Tíminn - 11.08.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 11.08.1977, Qupperneq 9
Fimmtudagur 11. ágúst 1977 9 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Verö I lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Gamall grýlusöngur Morgunblaðið ber ekki á móti þvi, að hnignun sú, sem átt hefur sér stað i atvinnulifi höfuð- borgarinnar, stafi öðru fremur 'af deyfð og at- hafnaleysi borgarstjórnarmeirihlutans. Slikt er heldur ekki hægt. Það er stefna Sjálfstæðisflokks- ins, að hið opinbera eigi að hafa sem minnst af- skipti af atvinnumálum og treysta alfarið á einkaframtakið. í samræmi við þetta hefur borgarstjórnarmeirihlutinn hagað aðgerðum sin- um, eða réttara sagt aðgerðaleysi. Þó hafa verið til frávik frá þessu, eins og t.d. þegar Jón Þor- láksson var borgarstjóri. Hann hófst m.a. handa um virkan stuðning við útgerðina i Reykjavik. Hins vegar hefur aldrei verið gert minna en siðan þeir menn, sem nú ráða mestu hjá borgar- stjórnarmeirihlutanum, tóku við forustunni. Þeir virðast alveg fara eftir kokkabókum hinna þrengstu ihaldsskoðana, sem eru túlkaðar i Visi og felast i þvi, að hið opinbera eigi ekki að aðhaf- ast neitt, heldur eigi að treysta eingöngu á einka- framtakið. I stað þess að reyna nokkuð að afsaka að- gerðarleysi borgarstjórnarmeirihlutans, sem er lika alveg rétt, byrjar Mbl. á gamla grýlusöngn- um um, að ekkert annað en hreinn voði blasi framundan i Reykjavik ef Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlutann. Þá taki við vinstri stjórn og glundroði. Til þess að sýna Mbl. hversu fjar- stæður þessi grýlusöngur þess er, þarf ekki annað en að visa til nágrannabæjanna. Er nokkur glundroði rikjandi i Kópavogi, i Hafnarfirði, i Keflavik eða á Akranesi, þótt Sjálfstæðisflokkur- inn sé ekki i meirihluta þar? Hafa ekki myndazt þar starfshæfir meirihlutar, myndaðir á breiðum grundvelli? Benda mætti á fleiri staði þessu til sönnunar. Sannleikurinn er sá, að i sveita- stjórnarmálum ber oftast ekki það mikið á milli flokka, að þeir geti ekki unnið saman að fram- faramálum viðkomandi staðar. Samstarf þeirra á breiðum grundvelli hefur þar oftast reynzt æskilegasta lausnin. Og hvað Sjálfstæðismenn snertir ber að viðurkenna það, að þeir reynast yfirleitt betur, þegar þeir vinna með öðrum, en þegar þeir ráða einir og kyrrstöðustefna þeirra fær að ráða rikjum. Reynslan frá sveitarfélögum og bæjarfélögum viðs vegar um land er ótviræð sönnun þess, að hér myndi ekki skapast neinn glundroði eða vand- ræði, þótt Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlut- ann i borgarstjórninni. Þvert á móti er meiri von þeirra nauðsynlegu stefnubreytingar, að hafizt verði rösklega handa i atvinnumálum borgarinn- ar. Hvað gerðu hinir átta? I vandræðum sinum vegna aðgerðarleysis borgarstjórnarmeirihlutans i atvinnumálum, hefur Morgunblaðið upp mikinn söng um slæman aðbúnað Reykjavikurhafnar. Helzt virðist af þeim skrifum að ráða, að hann stafi af aðgerðar- leysi Þórarins Þórarinssonar á Alþingi. í þvi sambandi er ekki úr vegi að benda á, að