Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Síða 3

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Síða 3
Mánudagur 27 apríl 1970 3 Skarphéðinn, Rúrik Haraldsson. Flosi, Ævar Kvaran. Mörður, Baldvin Halldórsson. Njáll, Róbert Arnjinnsson. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mörður Valgarðsson Höf.: Jóhann Sigurjónssonson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Geysileg vonbrigði á sýningu — Dramatísk skopstæling á Njálukafla Frumsýning Þjóðleikhússins á Merði Valgarðssyni s.l. fimmtudag olli nokkrum vonbrigðum, meiri vonbrigðum en ástæða var til að óttast með leikritið eitt í huga. Mörður er að vísu gallað verk, ekki aðeins að það er ósjálfrátt borið saman við þann kafla Njálu, sem það fjallar um, heldur eru á því ýmsir og aðrir alvarlegir smíðagall- ar, sem gera það verzt þriggja þekktustu verka Jóhanns Sigur- jónssonar. Ménn hafa rætt það síðustu daga' ar út spurðist að verkið yrði Jluit, að mikið mætti vera ef það tsékist, því Njála væri svo „nærri" öllum þorra manna og svo dáð af öllum íslendingum, að útilokað væri að það félli í góðan jarðveg hér heima. Flestir spekingar hafa brugðið fyrir sig ágætum ummælum Árna Páls- sonar, prófessors, er hann reit að höfundi látnum, en þar færir Árni ýms haldbær rök að því, að verkið blessist ekki vegna hins aldagamla og ástsæla listaverks. Eflaust er það óhagganleg staðreynd, en ekki er loku skotið fyrir að gera megi verk, listræns og bókmenntalegs efnis, svo vel fari, úr sönnum harmleikj- um. Þetta hafa erlendir höfundar sýnt, og þá ekki sízt ofurmennið Shakespeare og ýmsir aðrir höfund- ar, sem fært hafa í leikritsform ýmsa harmleiki og gleðileiki, sem í sénn eru hrottalegri, fegurri og stórum íburðarmeiri en harmleik- irnir á Rangárvöllum og Landeyj- um á dögum Njáls og sona hans. Aðalgallar á verki Jóhanns eru tveir. í fyrsta lagi er verkið ritað með það fyrir augum að áhorfand- inn þekki söguna út og inn, viti skil á hinurn ýmsu persónum, sem sagt er frá eða minnzt á, þekki vel til þess tíðaranda sem þá ríkti þ. e. nýlegri kristnitöku, kunni og nokkur skil á ættmennum, tengd- um og fyrri atburðum, sem endan- lega leiddu til dráps Höskulds og brennu vegenda hans. Hinn galiinn er sá, og alvarlegri fyrir íslenzka leikhúsgesti, að í nafni leikritunar, gerbreytir höfundur sumum skemmtilegustu og mikilúðlegustu persónum Njálu, Skarphéðni, Flosa, Njáli og fleirum og gerir Kára að hreinu viðrini. Þetta má rökstyðja með nokkrum orðum, fleira þarf ekki. Skarphéðinn, kappinn, er kunnastur úr Njálu ekki aðeins, sem karlmenni og hetja, heldur og einn orðheppnasti' maður, án þess að vera málskrafsskjóða. í stað þess er hann sterkur, hálfgerður auðtrúa auli, og svo einstaklega gæfulaus, að nálega er með ódæm- um. Njáll er mæðumaðurinn mikli, ráðsnillingurihn og forvitri. Aðeins þeir, sem sögúna þekkja vita snilld Njájs, en leikrirskaflinn, sem hér er sýndur, (þetta er Örstutt bil úr sjálfri sögunni), sýnir að Njáli mis- takast nær öll ráðin og verður, eins og í sögunni orsökin í dauða sona sinna, konu og næstum, tengdason- ar. Auk þess, sem þó kemur manni spanskt fyrir er hann óeðlilegur friðarsinni, einkar sentimental og tragi-komiskt ástfanginn af konu sinni, Bergþóru. Endurminningasen an í smiðjunni er næstum paþetísk. Áhrif hildarleiksins, sem gerðist í Evrópu um líkt leyti og leikritið er ritað, kann að vera ástæðan fyrir friðarandanum, sem er eins og rauð ur þráður gegnum verkið,' eins og Árni Pálsson getur sér til. Hinsveg- ar er t.d. Hildigunnur snilldarlega vel unnin persóna, Mörður mjög þokkalegur, og nökkrar aðrar minni persónur. Þá má enn til færa, áð málið er hvergi nógu gott. Það skortir allt á við málsnilldina í „Lofti" og „Ey- vindi", og er því meira áberandi, að inn er skotið nær orðréttum setn ingum úr meitluðu máli Njáls sögu. Verður málið stundum nær afkára- legt og óliðugt og óeðlilegt í munni leikenda. Menn sjá’hér hver regin- munur er að semja verk um fjalla- þjófinn Eyvind og gera hann og líf hans eins glæsilegt og framast má, eða sjóða mergjað leikrit upp úr þjóðsögu um skólapilt á Hólum, sem Jóhann hefur snilldarlega unn- ið En að vinna verk úr Njálu, jafn vel kafla úr því verki er ekki heigl- um hent og hefur orðið höfundi algjörlega ofviða. Hér er ekki átt við að apa upp framburð'eftir staf- setningu fornsagnanna, það yrði enn afkáralegra. En í svona verki mætt höfundar reyna að ná sér- stæðu orðfæri, setninga- og orða- skiptum, en málfæri hans í þessu verki svíkur algjörlega, annarsveg- ar hátíðlegt rembingsmál, hins veg- ar stofusnakk, sviplaust og smekk- laust. Einstök atriði eru hugvitssam lega unnin og skemmtilega leyst, einkum í sambandi við slægð Marð ar, en þar er Skarphéðin gerður að þvílíkum aula að engu tali tekur. Bræður hans, báðir komnir úr vík- ing, verða einskonar yfirhrifnir kálfar af stóra bróður, eins og strák ar dá frænda sinn, sem er pólití. Kári kappinn hverfur alveg. Sumir segja, að Jóhann hafi aðeins viljað bregða upp þessum dramatískasta atburði sögunnar, einskonar sýni- atriði, en láta hin lönd og leið. Vera má að svo sé. En hversvegna? Af- drifaríkustu atburðirnir innan þess ramma, sem um ræðir, annaðhvort sjást ekki eða heyrast á skotspónum frá griðkonum og vopnuðum vefk- mönnum. Lokaatburðurinn, brenn- an, verður lítið annað en litlaust órðaskak, óp í skelfdum konum, vopnaglamur án nokkurra áhrifa, köfnun Gríms Njálssonar á gæru- skinni (hann brann) og síðustu orð Skarphéðins, áður en tjaldið fell- ur. Hvert einasta atriði úr brenn- unni, sem snefil hefur af sönnu drama og þau eru geysi mörg, er fellt niður eða klúðrað svo herfilega, að leiðindi eru í, og röð brennumanna á tröppunum meðan þeir bíða að bræður brenni inni, er sannast sagt, næsta broslegt. Jóhann Sigurjónsson er höfundur, sem er bæði snjall og ástsæll, og þekktur fyrir hin þjóðlegu og rammíslenzku verk sín, sem orðið hafa þjóðinni ástsæl. En fæstir hafa séð þetta verk og enn færri lesið það. Jóhann mistókst eins og beztu andans menn hendir. Og hér kafnar verk hans mest af ljóma, sem stend ur af uppistöðu þess. Ekki verður sagt, að leikstjórinn hafi mikið úr bætt, þótt hann hafi lesið