Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Page 4

Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Page 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. marz 1971 Bl&óJyrtr etlla KAKAL8 skrifar: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasimi: 13496. Verð i lausasölu kr. 23,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Gjörspilltir leiðtogar Þá hefur þjóðin aftur heimt flesta ráðherra sína til heima- húsa, en ekki þurftu fleiri en fimm að sækja norræna þingið í Höfn, ásamt tíu manna fylgdar- og ráðgjafa-liði. Ekki einn einasti flokkur hefur deilt á þennan flæking því stjórnin sá sér leik á borði og lét fulltrúa allra flokka mæta og svo ógrynni af „hugsandi æskulýð", sem þessa dagana er í óða önn að breyta lífinu eins og það kemur enn fyrir. Það er undarlegt að ekki skuli vera fyrir nokkur vilji að hætta þeim útgjöldum og glæpsamlega leikaraskap sem fund- ir Norðurlandanna hafa reynzt verða. Ekki ein einasta tillaga af gagni hefur verið samþykkt og, einsog Emil Jónsson, sem lengst hefur sótt þessar samkundur, komst að orði í sjón- varpsviðtali, þá hafa þrjá mestu mál samkundunnar „orðið úti". Það er talið eitthvað sérstakt happ og sæla fyrir íslenzku þjóðina að einhverskonar samþykkt hafi náðst í menningar- málum, en þar er Eysteinn hvað mestur framámaður. Satt bezt sagt, þá megum við hrósa happi meðan meginþorri nú- tímaskáldskapar Islendinga er þó ekki nema á einu tungumáli, tungumáli, sem flestar þjóðir skilja sem betur fer ekki. Það er íslendingum í heild óverðskulduð heppni, að til þessa hef- ur ekki tekizt að véla útgefendur ytra, almennt, til að þýða og gefa út „hinn andlega jólagraut", sem ælt er út um hátíðir í lýðinn undir nafninu bókmenntir. Meðan aðrar þjóðir, sem litlar eða engar spurnir hafa af okkur aðrar en þær, að við séum góðir fiskimenn, og hinir svokölluðu nágrannar okkar vita ekki annað um okkar andlegu afrek, en fornar sögur, og máske, Laxness og. nokkra aðra, þá er þess nokkur von að við getum staðið skammlaust frammi fyrir alheimi. Hins vegar ef út spyrst, að sumir svokallaðir skáldjöfrar á íslandi gangi lausir eða séu verðlaunaðir í þokkabót af lítilssigldri en þakk- látri þjóð, þá getur orðið anzi erfitt ’fyrir okkur að skýra afrek forfeðranna og leyna þeirri afturför, sem orðið hefur ofan á, eftir að alþýðan tók höndum saman og gerði hvern læsan skrepp að óviðjafnanlegu andans ofurmenni. Það er því miður okkar árátta að ganga í eins miklar öfgar og mögulegt er í hverju máli. Við erum orðnir að atheims- athlægi fyrir hin mörgu lög og reglur sem hér ráða ríkjum og hver maður, jafnvel ráðherrar og aðrir leiðandi menn, leggja sig í líma við að brjóta. Þingmannavesalingarnir okkar, einkum þeir yngri, eru farnir að þjá þjóðina með brilliant frum- vörpum um nálega hverskyns málefni og ,,selvfölgiligheder“ sem finna má í daglegu lífi. Ráðuneytin hafa vart við að ausa úr sér boðum og bönnum og í hverjum tilkynningatíma opin- berra fjölmiðla dynja svo hótanir hinna ýmsu opinberu stofn- ana á borgaranum. Ofstjórnin og öfgarnar eru gengnar svo langt, að þjóðin í heild er að sligast undir pappírs-snjóbolta, sem sí og æ hleður utan á sig. Fjölmennið á norræna fundinn í Höfn er ekki annað en spegill ,af gjörspilltu og taumlausu óhófi hins opinbera. Not- uð er hver afsökunin annarri ómerkilegri til