Tíminn - 19.08.1977, Side 9
Föstudagur 19. ágúst 1977
IJJif'l
9
Hefur veðrið vond áhrif á
stjórnendur Reykjavíkur?
Sagt er, að skapferli Islendinga
fari mjög eftir veörinu. Þegar
veöurbliöa er einstök, sé skapiö
létt og iundin kát, en þegar vond
veöur geisa, leggist menn i þung-
lyndi og séu illir i allri umgengni.
Ef þessi kenning er rétt, ættu fbú-
ar höfuöborgarinnar aö hafa
veriö mjög skapléttir á þessu
sumri, svo mjög hafa veöur-
guöirnir ieikiö viö þá allar götur
siöan i fyrrahaust.
Þessu er þó ekki á þennan veg
fariö. A.m.k. hafa stjórnendur
höfuöborgarinnar legið I miklu
þunglyndi þaö sem af er árinu, og
þó sérstaklega það sem af er
sumri. Hefur þetta orsakaö mikil
ónot frá þeim i garö landsbyggö-
arinnar og þeirra, sem þar búa.
Þannig telur borgarstjóri, aö
landsbyggöarfólk fái mun betri
fyrirgreiöslu á flestum sviöum
hjá hónu opinbera, og byggöa-
stefnan hafi leitt til þess, aö
höfuöborgin sé oröin afskipt meö
fjárhagslega fyrirgreiöslu frá
rikinu.
Þá hljóp veöriö ekki siöur i
stjórnendur fræöslumála borg-
arinnar. Ruku þeir upp eftir um-
mæli borgarstjóra um mikla
fyrirgreiöslu rikisins til lands-
byggöarinnar og hugöust nú fara
aö ná einhverju af þessum fjár-
munum til borgarinnar aftur. Var
þá ákveöiö, aö ef unglingar utan
af landi vildu sækja skóla yröu
þeirra heimasveitarfélög aö
greiöa Reykjavikurborg svo og
svo miklar fjárhæöir.
Þegar þokan
byrgir útsýnið
Þótt þokur hafi litlar legiö yfir
höfuöborginni þaö sem af er
sumri, hafa miklar þokur huliö
fræösluyfirvöldum borgarinnar
sýn. Þvi var þaö svo, aö þeir
grilltu alls ekki i þaö, aö þaö væri
rikissjóöur, sem byggöi umrædda
skóla i samvinnu viö borgina, og
rikiö greiddi föst laun kenn-
aranna og fjölmargt fleira.
Sérhvert sveitarfélag Uti um
land telur þaö mikil hlunnindi, ef
rikiö fæst til aö leggja I skóla-
byggingu i sveitarfélaginu, og
viöa eru það talin forréttindi aö
hafa framhaldsskóla i nágrenni
u. Þvi hefur ekki um þaö heyrzt,
aö nokkurri sveitarstjórn úti á
landi hafi dottiö i hug aö fara aö
krefja önnur sveitarfélög um
greiðslur, þótt þangaö sæki
nemendur úr ööru sveitarfélagi.
Aherzla er fremur lögö á aö fá
skólana byggða upp en nemendur
siöan boönir velkomnir til náms.
Fáheyrð ósvifni
Það veröur þvi aö telja þaö fá-
heyröa ósvifni af yfirvöldum i
Reykjavik aö fara aö krefja
landsbyggöarfólk um þessar
greiöslur. Svo mörg eru þau
hlunnindi, sem borgin hefur fram
yfir sveitarfélög Uti um land, og
hefur haft um áraraðir. Og ekki
er ósvifnin minni sé þess gætt, aö
þetta var gert án samráös viö
menntamálaráöherra og mennta-
málaráðuneyti.
Fari svo, aö Reykjavikurborg
fái sitt fram á þessu sviði, hlýtur
þaö aö hafa miklar og margvis-
legar afleiöingar i för meö sér.
T.d. hljóta aö margfaldast kröfur
byggöarlaga Uti á landi um fjár-
veitingar til bygginga skóla. Hug-
myndirhljóta að koma upp um aö
flytja háskólann og aöra æöri
skóla burt frá Reykjavfk. Alger-
lega óeðlilegt er, að þessir skólar,
sem alfariö eru kostaöir af rikinu,
séu i þvi sveitarfélagi, sem vill
hafa aöstöðuleysi smárra sveit-
arfélaga útium landiö aö féþUfu.
Svo miklar tekjur hefur
Reykjavikurborg af þessum æöri
skólum.
Skyldi hann þurfa
að rigna?
