Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Qupperneq 8
ÚR EINU«
ÍANNAÐ
Áhugaverð
mynd í
Háskólabíói
Kvenfólk í áfengisbúðunum — Hann sr. Árelíus — Slysahætta
af flutningabílum — Rauðsubbur og „réttindin“ — Hross við
þjóðvegi — Spennandi sjónvarpsþáttur.
MENN HAFA tekið eftir því hve miklu konur fjöimenna meira
í innkaupaferðir í áfengisútsölurnar en áður. Þá þótti nýlunda
ef kvenfólk kom inn, en nú eru þær oft fjölmennari en karl-
menn á sumum tímum dags. Þarna kunna dúfurnar litlu vel
við sig, þær eru jafningjar karlanna, og eiginlega enginn
munur á kynjunum nema sá, að þær koma oft með blessuð
börnin sín á staðinn, enda eru þau viðskiptavinir framtíðar-
innar. Það lyftir sannarlega upp á andrúmsloftið þegar þessar
ungu og fallegu dömur mæta þar sem áður var einveldi karl-
dýrsins.
„MIKIL HELVÍTIS afköst eru þetta hjá sr. Árelíusi" segir í
smápistli sem okkur barst „þótt þetta sé sennilega ekki rétt
komizt að orði. Sannleikurinn er sá, að maður varla opnar
blað, að ekki rekist maður á grein eftir klerk, og þau eru mörg
vandamálin sem hann brýtur til mergjar; þó kastaði tólfunum
þegar hann byrjaði að skipta sér af akstri og slysum, því þar
voru fátt annað en fullyrðingar og slagorð. Slys eru að vísu
ískyggileg en ef prestarnir okkar ætla nú að færa úr verksvið
sitt í svona mál, þá er einum of langt gengið. Sr. Árelíus er
eflaust góður maður en alltof fjölþreifinn í efum, sem kirkj-
unni koma ekki við . . .“
•----------------------
SLYS HEFÐI getað orðið á nýja veginum upp Ártúnsbrekkurn-
ar er stór steinn, hreinn hnullungur.féll aftan af bílpalli á
leið upp brekkuna og veltist,svo áfratn. niður yeginn. Umferð
var lítil en a. m. k. einn bílstjóri varð að vinda bíl sínum út á
kant til að fá ekki bjargið framan á sig. Það er orðið stór-
hættulegt hvemíg sumir bhstjóranna hlaða bifreiðir sínar og
gæta þess jafnan ekki að hafa einhver ,,hlið“ á afturpalli sín-
um svo ekki detti af steinar eða möl. Auðvitað tekur lögreglan
ekki neitt tillit til þess arna, því hún sinnir ekki svona málum
nema slys verði. Fín afstaða það.
SAMKVÆMT bandaríska fjármálablaðinu Wall Street Journal,
þá eru enskar Rauðsokkur farnar að endurrita ýms æfintýri,
sem þær telja að hallað sé á rétt kvenmanna. T. d. hefur nú
Mjallhvítaræfintýrið verið „endurskoðað" og segja Rauðsubb-
urnar, að engin stúlka með snefil af metnaði, eins og Mjallhvít,
léti sig hafa það að þvo upp fyrir sjö karlmenn —jafnvel hina
dásamlegu dverga. Og hvernig fer Mjallhvít okkar út úr þessu?
Jú í lokin er hún byrjuð að þræla í námunum, ásamt prinsinum
sínum og dvergunum sjö.
ÞAÐ ER undarlegt hve mikið af hrossun, ungum og gömlum,
eru alltaf á flækingi meðfram þjóðvegunum. Þessi hross valda
oft töfum og það sem verra er geta valdið stórslysum er þau
hlaupa upp á vegina. Hross.aeigendur t. d. við Þingvalla-
veginn ættu að hemja þessa gripi innan girðingar því þess
eru og mörg dæmi, að hestar hafa slasazt og verið aflífaðir
vegna árekstra við bíla. Þessir gripir kosta; nú allt upp í kr.
50 þúsund og ætti að vera auðvelt að koma þeim á öruggt
beitarland fyrst siík efni eru fyrir hendi.
ÞAÐ ER oft spennandi að fá „dagskrá næstu viku" sjón-
varpsins. En þó halda menn, að fátt ef nokkurt efni hafi
valdið eins mikilli spennu og þáttur sá, sem sýndur er 24.
september: „Finnmerkureyjan Loppa. Mynd um litla eyju við
strendur Norður-Noregs, þar sem ibúarnir lifa af landsins
gæðum og stunda meðal annars hellutekju til þaklagningar.
