Tíminn - 12.07.1977, Side 20

Tíminn - 12.07.1977, Side 20
20 Þriöjudagur 12. júll 1977 Skagamenn áttu ékki í erfiðleik- ummeðÞór og unnu öruggan sigur (2:0) uppi á Skaga Skagamenn áttu ekki i erfiðleik- um með Akureyrarliðiö Þór á Akranesi — unnu stórsigur 3:0 í 1. deildarkeppninni. Skagamenn tóku leikinn strax i sinar hendur og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, ef þeirhefðu fullnýtt hin mýmörgu tækifæri sem þeir fengu. Pétur Pétursson opnaöi leikinn, með þvi að skora örugglega af stuttu færi á 29. minútu. Jón Alfreðsson skoraði siðan stór- glæsilegt mark á 68. min. þegar hann kastaöi sér fram og skallaði knöttinn i mark Þórsara, eftir að Kristinn Björnsson hafði átt góða sendingu fyrir mark Akureyr- inga. Pétur bætti siðan þriðja markinu við á 80. min. — einnig skalla, eftir aukaspyrnu frá Arna Sveinssyni. Skagamenn léku oftágætlega — og er greinilegt að þeir ætla sér aö endurheimta Islandsmeistaratit- ilinn. Jón Alfreðsson var mjög góður á miöjunni — ávallt á ferð- inni, byggjandi upp sóknarlotur. Arni Sveinsson átti góða spretti og einnig Pétur Pétursson. Jón Gunnláugsson er alltaf traustur i vörninni hjá Skagamönnum. Þórsarar voru mjög daufir — vantaði alla bíiráttu I leik þeirra. Þeir verða heldur betur að taka á honum stóra sinum, ef þeir ætla aðforða sér frá fallinu, sem blas- ir við þeim:Gunnar Austfjörð lék ekki meö þeim — og munaði um minna. MAÐUR LEIKSINS: Jón Alfreösson, ÖRN ÓSKARSSON...sést hér skora mark KR-inga gegn Breiðabliki - markverði Blikanna. fram hjá Ómari Guðmundssyni, (Tfmamynd Gunnar) Gísli varði víta- spyrnu frá Heiðari en það dugði KR-ingxim ekki gegn Breiðabliki. Peir voru óheppnir og töpuðu 1:2 Gisli Gislason, markvörður KR liðsins, sýndi glæsileg tilþrif, þeg- ar hann varði vítaspyrnu frá Heiðari Breiðfjörð á Laugardals- vellinum á sunnudagskvöldið. Þetta dugði KR-ingum skammt, þvi aö þeir máttu sætta sig við tap vind- og regngallar fyrir göngu- og íþróttafólk — 1:2, og er KR-liðið nú komið I alvarlega fallhættu I 1. deildar- keppninni i knattspyrnu. KR-ingar byrjuðu leikinn af fullum krafti og réöu þeir gangi leiksins i fyrri hálfleik, sem þó gekk ekki stórslysalaust hjá þeim, þvi að þeir máttu hirða knöttinn úr netinu hjá sér eftir 12 minútur, og þvilíkt klaufamark, sem þeir fengu á sig! — Hinn bráðefnilegi miðvörður Breiða- bliks, Valdimar'^Valdimarsson, tók þá aukaspyrnu á sinum eigin vallarhelmingi og spyrnti knettinum fram völlinn. Knöttur- inn flaug inn f vitateig KR-inga, þar sem Gisli Gislason, mark- vörður Vesturbæjarliðsins, hugö- ist handsama hann — Gisli náði ekki knettinum, sem fór á milli handanna á honum og hafnaði i markinu fyrir aftan hann. Mjög klaufalegt hjá honum, en hann réði ekki við hálan knöttinn — og aukaspyrnan frá Valdimari, af 55 m færi, var áfall fyrir KR-liðiö. Þráttfyrir þetta mótlæti gáfust KR-ingar ekki upp — þeir sóttu stift og örn Óskarsson náöi aö jafna (1:1) fyrir þá á 