I upphafi var aö þvi vikiö,
hvernig veöriö heföi áhrif á skap-
ferli manna. Og hver veit nema
þessi ónot borgaryfirvalda
Reykjavikur séu einmitt Ut af
veöurbliðunni. Það vita allir, sem
vilja vita, að ihaldsstjórnendur
borgarinnar eru um fjölmargt
ööruvisi en aörir sveitarstjórnar-
menn. Þvi er þaö svo, aö þótt sagt
sé, aö slæm veður geri alla venju-
lega menn verri i skapi er ekkert
trúlegra en veðurbliðan hlaupi
illa I ihaldsblóð borgaryfirvaida.
Þvi hniga ýmis rök aö þvi, aö
hann þurfi aö fara aö rigna og
venjulegan þokudrunga aö leggja
yfir borgina.
Forréttindi Reykjavíkur
Ekkert sveitarfélag landsins
hefur vaxiö jafnhrööum skrefum
á umliönum áratugum og
Reykjavik. Þetta er vegnff þess,
aö þar eru opinber umsvfFmest.
Þar er öll stjórnsýslan, þar-eru
aöalmenntastofnanirnar, o£-þar
eru flest þjónustufyrirtækin.
Þaö er ekki fyrr en á sföustu
árum, sem mönnum varö al-
mennt ljóst, aö landiö var aö
sporörisa. Byggöin úti um land
dróst saman, en óx hröðum
skrefum á Faxaflóasvæöinu.
Viö þessum vanda varö aö
bregöast. Þaö varö aö efla byggö-
ina úti um land, ekki eingöngu
vegna þeirra, sem þar búa,
heldur til hagsbóta fyrir alla
landsmenn. Myndarlega hefur
veriö tekiö á þessum málum
siöustu árin, en enn má meira, ef
duga skal.
Stjórnendur Reykjavikur veröa
aö skilja, aö þaö er borginni ekki
fyrirbeztu,að stór byggöarlög úti
á landi leggist i auðn. Og hagsæld
ibúa borgarinnar vex ékki heldur
meö þvi, aö borgin þenjist sifellt
meir og meir út.
A þessari staöreynd veröa
Reykvikingarallir aö átta sig, og
láta eitthvaö af þeim forréttind-
um af hendi, sem borgin hefur
haft um fjölda ára.
MÓ
íslenzka-útlenzka
Afstaöa islendinga til út-
lendinga hefur löngum veriö
hjákátleg. Ýmist gera menn aö
dásama tilteknar þjóöir
eöa sýna öörum ákveöna litils-
viröingu. Þjóöir, sem viö teljum
okkur hafa efni á a-sýna litils-
viröingu, eru að visu ekki marg-
ar og aöallega þær sem næstar
okkur eru. Grænlendingum er
litiö sinnt, eða þeirra málefn-
um, af okkur Islendingum.
Færeyinga teljum við frændur
okkar og vini en litla smáa og
vanmáttuga nágrannann. Þó
eru Færeyingar á margan hátt
fremri okkur Islendingum. Hitt
erþó algengara aö viö sýnum af
okkur furöulegan undirlægju-
hátt gagnvart erlendum mönn-
um. Þaö á sér vissa sögulega
hefö frá þeim tima er Islending-
ar smjööruöu sig I hóp meö hirö-
mönnum erlendra höföingja.
Siöar, þegar þjóöin var undir
Noregs- og Danakonungum, var
þaö lenzka hjá flestum hérlend-
um að draga frekar taum út-
lendra höföingja en fylgja fram
málum landa sinna. Þessi viö-
horfhafa breytzt, en samtheld-
ur ákveðinn hluti þessa þjóö-
félags áfram málflutningi um
snilld.rfkidæmiog merkilegheit
hinna fjarlægu og dugmiklu út-
lendinga. Sé hluturinn fram-
kvæmdur i útlöndum eöa af út-
lendingum jafnvel hérlendis þá
veröur hann um leiö mjög eftir-
tektarveröur ef ekki stórmerki-
legur. Morgunblaöiö sem er tal-
pipa einhvers mesta afturhalds
á vesturlöndum gengur mjög
fram i þessum áróöri. Fréttir af
kóngafólki og fyrirmönnum
fylla hverja siöu blaösins og
landinn getur i andakt fylgzt
meö lifsstreöi þessa fólks.
Þegar siöan þessir goöumliku
höföingjar slæöast hingaö til Is-
lands og þeim veröur þaö á aö
opna munninn eru allt gullkorn,
sem af vörum þeirra hrýtur.
