanna hérlendis við þær kröfur SINE, sem birt- ar hafa verið í fjölmiðlum. í framhaldi af því krefjast námsmenn námslauna. Sú krafa er því aðeins raunhæf sem þáttur í baráttu fyrir jöfnum og mannsæmandi lífskjörum allra. Við viljum !ýsa yfir stuðn- ingi okkar við aðgerðir námsmanna erlendis, sem boðaðar eru á morgun. Við lýsum yfir stuðningi okkar við ellefumenning- ana, sem hertóku íslenzka sendiráðið i Stokkhólmi sl. mánudag. Við fordærr.um tilburði ís- lenzkra valdamanna til að ofsækja 11-menningana og slá ryki í augu almennings. Við hljótum að fagna, að Erna Jóhannsdóttir, Ungfrú fsland 1970 sézt hér taka á móti hamingjuóskum frá Henny Hermannsdóttur, sem mesta frægð hlaut í Japan nýlega. Fegurðarsamkeppnin 1970 þeir 11-menningarnir ein- skorða ekki baráttu sína við eigin hagsmunamál í þreng- stu merkingu, heldur setja þau í samband við þjóðfé- lagsástandið á íslandi. Sérstaklega hljótum við að taka undir, að barátta okkar er ekki fyrir auknum sérréttindum menntamanna á !.ostnað alþýðu, heldur er þar um sameiginlega hags- muni að ræða. MARKMIÐ OKKAR ER VALDATAKA VERKALÝÐS STÉTTARINNAR. Nemendur höfðu tilkynnt, að þeir myndu dvelja á göngum ráðu- neytisins til kl. 4.30, enda virðist starfsfólkið ekki hafa amast við þeim. HENT Á DYR En skammsæt varð þeim sú laug. Áður en varði var lögreglan komin á vettvang og skipaði setu- liðinu út. Þegar enginn hreyfði sig voru hendur látiiár skipta og drógu lögregluþjónar pilta út held- ur harðlega, en þó einkum er kom- ið var úr skrifstofugangi í aðal- ganga. Nemendum tókst að flagga rauðri dulu, sennilega fána bylt- ingarinnar, út um glugga skrifstofu Knúts Hallssonar, fulltrúa, en fáninn hvarf brátt. 7 INN 4 MEÐ ÁVERKA Sjónarvottar og þátttakandi taldi, að sjö hefðu verið settir í Stein- Framhald á 6. síðu. Fluttir heim hreppaflutningi? Umhyggja komma fyrir Ástralíuförum Skammt gerist nú milli stórra högga hjá Magnúsi okkar Kjartanssyni, alþm. Hefur hann nær samstundis veitt „bylt- ingamönnum“ í Svíaríki stuðning sinn og jafnframt krafizt þess, að þingið hlypi undir bagga með þeim, sem hugðu á strandhögg í Ástralíu, en urðu í þess stað strandaglópar. Tel- ur hann, að ríkinu beri siðferðileg skylda að bjarga þeim heim, sem ekki eiga afturkvæmt að öðrum kosti. Ýmsa menn deilir á hvort að baki hjálpartillagna Magnúsar liggi mannúð eða pólitískur uppsláttur og telja margir hið síðarnefnda að- alástæðuna. Væri vel heilbrigt ef pólitíkin réði þessum gerðum Magnúsar, því aðrar ástæður til bjargar þessu fólki, sumu, eru vart sýnilegar. Margt af þessu fólki hljóp burtu þegar draga fór úr hinu óeðlilega Klondyke-ástandi, sem skapaðist á síldarárunum þegar at- vinnuvegirnir ráku upp hvert neyð- arópið öðru hærra vegna skorts á vinnuafli og hinar vinnandi stéttir rifu kjaft og unnu ekki nema þar sem þeim sýndist nema með alls- kyns fríðindum, sem óheyrileg voru. PARADÍS Ræflar úr Hafnarstræti voru þá dýrlingar atvinnurekenda og síldar- kónga, þeim var