Tíminn - 19.08.1977, Qupperneq 8
8
Föstudagur 19. ágúst 1977
Heimilið '77
MÓL-Reykjavik —
Undirbúningur að
þessari sýningu hófst
þegar eftir alþjóðasýn-
inguna fyrir tveimur
árum, sagði Halldór
Guðmundsson, blaða-
fulltrúi sýningarinnar
Heimilið ’77, sem hefst
á föstudaginn i næstu
viku og stendur til
sunnudagsins 11.
september. — S.l. sum-
ar voru svo svæðin boð-
in út og i vor voru þau
uppseld.
Eins og stór hluti landsmanna
kannast viö aí' eigin reynslu
hafa sýningar Kaupstefnunnar
h.f. í Laugardalshöllinni verið
nær árviss atburður á þessum
áratug. Sýningin sem hefst i
næstu viku, er fimmta stórsýn-
ingin frá Heimilissýningunni
1970, en slik sýning var einnig
Landssamband hjálparsveita
skáta með sýningu á sinni
margvislegu starfsemi. Að
vestanverðu verða sumarbú-
staðir, bifreiðar og hjólhýsi, en
við erum reyndar enn að bæta
við það svæði.
— Þátttakendur að þessu sinni
eru komnir hátt upp i 200 hundr-
uð sem er hámarkstala og til
samanburðar má nefna, aö á
siðustu heimilissýningu losuðu
þeir rétt 100. Þessir aðilar munu
byrja að setja upp bása sina á
mánudaginn n.k. og svo hefst
sýningin föstudaginn 26. ágúst
og stendur til 11. sept. Um helg-
ar verður opið milli eitt e.h. og
10 á kvöldin en á virkum dögum
frá kl. þrjú til tfu.
Nýjungár kynntar.
— Þarna verður vitanlega
margl að sjá, þvi á sýningunni
verður bókstaflega allt sem við-
kemur heimilishaldi, innflutt
sem innlend framleiðsla. Fólk
frá fyrirtækjunum mun kynna
og leiðbeina sýningargestum,
en ég veit til þess, að nokkrar
merkar nýjungar verða kynntar
á sýningunni, þó ekki sé hægt að
Merki sýningarinnar í ár
þar verður hægt
sem skiptir máli
heimilisrekstur
haldin árið 1973. Arin 1971 og 75
voru svo haldnar alþjóöasýn-
ingar, en i allt hefur Kaupstefn-
an h i. staðið fyrir um 10 sýning-
um. Gifurlegur fjöldi manna
hefur sótt þær eöa allt milli 55 og
75 þúsund, sem þýðir að meir en
fjórði hver landsmaður og allt
upp i þriðji hver hefur skoöað
þessar sýningar i hvert sinn.
Nær 200 sýningaraðil-
ar.
— Að þessu sinni verðum við
með um 6000 fermetra sýn-
ingarsvæði, bæði innan hallar-
innar og svo tvö útisvæði, sagði
Halldór i samtali við Timann i
gær. A útisvæðinu austan viö
Laugardalshöllina verður
gefa upp enn hverjar þær eru.
— En þarna gefst fólki einnig
tækifæri til að skemmta sér eitt-
hvað, þvi a hverjum degi verða
einhver skemmtiatriði, þó ekki
hafi verið gengið frá þeim
endanlega. Þó er vist, að á
hverjum virkum degi verðum
við með 2 tizkusýningar og
sennilega 3 um helgar. Við höf-
um gert þá breytingu frá fyrri
sýningum að færa tizkusýn-
ingarnar frá veitingasalnum og
upp á áhorfendapallana, en
sviði verður komið fyrir þar
sem handriðið er nú. Ahorfend-
ur munu svo standa fyrir ofan
sviðið og ættu þeir þvi að hafa
all góða sjón yfir það. Úrvalslið
mun sjá um þessar tizkusýning-
ar, en það er fólk frá Módel- og
Karonsamtökunum sem verður
þar á ferð undir stjórn Pálinu
Jónmundsdóttur. Það er Magn-
ús Axelsson sem hefur hannað
tizkusýningarnar og hefur hann
samhæft bæði Ijós og tónlist við
þær.
— Þá má ekki gleyma happ-
drættinu, sem býður upp á eina
beztu vinninga sem völ er á i
dag og glæsilegri en áður hefur
þekkzt.
Vonumst eftir utanbæj-
arfólki
— Það má segja að hlutfallið
milli þátttakenda af höfuð-
borgarsvæðinu og landsbyggð-
inni sé nokkuð jafnt, enda er
•Í-wv.Wv.'n : í\ i .LvM. V íímrn '
\ 1 1 1 1 1 1 1 \ \ \ 1 1 | l \ 1 11
V KMurn m mi i m y £
Þessi mynd var tekin, þegar siðasta heimilissýning stóðyfir fyrir fjórum árum.
aö sjá allt
varðandi
þessi sýning alls ekki miðuð ein-
ungis við höfuðborgarbúa. Það
hefur lika komið í ljós á siðustu
sýningum, að fjöldi utanbæjar-
manna hefur verið ótrúlega
mikill og vonum við að svo verði
i þetta sinn. 1 þvi skyni hafa
samningar tekizt við Flugleiðir,
þannig að utanbæjarfólk sem
ætlar á sýninguna fær 25% af-
slátt ef það ferðast i 10 manna
hópum eða meir, sagði Halldór
Guðmundsson, blaðafulltrúi
sýningarinnar að lokum.
Likan að sviðinu þar sem tizkusýningarnar eiga að fara fram. Handan
skilrúmsins er sjálfur salurinn, en sviðið er byggt ofan á handriðið.
Áhorfendur munu svo standa ofarog ættu þeir aðsjá vei þaðan.
Unnið við undirbúning sýningarinnar i vikunni.