Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Qupperneq 3
 Mánudagur 1. marz t97í Mantkíagsblaðfð Keflavíkursjón- varpsdagskráin Hr. ritstjóri, Þötkkum innilega fyrir að birta sjónvarpsdagskrána frá Vallarsjónvarpinu. Við horfum ekki oft á sjónvarp, en þó þyk- ir okkur gaman að breyta dá- lítið til frá spilunum, o-g sjaldn- ast er gaman að stytta sér stundir með aðeins íslenzka sjónvarpinu. Við erum þrír sjúkl ingar, sam raunar eigum varla von til fótavistar aftur í þessu lífi, svo að við höfum fátt til dægrastyttin gar. Það var oftast ókkar versti óvinur að vita ekki hvað var til sýnis syðra, en nú erura við ánægðir. Ekkert annað blað hef- ur kjark til þess arna. Þrír kararkarlar. Við hófum birtingu dagskrár- innar áður en íslenzka sjón- varpið hóf feril sinn, en hætt- um því þegar vesalingarnir tóku að mótmæla, enda voru þá ekki komnir magnarar, sem gerðu kleift að sjá sjónvarpskrílið að sunnan. Reyndar hefur eitt viku- blaðanna birt útdrátt úr dag- skránni syðra en fyrst við byrj- uðum aftur birtum við hana í heild. Vonum að þessi mál séu svo út rædd. Ritstj. GreiSsla frá Clfl Mánudagsbiaðið, .... og hvað borga þeir nú blessaðir áróðursstjórarríir hjá CIA fyrir að ósóminn sé birtur í íSlenzku vikublaði, ósóminn í sjónvarpi hersins? Það var svo sem auðvitað, að ekki ætti Ht- ið við að hafa, því jafnframt var heil Kakalagrein, sem fylgdi dagskránni úr hlaði, ásamt skopi um skoðanir einstaklinga. Ef- laust hefur vel verið borgað f^rrir þéssar greinar og ekki illa þegið. Til hamingju' með land- ráðin. „Sokkur". Það er ekki öfundsvert að ganga með andlegrt lykkjufa.Il. Ritstj. r.w fc í ■ kvenfólk Bréfakassinn, Fyrst verið er að vanda um, þá á að fara álíla leiðina og hneyklast jafnt á öllum. Finnst ýkkur það hægt, að þingmenn, sem eiga að stjórna máleifnum þjóðarinnar skuli vera fullir á opinþerum veitingahúsum hóp- um saman? Ég segi ekki að þeir Séu að svipast um eftir kven- fólki en þeir vissulega borfa það græðisaugum og enginn efast um óskir þeirra, þó þeir séu enn of hræddir til að reyna að upp- fylla þær. Þetta gildir einkum um utanbæjarþingmenn, sem þykjast hólpnir að slep-pa að heiman úr fámenninu t)g kom- ast í borgarfjölmennið, „þar sem enginn þekkir mann“. Gall- Náttúruvernd og pólitík inn er reyndar sá, að dónarnir þekkjast vel og væri réttast að birta myndir af þeim í blöð- unum. Sárreið. Ja, sei, sei; Ef þetta er rétt, þá er full ástæða til að taka ofan fyrir þessum þingmönn- um okkar. Það er þá einhver mannleg hugsun bak við upp- gerðarsvipinn, alvarlegheitin og hugsunar“ framkomuna. Því miður finnst okkur þingmenn ekki gera nærri nógu mikið að vera innan um fólk, fá sér ær- legan sjúss og skemmta sér. Kvennafar er mönnum eðlilegt, einkum ef þeir eru langt frá heimilunum og meðan þeir gista góðar konur hér í hinni gestrisnu Reykjavík, þá lenda þeir ekki á glapstigum á milli. Satt bezt sagt, þá finnst okkur það helber skömm, að reykvísk- ir þingmenn skuli ekki vera háifdrættingar við utanbæjar- mennina. En máske eru þeir hræddir við umbóta- og siða- meistarann Jónas Árnason. Hann gæti tekið