Tíminn - 02.09.1977, Qupperneq 2
2
Föstudagur 2. september 1977
Stöðvarfjörður að vetrarlagi. — Nú er þar bæði nýr togari og nýtt frystihús.
Dr. Bragi
settur
náms-
ráðgjafi
KEJ-Reykjavik — Bragi
Jósepsson hefur veriö settur
námsráðgjafi i Fjölbrauta-
skólanum f Breiðholti frá upp-
hafi komandi skólaárs. Var
staða námsráðgjafa auglýst
laus til umsóknar og mælti
fræðsluráð Reykjavlkur með
Braga i stöðuna, sem siðan
var samþykkt af Mennta-
málaráðuneyti, sagði Arni
Gunnarsson, deildarstjóri I
Menntamálaráðuneytinu i
samtali við Timann I gær.
Dr. Bragi Jósepsson.
800 kennarar
Stöðvfirðingar í essinu sínu:
NÝR SKUTTOGARI
OG SPLUNKUNÝTT
FRYSTIHÚS VÍGT
KEJ-Reykjavik — Mikiðvarum
hátíðarhöld á Stöðvarfiröi sl.
miðvikudag, en þá fögnuðu
Stöðfirðingar komu nýs togara
og ekki nóg með það heldur
vigðu þeir I leiðinni nýtt frysti-
hús sagði Björn Kristjánsson,
oddviti Stöðfirðinga og fréttarit-
ari Tlmans I samtali við blaðið I
gær. Nýi togarinn heitir
Kambaröst og ber einkennis-
stafina SU 200, smiðaður I
Svolver I Noregi, tæplega 500
Útboð á
verkamanna-
bústöðum á
Selfossi
SJ-Reykjavík. t dag voru opnuö
tilboð I að gera fokhelda tvo
kjarna i þriggja hæða fjölbýlis-
húsi á vegum Verkamannabú-
staða á Selfossi. Þessi tilboð bár-
ust:
Siguröur Guömundsson 39
milljtínir, Arni Leósson og fl.
36.634.046.00 kr., Róbert Bene-
diktsson 34.964.842.00 kr., Sigfús
Kristinsson 45.835.680.00 kr., Gisli
Geir Sigurjónsson og Þtírður
Arnason 47.774.644.00 kr.
Kostnaðaráætlun var
42.159.004.00 kr.
tonna skip og eigandinn Hrað-
frystihús Stöðvarfjarðar hf.
Að sögn Björns safnaðist
saman gifurlegur mannfjöldi á
bryggjunni til að taka á móti
hinu nýja skipi og voru þar
saman komnir langflestir ibúar
byggðarlagsins. Þegar skipið
hafði lagzt að bryggju flutti
Séra Kristinn Hóseasson ávarp
og bæn og Björn Kristjánsson
oddviti flutti ávarp, þar sem
hann bauð skip og skipshöfn vel-
komna. Skipsstjórinn, Auðunn
Auðunsson bauð siðan öllum
viðstöddum að skoða skipið sem
Stöðf i rðingar vænta sér svo
mikils af.
Slðan hélt öll hersingin upp I
frystihúsið nýja þar sem það
var vigt og siðan var setzt að
Mánudaginn 5. september 1977
gengur I gildi vetrarúætlun
S.V.K., er þá ekið á 12 mln.
fresti I stað 15 mln. I sumaráætl-
un.
Þetta er sama fyrirkomulag og
verið hefur undanfarna þrjá
vetur og er ekki um að ræða
kaffiborði. Þar rakti Sólmundur
Jónsson, formaður stjórnar
hraðfrystihússins, þróunar- og
byggingarsögu hússins og gestir
fluttu ávörp.
Þegar öllu þessu var lokið og
klukkan orðin 19.30 hófst dans-
leikur fyrir yngsta fólkið á
staðnum og stóð til hálf tíu. Og
klukkan tiu hófst siðan dans-
leikur fyrir alla þá sem staðfest
höfðu skírnarheitið og stóð sú
skemmtun til klukkan 3 um
nóttina.
Þetta hátiðarskap Stöð-
firðinga er ekki nema litið en
gott dæmi um það hvers menn
vænta sér af atvinnutæki eins og
skuttogara i litlu byggðarlagi.
Og vonandi verður Kambaröst
Stöðfirðingum mikil lyftistöng.
breytingu á akstursleið. Hins
vegar er leiðarkerfið i endur-
skoðun og eru niðurstöður úr
henni væntanlegar innan
skamms.
Farþegum er bent á að hægt er
að fá áætlanaspjöld i vögnunum
og á skiptistöðinni i Kópavogi.
KÓPAVOGSVAGNAR Á
12 MÍNÚTNA FRESTI
veiðihornið
Þverá i Borgarfirði
— Veiðin hefur verið sæmileg
siðustu daga, en nú eru bændur
aö veiða I ánni, sagði Rikharður
Kristjánsson veiðivörður i
Guðnabakka i samtali við Veiði-
hornið. — Þeir fá tvo daga og ég
veit ekki betur en að þeim hafi
gengið vel.
A ellefta hundrað laxar eru
komnir úr neðri hluta Þverár I
sumar, en á efra svæðinu hefur
veiðin verið mjög góð. Yfirleitt
er þetta góður lax og gerði
Rikharður ráð fyrir þvi aö
meðalþyngdin væri á milli 8 og 9
pund. Siðastlitinn þriðjudag
fékkstþyngsti laxinn, sem hefur
komið upp úr ánni i sumar.
