Tíminn - 11.08.1977, Síða 13

Tíminn - 11.08.1977, Síða 13
Fimmtudagur 11. ágúst 1977 13 Minningarkort Styrktarfélags vangefinna. Hringja má i skrifstofu félagsins Laugavegi 11, simi 15941. Andviröi verður þá innheimt til sambanda meö giró. Aðrir sölustaöir: Bóka- verzlun Snæbjarnar, Bóka- búð Braga og verzl. Hlin, Skólavörðustig. hljóðvarp Fimmtudagur 11. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Helga Þ. Stephensen les söguna „Hvita selinn” eftir Rudyard Kipling i þýð- ingu Helga Pjeturss (2). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Jóhann J.E. Kúld. Þriðji og siðasti þáttur. Fjallað um friðunaraðgerð- ir o.fl. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónieikar kl. 11.00: Isaac Stern og Filadelfiu- hljómsveitin leika Fiðlu- konsert nr. 1 eftir Béla Bar- tók: Eugene Ormandy stj. / Filharmoniusveit Lundúna leikur „Falstaff” — sin- fóniska etýðu i c-moll op. 68 eftir Edward Elgar: Sir Adrian Boult stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Föndrararnir” eftir Leif Panduro örn Ólafsson les þýðingu sina (4). 15.00 Miðdegistónieikar Barry Tuckwellog Vladimir Ashkenazy leika Sónötu i Es-dúr fyrir horn og píanó op. 28 eftir Franz Danzi og „Rómönsu” op . 67 eftir Camille Saint-Saens. Félag- ar úr Vinaroktettinum leika Kvintett i c-moll op. 52 eftir Louis Spohr. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gfsli Jóns- son menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar Vigfús Ólafsson kennari talar um fjöllin á Heimaey. 20.05 Einleikur i útvarpssal: MichaelPontileikurá pianó Intermezzo op. 117nr. 3 eftir Johannes Brahms. 20.15 Leikrit: „Mold” eftir Sigurð Róbertsson (Aður Ut- varpað i október 1965) Leik- stjóri: Sveinn Einarsson.... Persónur og leikendur: Guðbjörg húsfreyja i Stóra- dal... Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Garðar sonur henn- ar... Kristin Anna Þórarins- dóttir,, Garðar sour henn- ar.... Arnar Jónsson, Illugi vinnumaður... Þorsteinn ö. Stephensen, Séra Torfi á Hofi.... Valur Gislason, Magnús i Litladal... Bjarni Steingrimsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (27). 22.40 Hljómplöturabb Þor- steirisHannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Otvarp Jónína framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI OFAUKIÐ © eftir Louis Merlyn góður. Hann hefur gert við málverk fyrir mig. Við rif- umst heilmikið um hlutina stundum. — Fritz telur sjálfan sig sérfræðing, og ég mig að sjálfsögðu líka. Hiller rák upp skellihlátur. Milan fékk hann til að hætta snögglega, þegar hann sagði: — Fritz var skorinn á háls í morgun. 22. kafli AAilan fannst Hiller ekki hafa orðið sérstaklega hissa. Aðeins nægilega til að virðast sannfærandi. Hann hélt því f ram, að hann hefði ekki séð Fritz um nokkurt skeið. Þeir höfðu rifizt og Fritz hafði stungið af í heilagri, franskri, reiði. En Hiller hafði búizt við að hann kæmi aftur, eins og venjulega. AAilan gat ekki séð að Fritz skipti miklu máli. Nema, eins og Hiller hugsaði, að hann hefði gert eftirlíkingarn- ar, en það gat verið ástæða morðsins. En AAilan kunni illa við þá kenningu- Hann ók frá Hiller, og regnið barði utan bilinn. Það flæddi um allar götur, þegar hann náði til skrifstofu sinnar. Hún var ekki sérlega yndislegur staður. I bygg- ingunni voru sex skrifstofuholur og þar var símaskipti- borðog póstmóttaka. Það var líka allt, sem AAilan þarfn- aðist, því hann var þarna sjaldan. Stúlkan við skiptiborðið rétti honum póstinn og tvenn skilaboð. Hún leit ekki á AAilan, en virtist óskaplega önn- um kaf in við skiptiborðið. Hann ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það og gekk eftir ganginum. Hann starði á skilaboðin. Þau fyrri voru svohljóðandi: — Hringdu i ungfrú Baird og þau síðari: — Þeir hafa náð henni, Rick. Þaðvarengin undirskrift, enda þurfti AAilan hana ekki. Hann vöðlaði miðana saman og stakk þeim í vasann. AAeð hrukkaðenni gekk hann inn í skrifstofu sína. Hann læstihenni aldrei —til þess varekki ástæða. Það var dimmt inni. Veðrið úti og óhreinar rúðurnar gerðu þaðað verkum, að ekkert Ijós kom inn. En það var ekki dimmara en svo, að AAilan sá mann sitja við skrif- borðið sitt. Hann kveikti. — Þér gengur betur með rannsóknir þínar svona, Ogle. Rannsóknarlögreglumaðurinn lyfti eldrauðu andlitinu og glotti.