Tíminn - 17.08.1977, Qupperneq 13
Miövikudagur 17. ágúst 1977
13
12.00 Dagskráin, Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan:
„Föndrararnir” cftir Leif
Panduro. Orn Ólafsson les
þýðingu sina (8).
15.00 Miðdegistónleikar.
David Rubinstein leikur Pi-
anósónötu i F-diir op. 12 eft-
ir Jean Sibelius. Csilla
Szabó og Tátrai kvartettinn
leika Kvintett fyrir pianó og
strengiakvartett eftir Béla
Bartók.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popphorn. Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving sér um tim-
ann.
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kv öldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Viðsjá. Umsjónarmenn:
Ölafur Jónsson og Silja
Aöalsteinsdóttir.
20.00 Sunnukórinn á tsafiröi
syngur lög eftir islenzka og
erlenda höfunda. Sigriður
Ragnarsdóttir leikur á
pfanó, Jónas Tómasson
leikur á altflautu. Hjálmar
Helgi Ragnarsson stjórnar.
20.20 Sumarvaka. a. Óvenju-
lega kaupstaöarferð. Sól-
mundur Sigurðsson segir
frá. b. Kvæöi eftir Sigurö
Einarsson Baldur Pálma-
son les. c. A jökulgöngu.
Þorsteinn frá Hamri les frá-
sögu eftir Hlöðver Sigurðs-
son. d. Lög eftir islenzk tón-
skáld. Pétur Þorvaldsson
leikur á selló og Ólafur
Vignir Albertsson á pianó.
21.15 Reykjavikurleikar i
frjáisum iþróttum. Her-
mann Gunnarsson lýsir.
21.30 tJtvarpssagan: „Ditta
mannsbarn” eftir Martin
Andersen-Nexö Þýöandinn,
Einar Bragi les (21).
22.00 Fréttir.
22.15 Kvöldsagan: „Sagan af
San Michele” eftir Axel
Munthe Þórarinn Guðnason
les (30).
22.40 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miövikudagur
I7.ágústl977
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Nýjasta tækni og visindi
Umsjónarmaður Sigurður
H. Richter.
20.55 Onedin-skipaféiagiö (L)
Breskur myndaflokkur. 9.
þáttur. Hættuspil. Efni átt-
unda þáttar: James og
Róbert fara til Falmouth að
kaupa dráttarbát. Elisabet
er þar ásamt Harvey skip-
stjóra, og hafa þau gert til-
boð i bát. Baines siglir
„Charlotte Rhodes” áleiöis
til Southampton með dýr-
mætan varning, en skonn-
ortan strandar á gömlu
skipsflaki. Dráttarbáturinn,
sem Elisabet hefur nú eign-
ast, kemur á vettvang, en
Baines hafnar björgun.
Elisabet fer i fússi, en Bain-
es og skipshöfn hans tekst
að koma skonnortunni á flot
eftir langa mæöu. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
21.45 Aöalstræti Leitast er við
að lýsa svipmóti Aðalstrætis
og sýna þær breytingar,
sem þar urðu, meðan
Reykjavik óx úr litlu þorpi i
höfuðborg. Texti Arni óla.
Umsjón Andrés Indriðason.
Aður á dagskrá 9. október
1970.
22.05 Gltartónlist (L)
22.30 Dagskrárlok
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
LÍKI OFAUKIÐ
— Hvað seturðu upp? sagði Whiting.
— Hvað veiztu um Roy Hiller?
Whiting tókst að verða ringlaður á svip. — Líklega
álíka mikiðog þú. Hann er sérf ræðingur í fögrum listum.
Hann hef ur góðar tekjur og getur gert það sem hann vill.
Hann er fjárhættuspilari og líkar næturlífið vel.
Milan stóð aftur upp. — Ég geri ekki léleg viðskipti,
Pug.
— Þá skil ég þig ekki, sagði Whiting gramur. —
Kannski er bezt að þú spyrjir bara
— Hvaðan fær hann peningana sína?
— Ég býst við, að hann hafi erft þá. Milan stefndi til
dyra og greip hattinn og frakkann á leiðinni. Whiting
sagði: — Allt í lagi. Hann er tálbeita fyrir Nat og Max
Kane.
Milan lagði hattinn og frakkann aftur frá sér. — Ég
veit það, en mig langar ekki til að þurfa að draga hvert
sannleikskorn út úr þér með töngum, Pug.
— Ef þú veizt það, allt í lagi, sagði Whiting. Hann saug
vindilinn, sá að dautt var í honum og teygði sig eftir eld-
spýtu.
— Hvað veiztu um hann auk þeirrar staðreyndar, að
hann er tálbeita?
Whiting gaf sér góðan tíma til að kveikja í vindlinum.
Hann blés ónotalega hægt áeldspýtuna og leit svo upp á
Milan.
— Ég? Ekkert.
— Hann lætur þig hafa góðar sögur — fyrir þögn þína.
Whiting brosti umburðarlyndur. — Ef ég væri nógu
vitlaus til að viðurkenna það, segði ég að hann væri klár.
Myndir þú ekki gera það líka?
— Ég segði, að það væri nægilegt til að menn væru
hræddir við þig.
— Er hann það?
— Láttu ekki svona, Pug, Milan dró sígarettupakka
upp úr vasanum og fékk sér eina. — Þessi verzlun með
smámyndir Neilsons er alveg út í bláinn. Mig langar að
vita, hvernig Hiller kemur inn í myndina.
Þetta var ekki skot í myrkri, heldur afleiðing rök-
réttrar hugsunar. Hann virti Whiting vandlega fyrir sér
og sá, að hann hafði hitt í mark.