Þetta var 28 punda lax sem
veiddist i Kastalahyl. Veiði-
maðurinn var Guðmundur
Kjartansson og notaði hann
Toby. Rikharður sagði, að vel
hefði gengið að landa laxinum,
enda væri Guðmundur mikill og
góður veiðimaður. Næstþyngsti
laxinn sem hefur veiözt i sumar
vóg 26 pund.
— Ain er mjög lítil i dag, viö
höfum ekki fengiö rigningu siö-
an fyrir verzlunarmannahelgi,
sagöi Rikharður, — hún er búin
að vera svo i mánuð enda er
fiskiriið eftir þvl. Veiöin hefur
verið miklu minni I ár á neðsta
partinum, miðað við i fyrra, en
aftur á móti er veiðin meiri á
fjallinu en I fyrra.
Ekki hefur neitt verið átt við
ræktun i sumar, enda ekki hægt
að fá nein seiöi frá Laxalóni.
Þverárlaxinn eryfirleitt stór og
það kemur varla fyrir að minni
fiskur en fjögur pund fáist úr
ánni. Siðasti veiðidagur er
næstkomandi sunnudagur.
Vesturdalsá i Vopna-
firði
— Þaðhefur verið jöfn og góð
veiði I allt sumar og hún hefur
glæðzt siðan sólskinið og hitinn
minnkaði i seinnihluta ágúst,
sagði Sigurjón Friðriksson i
Ytri-Hlið. — Það hefur þegar
veiðzt meira úr Vesturdalsá, en
nokkurn timaáðurá einu sumri.
1 gærkvöldi voru komnir á land
473 laxar, og til samanburðar
má geta þess, að i fyrra veidd-
ust 326 laxar. Mesta veiði-
sumarið, sem nokkru sinni hef-
ur komið var með 437 laxa,
þannig að þetta ár verður
greinilega metár.
Það er veitt á tvær og hálfa
stöng á dag i ánni og einnig er
hámarksveiði. Sigurjón sagði,
að það hefði oft komið fyrir i
sumar, að hámarki hafi verið
náö. Hvert holl fær að veiða i
þrjá daga i ánni hverju sinni, og
hver stöng má einungis veiöa 12
laxa á þessum þremur dögum.
Nokkrir átján punda laxar hafa
Framhald á bls. 23
sóttu náxnskeið'
in í sumar
SJ-Reykjavík. í sumar hafa um
800 kennarar sótt námskeið I tiu
námsgreinum til undirbúnings
kennslustarfinu á komandi
vetri. Haldin voru alls rúmlega
20 námskeiðþar af tvö erlendis,
50 kennarar sóttu dönskukenn-
aranámskeið i Danmörku og 20
manna hópur enskukennara fór
til Englands. — Kennarar al-
mennt hafa niikinn áhuga á þvl
að fylgjast meö nýjungum og
búa sig undir starfið, sagði Pál-
ina Jónsdóttir sem skipuleggur
námskeiðin á vegum Kennara-
háskóla tsiands: — Þetta er
virðingarvert, þvi það er auð-
velt að staðna i kennslu. Fjöldi
kennara er alltaf að fylgjast
með þvi nýjasta og sækir nám-
skeið á hverju ári.
A námskeiðunum búa kennar-
amir sig undir að kenna nýjar
námsbækur og hagnýta sér ný
kennslugögn. Nú er ekki lengur
raðað i bekki á grunnsktílastigi
eftir getu heldur blandað i þá,
en sú tilhögun krefst þess að
kennarinn hafi gnægð mismun-
andi verkefna fyrir nemendur á
reiðum höndum. Með þessu
skipulagi þarf kennarinn lika að
sinna hverjum einstaklingi
miklu meira en áður, og eru þar
með einnig gerðar meiri kröfur
til kennarans. Leitazt er við að
kenna nemendum sjálfstæð
vinnubrögð, og er það liöur i
viðleitnitilað gera nemenduma
virkari i skólastarfinu. Kennar-
inn er þvi nú orðinn fremur
verkstjóri en fyrirlesari eins og
svo mjög tiðkaðist hér til
skamms tima.
A kennaranámskeiðunum eru
einnig kynntar nýjar náms-
skrár, sem eru smátt og smátt
að koma út, og þar með ný
markmið i náminu. Einnig er
verið að kynna nýja þætti i
gömlum námsgreinum. Sem
dæmi má nefna, að stöðugt er
verið að taka fleiri þætti inn i
Framhald á bls. 23
Sónötuhlj ómleikar
í Norræna húsinu
Sunnudaginn þann 4. sept munu
Guðný Guðmundsdóttir og Philip
Jenkins haida sónötuhljómleika i
Norræna húsinu. A efnisskrá
verða sónata i D-dúr eftir Jean
Marie Leclaiijsónata I A-dúr eftir
Brahms, sónata eftir Jón Nordal
og sónata i c-moll eftir Grieg.
A alþjóðlegri listahátið i
Bergen sl. vor léku þau Guðný og
Philip þessa sónötu Griegs I húsi
hans, Troldhaugen og hlutu frá-
bæra dóma blaðanna þar I borg.
Aðgangur að hljómleikunum
sem hefjast kl. 20.30 verður seld-
ur við innganginn.
Guðný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins