Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Síða 6

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Síða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. april 1970 Fegurðar- samkeppnin 1970 S.l. sunnudag var kjörin Ungfrú ísland 1970 en hnossið hlaut Erna Jóhannsdóttir, Vest- mannaeyjum. Myndin sýnir Ernu ásamt þeim stúlkum er næstar henni komust í keppn- inni. Þjóðleikhúsið Framhald af 3. síðu. hana vegna þess, að hann vilji hefja upp veg Marðar, því minni er veg- ur hans, sem giningarfífl hans er fávísara. Leikstjórinn hefur sýnt natni og nákvæmni í öllu hinum smásmugu- lega er varðar baksviðsleik, eins og vel kemur fram í hópatriðum. Eng inn er óvinnandi á Bergþórshvoli, 1 og'drjúgt er-borimv fram *mjöður-- inn í Ossabæ austur er Höskuldur heldur fagnað. Hópsenurnar eru fjölmennar en oft helzti óperettulég ar, þó ekki sé sungið og skálaræð- ur, þakkarræður og húrra hrópin, einmitt í anda tímans! Þá er þess vert að geta að engin skólastýra hefði getað skipulagt bekk sinn bet ur en sætaskipan er í Ossabæ er Flosi kemur að austan. Bekkjaröðin er rétt og athugasemdir Ketils við öllu brambolti ekkjunnar næsta kát broslegar. Og þrifnar hafa húsfreyj- ur verið á goðasetrinu, því allt er þar spánýtt og gljáandi, jafnvel öndvegissúlurnar eftir að hafa hrak izt í sjó og þolað reyk, en þó er far- Kakali Framhald af 4. síðu. en svo. Hér er um aðeins eina leið að ræða. Mæta hörku með hörku og einbeittni. Sýna þessum pilt- um, að hér er löglegt yfirvald, sem rasður, en ekki þeir. Þessir piltar og byltingin þeirra er að vtsu ekki nema sápukúla og hundómerkileg í þokkabót. Þeir skilja ekki annað mál og í raun inni eru þeir vesalmenni að auki. Væru þeir menn þá myndu aðferð þeirra vera öll önnur. Með tilliti til þeirra hundraða námsmanna erlendis, sem eru gegnir menn, ætti enga hlífð eða linkind að veita. Eflaust munu Rússarnir þeirra og önnur álíka lýðræðisríki veita þemi umbun fyrir verk sín. Og allir eru þeir bezt geymdir sem fjærst landinu. ið að sjá talsvert á vefstól Þjóð- minjasafnsins. Búningar voru lit- ríkir og fagrir, eflaust réttar eftir- myndir, vopn einnig og verjur all- ar. Umgerð leiksins var öll einföld og mátti vel dugast við hana, stuðla berg í lofti og á baksviði, einskon- ar allsherjar táknmynd harmleiks- svæðisins, Landeyjanna og nágrenn is, en FIosi var austan af Síðu og má -vera, aðisttiSIabergið v.æri hon- um til virðingar. Skáld, hvort heldur í leikritun eða öðru, komasr oft :íJtízku um stundarsakir, önnur verða að hefð. Jóhann Sigurjónsson er gamalgró- in hefð á vettvangi leikritunar vegna Fjalla-Eyvindar og Galdra- Lofts, en þessu verki hefur minna verið haldið á loft og er það vel. Þó virðist nú uppi einhver alda um að gera þetta misheppnaða og oft hreinlega lélega verk að jafningjum hinna tveggja og leikskráin er svo ósvífin að hvetja til þess, að þau séu „heilög þrenning íslenzkra leik- húsa". Einhver önnur ráð ættu að vera heppilegri til að halda uppi minningu Jóhanns en þau, að nauðga þessu verki upp á Ieikhús landsins. Hin tvö halda enn vel velli. Satt bezt sagt er verkið lítið ann- að en listræn vonbrigði og afbökun einnar helztu fornsagna okkar. Hismið er þarna í klæðum og skæð- um, vopnum og verjum. Jóhann, stórhuga og ímyndunarríkur, gein þarna við agni, sem hann réði ekki við. Það er útilokað að fallast í duftið og tilbiðja hið látna skáld vegna listaverks, sem ekki er Iista- verk heldur afskræming annars ó- dauðlegs verks í bókmenntum okk- ar. Eflaust verða þeir margir, sem telja sér skylt að verja skáldið og dásama það fyrir afskiptin af Njálu. En hér er þó eitt verk, sem leikhús- in geta ekki teymt skólafólkið til að sjá vegna „sögulegs" gildis þess né listrænnar snilli. Jóhann Sigurjónsson hreinlega brást, brást illa og enginn réttsýnn maður láir honum það né undrar hversvegna. Menn einfaldlega leita ekki eftir ástum guðanna. A.B. Fluttir heim hreppaflutningi Framhald af 1. síðu. ur margra barna feður og mæður, sem önuðu út í þetta fen með mörg börn — en gáfu skít í land- ið. Það er komið að raun um, að hér á landi er miklu hærri stand- ar en þekkist nema máske í Sví- bjóð og USA en þó má efa stór- lega ttð ísland standi þeim lægra. Miskunparhróp Magnúsar Kjart- anssonar og annarra komma á þingi á ekkert skylt við mannúð. Það er .pólitískur, uppsláttur, einskonar hvítur storpisveipur á upplausnar- heimili vinstri stefnunnar. Menntamála- ráðuneytið tekið Framhald af 1. síðu. inn, en sleppt fljótt án yfirheyrzlu. Fjórir meiddust í átökum og lentu á Slysavarðstofunni. Lögreglumenn voru undir stjórn Bjarka Elíassonar og Guðmundar Hermannssonar, báðir taldir hörku- og kjarkmenn, grjótpálar lögregluyfirvalda. Um 100 ungmenni tóku þátt í þessum atburði. Blaðið, sem var að fara í prentun þegar atburðir þessir skeðu, hafði ekki tíma til að kanna málið nán- ar, enda útilokað að ná í hið opin- bera með svo litlum fyrirvara. Auglýsið í Mánudagsbbðinu BÍLALEIGAN H 'E 14 llllt RAUÐARÁRSTÍG 31

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.