— Ég var búinn að kveikja en fann ekkert. AAilan settist í stólinn, sem hann notaði venjulega handa gestum og fór yf ir póstinn. Þar var ekkert mark- vertað f inna, svo hann f leygði bunkanum i körf una. — Jæja Ogle. Hvað nú? Ogle virtist harla ánægður með sjálfan sig. Hann brosti og hallaði sér aftur í stólnum. — Við biðum og loks léztu sjá þig, og við náðum stelpunni. AAilan sá vonbrigði Ogles. þegar hann sagði: — Ég veit það. Ogle hallaði sér áf ram og glapti á AAilan eins og raun- veruleg lögga. — Þú veizt, hvað það ýðir? — Ekki fyrir mig, svaraði AAilan. — Ekki nema þið getið sannað að ég hafi hjálpað henni. Ogle hnussaði hátt. — Reyndu að afsanna það. — Lögin segja, að þess þurfi ég ekki, tilkynnti AAilan stríðnislega. — En þannig liggur i málinu, að ég eyddi seinustu tveimur dögum með kvenmanni. Ég get ekki gert að því, þó ég þekki Fran, ég þekki margt f ólk. Ogle lézt ekki heyra þetta. Hann sagði: — AAeð kven- manni? Líka á nóttunum? Hann virtist tortrygginn. — Líka á nóttunum, svaraði AAilan. — Og ég skal gefa þér nafnið, ef þér finnst það nauðsynlegt. Ogle stóð upp og settist aftur. AAilan vissi að þetta fór í taugarnar á honum. Hann, AAilan hef ði víst átt að þykjast ringlaður. Hann langaði til að hlæja. Hvers vegna skyldi hann verða ringlaður og hjálpa lögreglunni? Hann sagði: — Hver vísaði ykkur á Fran? — Það var nafnlaust, svaraði Ogle. AAilan andvarpaði. — Þá verð ég víst að hringja til Nats, sagði hann. — Hann verður að útvega lögf ræðing í málið. — Hann veit það, svaraði Ogle. — Allt í lagi, sagði AAilan hörkulega. — Farðu. Ég þarf að vinna. Þú getur kannske komið henni í gálgann fyrir manndráp, en ég efast þó um það. — AAorð af fyrstu gráðu, tilkynnti Ogle. Hann líkti eft- ir snöru með höndunum og brá henni um ímyndaðan háls. — Alveg eins og pabbi hennar. AAilan horfði á rautt andlit Ogles og hristi höfuðið. — Kviðdómendur verða hrifnir. Og þetta, dömur mínar og herrar, er byssan. Og svo er þeim sýnd leikfangabyssan. Það tekst ekki, Ogle. — Við erum ekkert hræddir um það, sagði Ogle. — Við tókum hana fyrir morðið á Fritz Elios. AAilan sat og starði á skrif boðið sitt og rykið á því. Hon- um geðjaðist ekki að þessu. Þeir hefðu átt að handtaka hann. En Ogle var útsmoginn. AAilan þekkti hann nógu vel til að búast við hlátri og sviplausu, rauðu andliti. Ogle var ekkert f íf I og hafði búizt við að AAilan gengi sjálf ur i gildru. Gamla sagan, hugsaði AAilan. Ætlunin var að hann þættist öruggur og færi út og smeygði þá hausnum í lykkjuna. Þeir hefðu að minnsta kosti getað tekið hann sem samsekan. Hlutur hans í feluleik Fran var allt of augljós. Hann greip simann. Stúlkan við skiptiborðið sagði: — AAér þykir það leitt, AAilan, en það er maður frammi á salerninu, sem hefur auga með mér. Ég þorði ekki að segja þér, að lögreglan væri inni á skrifstofunni. — Það var bara einn þar, sagði AAilan. — Gleymdu því, það gerist áreiðanlega aftur. Hann pantaði númerið hjá Nat Silone. Klukkan var tvö síðdegis og hann náði í Silone heima og sagði: — Þakka þér fyrir skilaboðin um Fran. Ogle beið hérna til að segja mér frá því. — Hvernig komust þeir að því? vildi Silone vita. — Hvernig hefðir þú komizt að því, spurði AAilan, — ef einhver, sem þú leitaðir að, væri alltaf á ferðinni i björtu? — Það var ekki þannig, sagði Silone. — Það tilkynnti einhver Ogle um hana. — Já, sagði AAilan. — Þeir létu mig í f riði. Þeir reikna með, að ég reyki einhvern vindil, Nat. Það þýðir, að þeir eru ekki vissir í sinni sök gagnvart Fran. Segðu lögfræð- ingi þínum það. Rödd Silones var léttari. — Heldurðu það, Rick? — Ég þekki lögguna, svaraði AAilan. — Ég held það. — Hvað gætirðu sagt þeim? spurði Silone. AAilan svar- aði ekki og þá bætti hann við: — Það var að minnsta kosti ekki Neilson. Það var Fritz, bróðir Emiles. — Ég veit það, sagði AAilan. — Þeir geta ekki fundið neina ástæðu þar. Hann hikaði og spurði svo hægt: — Eða geta þeir það ef til vill? — Nei, æpti næstum Silone. — Hvernig ættu þeir að geta það? Hún þekkti varla Fritz. — En hvað vissi Fritz? spurði AAilan. — Þeir reyna kannske að sanna, að hún hafi ætlað að drepa Emile og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.