Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Page 8
Bluó fynr a/la
Mánudagur 27. apríl 1970
Hörmungar-kvenskór — Draumar fegurðardísa — 40 milljóna
hopp — Fæðingarangist á Vísi — Kvenréttindaómyndir —
Klaufskir menntskælingar — R. Welch í næsta blaði
ALDREI hefur það komið betur í Ijós en á nýafstaðinni feg-
urðarkeppni hve hið nýja lag á kvennskóm næstum eyðileggur
fagra fætur. Þessir klumpar, sem móðins kona gengur á eru
svo einmuna Ijótir að engu er líkara en snaróður svarinn
óvinur kvenþjóðarinar hafi fundið upp þennan ófögnuð. Þeg-
ar náhvítir sokkar bætast nú við, þá er sýnilegt að stúlkan
klæðist eingöngu til að fylgja tízkufrömuðum, og keppa við
kynsystur sínar, en alls ekki til að bæta og auka kvenlegan
yndisþokka.
UNDRANDI skrifar:
„Ég var að lesa viðtal fegurðardrottningar okkar í blöðun-
um. Það sem ætíð undrar mig í þessum tilvikum, er sú ein-
dæma vitleysa, sem þessar stúlkur láta hafa eftir hér. „Mér
finnst ég ekki vera lagleg" segir ungfrú ísland í einu blað-
inu. „Kann bezt við mig í aflahrotu" í öðru. Hvers vegna er
þetta kvenfólk að láta hafa sig í þetta, ef það kann bezt við
sig við slortunnuna eða telur sig ófrítt? Satt að segja er hér
aðeins um að ræða einhverja tegund af misskildu alþýðu-
snobbi, því persónulega tel ég, að þessar stelpur eigi að reyna
að þroska persónuleika sinn, fríðleika og framkomu en hætta
plebiskri aðdáun sinni á slorinu, þótt það gefi okkur aura“.
ÞAÐ YRÐI dálaglegt ástand á skemmtistöðum íslands, ef hvert
framhjáhald kostaði hina sjálfskipuðu don juans hér kr. 40
milljónir per hopp, eins og henti vin okkar Dean Martin nú á
dögunum. Martin segir hinn algilda sannleika, að „heima er
bezt“, einkum þó eftirá, en þrengjast myndi kostur ýmissa
hér heima, ef. svo dýrt yrði drottins orðið. Sem .betur fer er
það einn af fáum kostum norræna kvenfólksins, að það met-
ur meydóm sinn einskis og þarf nálega við öll möguleg og
ömöguleg tækifaari að sanna, að það kanmsitt fag.
„Fjórmenningar" —
Þórbergur —
Háskólinn —
Sauðburður og vor
Veðurfréttir — veðurfar
Nöfn á myndir
„Fjórmenningarnir" í þætti Svav-
ars Gests, Guðmundur Jónsson,
Guðmundur Guðjónsson, Kristinn
Hallsson og Magnús Jónsson, vöktu
hvað mesta athygli í s.l. viku, en
öll framkoma þeirra, léttlyndi og
svo söngurinn féll í góðan jarðveg.
Það er gott að eiga Brynjólf Jóhann
esson í gervi séra Sigvalda á kvik-
mynd, því sennilega er það vand-
aðasta hlutverk íslenzkrar leikritun-
ar og eitt bezt leikna, sem enn hef-
ur sézt, þótt meðferð þess nú jafn-
ist ekki á við hana fyrir þrem ára-
tugum. Annars hefur allt verið sagt
um flutning Manns og konu, sem
þörf er á í bili.
ÓTTI MIKILL hefur gripið um sig meðal Vísis-manna, en þar
bíða allir í ofvæni um hversu minknum, nýinnflutta, tekst að
gjóta hvolpum sínum. Lýsir blaðið ástandinu skilmerkilega og
telur almenna taugaveiki hafa gripið um sig vegna þessa ein-
stæða atburðar. Þetta getur maður sannarlega kallað árvakra
blaðamennsku, og sannarlega þakkarvert að segja okkur hve-
nær við eigum að vera spenntir.