— Ég sagði þér allt sem ég veit um þessar smámyndir,
Milan.
— Gerði Fritz Elios eftirlíkingar? spurði Milan.
Whiting yppti öxlum og Milan fleygði hálfreyktri
sígarettu i öskubakkann. — Haltu fast við það, sagði
hann. — Ég afhendi sögur mínar annars staðar.
— Ég veit ekki einu sinni, hvað þú hefur að segja,
kvartaði Whiting. — Hvernig get ég vitað, hvers virði
saga þín er?
Milan lagði hendurnar á skrifborðsbrúnina og hallaði
sér yfir ritvél Whitings. — Hef ég nokkurn tíma svikið
einhvern?
Whiting hristi höfuðið. — Ekki ennþá.
Milan rétti úr sér. — Ég gef þér f imm sekúndur, Pug.
Hann dró upp ermina og starði á úrið.
Whiting var gráðugur, og Milan vissi, að hann var að
velta fyrir sér, hvort það væri þess virði að deila upp-
lýsingum sínum með honum og ná í sögu, eða þegja og
missa söguna. Milan dró ermina niður yfir úrið. — Þáð
var það!
— Alltsem ég veit, sagði Whiting fljótmæltur, —er að
Hiller fékk Max Kane til að selja Silone sett af smá-
myndum fyrir milligöngu Hillers að sjálfsögðu.
— Var það Hillers hugmynd?
— Já.
— Haltu áfram, sagði Milan. — Þetta er allt, sem þú
veizt, en hvernig komstu að því?
Whiting svaraði. — Starf mitt er að komast að hlut-
unum. Ég komst bara að því.
— Hvernig? spurði Milan þrjózkur. Hann settist aftur.
Hann hafði undirtökin. Whiting var byrjaður. Ef hann
þagnaði núna, tapaði hann. Hann hafði þegar gefið of
mikið í skyn til að geta dregið sig í hlé, og hann haf ði ekki
sagt nóg til að fá það, sem hann vildi fá.
Whiting tuggði vindilinn, áhyggjuf ullur á svip. — Þetta
er einkamál, Milan. — Ég kæri mig ekki um að
missa samböndin.
— Ef ég nota það, sagði Milan. — Verður það ekki fyrr
en eftir að þú ert búinn að missa samböndin hvort sem
er. Hann næstum æpti: — Hvernig?
— Ég talaði við Fritz, svaraði Whiting. — Eða hann við
mig. Hann gerði eftirlíkingarnar og eftir að Neilson
hafði fengið tryggingaféð, fannst Fritz eitthvað bogið
við þetta. Hann kom til mín.
— Hann bauð þér að deila með sér tryggingafénu,
sagði Milan fyrir hann.
Whiting var aumlegur á svipinn. — Þannig lagað geri
ég nú ekki. Þá tækist mér ekki að bjarga mér í þessu
starf i. Ég sagði honum, að hann gæti gert það, sem hann
vildi. Ég hjálpaði honum, en sjálf ur átti ég ekki að græöa
neitt á þvi.
— Enga peninga, sagði Milan. En hann var viss um, að
Whiting hafði einhvern veginn fengið umbun. — Og þá
kastaðirðu þér yfir Neilson og komst að raun um, að
Hiller var á bak við þetta allt?
— Þúættiraðvera í minni stöðu, sagði Whiting fyrirlit-
lega. — Hvers vegna ertu að spyrja mig, þegar þú veizt
öll svörin?
Milan sagði: — Þií sérð hvaða ástæðu þetta gefur
Hiller til að myrða Fritz, ekki satt?
— Auðvitað.
— Og þú segir löggunni það ekki?
— Ég geymi það, svaraði Whiting. Hann glotti og
hallaði sér aftur i stólnum. — Þar fékkstu það, Milan .
Það er allt, sem ég veit. Ég hef ekki einu sinni reynt að
setja alla söguna saman. Hiller var á höttunum eftir ein-
hverju, en ég get ekki f yrir mitt litla líf séð hvað það var.
Hann fékk ekkert út úr þessu nema smávegis umboðs-
laun.
— Það gefur Hiller líka ástæðu til að drepa Neilson,
sagði Milan.
— Það gat hann ekki?
— Hvers vegna ekki? Hann hefur nógu oft komið í
búningsherbergi Fran. Hann hefði getað haft skipti á
byssunum. Gleymdu ekki, að það var hann, sem sagði
henni, hvað Neilson ætlaði að gera.
— Nú, ætlaði hann að gera eitthvað?
— Vertu ekki að grínast, Pug. Þú veizt að hann vann
með Emile á fölsku rúllettunni hjá Nat.
Whiting sló út höndunum. — Ef til vill. Og hvað þá, ef
Hiller gerði það? Það gætirðu aldrei sannað.
— Nei, sagði Milan blíðlega. — Það eina, sem gæti
gef ið löggunni einhverja vísbendingu, ert þú, Pug. Hann
brosti meðaumkunarlega. — Ef Hiller hefur framið tvö
morð, getur hann hæglega framið það þriðja, Pug. Ef
hann hef ur myrttvo menn til að þagga niður i þeim, gæti
hann vel myrt þann þriðja.
Whiting horfði á hann í undrun og vantrú. Hann opnaði
munninn og lokaði honum aftur. Hann tók vindilinn út
úr sér og horfði á hann eins og furðuverk. Síðan stakk
hann honum upp í sig aftur og klemmdi varirnar um
hann.
— Hvað ertu að reyna? Að gera mig hræddan?
Kettinum þykir lifur aldeilis-
góð, ha?
vi
DENNI
DÆMALAUSI