upp á því, að heimta náttúruieysi af þing- mönnum, eða náttúrubann, eins og reykingabannið hans fræga. Ritstj. Hætl við lestur Hr. rltstj., Hve lengi á að líðast, að vlð konur séum settar skör lægra en karlmenn, því eins og mál- um............... Réttsýn. Satt bezt sagt. Við nennum ekki að lesa lengra. Ritstj. Svakabréf Herra Agnar Bogason, Ég er víst ekki normal, en þú veizt eða þykist vita allt. Ég er skólastúlka, orðin 17 ára. Bekkjarsystkini, bæði strókar og stelpur, eru uppgefin á mér en hvers vegna. Veiztu það, að ég vil ekki koma í hasspartý, ekki vegna þess, að ég. hafi nokkuð á móti því að aðrir reyki hass, heldur bara langar mig . ekkert í það. Ég nenni ekki að klæðast í skítug föt, vera ógreidd og mér þykir ekkert gaman né fyndið að diskútera kynfæri stráka, sem sumar stelpumar kalla „túttur". (það eru númeiri túttumar). Þetta er kannske dónskt (sic) en ég kæri mdg ekki um að hleypa hverjum sem er upp á mig (orðtæki sem églærði í Vikunni) og stelpumar sem ég er með segja, að útlit strák- anna skipti engu máli, það sé maðurinn sem gildi. Frá mínu sjónarmiði vil ég ráða sjálf hjá hverjum ég sef — finnst þér það ekki? Á laugarda.g héldu nokkrir strákar í bekknum skiptipartý — (þeir skiptu á stelpum, eftir því hvort skrúfur og rær pössuðu). Ég er ekki í klámmynda- klúbbnum og er oft heima á kvöldin. Þó vil ég játa, og þú gefur drengsskap, að birta ekki nafnið mitt, að ég er alls ekld Framhald af bls. 1. það eimir svo sem eftir af þessum hugsunarhætti hér á landi. Hann kemur til dæmis fram í þeirri frámunalega barnalegu áróðursstarfsemi, sem við erum að burðast við að rel irlendis til að fá hing- að útlendinga til að anda að sér tæra loftinu og drekka góða vatnið. Á þessum náttúrudásemdum ærl- um við að græða, græða, græða, breyta tæra loftinu og svala vatn- inu í lúxusíbúðir og harðviðarhug- sjón. Þetta er svo ekta íslenzkt. En nú er bara kominn ormur í Paradis. Mengunin, og hún ekki svo lítil, er farin að ná til íslands. Hér er kom- in talsverð mengun bæði í lofti og vatni. Utlendingar eru farnir að nota hafið kringum ísiand sem sorpkistu fyrir sín úrgangsefni, flytja þangað í sífeliu heila skips- farma af siíku góðgæti. Og ef fiski- miðin þrjóta og ekki verður hægt að plokka útlenda ferðamenn út á loftið og vatnið, hvar á þá að fá harðviðinn, íslendingar góðir? Á tuttugustu öld hefur skapazt í flestum löndum heims taisverður hópur manna, sem oftast hefur verið kallaður teknókratar eða tækni dýrkendur. Þessi hópur hefur í rauninni myndað sér ný trúar- brögð, þar sem tæknin er sett sem skurðgoð á stall. Þessir menn eru haidnir einæði eða mónómaníu, í þeirra hugarheimi kemst ekkert annað en tækni, iðnvæðing, vél- ar, tölvur. Allt annað er, fyrirlitleg-! ur og aumur hégómi. Skógur.blóm, foss, svei og aftur svei. Vélin, sem malar gull er það eina, sem er- nokkurs virði. Og þessi iýður hefur svo sannarlega haft lag á því að láta vélarnar mala sér gull. Fáar stéttir hafa borizt eins barnalega á, reynt að tileinka sér þesskonar lifnaðarhætti, sem lægri miðstéttin heldur, að aristokratar eigi að hafa. Og rembingurinn