Þessi hliö málsins er raunar
smá, en áróöurinn hefur sin
áhrif og sérstaklega er merki-
legt hugarfariö sem aö baki
þessum skrifum liggur.-Hitt er
alvarlegra að þetta stærsta blaö
landsmanna básúnar þaö dag-
eftir dag, aö við Islendingar
veröum aö treysta á aörar þjóö-
ir meö tilveru okkar og sjálf-
stæði. Ráöleggingum Utlend-
inga og vernd verðum viö aö
hlita. Vanmátturinn sem fylgir
þessum málflutningi er aumk-
unarverður og er beinlinis arfur
þeirrar sögulegu hefðar sem áö-
ur er lýst. I framhaldi af þessu
er forsætisráðherra landsins
þátttakandi i leynikliku auö-
manna, sem kennd er viö
Bildenberg og sá ágæti maður
lýsir þvi yfir, aö hann segi nú
ekki hvaö rætt er á þeim viröu-
legu fundum, en muni taka miö
af þvi sem fram kemur á þeim
fundum viö ákvaröanatöku sina
i ýmsum málum.
Morgunblaöiö er ekki eitt um
þaö aö draga kjarkinn úr is-
lenzku þjóöinni. Þjóöviljinn meö
linnulausum niöurrifsskrifum
sinum vinnur markvisst aö þvi
aö telja almenningií þessu landi
trú um aö hér riki kúgun, mis-
rétti arörán og misferli á öllum
sviöum, nema þá helzt á skrif-
stofum Þjóðviljans. Meö þess-
um skrifum á aö koma hér á fót
imynduöu fyrirmyndarriki, sem
á sér enga stoö i Islenzkum
veruleika, en á erlendar fyrir-
myndir. Það er nokkur bót, aö
fyrir þessum skrifum stendur
aöeins klika háskólaborgara,
sem hefur sérkennilega nautn af
þvi aö jaskast á elliærum kenn-
ingum Marx meö langlokuskrif-
um, vangaveltum og snakki,
sem er langt utanviö hugsana-
gang hins islenzka alþýöu-
manns. Eyöileggingarmáttur
þessara skrifa skal samt ekki
vanmetinn. Ahrifin sem þau
hafa er aö fylla lesendur vantrú
og vanþóknun á samborgurm
sinum.en lifa þar á mótil þeirri
blekkingu, að i einhverju fjar-
lægu rlki — jafnvel imynduöu —
sé allt i lukkunar velstandi..
Islenzka lýðveldiö er aö visu
mjög ungt og er enn á reynslu-
skeiöi en þvi mikilvægara er aö
ibúar þess geri sér ljósa grein
fyrir þvi aö þjóöin er jafningi
hvaöa þjóöar sem er á þessari
jörö aö kostum og atgervi. Full-
trúar okkar eiga þannig alltaf
aö kappkosta aö koma fram viö
allar þjóöir sem jafningja og
gera þar engan greinarmun á.
Þegar viö horfum til annarra
landa, gæöa þeirra og rikidæmis
þá skulum viö einnig minnast
hinna sem búa viö skort og hall-
æri. Viö skulum einnig vera
þess minnug, aö ekki er langt siö
an aö islenzka þjóöin bjó viö
skort og örbirgö. Viö ættum
heldur ekki aö þurfa útlendinga
til þess aö benda okkur á þaö, aö
það er undravert hvernig viö
höfum þraukaö á þessu landi,
sem af flestum þjóöum er taliö
nær óbyggilegt. Okkur tslend-
ingum er óhættaö vera stoltir af
þrótti og elju forfeðra okkar og
einnig af okkur sjálfum sem nú
lifum.
Þaö er vert alvarlegrar ihug-
unar hvort þaö þjóöskipulag
sem viöhöfum gertokkurá þessu
landi er ekki þaöfullkomnasta
sem þekkist á okkar timum.
Þjööfélag þar sem stéttarskipt-
ing þekkist ekki, fátækt engin
og engir kaupmenn á mælikvaröa
hins stóra heims. Er ekki nær að
leggja krafta slna I það, aö full-
komna og þróa þessa þjóöfélags-
mynd en að apa og stæla erlendar
fyrirmyndir sem sprottnar eru
upp Ur allt öörum aöstæöum.
Gætum að þvi aö skipulag á aö
vera gert fyrir manninn en ekki
maöurinn fyrir skipulagiö.
