Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Side 1
I
BlaéJyrir alla
22. árgangur
Mánudagur 9. nóvember 1970
43. tölublað
^Verðstöðvun'
Hráskinnaleikur ríkisstjórnar
Hækkunum rigndi — Bolmagnið ekkert
Ráð ríkisstjórnarháðungarinnar til þess, að bjarga þjóðinni
frá bráðum fjárhagslegum bana er svokölluð „verðstöðvun“,
sennilega til að stemma stigu fyrir óðaverðbólgu þá sem nú
ríður þökum. Þjóðin var síður en svo afhuga þessum aðgerð-
um a. m. k. um takmarkaðan tíma, þótt margir álitu réttilega
að verðstöðvun án kaupbindingar væri algerlega gagnslaust
æfintýri. En verðstöðvunin, sem slík, og framkvæmd þeirra
Jóhanns og Gylfa var með þeim endemum, að fáheyrt ef ekki
með öllu óheyrt er. Við skulum athuga.
HINN MIKLI ÁRANGUR
Röskum þrem vikum áður en
verðstöðvunin skall á, var sú
ákvörðun gerð opinber með
þessum líka árangri.
• 1. 17. okt. Benzín og olía
hækkun um 1% (benzín)
— 20% (olía). Sama dag
kjöt um 25,2%, mjólk um
27,6% og smjör um 7,3%.
Mjólk og rjómi — EN EKKI
SMJ'ÖR, — hefur verið
lækkað síðan á kostnað
hækkunar á áfengi og tó-
baki. Burstavörur hækka
um 20%.
w_w
Orvænting
eða örlætí?
Guðni í Sunnu hefur und-
anfarið boðið ýmsum framá
mönnum m.a. 20 þingmönn-
um, slangri af forstjórum,
og auðkýfingum í ferð til
Mallorka. Aðeins fimm þing
menn þekktust hið höfðing-
lega boð Guðna, sem þykir
sæta tíðindum, en aðrir
mun hafa mætt.
Það mun vaka fyrir Guðna
að kynna þessum forkólf-
um dásemdir sólareyjunnar
með tilliti til vetrarorlofa al-
þýðu, sem á döfinni er: Mik-
ill er nú völlur á ferðaskrif-
stofum ef þær hafa efni á
slíkum útlátum, og halda
sumir, að örvænting og sam
keppni milli ferðaskrifstof-
anna ráði þar mestu um,
enda hafa þær verið óeðli-
lega gjöfular síðustu miss-
eri.
• 2. 20. okt. Læknar hækka
viðtalsgjöld sín um lítil
40% — bezt launaða stétt
landsins.
• 3. 27. okt. Vínarbrauð
hækka, kringlur, heilhveiti-
brauð, franskbrauð og gos-
drykkir (um 7%), og selzt
gos nú á kr. 45.00 á veit-
ingastöðum. Sala til veit-
ingastaða um kr. 5,00 per
flösku.
• 4. 30. okt. Áfengi og tóbak
hækka um 15%. Farmgjöld
á stykkjavöru um 4%, önn-
ur farmgjöld um allt að 10
%. Innflytjendum bannað
að hækka.
• 5. 31. okt. Lyf til manna og
dýra hækka um 7,28%, en
lyf eru með ábatasömustu
verzlunarvöru í kaup-
mennsku.
• 1. nóv. Daginn, sem verð-
stöðvun gekk í gildi hækka
öll sérleyfi landsins um 15
%, póst- og símagjöld um
15%, flugfargjöld innan-
lands um 10%, og öll dag-
blöðin þ. á m. Þjóðviljirsr>
úr kr. 165,00 í kr. 195,00
eða um 18%, auk auglýs-
ingagjalda. Þjóðviljinn hef-
ur barizt móti verðhækkun-
um, en það skipti ekki máli,
þegar eigin pyngja á í hlut.
Utan þess arna eru svo
kennarar, sjómenn á bátum,
opinberir starfsmenn og fleiri
að fá kauphækkun á næstunni.
FIPAST!
Ráðherrarnir, sem fengust í
að verja þetta þrjálæði, játa
opinberlega, að þarna hafi
þeim fipazt, en telja þó, án
þess að roðna, að það komi
ekki að sök!!! Þessir skrumar-
ar sýna ekki aðeins óskamm-
feilni og algjöra Iítilsvirðingu
á almenningi, heldur hika ekki
við að Ijúga því upp, að þessar
svokölluðu ráðstafanir muni
lækna öll þau mein, sem að
þjóðfélaginu steðja!
KOSNINGABRAGÐ
Hve lengi ætla þeir Jóhann
og Gylfi að halda þessum
blekkingum áfram? Það er að
verða hverjum manni Ijóst, að
hér er um að ræða svívirðilegt
kosningabragð, sem aldrei
fær staðizt þegar á reynir.
Þingmannaliðið samþykkir
orðalaust hvert svikaloforðið
á fætur öðru, bæði vegna
flokksagans og svo vegna
komandi kosninga.
SVIK
Það væri gaman að vita
hvernig leiðtogum stjórnarinn-
ar kemur í hug, að þetta geti
blessazt án kaupbindingar. Að
gera ,,ráðstafanir“ sem dæmd-
ar eru til þess eins að verða
kák vegna hræðslu við kosn-
ingar er sama og að svíkja
trúnað. Þar er núverandi ríkis-
stjórn einskis manns eftirbát-
ur.
Fellir vailar-
sjónvarpið Gylfa
og Gröndal?