flokkur borgarstjórnarmeirihlutans fékk ekki færri en sjö þingmenn kjörna i Reykjavik i siðustu kosningum og auk þess einn uppbótarmann. Væri það úr vegi, að Mbl. birti skýrslu um hvað þessir átta þingmenn hafa gert á Alþingi i hafnarmálum höfuðborgarinnar? ERLENT YFIRLIT ,, Alvarlegas ta heims s tyrj aldarhættan” „Illkynjaðasta nýlendustefna á vorum dögum” Hua formaöur. Menningardeild sendiráös alþýöulýöveldisins Kina á tsíandi gefur ööru hverju út sérstakt fréttablaö, sem nefnist Fréttir frá Klna. í' siöasta fréttablaöinu, sem Timanum hefur borizt er all- löng grein, sem fjallar um sambúö Kina og Sovétrikj- anna. Grein þessi mun all- gott sýnishorn þess, hvernig kinverskir fjölmiölar haga nú áróöri gegn Sovétrikjun- um og þykir þvi rétt til fróö- leiks aö birta hér kafla úr henni. 1 upphafi greinarinn- ar er vikiö aö ádeilum rúss- neskra fjölmiöla á stefnu Kinverja og þeim svaraö. Slöan segir: „VIÐ HÖFUM sýnt fram á og munum halda áfram aö sýna fram á, aö sovézkur-imperlal- ismi er oröin alvarlegasta heimsstyrjaldarhættan á yfir- standandi timabili. Bresnjev- klíkan framfylgir nú af meiri ákafa en nokkru sinni fyrr al- hliöa vigbúnaöarstefnu og út- þenslu á heimsmælikvaröa. Hún hefur lagt út i hættulega sókn i samkeppni sinni um heimsyfirráö viö hitt risaveld- iö og býr sig á allan hátt undir að hrinda af stað nýrri heims- styrjöld. Hún hefur ekkert til sparaö til að framleiöa og þróa kjarnavopn og hefðbund- in vopn og efla herstyrk sinn I kapphlaupinu um hemaöar- lega yfirburði yfir hitt risa- veldiö. Þar að auki hefur hún lagaö allt efnahagslif landsins að styrjaldarþörfum, aukiö innrætingu hernaöaranda, gerthernaöarlegar ráöstafan- ir miöaöar viö árás og haldið heræfingar hverjar af öörum. Herforingjagarpar hennar hafa jafnvel lýst opinberlega yfir þvi, aö þeir „séu aö undir- búa að heyja strið meö öllum tegundum vopna” og aö þeir mundu fara út I „óvænt leift- urstriö meö kjarnavopnum, flugvélum og skriðdrekaflot- um”. Þessi taflbrögö sovézku endurskoöunarsinnanna, yfir- skyns afvopnun og raunveru- legur vigbúnaður, yfirskyns- slökun og raunveruleg mögn- un spennu, eru i sannleika „hlaöin hættulegum afleiðing- um”, ef okkur tekst ekki aö sýna þessi taflbrögö, eins og þau eru, en leyfum þeim aö blekkja og svæfa alþýðu allra landa. Þaö getum við alls ekki gert. Viö höfum sýnt fram á og munum halda áfram aö sýna fram á, aö sovézkur sósial- imperialismi er illkynjaöasta tegund nútima nýlendustefnu á vorum dögum. t þvi að BrésnjeVklikan dulbýr sig sem „eðlilegan bandamann” og veifar fána „stuðnings viö þjóðlegar frelsishreyfingar”, ástundar hún af kappi út- þenslu og þaö að hreiöra um sig i stórum stil i þriðja heim- inum og gera sitt ýtrasta til að færa út áhrif sin þar. Hún hik- ar aldrei viö aö beita öllum ráðum til aö skapa upplausn, blanda sér i málefni rikja, beita undirferli og ihlutun til aö ná undir sig hráefnalindum og tryggja sér markaði fyrir iðnaðarvörur sinar, staði til fjárfestingar og herstöövar. Sovézkur sósial-imperialismi er oröinn annar af mestu