Tíminn - 17.08.1977, Side 2
2
Miðvikudagur 17. ágúst 1977
veiðihornið
Að veiða 11 punda
hrygnu i Vatnsdalsá
I glampandi veðri, logni og
sólskini, kom tiöindamaður
Veiðihornsins að Hnausastreng
i Vatnsdalsá i fyrradag,
skömmu fyrir hádegi. En þótt
veörið væri fagurt var langt frá
þvi aö veiðimenn teldu gott
veiðiveður. Heldur kjósa þeir
einhverja golu og helzt rign-
ingu. Þá tekur hann betur.
Samt sem áöur voru tveir
veiöimenn við ána. Annar var
við austurbakkann og kastaöi
án afláts, en hinn dyttaöi að
flugum sinum og öðrum veiöi-
búnaði á vesturbakkanum. Tók-
um við hann tali. Kvaðst hann
vera frá Masachusetts i Banda-
rikjunum og koma til Islands á
hverju sumri til laxveiða. A fá-
um stöðum i heiminum væri
jafn skemmtilegt að veiða og
vonaöist hann til þess að eiga
eftir aö koma hingaö oft aftur.
Litlar likur taldi hann á að
okkur auðnaöist aö sjá lax
veiddan þótt við stönzuðum
nokkra stund. Veöriö væri ekki
nægjanlega hagstætt til veiöa.
Aldrei væri þó að vita hvaö
gerzt gæti. Góð veiöi væri i ánni
og hefði hann sjálfur t.d. veitt
þrjá laxa daginn áöur. Sumir
veiddu lika miklu meira, t.d.
höföu 27 laxar veiðzt einn dag-
inn i Hnausastreng.
Gleðihrópið.
Ekki vorum við komnir
lengra i samtalinu, þegar gleði-
hróp mikið barst til okkar aust-
an yfir ána. Ég hef einn á, hróp-
aði veiðimaðurinn á austur-
bakkanum. Sjáið þið, þetta er
ekki neinn smálax, aldrei
minna en b'u til tólf pund Og svo
var rætt fram og aftur, hvort
hann væri svona stór, jafnvel
stærri eöa hugsanlega eitthvað
minni, meðan viðureignin stóö
og veiðimaðurinn þreytti lax-
inn. Smámsaman dró af laxin-
um en ekki var það fyrr en nær
hálfri klukkustund siðar, sem
veiðimaðurinn gat loks náð lax-
inum á þurrt land.
Síðan var veiðimaðurinn og
laxinn myndaður i bak og fyrir
og laxinn veginn. Reyndist þetta
vera ellefu punda hrygna ný-
Itichard Buck með hrygnuna nýveidda
gengin úr sjó. Veiðimaðurinn,
sem heitir Richard Buck frá
New Hampshire i Bandarikjun-
um var sérlega ánægður, og
vinur hans Allen Keyworth frá
Massachuseth samgladdist hon-
um innilega.
Nær 800 laxar á land úr
Vatnsdalsá
Sérlega góð veiði hefur verið i
Vatnsdalsá i sumar. A sunnu-
dagskvöld var búið að veiða
rúmlega 700 laxa fyrir framan
Hnausabrú. Ekki er vitað
nákvæmlega hve mikið hefur
veiðzt fyrir neðan brú, en talið
er, aö þar hafi veiðzt a.m.k. 50
laxar og jafnvel meir. Alls hafa
þvi veiðzt hátt á áttunda hundr-
að laxar úr ánni og er það veru-
lega meiri veiði en hefur verið
undanfarin ár. Auk þess er svo
ævinlega allmikil silungsveiði i
ánni.
Árangur ræktunarinn-
ar
Mikið hefur verið um það að
seiöum hafi verið sleppt i Vatns-
dalsá. T.d. hefur 12—15 þúsund
sumaröldum seiðum veriö
sleppt i þær ár, sem renna i
Vatnsdalsá, ár hvert undanfarin
fjögur ár. Þessi seiði dvelja ár i
ánni áður en þau ganga i sjó.
Þvi var það fyrst i fyrra, sem
möguleiki var á, að þau færu að
skila sér aftur i ána, sem full-
vaxnir laxar. í fyrra var veiðin
vel I meðallagi, en i sumar er
hún betri, en verið hefur um
langtárabil. Vonast menn þvi til
aö framhald verði á vaxandi
veiði i ánni.
Gifurlegar gjaldeyris-
tekjur.
Lengi hefur það viðgengizt að
erlendir veiðimenn sæki i
Vatnsdalsá tilveiða. Þykir þeim
þar gaman að veiða og greiöa
gjarnan mikið fyrir veiðileyfin.
Fjölmargir innlendir aðilar
eru mjög andvigir þessu og vilja
ekki að erlendum mönnum sé
leyft að veiða hér á landi. Vilja
þeir láta tslendinga sjálfa sitja
að veiðiám landsins.