Njálu. (Allir leikarararnir lásu Njálu til að kynnast henni og ná anda verksins" stóð í blöðunum, eins og þegar leikaraskari L.R. snar aðist upp á Hveravelli til að ná andanum úr honum Eyvindi). Leik- endavalið er upp og ofan, en hefur þó stundum all-vel tekizt. Bezt tekst þ ' í vali Hildigunnar, er Kristbjörg Kjeld leikur. Yfir Kristbjörgu er reisn, djúp tilfinningasemi, grimmd og hefnigirni. Frúin synir ýmsar hliðar hæfileika sinna og ágæta raddbeitingu. Mótleik fær hún eng- an að heitið geti hjá óreyndum. i gum leikara, snotrum, Hákoni Waage, sem leikur Höskuld Hvíta- nesgoða. Hákon ræður ekki við verkefnið, er alltof unggæðislegur í andliti, hreyfingar gelgjuskeiðs- legar og hvergi nærri sómandi höfð ingsskap goðans, og glæsimennis- ins. Röddin er óstyrk, skortir festu og dýpt, fasið óráðið og reikult. Þarna hefði Gunnar Eyjólfsson get- að komið inn í stað Kára, sem engu máli skipti. Gunnar og Kristbjörg hafa margt skemmtilegt unnið sam- an, en leikstjórinn hefur auðvitað ekki séð þennan möguleika. Róbert /■nfinnsson, Njáll, verður hvergi sannfærandi og veldur tvennt. Njáll er smávaxinn í sögunni og þegar hér er komið málum „afgamall" eins og Skarphéðinn segir (í sög- unni) enginn vígamaður en spakur. Róbert er ekki sú týpa, sem hús- bændur taka í fang sér og bera inn í bæ, þegar Njáll ríður í hlað. Þá er fótaburður Njáls einhver sá furðulegasti sem Róbert hefur enn sýnt, og fasið allt verður ósenni- légt ‘þó rhárgt'sé' véT ságt,'það 'fef' eins og Róbert sjálfur hafi mestu ótrú á gervi sínu og stöðu á svið- inu'Jög ‘ béTnlm'fs ^hlakkl'" tfl aS kafna undir nautshúðinni. Mörður í gervi Baldvins Halldórssonar, tókst all-vel og oft prýðilega. Bald- vin er sjálfur slægur á svipinn, und irförull, mjúkmáll og lævís, enda ekki við kappa að fást á andlega sviðinu sem eru Skarphéðinn og Höskuldur Jóhanns. Baldvin nær öllu því veigamesta úr hlutverkinu, þótt höfundi takist á köflum að gera það lítt skiljanlegt með að- dróttunum og útúrsnúningum. Er þetta bezta verk Baldvins í fjölda ára. Það söpar af Ævari Kvaran í hlutverki Flosa. FIosi Ævars er heilsteyptur og snuðrulaus, auk þess, sem Ævar er sá eini á svið- inu, sem snefil kann að bera sig að hætti höfðingja eða goða. Ævar færir heldur litlu hlutverki reisn og tign, sem stækkar það á sviðinu. Gtiðbjörg Þorbjarnardóttir, Berk- þóra, er eðlileg í hlutverkinu og röggsöm, ef frá er skilin smiðju- senan, sem eins og fyrr getur, er hörmung. Þá er og myndugleiki yfir Onnu Guðmundsdóttur, Þor- gerði. Því verður ekki neitað, að Rúrik Haraldsson, Skarphéðinn, gerir hlutverki sínu ágæt skil. En þetta hlutverk er eitt það voðaleg- ás(á'Jár Hendi' skál'dsínsT' EngTn' þér’- sóna er svo grátt leikinn, illa unnin og ógeðfelld í alla staði. Skáldið { rauníiTni fyrfrgért rétth sfnum 'sfó dabla í Njálu eftir svona herfilega meðferð á einni svipmestu persónu sögunnar. Fáir, ef nokkrir, geta skil ið tilganginn með þessari meðferð, ekki einu sinni þeir , sem telja Framhald á 6. sízu. Skarphéðinn, Rúrik; Mörður, Baldvin.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.