í þessum lýð er ekki neitt smáræði. Þeir líta á sig sem hina útvöldu, snillinga, sem eigi að reikna út og segja fyrir verkum, hinir eigi bara að hlýða og þegja og horfa á snillingana gapandi af aðdáun. Þessi hópur er talsvert fjölmenn- ur á íslandi. Að vísu væri það ó- sanngjarnt að telja alla íslenzka verkfræðinga og tæknimenn í þess- um hópi. Til eru íslenzkir verk- fræðingar, sem eru ágætir og víð- sýnir húmanistar og brosa góðlár- lega að þessum stéttarbræðrum sín- um, sem eru samanherptir af remb- ingi og monti og geta helzt í hvor- ugan fótinn stigið af mikillæti og aðdáun á sínu eigin ágæti. En það er frekjulýðurinn, sem setur sinn svip á stéttina, hógværu menning- armennirnir draga sig í hlé, þegar bramboitið byrjar. Laxá Öll þessi mál komust á nýtt stig, þegar nýju Laxárframkvæmdirnar byrjuðu. Það eru frekjudólgarnir í verkfræðingastétt, sem hafa sett sinn svip á allt það mál. Þeir hafa ruðzt um eins og naut í flagi, montnir, úldnir og geðvondir. Eignarréttur bænda á landi sínu? Einskis virði, þegar ofurmennin með tölvurnar eru annars vegar. Fegurstu sveitir landsins undir vatn? Auðvitað, fyrir það fáum við gull, gull, gull. Burt með gras og blóm og kjarr og fugla. það er gróði handa okkur í aðra hönd. Skilja þessi fífl ekki, að vélin og tölvan eru guðir nútímans og montni verkfræðingurinn á bak við þær herra heimsins? Já, það þarf sannarlega að sýna þessum bændafíflum í tvo heimana, setja allt þeirra land undir vatn og heizt bæina líka. Ætli þeir gætu svo sem ekki farið úr sveitinni og farið að vinna á mölinni. Reyndar ætti helzt að setja þá alla í tukthúsið ásamt öllu þeirra hyski. Að dirfast að mót- mæla því, að eignir þeirra séu eyði- j lagðar, að voga sér að standa upp í hárinu á séníunum með tölvuna. Nei við vitum, hvað við syngjum, burt með grasið og fuglanaj upp með malbikið og gullið. Nú eru litlu, montnu tækni- ipennþ-nir,. reiðir,,.Þeir ,bafa ekki, komizt hjá því að skilja, að barátta þingeysku bændanna hefur hlotið geysilega samúð um allt land. Og þeir ná ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. Hvílík fífl, hugsa þeir, að skilja ekki tímanna tákn, að kunna ekki að meta hina nýju gullöld, sem er að renna upp! En við höld- um okkar strik. Allt undir vatn, það skal takast. Meðal Þingeyinga lifir enn tals- vert af gamalli íslenzkri kímnigáfu. Þeir kalla suma framámenn Laxár- virkjunar „mennina, sem breyta blágresi í palisander". Þetta eru mennirnir, sem vilja eyðileggja blá- gresisbrekkur Þingeyjarsýslu, en eiga sjálfir einhver dýrustu harð- viðarinnbú á íslandi. Burt með blá- gresið, meiri palisander. Laxness og litlu hrein mey, þvert á móti, en ég réði með hverjum ég afmeyj- aðist og rasð en kynlífi mínu án áhrifa frá hinum. Er ég vitlaus eða normal? Forvitin. Eins og maðurinn sagði, þá man ég ekki í svipinn eftir nokkru scm ég ekki veit. Hitt er annað mál, að svona spurn- ingum get ég ekki svarað, enda sagði ég þér í símann, að ég héldi að þetta væri plat-bréf. Nú, nú, eflaust ertn heilbrigð- Framhald á bls. 6 Fáar eða engar blaðagreinr á ís- landi hafa vakið aðra eins