Nordvision — Norska sjónvarpið". Þetta er sennilega heims-
met af öllu því rusli sem Nordvision sendir hingað og hungr-
aður dagskrárstjóri okkar gleypir við. Maður er farin að
skilja þetta mánaðarfrí starfsfólksins ár h.vert.
Það er að lieita má algjör undan-
tekning að sjá fallega mvnd nú
til dags. Eins og myndin „Coogan’s
bluff" í Laugarásbíói er hrottaleg
og beint að því einu að-espa upp
unglinga, þá er myndin í Háslcola-
bíói gerð í þveröfugum tijgangi.
Hún leitar til betri tilfinninga á-
horfandans, ef þá æskan í dag bvr
yfir einhverju slíku. Þessi mynd,
Ástarsaga, er falleg og ákaflega vel
gerð lýsing á ást tveggja unglinga
í skóla og fylgir þeim síðan að
prófi Ioknu, hann verður lögfræð-
ingur, þann stutta tíma sem }:>au
eiga eftir að vera saman unz hún
deyr. Margir myndu halda, að þetta
væri eins konar táratragedía, lang-
dregin þvæla um óréttlæti guðs að
kalla svona unga, fríska og ham-
ingjusama stúlku burtu á hátindi
hamingjunnar. Því fer þó víðs
fjarri. Mestur hluti myndarinnar er
skemmtileg lýsing á hamingju Ali
MacGraws og Ryan O'Neals, ósköp
venjulegir atburðir, dagsstritið
þeirra og rifrildi, vonir og erfið-
leikar, einkum milli þeirra feðg-
ana. það er ekki aðeins sjaldgæft
að sjá mynd um æskufólk þar sem
ekki öll áherzlan er lögð á kyn-
æðið eðá afbrigði þess né heldur
glögglega lýst yfir, að æskan geti
yfirleitt ekki hreyft sig nema undir
áhrifum eiturlyfja, að svona mynd
er eins og sólskinsgeisli eftir ský-
fal 1. Efnið er ósköp einfalt og
hversdagslegt, en þó svo vel unnið
úr því, að athygli áhorfandans er
óslitin frá upphafi. Leikur Mac-
Graws og O’Neals er mjög heill-
andi, einknm hennar, sem sýnir
alveg útrúleg tilþrif og þó bezt í
giftingaratriðinu og bæði vinna
þau stöðugt á út myndina, þótt
hvorugt þeirra búi yfir þeim stand-
ard kröfum um fríðleika manns eða
konu, sem glansmyndamagazine
gera í þeim efnum. Þá er og gam-
an að sjá Ray Milland, snillinginn
úr Lost Weekend sköllóttann í
hlutverki föðursins.
Ég fer ekki oft í bíó, orðinn
alltof heimsvanur og vissi reyndar
löngu á undan sænskum kvik-
myndaiðnaði, að konur og karlar
hefðu kynfæri og að þessi tól héldu
lífinu gangandi í henni veröld, og
þetta er síður en svo sagt vegna
siðferðiskenndar eða hneykslunar.
En ég benda fólki á að skoða þessa
mynd. Hún svíkur ekki nokkurn og
meira segja ætti að vera mörgum
kærkomin tilbreyting frá hinu ei-
lífa tema um kynóra, eitur og ann-
að álíka. — A. B.
Vonbrigði i
Laugarásbíói
Hann er töff hann Clint East-
wood, kunnur úr „dollara-myndun-
um" og ekki lætur hann sig þegar
honum er att til New York-borgar
alla leiðina frá Arizona, þar sem
hann eltir glæpamenn .og útlaga
sem lögregluaðstoðarsheriff og
hoppar upp á einmana eiginkonur
meðan bænchir eru fjarverandi.
Eins og margir Arizona-búar
gera þá fer hann í þetta ferðalag
sitt klæddur háhæluðum stígvélum
og Stetson-hatti, en þetta er stand-
ard íverudót cowboyhetja kvikmynd
anna. Eastwood (Coogan) er vart
fyrr kominn til New York, en hann
lendir upp á kant við Lee J. Cobb
(McElroy) lögreglurannsóknara
stórborgarinnar, enda ferst honum
geysiklaufalega í eltingarleik sínum
við glæpamanninn Ringerman
(Don Stroud) er rotaður og nær
drepinn þegar hann ætlar að fljúga
með fanga sinn heim. Eftir þetta
er Eastwood ýmist í ástaratlotum
við Júlíu (Susan Clark) eða hálf-
slasaður á spítala og svo skemmti-
lega óskammfeilinn, að hann nær
sambandi við eins konar viðhald
Ringermans Linny (Tisha Sterling),
sem síðan teymir hann á billiard-
stofu þar sem enn einu sinni dregur
til stórslagsmála, eins harðneskju-
Framhald á 6. síðu.