38. minútu, þegar hann komst einn inn fyrir vörn Blikanna, eftir að Vilhelm Fredriksen hafði skallað knöttinn til hans — örn renndi knettinum örugglega fram hjá ómari Guð- mundssyni, mark’.'erði Breiða- bliks. Gisli ver vitaspyrnu Blikarnir voru mun liflegri heldur en KR-ingar i siðari hálf- leik og fengu þeir vitaspyrnu á 5. min. þegar Ottó Guðmundsson stjakaði við Hinriki Þórhallssyni inni I vitateig. Heiðar Breiðfjörð tók vitaspyrnuna, en Gisli Gisla- son, markvörður KRliösins, gerði sér litiö fyrir og varöi glæsilega. Þoka í Keflavik — þegar Keflvikingar og FH-ingar gerðu jafntefli, 0:0 Það sló þoku yfir i Keflavik, þegar Keflvikingar og FH-ingar mættust þar i 1. deildarkeppninni I knattspyrnu I tilþrifalitlum leik, sem lauk með jafntefli 0:0.Um tlma sást ekki á milli markanna vegna þoku — en það kom ekki að sök, þar sem þokan stóð stutt yfir. Leikur liðanna var mikill baráttuleikur og einkenndist hann af miðjuþófi — þær fáu hættulegu sóknarlotur, sem liöin náðu, stöðvuöust á markvöröum liðanna, þeim Þorsteini Bjarna syni hjá Keflavik og FH-ingnum Þorvaldi Þóröarsyni, en þeir tóku þá bolta, sem komu að marki. GIsli Torfason átti stórleik hjá Keflavikurliöinu og var sem klettur I vörn Keflvikinga — FH- ingar báru óttablandna virðingu fyrir þessum sterka miðverði, sem var 1 essinu sinu. Óskar Færseth og Þorsteinn Bjarnason áttu einnig góðan leik. Hjá FH- ingum bar mest á miðvörðunum Janusi Guðlaugssyni og Gunnari Bjarnasyni, sem voru mjög sterkir i loftinu — hirtu alla skallabolta. Helgi Ragnarsson var liflegásti framlinumaður FH- liðsins. Maður leiksins: GIsliTorfason. Blikarnir gerðu út um leikinn á 80. min., þegar Valdimar Valdi- marsson skoraöi örugglega af stuttu færi, eftir mikla pressu að marki KR-liösins — og þar með gulltryggði þessi ungi og efnilegi leikmaður Blikunum sigur, en KR-ingar sátu með sárt ennið. KR-ingarvoru óheppnir aðtapa — þeir léku sinn bezta leik i lang- an tima og var fyrri hálfleikurinn sérstakíega góður hjá þeim, en aftur á móti sóttu Blikarnir i sig veörið I siðari hálfleiknum. MAÐUR LEIKSINS: Valdimar Valdimarsson. ^-SOS Gífur- legu einvígi ígolfi — lauk með sigri Watson Bandarikjamaðurinn Tom Watson varö sigurvegari i brezka meistaramótinu i golfi um helgina eftir geysi- lega spennandi keppni við landa sinn, Jack Nicklaus. Keppni þeirra var mjög spennandi og var um hreint einvigiað ræða, þar sem þeir tveir höfðu yfirburði yfir næsiu kepþendur. Þaö var ekki fyrr en I siðasta „pútt- inu” i keppninni, að úrslit réðust — Watson sýndi mikið öryggi, þegar hann renndi kúlunni niður i siðustu hol- una og tryggði sér sigur. Watson fór 72 holurnar á 268 höggum, en Nicklaus á 269 höggum. Watson lék umferö- irnar fjórar þannig — 68, 70,65 og 65, eða samtals 268 högg, sem er nýtt meistara- mótsmet— bætti gamla met- iðum hvorki minna né meira en 8 högg. Nicklaus iék þann- ig — 68, 70, 65 og 66.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.