Tíminn - 17.08.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1977, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 17. ágúst 1977 Samtök sunnlenzkra sveitarfélaga: Ráða nýjan fram kvæmdas tj óra — hagkvæmasta lausnin verður valin, segir Helgi Hallgrímsson yfirverkfræðingur gébé Reykjavík — Helgi Bjarna- son, verkfræöingur hefur veriö ráöinn framkvæmdastjóri Sam- taka sunnlenzkra sveitarfélaga. Helgi er sonur Bjarna Pálssonar byggingafulltrúa á Selfossi og konu hans Margrétar Helgadótt- ur. Hann lauk námi I byggingar- verkfræöi i Lundi i Sviþjóö áriö 1972 og starfaöi siöan á verk- fræöistofu Guömundar G. Þórar- inssonar i Reykjavik, þangaö til hann réöst sem verkfræöingur Selfosshrepps 1973. Helgi Bjarnason er búsettur á Selfossi og er kvæntur Sigriöi Hermannsdóttur og eiga þau eitt barn. Helgi Bjarnason. hjá Vegagerðinni Kás-Reykjavík. — Vegur- inn um Víkurskarð gerir það ekki endasleppt, enda löngum gefið tilefni til frjósamrar umræðu um vegamál norðanmanna. En menn eru ekki á eitt sáttir <um hvað varðar staðsetningu vegarins austur mn land frá Akur- eyri, hvort farið skuli norður um Dalsmynni, Víkurskarð, eða yfir sjálfa Vaðlaheiði. Nú hefur nýrri bólu skotið upp kollinum. bar sem verið er aö leggja Vikurskarðsveginn upp Hrossadal veröur vatnsfall nokkurt á leiöinni, og ganga þær sögusagnlr nú viða um sveitir norðurlands, að brúa eigi ána fyrir nokkur hundruö milljónir, i stað þess að leggja hana i ræsi, sem gæti kostað 10-15 milljónir króna, og komið að jafn miklu gagni. Timinn bar þetta undir Helga Hallgrimsson yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni, og spurði hann hvað væri hæft i þessu. Sagði Helgi að ekkert væri hæft i þessum sögusögnum, enda væri málið i frumrannsókn og engin endanleg ákvörðun enn verið tek- in. — Það er vatnsfall þarna á leiðinni, i djúpu gili. Þetta er ekki stór á, en á engu að siður. 1 tilviki sem þessu berum viö hjá Vegageröinnisaman hugsanlegar lausnir, en um tvo valkosti er áð ræða.brú eða ræsi. Þaö fer siöan mikið eftir aðstæðum hvort er dýrara. Kostnaður við ræsi fer t.d. eftir hæð fyllingar yfir gilið, þ.e. i réttu hlutfalli við visst margfeldi af hæð þess. — Nú segjum, að við komumst að þvi að ræsi borgi sig, þá verð- um við einnig að taka tillit til þess að um þröngt gil er að ræða, og snjdr kemur til með að setjast i þaö, en i leysingum getur aftur grafið undan veginum. — betta er ekki spurningin um að reisa brú eða ræsi, heldur aö finna hagkvæmustu lausnina, en rannsóknir eru enn i gangi. — Hvað sem öðru liður, þá er hitt ljóst, að þetta er dýr staöur, hvor leiðin sem farin verður. — Það sem ég tel, að geti hafa komið slikum sögusögnum af stað, er það, að við vorum staddir þarna fyrir norðan fyrir stuttu siðan að kanna betur aðstæður, og hvort ekki væri um fleiri valkosti að ræða varðandi staðsetningu vegarins, i beinu sambandi við mannvirkjagerð yfir vatnsfallið, sagði Helgi að lokum. Helgi Haligrimsson Annir framundan hjá skákmönnum okkar MÓL-Reykjavik — Miklar annir eru framundan hjá skákmönnum þjóðarinnar, jafnt hjá okkar sterkustu og reyndustu mönnum sem nýliðum. Ber þar hæst sex-landa keppnina, en islenzka sveitin verður skipuð okkar beztu mönnum, tvö heimsmeistaramót unglinga og Norðurlandakeppni gagnfræöaskóla. Sex-landa keppnin verður hald- in i Glucksburg, nálægt dönsku landamærunum, Þýzkalands- megin dagana 10. til 16. septem- ber. Auk Þýzkalands taka Norð- urlöndin fimm þátt I keppninni. Islenzka sveitin verður all vel skipuð, en á 1. borði teflir Friðrik Ólafsson, stórmeistari, Guð- mundur Sigurjónsson, stórmeist- ari, á öðru, Ingi R. Jóhannsson, alþjóðlegur meistari, á þriðja og Ingvar Asmundsson á fjórða borði. Á fimmta borði, sem skal vera skipað skákmanni yngri en 24 ára, tetlir Helgi Ólafsson og á sjötta borði, kvennaborðinu, teflir Guðlaug Þorsteinsdóttir. Þessi sveit er ein sú