Ofteru þetta þó sömu menn-
irnir, sem f jálglega tala um aö
auka verði feröamannastraum-
inn til landsins til þess að fá
auknar gjaldeyristekjur. En
hvaða ferðamenn gefa af sér
meiri gjaldeyristekjur, en ein-
mitt laxveiðimennirnir. Það er
ekki einungis að þeir greiði
verulegar upphæöir yfir ýmsa
þjónustu, sem þeir þiggja hér á
landi.
T.d. er það mjög algengt að
erlendir laxveiðimenn taki flug-
vél á leigu frá Reykjavik að
viökomandi laxveiöiá, og þetta
gera þeir jafnvel þótt áætlunar-
flugvél fari nær þvi á sama tima
til viðkomandi staðar. Þeim
munarekki um nokkra tugi þús-
unda. Fjölmargt fleira mætti
telja, þótt eigi verði það gert
hér.
Dýr silungur það
Hér er þó rétt að færa i letur
eina sögu af erlendum veiði-
manni, sem kom til veiöa i
Vatnsdalsá vegna þess aö hann
hafði fregnað að stórkostlegt
væri að veiða lax á Islandi.
Aldrei hafði hann þó fyrr rennt
fyrir fisk, en einhvern tima er
allt fyrst.
Kom maðurinn nú til landsins
og tdk tveggja hreyfla flugvél á
leigu norður á Blönduós. Þar
beið hans leiðsögumaöur á bil
og fór með hann að ánni og
sýndi honum álitlega veiöistaði.
Jafnframt sýndi leiösögu-
maðurinn veiðim anninum
hvernig ætti að bera sig til viö
veiðarnar.
Þannig var haldið áfram I tvo
daga án árangurs og ekki fékkst
neinn laxinn. Var þvi hinn
erlendi veiðimaður mjög
óánægður, þegar hann yfirgaf
ána og hélt með sinni leiguflug-
vél til Keflavikur og þaðan
áleiðis með áætlunarvél til sins
heima.
En i nokkur þúsund feta hæð
yfir öldum Atlandshafsins sat
hinn hnuggni veiðimaður hugs-
andi yfir hve illa hefði nú fariö.
Engin leið væri nú að segja vin-
um frá fræknum árangri i
islenzkri laxveiðiá og þvi siður
möguleiki á að sýna myndir ,,af
þeim stóra”. Hvað var til ráða?
En rétt áður en flugvélin lenti
handan Atlantshafsins laust
hugmynd niður. Hvers vegna
prófaði hann ekki að veiða
silung. Silungur er mun minni
fiskur en lax, og hlaut aö vera
auðveiddari. Og vart gat á þvi
verið mkill munur að segja sög-
ur af silungsveiði eða laxveiði.
Ekki var látið staðar numið
viö umhugsunina eina saman.
Framkvæmdir voru þegar hafn-
ar. Farmiði var keyptur með
fyrstu vél til Islands aftur og
leiguflugvél tekin að Vatnsdals-
á. Þar var fengið leyfi til að
renna fyrir silung og viti menn,
meö góðri aðstoð leiösögu-
mannsins tókst að kasta svo að
bitið var á.
Ekki var hinn erlendi veiði-
maður lengi að hugsa sig um
hvað nú skildi gera.Heldur
snaraði stönginni um öxl sér og
hljóp sem fætur toguðu frá ánni
og hugist landa hið bráðasta. En
þótt fæstir skilji i þvi, þá losnaði
silungurinn ekki af önglinum og
með góðri aðstoð leiðsögu-
mannsins tókst að ná silungnum
upp á bakkann. Og með tveggja
punda silung i höndum hélt
veiðimaðurinn hinn ánægðasti
heim i veiðihús, þar sem veiðin
var matbúin eftir kúnstarinnar
reglum eftir tilheyrandimynda-
tökur og silungurinn snæddur af
mikilli lyst. Að þvi búnu hélt
veiðimaðurinn sæll og glaöur
með sinnileiguvél til Keflavikur
og þaðan til sins heima.
Vatnsdalsá boðin út
á næstunni
Nú er að renna út leigusamn-
ingur um Vatnsdalsá og veröur
hún boðin út á næstu dögum.
Tilboð i ána munu eiga að
berast stjórn veiðifélagsins
fyrir 20. september.
Nú hafa þrir aðilar ána á
leigu. Arnaldur Þór hefur ána
fyrirneðan Hnausabrú, en fyrir
ofan Hnausabrú eru leigutakar
tveir. Hluta veiðitimans hefur
Ingimundur Sigfússon og fleiri
ána á leigu, en hluta timans er
áin leigð brezkum manni, Major
Cooper.
Akveðið hefur verið aö bjóöa
ána útþannig að unnt sé aö gera
tilboö i alla ána, eða hluta henn-
ar, allan veiðitimann eða hluta
hans. Sfðan verður ákveðiö á
fundi i Veiðifélagi Vatnsdalsár
hvaða tilboði eða tilboöum verði
tekið. Mó.
Og þá er að kanna, hvað laxinn er þungur. Allen Keywork vegur
laxinn fyrir vin sinn Richard Buck. Timamyndir MÓ