Tíminn - 17.08.1977, Page 9

Tíminn - 17.08.1977, Page 9
Miðvikudagur 17. ágúst 1977 9 titgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sími 86300. Verð i iausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaöaprent h.f. Stj órnarandstaðan í upplausn Eftir þvi sem lengra liður á kjörtimabil núver- andi rikisstjórnar verður það æ fleirum ljóst að stjórnarflokkarnir mótuðu i upphafi rétta stefnu, sem miðast við að ná jafnvægi i þjóðarbú- skapnum og batnandi lifskjörum fyrir almenning jafnt og þétt með stöðugu aðhaldi og jöfnun áföngum, en án þess að atvinnuörygginu yrði raskað i landinu. Árangurinn er kominn i ljós, og almenningur sér að öll stóryrðin um hrun og um svik eru reykur og bóla. Á sama tima verður þess æ greinilegar vart að stjórnarandstöðuflokkarnir heyja erfiða innri baráttu. Málefnaleg uppgjöf þeirra verður tæp- lega greinilegri en þegar höfð er i huga sú illviga barátta sem háð er innan þeirra hvers um sig. Alþýðuflokkuriftn á nú i einkennilegasta hanaslag sem sögur fara af i islenzkri stjórnmálabaráttu, og er óvist hvort flokkurinn lifir fjaðrafokið af. Samtök frjálslyndra og vinstrimanna eru að leys- ast upp i frumefni sin, og verður að segja að for- ingjar þeirra leggja á það mikla áherzlu að allur almenningur fái að fylgjast með dauðastiðinu. Hversu ástandið innan stjórnarandstöðuflokk- anna er orðið langt fyrir neðan allar hellur sést þó bezt á irafárinu sem hlaupið er á forystumenn Alþýðubandalagsins. Vikum saman hafa þeir skemmt fólki með hróðri um sjálfa sig sem frum- kvöðla hins svo kallaða ,,evrópu”-kommúnisma, og héldu margir að flokkurinn myndi nú að nýju taka kommúnismann opinskátt upp i heiti sitt. Á laugardaginn er öllu skyndilega snúið við i for- ystugrein Þjóðviljans og i stað kommúnismans skal Alþýðubandalagið verða „einingarflokkur vinstrimanna”. öllu kirfilegar verður þessi hug- myndalegi hrærigrautur varla strokkaður. Auðvitað verður það aðeins tekið sem léleg fyndni þegar stjórnmálamenn kunna ekki lengur skil á jafnólikum og aðgreindum fyrirbærum eins og vinstristefnu annars vegar og kommúnisma hins vegar. En i ljósi þessara furðuskrifa Þjóð- viljans er það ekki að undra að Sigurður Lindal prófessor sá ástæðu til að taka fram i blaðagrein i siðastliðinni viku að i skrifum Þjóðviljans: ,, — örlar naumast á þvi að þeir geri tilraun til að skýra merkingu þeirra orða eða hugtaka sem þeir gripa oftast til”. Islenzkum félagshyggjumönnum og vinstri- mönnum er að sjálfsögðu fyllilega ljóst að Fram- sóknarflokkurinn er framvarðasveit þeirra i baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Vinstrimönnum og félagshyggjumönnum er það engu siður ljóst að Alþýðubandalaginu er það ætlað að koma alræði sósialismans til valda á Islandi, þótt það verði kallað öðrum nöfnum svona framan af. íslenzkum félagshyggjumönnum og vinstri- mönnum er það og ljóst að núverandi miðjustjórn var mynduð, annars vegar vegna þess að hinir sjálfskipuðu verkalýðsflokkar gáfust upp, en hins vegar var það hin þjóðholla og ábyrga afstaða ' Framsóknarmanna að hlaupast ekki frá vand- anum, heldur takast á við efnahagsvandamálin sem upp komu á þjóðhátiðarárinu. Brambolt og tilraunir stjórnarandstæðinga nú sýna að jafnvel forystumönnum þeirra sjálfra er að verða þetta ljóst. ERLENT YFIRLIT Barre spilar á bæði risaveldin Afríkuríkin forðast að ánetjast þeim Siad llarre A UNDANFÖRNUM árum hafa ööru hverju gosiö upp sögur um, aö annaöhvort risa- veldanna væri aö tryggja sér fótfestu i einu eða ööru Afriku- riki, eða a.m.k. að ná traustri vináttu valdhafanna þar. Ekki sizt hafa gengið sögur um, aö Rússar leituöu eftir aö ná slíkri fótfestu meö þaö fyrir augum aö koma sér upp hern- aðarlegum bækistöövum. Bæði risaveldin hafa látiö verulega fjármuni af hendi rakna til ýmissa Afrikurlkja, en niðurstaðan hefur jafnan orðið hin sama. Hafi annaö- hvort risaveldanna fariö aö færa -^ig upp á skaftiö hefur slitnað upp úr vináttunni. Skýringin á þvi er einfaldlega sú, að valdhafar flestra Afrikurikjanna eru fúsir til aö þiggja efnahagslega og tækni- lega aðstoð, en þegar þeir finna að