Mikið reykt í veröldinni!
— Nokkrar USA staðreyndir
Eftirfarandi listi er tekinn úr Marketing/Communications og
sýnir að ekki er litið reykt í úttlandinu, þótt víða sé bannað að
auglýsa tóbak í sjónvarpi. Það er talin staðreynd, að auglýs-
ingar eða bann við þeim þreyta engu um neyzluna en hafa
mest áhriif á hvaða tegundir menn reykja. Sígarettuauglýsinga-
bann verður um næstu áramót og gaman væri ef einhver
stofnun rannsakaði hve mikið dregur úr neyzlunni. Neyzlan
á íslandi er meðtalin í þessarri töflu. Þá geta menn líka gert
sér Ijóst að aðeins amerískar sígarettur eru á þessum lista.
Filter
1. WINSTON
2. Malboro
3. Kent
4. Viceroy
“5. L&M
Menthol Filter
1. Salem (Reyno
sumstaðar)
2. Kool
Venjulegar
1. CAMEL
2. Lucky Strike
79.740.000.000
43.610.000.000
28.100.000.000
19.290.000.000
16.000.000.000
43.990.000.000
33.730.000.000
32.690.000.000
18.020.000.000
King-stærð
1. Pall Mall
2. Chesterfield
Framleiðendur
1. R.J. Reynolds
2. American
Tobacco
3. Brown &
Williamson
4. Philip Morris
5. P. Lorillard
6. Liggett &
Myers
50.000.000.000
7.220.000.000
166.230.000.000
109.470.000.000
81.570.000.000
78.460.000.000
47.690.000.000
35.690.000.000
Nýstárleg keppni:
Bahama- og Mallorca-
ferðir verða verðlaun
Winston—Kóróna keppnin á
vegum R. Johansen & Co
Okkur barst í hendur eftirfarandi bréf sem Rolf Johansson
& Company hefur sent kaupmönnum. Ber ekki að efa að
margir hafa geysilegan áhuga að vinna dvöl á Bahamaeyjum
eða Mallorca, eða hljóta einhvern annan vinning. Nýmæli er
að kaupmaðurinn fær einnig sinn vinning, dvöl í Höfn og
verður skemmtileg keppni milli kauphéðna að viðskiptavinir
þeirra tþki þátt í þessarri framtakssemi fyrirtækisins og síga-
rettuframleiðendanna. Við birtum bréfið næstum í heild.
Heiðraði kaupmaður.
Innan skamms hefst hér á landi
svonefnd „WINSTON-kórónu
keppni." Verður þar keppt um
verðlaun, sem telja má óvenju glæsi
leg
1. Flugferð fyrir 2 til Bah’amaeyja
17 dagar.
2. Flugferð fyrir 2 til Mallorca 14
dagar, auk 100 aukavinninga.
Dvalið verður á 1. flokks hótel-
um og allur kostnaður innifalinn
auk dagpeninga.
Enginn vafi er á,að þessi keppni
mun laða til yðar fjölda viðskipta-
vina, því að marga mun fýsa að
verða sér úti um keppnisseðil,
vegna þessara glæsilegu verðlauna.
WINSTON er sú sígarettuteg-
und,_sem mestra vinsælda nýtur í
Ameríku og nýtur sívaxandi vin-
sælda hérlendis. Keppnin verður
kynnt í dagblöðunum.
Loks skal þess getið, að kaup-
manni þeim, sem afhendir seðilinn,
er iyrstu verðlaun hlýtur, verða
veítt sérstök verðlaun, en þau eru:
Flugfar fyrir 2 til Kaupmanna-
hafnar ásamt vikudvöl á 1. floklcs
hóteli.
Munið að merkja hvern keppnis-
seðil, sem þér afhendið, nafni verzl-
unarinnar.
Dómnefnd sker úr um beztu
lausnirnar.
Með fyrirfram þökk fyrir góða
samvinnii.
ROLF JOHANSEN
& COMPANY.
S. 36840 — 378S0.