al- þjóðlegu aröræningjum vorra tima. Nýlegar yfirgangsaö- feröir hans i Afriku sýna á enn meira sannfærandi hátt en fyrr skefjaleysi hans sem nú- timanýlendustefnu. Viö mun- um valda alþýöu þriöja heimsins vonbrigöum, ef viö létum undir höfuö leggjast aö draga fram i dagsljósiö eöli sovézku endurskoöunarsinn- anna sem sósial-imperialista og sýna fram á, aö þeir eru hatrömmustu óvinir undirok- aöra þjóöa og undirokaðrar alþýöu. Þaö getum viö alls ekki gert. VIÐ HÖFUM sýnt og mun- um halda áfram aö sýna, aö sovézkir endurskoöunarsinnar eru verstu svikarar viö marx- leniniismann á vorum timurn. Brésnjevklikan hefur endur- reist kapitalismann á öllum sviöum og framkvæmt fasiskt einræöi á skefjalausan hátt i landi sinu. A alþjóölegum vettvangi hefur hún rekiö pólitík i anda sósial-imperial- isma og farið inn á yfirgangs- og útþenslustefnu i stórum stil. Daginn út og daginn inn fremur hún þann glæp aö svikja marx-Ieninismann svikja alþýöu Ráðstjórnar- rikjanna og alþýöu heimsins yfirleitt. I nýbirtu uppkasti aö nýrri stjórnarskrá fyrir Ráö- stjórnarrikin hefur hún form- lega sett endurskoöunarrugl eins og „riki allrar þjóðarinn- ar” og „flokkur allrar þjóöar- innar” og opinskátt hafnaö undirstööukenningu marx- leninismans — alræöi öreig- anna. Viö værum ekki marx- istar, ef viö létum undir höfuö leggjast aö rifa niöur sósial- ismaskilti þeirra og sýna sannan litþeirra sem svikara. Þaö ætlum viö alls ekki að láta hjá líða. I frekari stigmögnun and- kinversks áróöurs sins hafa sovézkir endurskoðunarsinnar hnotiö ofan i nýtt hyldýpi. Meginaöferö þeirra hefur ver- iö rógur og lygar. En aö þessu sinni bera þeir a Dorö slika stórlygi eins og þá aö Kina vilji byggja upp voldugt stór- veldi ogáformi aö ná fótfestu i Japan, á Filipseyjum og I San Fransiskó, og setja þetta jafn- vel i tilvitnunarmerki. Þar sukku þeir niður i djúp blygð- unarleysisins! Meö klunna- legri stjórnlist fenginni frá Krúsjeff reynir Brésnjevklík- an aö eitra samskiptin milli Kina og annarra landa meö grýlu „gulu hættunnar”, Vitanlega er þetta þýöingar- laust.” HÉRvpröurrúmsins vegna aö sleppa úr allöngum kafla, en þar er m.a. sagt frá tilraunum Rússa til aö reyna aö fá Hua formann til aö vikja frá utan- rikisstefnu Maós, en slikt hafi vitanlega misheppnazt. Þá eru raktar tilraunir Rússa til aö ná fótfestu i Afriku og sagt frá viöleitni þeirra til aö spilla á milli þjóöa þar og i Aslu. Rússum hafi ekki gengiö þetta vel, og þvi magni þeir andkin- verskan áróöur. Aö lokum segir: „Marx vitnaði gjarnan I spakmæli eftir Italska skáldiö Dante: „Haltu þina eigin braut, hvaö sem hver segir!” Hversu rætnislega sem sov- ézkir enaurskoðunarsinnar rægja okkur og formæla, geta þeir ekki haft nokkur áhrif á kinverska alþýöu i risaskref- um hennar fram á viö, eftir aö hún hefur brotiö á bak aftur „fjórmenningaklikuna” og geta ekki haggaö þeirri ætlun hennar aö heyja til enda af fullri festu baráttuna gegn sovézkri nútima endurskoöun. Sjáum til, hvernig fer fyrir þeim. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.