flogið milli fjarð- anna eystra, gefið frí í nokkra daga til að leika sér í borginni, hótuðu illu ef þeim var ekki dillað frá morgni til kvölds Síldarflotinn tók sig upp í fússi út í stjórnina og sigldi heim úr bullandi veiði. NÝ VIÐHORF Þegar svo loksins síldin hætti að koma og menn urðu að hverfa að „normal" ástandi gáfu sumir frat í ættjörðina og hugðust leita fjár og frama í Ástralíu. Hlupu þeir á brott en sumir Iýstu vanþóknun sinni á Iandinu, sem ekki var Iif- andi í. Það er nú sumt af þessu fólki, sem við eigum að fara að sækja til draumalanda sinna fyrir allt að 60—80 þúsund kall per ferð. Okkur er einmitt nú að lærast, það sem við vissum fyrir mörgum ár- um, að til er annar fiskur í sjónum en síld og við erum farnir að veiða hann og afla tiltölulega ofar öll- um vonum. EKKERT RL.TTLÆTI Það er sko ekkert réttlæti í að sækja þetta fólk út, NEMA það undirgangist að greiða þessi gjöld innan viss tíma. Hér er ekki um hálfvitlausa stúdenta að ræða held- Framhald á 6. síðu. Svíum Sóðavinna hjá Hvað dvelur yfirlýsingu frá Gunnari As geirssyni? — Ymsir verkamenn sagðir skuld- um vafnir — Misheppnað Gósenland Það er undarlegt, að jafn grandvar maður og Gunnar Ás- geirsson, for.rtjóri og aðalfrumkvöðull að útflutningi íslenzkra vinnandi manna til Svíþjóðar skuli ekki gefa fullnægjandi skýr- ingu á þeim óánægjuröddum, sem heyrst hafa um afstöðu Svía í garð okkar fólks. Eru sögusagnir um það, að nálega engir sleppi skuldlausir úr herbúðum Svía og skuldi sumir allt að kr 10 þúsund. Sú fregn flýgur fyrlr, að agentar séu nú enn að flykkjast til landsins og muni hirða fólk upp á verstöðv- um úti á landi og svo í Reykjavík. Fylgir og fréttinni, að þeir hafi í ráði að reyna að fá nemendum til vinnu, og væri það þakkarlítið starf ef nemendur kæmu skuldugir úr sumarvinnu ofan á allt annað. Guðmundur J. Guðmundsson skýrði frá því, er þessi sænska veiki tók fyrst að grassera í Reykjavík, að Dagsbrún varaði menn við að fara út í óvissu, og myndi verka- mannafélagið ekki vera ábyrgt, hvorki gagnvart launum né vinn- unni sjálfri. Nú ku það vera staðreynd, að sumar tegundir þessarar vinnu þykja ekki hæfar nema mið-Evr- ópumönnum og lægstu stéttum annarra álíka þjóða, t. d. Suður- ítölum, sem þykja ömurlegur lýð- ur, fátækur, óhreinlegur en nægju- samur eins og útigangshross. Þyk- ir landanum skiljanlega erfitt að samlagast slíkum aðstæðum eftir að hafa verið á gjöf hér heima og á fóðurbæti að auki. Gunnar Ásgeirsson, hinn ötuli umboðsmaður Svía er næsta fátal- aður um þetta en óskandi væri að han léti álit sitt í ljós, enda telja kunnugir hann bæði einarðan, sann sögulan mann, sem má ekki vamm sitt vita. Myndu huggunarorð frá Gunnari eflaust róa taugar þeirra, sem hygja á að leggja út í óvissu allsnægtarlandsins, og koma þaðan með fullar hendur fjár. Má vænta að við heyrum orð Gunnars áður en langt um líður og skólabörnin fara að reyna að bjarga sér.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.