öflugasta, sem við höfum nokkru sinni sent á alþjóðlegt mót, og það er þvi ekki fráleittaðhugsa sér sigurlikur Is- lands mjög miklar. Það er ekki einungis sjálf sveitin, þ.e. fjögur efstu borðin, sem er mjög vel skipuð, heldur eru unglinga- og kvennaborðin það einnig, en hér áður fyrr voru þau borð helzti dragbitur sveitarinna. Guðlaug hefur aldrei verið betri og er i fremstu röð skákkvenna á Vest- urlöndum og Helgi er einn albezti skákmaður i þessum aldursflokki i þessum sex löndum. Eins og lesendur taka eftir vantar Islandsmeistarann, Jón L. Arnason, i sveitina. Hann verður þó ekki fjarri góðu gamni, þvi um svipað leyti mun hann taka þátt i heimsmeistaramóti sveina, undir 17 ára aldri, en það mót verður haldið i Gcagnes Sur Ner i Frakk- landi dagana 8. til 18. september. Þar sem Jón hefur töluverða 'möguleika á að sigra það mót, þótti tilhlýðilegra að senda hann á það i stað heimsmeistaramóts unglinga, en þar eru aldurstak- mörkin 20 ár. Margeir Pétursson fer sennilega með Jóni á mótið sem aðstoðarmaður og ekki dreg- ur það úr sigurlikum Jóns, en Margeir tók þátt i þessu móti i fyrra. Heimsmeistaramót unglinga verður svo haldið i Innsbruck i Austurrlki 4. til 19. september og þar teflir fyrir Islands hönd As- geir Þ. Arnason, bróðir Jóns. Að lokum má nefna, að Island mun taka þátt i grunnskólakeppni Norðurlanda i fyrsta sinn og fer sveit Hvassaleitisskóla til Svi- þjóðar I næstu viku til að taka þátt i mótinu. Víkurskarðsvegurinn: Brú eða ræsi? Nýtt Nesti opnað Nýlega var opnuð ný veitinga- stofa við Miðbæ, Háaleitisbraut i Reykjavik, og hefur hún hlotiö nefnið: NESTl. Eigendur eru sömu aöilar og reka greiða- sölurnar Nesti i Fossvogi og víðar. Þessi nýji staður er þó meö nokkru öðru sniði en hinar greiða- söiurnar, en þarna geta væntan- legir viðskiptavinir tylit sér niður og fengiö sér nær alit sem hugur- inn girnist. A meðfylgjandi Tima- mynd Gunnars eru starstúlk- urnar I hinu nýja NESTI við Háa- ieitisbraut. Endurnýjun á ónotaðri lántökuheimild I nóvember 1975 gerði Seðiabank- inn samning um 45 milijóna doll- ara lántökuheimild hjá nokkrum erlendum bönkum I þvl skyni að styrkja lausafjárstöðu þjóðarbús- ins út á við. Á þeim tima var gjaldeyrisstaöa tslendinga mjög veik, og var þessi lánssamningur mikilvægur I þvi skyni að tryggja frjáls og eðlileg utanrlkisvið- skipti, á meðan unnið var að þvi að bæta viðskiptajöfnuö vib út- lönd. Svo mikill árangur hefur náðst I þvi efni, að ekki hefur ver- ið þörf á þvi að nota þá iántöku- heimild, sem I þessum samningi fólst, enda var tilgangur hans fyrst og fremst að vera til örygg- is, ef á móti blési i efnahagsmál- um. Þrátt fyrir þann bata, sem orð- ið hefur I efnahagsmálum á undanförnu ári, telurbankastjórn Seðlabankans ennþá nauðsynlegt, að lántökumöguleikar af þessu tagi séu fyrir hendi til að tryggja greiðslustöðu þjóðarbúsins við núverandi aðstæður. Bankastjórn Seðlabankans hefur þvi tekið upp samninga við þá banka, sem hér eiga hlut að máli, um endurnýjun samningsins frá 1975, en með hagstæðari kjörum að þvi er varðar lántökukostnað, vexti og lánstima. Felst I þessu viður- kenning hinna erlendu banka á batnandi greiöslustöðu Islenzka þjóðarbúsins út á við. Hinir er- lendu aðilar að samningnum eru nú að mestu leyti hinir sömu og áöur, en þeir eru undir forustu Citicorp International Bank Limited ásamt Morgan Guaranty Trust Company of New York og Kreditbank S.A. Luxembourg- oise. Leiðrétting Leiðinleg mistök urðu við prentun greinar I sunnudags- blaði um útflutning grásleppu- hrogna. I viðtali við Jón Þ. Ölafsson skrifstofustjóra hjá Framleiðslueftirliti sjávar- afurða, var sagt að hann væri Gíslason, sem er rangt. Hins vegar misritaðist tala um útflutning saltaðra grá- sleppuhrogna á þessu ári, þar stóð að hann væri oröinn 1300 tunnur, en átti að vera 13000 tunnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.