risaveldin vilja fá hana endurgoldna meö óeöli- legri ihlutun, snúa þeir við blaðinu. Afrikuþjóöirnar eru búnar aö brjótast undan erlendu oki, og þær eru staö- ráðnar í þvi aö lenda ekki undir okiö i annað sinn. Þess vegna er vonlaust fyrir Rússa eöa Bandarikjamenn að ætla aö gera einhver riki þar aö hálfnýlendu sinni. Þá brestur vináttan. Margt bendir til, aö hin nýja stjórn Bandarikjanna geri sér þetta ljóst, og raunar gera stjórnendur Sovétrikj- anna það oröið einnig. Samt heldur samkeppni þeirra i Afriku áfram, en hún beinist oröiö meira aö þvi, aö hindra hitt risaveldið i að ná fótfestu en aö reyna að ná fótfestu sjálft. GLOGGT dæmi um þetta er keppnin, sem nú er háö milli risaveldanna um Sómaliu. Sómalia varö sjálfstætt riki 1960, en landið komst undir brezk og itölsk yfirráö á siö- ustuöld meö samningum, sem Bretar og Italir gerðu viö ýmsa smákonunga eða soldána þar. Um 90% ibúanna þar, sem eru um 3,3 milljónir alls, tilheyra þjóöflokki Sómala, sem rekur rætur sin- ar til samblöndunar Afriku- manna og Asiumanna I þess- um heimshluta á liönum öld- um. Um ein milljón Sómala býr I Ogaden-fylki i Eþiópiu og um 200 þús i Kenýa. Þá eru Sómalir einnig i meirihluta i hinu nýja riki i Dibouti, Afars og Issas. Fljótlega eftir aö Sómalia hlaut sjálfstæöi, hófst sú hreyfing þar, aö sameina ætti undir eitt riki allt það landsvæði, þar sem Sómalir búa. Einkum varð þessi stefna þó áberandi eftir aö Siad Barre tók sér einræöisvald i Sómaliu 1969. Þessi stefna hlaut strax mótbyr hjá vestur- veldunum, þvi aö þau höfðu gott samstarf við Eþiópiu og Kenýa. Þetta skapaöi skilyröi fyrir Rússa til aö vingast við Barre. Þaö bættist einnig við, að Barre hallast aö sósialisk- um stjórnarháttum. Rússar veittu honum margvislega aö- stoö og þó einkum til að koma upp her, sem nú er talinn hinn öflugasti I Afriku. í staöinn fengu Rússar hafnaraöstöðu i Sómaliu fyrir herskip, en hins vegar mun sá orðrómur rang- ur, að Barre hafi leyft þeim að koma upp varanlegri bækistöö þar. I VETUR geröist sú breyt- ing I þessum heimshluta, aö vináttuslit uröu milli Banda- rikjanna og hinna róttæku valdhafa i Eþiópiu, en Bandarikin höfðu metiö mikils aöstööu sina i Eþiópiu. Einræöisherra Eþiópiu sneri sér þá til Rússa meö beiöni um aöstoð, og töldu þeir sér erfitt aö hafna henni, þvi að ella kynni Eþiópia aö leita á náöir Bandarikjanna aftur. Þá töldu Rússar aö vinátta þeirra við Sómalíustjórn byggðist á svo traustum grunni, aö hún myndi sætta sig viö þetta, þótt grunnt væri á þvi góöa milli hennar og stjómar Eþiópiu Þar reiknuðu Rússar hins veg- ar rangt. Siad Barre vildi ekki biða eftir þvi, að Rússar her- væddu Eþiópiu-menn, heldur lét sjálfstæöishreyfinguna i Ogaden hefja uppreisn. Hún hefur reynzt mjög sigursæl til þessa, enda styöur Sómaliustjórn hana á margan hátt. Sjálfstæöishreyfingin i Ogaden er nú sögö hafa 90% fylkisins á valdi sinu. Af hálfu Saudi-Arabiu, Bandarikjanna og Kina var þetta talið tilvaliö tækifæri til aö reka fleyg milli Sovétrikjanna og Sómaliu, og buðu allir þessir aðilar Barre efnahagslega aöstoö og einnig þau vopn, sem hann þyrfti á aö halda. Þetta mun Barre þegar hafa þegiö, en jafnframt hefur hann fyrir nokkrum dögum lýst yfir þvi aö sambúö Sovét- rikjanna og Sómaliu sé áfram i bezta lagi. Þannig þiggur hann aöstoö frá báöum risa- veldunum, en lætur hvorugt þeirra segja sér fyrir verkum. Rússar hafa lent i þeirri óþægilegu klipu aö styöja báöa styrjaldaraðila I Ogaden og munu vafalitiö þegar yfir lýk- ur ekki fá neitt fyrir snúö sinn. Bandarikin hafa dregizt inn i það aö styöja Sómaliu, en þaö getur haft meira en óheppileg áhrif á sambúð þeirra og Kenýa, sem hefur veriö góö hingaö til. Þannig heyja risaveldin valdatafl i Afriku, án þess að þau nái fótfestu þar, þvi að Afrikurikin kappkosta aö ánetjast hvorugu þeirra. Hins vegar nota þau þetta valdatafl sér að ýmsu leyti til ávinnings og þess vegna getur þaö, þeg- ar á allt er litið, oröið til nokk- urs gagns. Þ.Þ. Skástrikaða svæðið sýnir héruð þau I Eþiópiu og Kenýa, sem eru byggð Sómölum JS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.