ÞAÐ ER skrítið, en hafið þið tekið eftir hvað flestar, ef ekki
allar fyrirsvarskonur kvenréttinda og andstæðingar fegurðar-
keppna eru fádæma Ijót kvikindi. Um daginn voru nokkrar
þessar ófreskjur ,að bera út áróðursplagg utan Háskólabíós,
enda sýnilegt að þær kæmust ekki einu sinni á nautgripa-
keppni. Svona er þetta allstaðar. í Bandaríkjunum og á Bret-
landi, auðvitað í Danmörku, er kvenfólkið að „vakna og berj-
ast“ fyrir réttindum, og það hafa þær allar sameiginlegt, sam-
kvæmt myndum, að þær eru hinar mestu herfur, illa smíðaðar,
skeggjaðar og í allskyns útskotum óþörfum. Þetta er allt ósköp
raunalegt.
MaSur er nefndur Þórbergur
Þórðarson, í umsjá Magnúsar Bjarn
freðssonar var eins vel heppnaður
og síðasti þáttur undir sama aðal-
nafni var misheppnaður. Þórbergi
tókst eindæma vel, ekki sízt er
hann lýsti nokkuð háttum séra
Árna Þórarinssonar, en Þórbergur
reit ævisögu hans á eftirminnilegan
hátt. Þátmrinn var báðum til verð-
ugs sóma.
Það var heldur lítið ris yfir 100
ára minningu Leníns, enda var kvik
myndun í hans daga ófullkomin.
Sjónvarpið gerði rétt í að minnast
þessa áhrifamikla manns virðulega,
þótt óþarfur hafi hann verið veröld-
Kynning háskólastúdenta var í
senn fræðandi og mjög þokkalega
unnin. Almenningur fékk innsýn í
þetta musteri æðra lærdóms og
kynntist verkefnum nemenda í hug
vísindadeildunum fjórum. Nemend
ur komu skemmtilega og skýrt
fram, á þeim var ekki neinn ræksn-
isbragur lieldur skilmerkilegar
spurningar og svör.
Sauðburðurinn í Helgadal er,
ao því virðist, tákn sjónvarpsins
um að vor sé í vændum. Þessi
mynd var einkar fáfengileg, nýfædd
lömb stauluðust um eins og krakk-
ar á skóladansæfingu, nýkomin í
heiminn og öll hin ósjálegustu. Eitt
hvað annað hefði verið heppilegra
en þessi mynd, en með þessu áfram
haldi mætti ætla að sjónvarpiÖ mið
aði að fengitíma sauðfjár til að
fagna komu vetrar.
★
Það er orðinn ansi mikill glans
yfir veðurfréttunum, þær eru kynnt
ar með dilandi klarinett-músikk og
veðurfræðingar eru þeir einu í sjón-
varpinu, sem bjóða gott kvöld,
hneygja sig, en þetta er óvænt kurt-
eisi af stofnun, sem aldrei býður
gott kvöld og heilsar yfirleitt ekki
nema með hinu vinsæla: komið þið
sæl. Þó er það nokkur galli við veð
urstofuna að veðrið fer orðiÖ æ
minna eftir spádómum hennar en
áður. Það er eins og spárnar séu
ekki eins nákvæmar og áreiðanleg-
ar og áður. Hverju þetta sætir skal
ekki leitt getum að, en fle irien við
k\ 'jrtum.
Það hefur verið minnst á það
áður hér í dálkunum, en það er al-
gjörlega ótækt, að þær myndir, er-
lendar, sem sýndar eru, skuli ekki
kynntar, strax að kvöldi kl. átta,
ásamt erlenda titlinum réttum.
íslenzku nöfnin á þessum myndum
koma oft hvergi nærri heitum
þeirra á frummálinu og menn bíða
von úr viti eftir að þær hefjast, að-
eins til þess að finna, að þeir hafa
séð þær áður. Sjónvarpið verður
að skilja, að flest eru þetta gamlar
myndir, sem fjölmargir hafa séð,
og því ber skylda til að verða að
óskum almennings í þessum e.fnum.
Die
schðnsten
Brant-
hleider
STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast:
(52)
Framtíðin leiftrandi björt!