Þaö sem vekur fyrst athygli
manna er smæö þessarar þjóö-
ar. Hér bUa aðeins 220 þUs.
manns, eöa likt og ein gata i
New York, en hvaöa gata i
þeirri borg hefur eigin tungu,
sjálfstæöa menningu, Iþrótta-
menn anda og llkama sem þola
samanburö viö þaö bezta sem
gerist og listafólk I öllum grein-
um fagurfræöinnar sem einnig
stendur sem jafningjar frammi
fyrirmönnum af hvaöa þjóöerni
sem er. Er ekki ástæða til þess
aö vera hreykinn af því aö fá
tækifæri til þess aö taka þátt i
þróun og viöhaldi þessa ein-
stæöa þjóöfélags?
„Island er eyja meö fjöl-
breytt landslag” sagöi erlendur
maöur sem siglt haföi umhverf-
islandið.Þaö þótti fyndiö. En er
þaö sérstaklega fyndiö aö Is-
lendingum sé bent á sérkenni
lands sins af Utlendingum. Þaö
er fjöldi tslendinga, sem nú
fyrst er aö átta sig á því, að
þetta land er búiö sérstakri og
ótrúlega fjölbreyttri náttúru-
fegurö. Þessir Islendingar tóku
fyrst eftir hrifningu Utlendinga
áöur en þeir sáu þessa fegurö
sjálfir. Þaö er hluti af margum-
ræddri vanmáttarkennd Islend-
inga gagnvart útlendingum, aö
halda aö önnur lönd séu öll betri
og fegurri en heimalandiö. Meö
þessu er auövitaö ekki veriö aö
segja aö ekki fyrirfinnist fegurri
staöir á þessari jörö, heldur aö
viö ráöum ef til vill yfir nokkr-
um fegurstu stööum veraldar,
sem ástæöa er til aö vera stoltur
af.
Viö skulum lika huga aö is-
lenzka andrúmsloftinu, sem er
tærara og hreinna en viöast
annars staöar. Viö eigum þar
auölind, sem er oröin gifurlega
eftirsóknarverö. I framhaldi af
þvi sem áöur er sagt um þjónk-
un viö erlend sjónarmiö er
freistandi aö geta ummæla full-
trúa erlends auðhrings hérlend-
is, sem lýsa skelfilegu áhuga-
leysi á Islandi og islenzkum
málefnum. Hann segir eitthvað
á þá leiö, aö mengun af stóriöju
á Islandi sé hégómi á móti
mengun frá eldgosum, jöklum
og landrofi. Þetta sjónarmiö —
ef frá er skýrt i réttu samhengi
— er varla af þessum heimi.
Liklega er þetta grundaö á vitr-
un aö handan.
tslenzka þjóöin er liklega þeg-
ar á allt er litiö ein rikasta þjóö
veraldar, enda bendir lifsmát-
inn allur til þess Auölindir
landsins eiga aö veröa sifellt
eftirsóknarveröari i framtlö-
inni.
Ef rétt er á haldið er mat-
vælaforöi okkar nær óþrjótandi,
fossaafliö og orka heitavatnsins
veröa mengunarlitlir og ódýrir
orkugjafar.
Jafnframt þvi sem þjóöin á
feimnislaust aö gera sér grein
fyrir verðleikum slnum veröur
hún einnig aö skoöa sjálfan sig
af óvæginni gagnryni, sú
gagnrýni á aö vera af íslenzkum
uppruna. Jafnvel þótt aöferöir
Washington Post dugi vel i
Ameriku er ekki fullsynt aö
þær falli óbreyttar aö islenzku
þjóöfélagi. Þetta er sagt meö
það I huga aö alltaf hefur þekkzt
á Islandi drengskapur, heiöar-
leiki og islenzk siöferöisvitund.
Viö getum kennt útlendingum
ýmislegt. Islendingar eru vissu-
lega sérfræðingar i þvl sem lýt-
ur aö fiskveiöi og hafréttarmál-
um, aörar þjóöir gætu ef til vill
lært mikiö af stéttlausa Islenzka
lýöræöisrikinu og eftir þvi sem ,
fólkinu fjölgar á jöröinni veröur
brýnna aö kunna aö komast af á
löndum viö heimskautsbaug.
Jafnframt þvi aö vera vel meö-
vitandi um þjóðerni okkar og
uppruna á þjóöin aö haf a mikinn
samgang viö útlendinga og
sækjast eftir aö tileinka sér hiö
bezta I tækniþekkingu þeirra. I
þekkingaröflun okkar hjá öör-
um þjóöum veröum viö aö gæta
þess aö glata ekki sérkennum
okkar, þvi aö öllu samanlögöu
er bezt að vera tslendingur.
P.E.
Umsjónarmenn: Pétur Einarsson
Ómar Kristjó.nsson