athygli og grein Nóbelsskáldsins Haildórs Laxness um virkjunarmálin. Hér fór þessi mesti ritsnillingur íslend- inga á kostum og dró litlu, montnu mennina með reiknistokkinn sund- ur og saman í nístandi háði. Varla var um annað talað vikum saman á eftir en þessa grein. Tæknimenn- irnir, sem sögðu, að það væri allt í lagi að eyðileggja Gullfoss, það mætti skrúfa frá honum, ef auðugir útlendingar vildu sjá hann, urðu að alþjóðarathlægi. En þessum lýð er annað betur gefið en að kunna að skammast sín. Eftir nokkra daga fóru þeir margir á stúfana að reyn að svara snillingnum. Og þvílík svör! Flestir þessara manna voru tæplega sendi- bréfsfærir, en spúðu frá sér úldinni geðvonzku og fýlu. Hvað er skáldið að rífa sig, fíflið að tarna? Hvað gerir til með Gullfoss og Mývatn og blóm og heiðagæs? Það er gull í boði, og ræknin er ósigrandi, við bolumst áfram, hvað sem hann og aðrir segja. Við þurfum meiri harð- við til að snýta okkur á með fingr- unum. Og litlu, litlu fésin herptust enn meir saman af merkilegheit- um. Hundaþúfan fór enn einu sinni að skamma fjallið. Náttúruverndln og flokkarnir Náttúruverndarmálin eru orðin mikil hita- og æsingamál hér á landi, jafnvel svo, að þau skyggja á pólitíkina. Það má því furðulegt heita í þessu pólitíska landi, að flokkarnir sem slíkir hafa ekki tek- ið neina afstöðu til þeirra. Þeir hafa hreint og beint ekki þorað það. Það er skammt til kosninga, og engan má styggja. Og flokkarnir vita mæta vei, að meðal kjósenda þeirra eru bæði náttúruverndar- menn og landskemmdamenn. Þeir hafa í þessum málum farið svo und- ur varlega, rétt eins og þeir væru að tipla innan um brothætt i ■kín- verskt postulín. Blöðin hafa ekkert verið nerna hógværðin sjálf. Hvergi eru þessi mál eins við- kvæm eins og í Norðurlandskjör- dæmi eystra, því að hvorki má móðga Akureyringa né Þingeyinga. Á milli þeirra hópa verða flokk- arnir að fara á hárfínum pírouett- um. Á framboðslistum flokkanna þar er fólk úr báðum herbúðum. Og það mætti segja mér, að annað hljóð væri í strokknum hjá fram- bjóðendum, þegar þeir tala á Akur- eyri og í Mývatnssveit. Af flokksblöðunum í Reykjavík er það helzt Þjóðviljinn, sem stund- um hefur sýnt lit á að taka afstöðu í málinu og þá með náttúruvernd- armönnum. En einnig hann verður að fara varlega. Það er vitað, að þar í flokki eru forhertir teknókrat- ar, þó að þeir hafi ekki mikið látið á sér kræla í þessu máli. Og einnig verður að gæta þess að styggja ekki frá sér Akureyrarfylgið, sem væri víst með að hlaupa yfir til Hanní- balista, sem sumir hverjir vilja virkja allt, sem virkjað verður. í öllum hinum flokkunum er klofn- ingur í þessu máli, svo að for- ustumennirnir verða að gæta sín við hvert fótmál. Línurnar í náttúruverndarmálun- um hijóta að skýrast á næsta kjör- tímabili. En það er viSbúið, að þær línur verði allt aðrar en flokkslín- urnar. En í lok þess tímabils ætti það að vera orðið ljóst, hvort tækni- mönnum og tölvuspekingum tekst að sigra í styrjöldinni gégn land- inu eða hvort því áhiaupi verður hrundið. Ajox. t »

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.