Reiknað í milljörðum — Átrúnaður í Aðalbækirtöðvum —
„Boswash“, „Chipitts11 og „Sansan“ — Arsenik og stærstu
dvergar lýðræðisins —
VAXTAVEXTIR MIÐJUNNAR
FER EKKI að verða nóg um fyNinisferðir menntaskólanema
daginn, sem þeir fara í upplestrarfrí? Ekki það, að við mælum
móti drykkjunni, heldur hinu, að þeir sýna óvirðulegan við-
vaningshátt eftir talsverða reynslu og æfingu í neðri bekkjun-
um. Drykkjusiðir þurfa ástundun og einbeitni, ekki sízt hjá
kvennaliði skólanna, sem verður næsta hvimleitt er það veifar
flöskum sínum í heyvögnunum éða bara ruggandi á götunum.
Því miður fellur niður viðtalið við Raquel Welch, amerísku
kynbombuna, sem vakið hefur geysiathygli. Kemur þetta til af
klaufaskap, en heldur áfram í næsta blaði með myndum og
öðru góðmeti.
„[ sérhverri stórborg, hvaða
nafni, sem hún annars kann
að nefnast, og tilviljunin
flækir mér til, furða ég mig
alltaf á því, að þar skuli
ekki geisa borgarastyrjöld
á hverjum degi, fjöldadráp,
óumræðileg slátrun, ringul-
reið eins og að heimsendi
væri komið. Hvernig getur
svona margt fólk búið sam-
an á jafn þröngu svæði, án
þess að dauðhatast inn-
byrðis? Það hatast raunar
svo sannarlega, en hatur
þess hefir enn ekki náð há-
marki. Þessi meðal-
mennska þetta þrekleysi er
hlíf þjóðfélagsins, tryggir
því endingu og festu“.
— E. N. Cioran (1911—), rúm-
enskur rithöfundur og heim-
spekingur: „HISTOIRE ET
UTOPIE" (þ. útg. Ernst Klect
Verlag, Stuttgart 1965) bls. 91.
Á hverjum einasta sólarhring,
sem Guð gefur yfir, mun áhöfn
og farþegum geimfarsins Jörð hafa
fjölgað og fjölga á árinu 1970
um rösklega 172.000 manns og
mannsmyndir, eða um 63.000.000
líkami alls á árinu. Það þýðir, að
frá jafnlengd í gær til jafnlengdar
í dag, hafa tvær borgir heldur fjöl-
mennari en Reykjavík bætzt við
á byggt ból, og til jafnlengdar á
morgun munu enn hafa bætzt við
tvær aðrar. Á árinu 1971 mun fjölg
unin verða meiri, og með hverju
árinu, sem líður, mun hún aukast
miðað við árið áður, því að börn
og barnabörn hlaðast upp eins og
vextir og vaxtavextir.
Að því er til mergðar tekur, eru
rotturnar allra spendýra hæstar að
höfðatölu á jörðinni. Mennirnir eru
sú spendýrategund, sem næst þeim
kemstí og munu innan skamms
sigra með yfirburðum í útungunar-
keppninni, sjálfum sér og umhverfi
sínu til óútreiknanlegra hörmunga.
Mannkyninu fjölgar ekki aðeins —
það margfaldast, það eykur kyn
sitt og uppfyllir jörðina með hraða
sprengjubylgjunnar. í algeru hugs-
unarleysi og án minnstu ábyrgð-
ar, þ.e. á fullkomlega lýðræðisleg-
an hátt.
Samkvæmt nýjustu og fullkomn-
usm rannsóknarniðurstöðum er
talið, að um 300 millj. manna hafi
lifað á jörðinni um fæðingu Krists,
og þegar jarðarbúar höfðu náð 500
millj. markinu í byrjun 17. aldar,
tóku ógnir Þrjátíu ára stríðsins
(1618—1647) að hrjá þá í stað
skelfinga Þjóðflutninganna miklu,
Svartadauða og Mongólaherhlaup-
anna áður, þannig að á landssvæð-
inu, sem Rómverjar höfðu drottn-
að yfir á dögum Ágústusar keisara
(63 f. Kr. — 14 e. Kr.), og byggt
var 60 millj. manna, lifðu aðeins
um 100 millj. árið 1720 — sextíu
kynslóðum síðar!
Tíminn leið allt til ársins 1830,
áður en heildarmannfjöldinn á jörð
inni náði fyrsta myilljarðinum,
komst upp í 1.000 millj. Árið 1900
var hann kominn upp í 1.570 millj.,
árið 1930 í 2 milljarða, og árið
1960 hafði hann aukizt um helm-
ing, var kominn í 3 milljarða. M.
Framhald á 7. síðu