Allur almenningur á Suðvest-
urlandi er nú orðinn svo reiður
þeim dr. Gylfa og Gröndai
vegna varnarliðssjónvarpsbanns-
ins, að til mála hefur komið, að
láta það bitna á þeim í kosning-
unum. Sú staðreynd að sjónvarp
ið syðra sást-betur nm tíma nú
á dögunum, hefur verkað eins
og olía á falinn eld, enda hefur
íslenzka sjónvarpið versnað
geysilega síðustu tvö árin. Hafa
margir ákveðið að sýna þeim
félögum, sem komu lokunum til
leiðar í tvo lieimana, og talað er
um að mynda samtök, allra á-
hugamanna, hvort heldur í
flokki krata eða annarsstaðar, til
að kjósa ekki þessa tvo.
Kratar hafa engin efni á að
fiktað verði með framboðslista
þeirra, strikað út og atkyæði
gerð ógild, því þeir standa. mjög
höllum fæti. Sagt er að verið sé
að undirbúa lista, sem fara á í
gang eftir áramót.
Óska íslenzks lauslætis
Sænskar elliærar — íslenzkar lauslátar
Ekki stóð lengi á því hjá Svíum, að auglýsa okkur sem sið-
lausustu þjóð heimsins jafnframt því, að þeir tilkynntu að
kvenfólk yrði elzt þar í landi. Ekki stóð heldur á árangrinum,
ef dæma má eftir umsögn fréttaritara Tímans í Svíþjóð. Daginn
eftir að sænsk blöð auglýstu, að 30% íslenzkra barna, sam-
kvæmt hagskýrslum, væru óskilgetin, flykktust menn að ferða-
skrifstofum í Stokkhólmi og spurðu um ferðirtil íslands, kostn-
að etc., enda girnilegt að kynnast íslenzkum kvenkosti.
Óbreytt sala á víni og tóhaki
Þrátt fyrir hækkanir hefur ekki dregið neitt úr vín- og sigar-
ettukaupum almennings, en eins og skýrt var frá hér í blaðinu,
er þessi munaður mjög ódýr ef borið er saman við önnur
Evrópulönd. Gallinn við íslenzka vínverðið er einungis sá, að
ekki er gerður réttur verðmunur milli einstakra gæðategunda,
heldur öllu sullað saman og ,,jafnað“ af áfengissölunni. Þetta
er hinn mesti villimannaháttur, sem hvergi líðst nema hér, enda
Gjá allir, jafnvel framleiðendur, að fyrirkomulagið er út í hött.
Brugg í heimahúsum er svo til ekkert, og að vefja eigin sígar-
ettur er næstum óþekkt.
Gnótt fanga
Er ljóst, að þessir sænsku frænd-
ur okkar ætla sér að nýta hið frjálsa
líf íslenzkra kvenna, sem mjög er
rómað af ölliim þeim ferðamönn-
nm, sem hingað rekast. Eru ýmsir
„beztu og virtustu" danssalir stærstu
hótelanna viðurkenndir vændisstað-
ir og þar gnótt fanga fyrir þá, sem
í nauðum eru.
Okkar gjöld
Það er, sem slíkt, ekki svo bölv-
að að þetta orðspor fari af þjóðinni,
og rauðsokkum hennar, heldur hitt,
að saklaust karldýrið verður sí og
æ að gjalda bolatollinn fyrir þá út-
lenda sem hingað koma. Gjöldin
með svokölluðum „einstæðum
mæðrum", sem tryggingarkerfið
greiðir þeim, ýtir auðvitað undir
algjörlega taumlaust lauslífi þegar
þær vita, að ríkið og borgin Ieika
hlutverk ríka pabba, og það þykir
ekki nema sjálfsagt að ógefin kona
gangi í hjónaband sem óspillt mey.
Fyrir þá, sem vilja eigna sér undan
öðrum króana, er ekkert við að
segja, en hvimleitt er þegar ein-
mana menn auglýsa eftir mæðrum
óskilgetinna til búíiags við sig, þótt
auðvitað sé hér ekki átt við þær
stúlkur, sem fráskildar eru éða
ekkjur.
Vafasamur uppruni
Það má jafnvel telja vafasamt, að
hinu opinbera leyfist að greiða upp-
hæðir með hverju því barni sem
fæðist og kallað er óskilgetið með-
an sannleikurinn er sá, að þetta
dót er komið undir frá hermönn-
um, túristum, sem hér dvelja dag-
langt eða dönskum starfshópum,
sem vinna stundarkorn í Grænlandi
og fá tannpínufrí á íslandi.
Mórall —útgjöld
Typiskt dæmi um móralinn er
t.d. bréf til Vikunnar, sem er eftir
„tvær óléttar" sem barnaðar hafa
verið af sama manninum, vinkonur,
sem nú telja upp raunir sínar fyr-
ir sálusorgara blaðsins Þótt flestum
sé nákvæmlega sama um þessar
stelpur, þá horfir öðruvísi við þeg-
ar almenningur á að fara að greiða
fyrir næturgaman þeirra. Ekki bæt-
ir úr skák þegar heil félög eru far-
in að sjá dagsins ljós til aðstoðar
fyrir þessar vesalings masður, og
blöðin eru farin að taka alvarlega
það einmuna kæruleysi, þótt mór-
allinn sé ekki til umrseðu, sem þess
ar varphænur sýna. Það eru útgjöld-
in, sem á eru lögð, sem máli skipta,
en ekki sá mórall, sem þessar hefð-
arkonur, sem ekki mega heyra nokk
urn álasa sér, valda okkur.
Nízkur.
Leikfang Mánudagsblaðsins