Tíminn - 11.08.1977, Blaðsíða 1
Banaslys á
Vel lítur út með heyskap
á Suður- og Vesturlandi
margir hafa þegar náð öllu inn i hlöðu
ÁÞ-REykjavik. Heyskapur hefur
gengið mjög vel á Suöur- og
Vesturlandi aö undanförnu.
Þurrkurinn sem hefur veriö i um
vikutima, hefur gert bændum
kleift aö ná inn mestum hluta
sinna heyja og eru sumir búnir,
en aörir rétt aö ljúka. Voru þeir
bændur, er Tíminn ræddi viö i
gær, sammála um aö spretta
heföi veriö allgóö isumar, en þess
voru dæmi aö gras heföi veriö úr
sér sprottiö er þurrkdagarnir
komu. Einn bóndinn sagöist ekki
muna aöra eins sprettu i úthögum
og gengdi sama máli um tún.
— Heyskapur hefur gengiö
mjög vel slðustu viku og þaö kom
ekki á neitt aö ráöi fyrr en núna
fyrir stuttu sagöi Þorarinn Sigur-
jónsson a' Laugardælum í Hraun-
geröishreppi, —• timinn nýttist
mjög vel og þó kæmu skúrir ööru
hvoru þá gátu menn vel þurrkað.
Ég held aö þaö séu ákaflega
margir búnir aö ná inn bróður-
partinum, en auðvitaö er þaö
misjafnt eins og gengur. Hins
vegar geri ég ekkiráö fyriraö um
mánaöarmótin júli-ágúst hafi
verö komiö meira hey, en á sama
tima i fyrra. í ágúst i fyrrasumar
kom snögg breyting og þaö fór áö
rigna,en i byrjun þessa mánaöar
geröi strax ágætis þurrk, og núna
er bara lokið heyskap á mörgum
bæjum.
— Það er allt ágætt að frétta af
heyskapnum, ég held aö honum
sélokið eða aö ljúka hé 1 sveitinni,
sagöi Sigurður Björnsson bóndi i
Kviskerjum i Oræfum, — veðrið
hefur veriöágætt þar til i gær, en
þetta var svo samfelldur þurrkur
aö menn náöu vel upp. Hér hafa
ekki veriö nein vandræöi. Sumir
eru búnir, en eitthvað getur veriö
eftir aö slá i seinni slátt. Hey eru
yfirleitt góö og óhrakin, en sums-
staðar var ef til vill heldur mikiö
sprottið. Þó mun þaö ekki vera til
skaða. Yfirleitt hiröum viö i þurr-
hey, en bændur eru eitthvaö aö
auka súrheysverkun og taka
gjarnan tillit til hennar þegar
byggðar eru nýjar hlööur.
ÞórðurGislasonbóndi i Olkeidu
i Staöarsveit sagöi aö ekkert
nema gott væri aö frétta af slnum
slóöum. Fyrsta vætan, sem stóð i
um vikutima, kom i fyrrinótt og
hafa náöst mikil og góö hey i
Staðarsveit. — Grassprétta var
mjög góö og jörö kom alveg
ókalin undan snjónum og allur
þorri bænda eru búnir aö ná
mestu af sinum heyjum, sagöi
Þórður. — Þaö eru dæmi þess að
menn séu búnir, en margir eiga
eftir að ganga frá heyjum og
koma i hlöðu. Verði þessi vika
þurr og góöættu flestir bændur aö
klára. Annars vorum viöfarnir aö
óttast aö sumarið yröi eitthvaö
keimlikt siðustu tveim sumrum,
en sem betur fór varö þaö ekki.
Eins og nú horfir þarf enginn aö
farga ám né kúm eins og segir i
visunni.
— Hérna eru anzi margirbúnir,
sagöi Magnús Kristjánsson böndi
I Norðtungu i Þvérárhliðar-
hreppi, — ég á hinsvegar eftir
nokkuö grænfóöur, en þeir sem
ekki eru búnir eiga bara umskök
eftir. Ég tel að heyin sem viö
höfum fengið séu ekki góö, en
gras var oröið ofsprottið þegar
siðasti þurrkurinn kom. Auövitaö
má finna góö hey, en i heildina
gætu þau verið betri. Þaö er
feikna grasspretta hér um alla
jörð og úthagar eru lika mjög
mikiö sprottnir. Ég man ekki eftir
jafnmiklu I áraraöir.
Aö lokum var rætt við Guö-
mund Inga Kritjánssoná Kirkju-
bóli i Mósvallahreppi. Hann sagöi
aö heyskapur heföi gengiö vel þar
um slóöir og aö sumir bændur
væru að mestu búnir meö
heyákap. Taöan er góö sagði Guö-
mundur og litiö hrakin. Vel litur
út með kartöflusprettu og meö
svipaöri tiö ætti uppskera aö vera
góö i haust.
Hópur barna tók á móti Uhro Kekkonen, for-
seta Finnlands við ráðherrabústaðinn i Tjarnar-
götu i gær og veifuðu þau bæði finnska og islenzka
þjóðfánanum. Kekkonen kunni vel að
meta nærveru þeirra og á meðfylgjandi mynd
sést hann taka i hönd litils sex ára drengs, Arnar
Simonarsonar, sem verður að vonum ósköp feim-
inn fyrir bragðið. Hann mun örugglega kunna að
meta heiðurinn siðar meir. Sjá frásögn af komu
Uhro Kekkonen i máli og myndum — á bls. 15
Ljósmynd. Timans Róbert
Unga kynslóðin
og Uhro Kekkonen
Reyðarfirði
áþ-ReykjavIk. Um hadegisbiliö
i gær varð banaslys skammt irá
Reyðarfirði. Þar ók ungur
maður á mótorhjóli út i Njörva-
dalsá og samkvæmt úrskurði
læknis er kom á staðinn, mun
pilturinn ekki hafa drukknaö.
Að sögn lögreglunnar á Seyðis-
firöi var pilturinn á leið tii
Egilsstaða er slysið gerðist.
Slysiö átti sér staö viö brú, en
beygjan að henni er slæm og
hafa oft orðið þar slys áður.
Ekki er hægt að birta nafn pilts-
ins að svo stöddu.
Þrennt slasast
í árekstri
Þ-Reykjavik. Siðdegis i gær
arð umferðarslys við bæinn
lásvatn i Suður -Þingeyjar-
ýslu. Þar voru tveir böar að
nætast og var tvennt i hvorum
líl. ökumaður annars bilsins
slapp aiveg við meiðsli, en þrennt
var flutt á sjúkrahúsið á Húsavik.
Að sögn lögreglunnar á Húsavik,
var ekki ljóst i gærkvöldi hvort
fóikið fengi að fara af sjúkra-
húsinu þá um kvöldið.