þess, að komast í opinberar ferðir, veizlur, innkaupaæfintýri fyrir konur opin- berra starfsmanna og algerri eyðslu á kostnað almennings. En þegar á að hygla þeim, sem lægst eru settir standa fundir daga og nætur og sérlærðir þrasarar draga samninga á lang- inn, meðan afli og verðmæti fljóta framhjá. Það liggur við, að óskað sé eftir óhamingju svo þjóðin ranki vio sér. í HREINSKILNI SAGT ' m I J. H. skrifar: Eftir rúma sex mánuði mun Geir borgarstjóri kaila út herlið sitt enda eikki að ástæðulausu, því þá hefst hið mesta blóðbað í henni stór- Reykjavík og skulu þá allir hundar, sem í höfuðborginni sjást af lífi tcknir eða kastað í hörmulegustu útlegð. Víst má telja, að ekki verði mik- ið urn Síberíuferðir hund- anna, því eigendur eru hvorki hrifnir að láta þá til ókunn- ugra, sem búa á griðsvæð- um hunda, né eru sveitamenn yfrið hrifnir að taka til sín gagnlausa stoíurakka, sem ekki einu sinni má nota í sxnalamennsku. Þess vegna má gera ráð fyrir, að þetta verði nótt hinna löngu hnífa, eins og kallað var í Evrópu, einu sinni þegar margir misstu líf- ið skyndilega. Gallinn var sá, að þar áttust við menn, skynibornar skepnur, sem áttu að geta varizt en gerðu ekki. Útrýmingarherferð var nokkr- um árum síðar hafin gegn gyðingum, þeir útskúfaðir úr Þýzkalandi, drepnir og pynt- aðir, sem ekki vildu flytja þaðan og gefa upp eignir og óðul. En þar áttu líka skyni- bornar skepnur í hlut, sem gengu eins og sauðkindur að eigin tortímingarborði og hreyfðu hvorki hönd né fót gegn böðlum sínum, heldur fóru auðsveipir á skurðarborð ið. öllu verður þetta þó stór- mannlegra hjá borgarstjórn Reykjavíkur þegar óvinir hundahalds með borgar- lækni, þess sama, sem ekki vildi leyfa búllum borgarinn- ar að veita áfengi nema eld- hús staðarins væri í fyrsta flokiks standi! ! !, í farar- broddi, og vopnaða lögreiglu- menn í liðinu. Hafa borgar- yfirvöldin, að undanteknum einum fulltrúa samþjdckt líf- látsdóm yfir þessum heimilis- kvikindum og þykjast nú heldur en ekki Sturlungar 20. aldarinnar yfir að standa í svo dýrlegum trúarvígum fyrir heill hins óbreytta al- múga. Það er vissulega margt sameiginlegt með striðs- og umbrotaanda borgarstjómar- meðlima og sumra Sturlung- anna. Þetta er glæsimenni „óprúttnir menn, tiltektar- menn um bvennafar og aea- stundunarmenn um veizlur og hóf allskyns, þótt oft verði æði agasamt í slítoum sam- kvæmum. Þó er það eins og með Sturlungana, að farið er að saxast á bræðrahóp- inn bæði þá eldri, sem þó, á sinn hátt stóðu fyrir sínu og svo þá yngri, sem meiri voru ofstopamenn. Sýnir það bezt, að einu sinni var veldi þeirra geysilegt, en í dag má litlu muna, að höfuðvígið sé fallið. Það væri góð borg Reykja- vík ef ekki færi annað úr- skeiðis en truflun borgar- anna vegna hundahalds. Hugs um okkur að t. d. hinn ár- vaki borgarstjóri sem nýlega lýsti því yfir í útvarpi að starfið væri ánægjuríkt og heillandi, rannsakaði sjálfur hversu komið er fyrir yngri borgurum, sem sækja brenni- vínsbúilur borgarinnar, ganga öskrandi um miðb'orgina á helgarnóttum, vasast í inn- brotum eða sökkva sér í eit- urlyf, eyddi smávegislegu af tíma sínum til að kynnast þessu af raun, en ekki af misjöfnum skýrslum undir- sáta, sem sjálfir eru vart kunnari ástandinu en hann úr sínu hásæti. Það yrði ekki lítil hræðsla, sem gripi búliu- eigendur ef von væri áborg- aryfirvaldinu fjrrirvaralaust inn á staðina til að kynnast af eigin raun, þvi stjrrjaldar- ástandi, sem þar ríkir. Aðr- ir borgarstjórar, að vísu ekki máske eins virðulegir. t. d. Lindsey New York borgar, og kollegar okkar manns i Par- ís og London, sem stjórna þvílíkum þorpum, hafa ekki skammast sín né þótzt of fínir til að heimsækja þessa vuðastaði í sínum borgum og sjá af eigin raun hvað af- laga fer, og reyna að bæta það. En pappírsljónið hér í Reykjavík, er eflaust of fínnt til þess arna, enda óneitan- lega í mörgu öðru að snú- ast að stjórna þessu óróa- bákni. En hundamir skulu drepn- ir, reykvísku kjölturakkarn- ir og heimahundarnir hafa unnið sér það til óhelgi ag hundar víðast hvar í heim- inum, að vera einu kvikind- in, sem virkilega hænast að manninum, eru vinalegir og þakklátir því, sem að þeim er vikið. Þetta er höfuðglæp- ur að dómi borgarstjómar, og hættulegur glæpur að dómi lækna, sem sjá sjúkdóma, hundabit og allskyns hættu- lega faraldra fylgja i fótspor takmarkaðs hundahalds. Það er skrítið með þessa lækna okkar þ. e. sérfræðinga borg- arlæknis og aðra slíka poten- táta. Þeir hafa sjólfir hina mestu ótrú á öllum vísinda- legum aðgerðum til varnar smiti og sem slíku og svo auðvitað til alls sem lýtur að auknu hreinlæti. Þeir telja útilokað, að með sett- um reglum og reglum, sem er stranglega framfylgt megi ekiki hefta þá takmörkuðu, ef nokkra, möguleika á smiti, sjúkdómum eða ó- hreinindum sem fylgt geta hundahaldi, telja það alger- lega útilokað, að hefta megi allan slíkan ófarnað. Á sama tíma láta þeir óátalið að hér eru reknar allskjms búllur, matstofur, hótel- og her- bergjakytrur, sem ekiki eru talin mannsæmandi, og ýmis matur framleiddur sem eitrar bæði menn og málleysingja. Það er auðvitað ekki hægt fyrir þá mörgu hundaeigend- ur, sem í borginni búa, að streitast á móti því væntan- lega blóðbaði, sem vænta má er þeir og lið hans hervæð- is á hausti komanda. Sturl- ungar voru felldir af mönn- um og sýndu þó karlmennsku áður en þeir hnigu til jarð- ar, en vera má að öðruvísi fari er herdeildir Geirs sækja fram á vígvöllinn og fella umvörpum hundakvikindi, sem efflaust hlaupa fagnandi í fang þeirra eins og þeirra er háttur, því karimannslegra er af borgarliðinu að munda byssur sínar og lagvopn og sýna þessum þjóðfeíágspf' frekjum í tvo heimana. Það hefur nú verið ákveð- ið af háifu borgaryfirvald- anna að segja sundur griðum í september. Hundavinir geta eflaust ekki aðhafzt neitt í þessum málum, því þótt sam- tökin séu fjölmenn er hvorki kjarkur né samheldni að gagni þar að baki. Það verð- ur aðeims augnabliks sárs- auki þegar hundamir eru teknir og ekið síðasta spölinn eða hirtir upp af götunum og skotnir af dólgum dýfl- issu. Það gæti verið, að ein- hver gamla konan eða ein- hverjir unglingar og böm, kunni að muna borgarstjóm- inni greiðann þegar fram i sækir því til þessa hefur yfirvaldið ekki sint neinni ósk í þá átt að koma til móts við hundaeigendur, nema að veita þeim þann nokkurra mánaða frest, sem hinum dauðadæmda er oft- ast veitt af tæknilegum á- stæðum. Og svo er höfuð- paurinn númer tvö á þing- lista Reykvíikinga! \ \ \ \ Hundastríðið færist nær — Bléðbað í september — SS-liðið byrjað að æfa — Geir hervæðist — Hunda- eigendur kjarklausir og ésambeldnir — Skálmeld ! \ I I !

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.