Tíminn - 02.09.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. september 1977
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þdrarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
augiýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Verð í lausasölu kr.
70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði.
Blaöaprent h.f.
i
Markaðsmál land-
búnaðarins
I hinni itarlegu ræðu, sem Halldór E. Sigurðsson
landbúnaðarráðherra flutti á aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda, vék hann sérstaklega að framleiðslu-
og markaðsmálunum. Ráðherra sagði m.a.:
„Framleiðslu- og markaðsmál eru i dag og um
næstu framtið stærstu mál bændastéttarinnar að
fást við. í þeim málum ræður innanlandssalan
mestu. Áhrifa á söluna innanlands gætir við breyt-
ingu á kaupgetu almennings, verðlagi og neyzlu-
venjum. Það er þvi þýðingarmikið fyrir landbúnað-
inn að taka fullt tillit til óska neytenda um vinnslu
og sölumeðferð varanna. Er nú verið að gefa út
reglugerð um nýtt kjötmat, sem á að mæta þessum
óskum.
Á þessu ári hefur orðið allverulegur samdráttur i
sölu innanlands á kindakjöti og smjöri. Var það
m.a. haft i huga við ákvörðun um auknar niður-
greiðslur af hálfu stjórnvalda i tengslum við ný-
gerða kjarasamninga. Nú þegar mun vera farið að
gæta áhrifa af þessari verðlagsaðgerð. Mikill út-
flutningur á landbúnaðarafurðum verður á þessu
ári, svo likur eru á, að verðábyrgð rikissjóðs, sem
lög heimila, verði ekki nægjanleg. Fyrirheit liggur
fyrir um það, að fullnaðargreiðslum útflutnings-
bóta, þ.e. miðað við 10% regluna, verði lokið i
mánuðunum október til nóvember. Ég geri ráð
fyrir, að i fjárlögum 1978 verði veitt fjárhæð, er
nemi 10% af heildarverðmætum landbúnaðarvara,
og greiðsluáætlun næsta árs muni miðuð við reynslu
þessa árs um hraða greiðslu þeirra.
Þeir markaðir búvöru, sem við höfum erlendis,
verða þvi erfiðari þvi meir sem varan hækkar i
framleiðslu hér heima. Einnig hafa efnahagsörðug-
leikar i markaðslöndum okkar gert okkur erfiðara
um vik með sölu, bæði vegna minni kaupgetu og
eins vegna efnahagsráðstafana stjórnvalda, sem
gengið hafa i þá átt að færa niður verðlag i þessum
löndum með niðurgreiðslum á samkeppnisvörum
afurða okkar. Það hefur sjálfkrafa orðið til þess að
lækka verðið á þeim vörum. Einnig er það stefna i
landbúnaði sumra þessara þjóða, einkum Norð-
manna, að verða sjálfum sér nógir um þær land-
búnaðarafurðir, sem framleiða má i heimalandinu,
með ófyrirsjáanlegun afleiðingum fyrir okkur, ef
af verður. Við verðum þvi að halda vöku okkar i
markaðsmálum landbúnaðar okkar með leit nýrra
markaðaognýjungum i vörufrágangi og vöruvali til
útflutnings. Pökkun i neytendaumbúðir er að ryðja
sér til rúms i verzlun milli landa með landbúnaðar-
afurðir. Ég vænti þess að við munum i framtiðinni
finna markaði fyrir okkar ágæta lambakjöt, t.d.
sérunnið i hangikjöt, á sama hátt og okkur er nú
farið að takast að selja sértegundir osta með góðum
árangri. Ég tel, að við eigum að fórna meiri fjár-
munum i auglýsingastarfsemi erlendis.
Ráðuneytið hefur nýlega skipað nefnd undir for-
ystu Sveins Tryggvasonar framkvæmdastjóra til að
vinna að sölumálum landbúnaðarins.
Til könnunar á þessum málum og pvi, hvort finna
megi þeim fjármunum, sem rikið ver til verðlags-
málanna, meira notagildi en nú er, t.d. með þvi að
greiða niður verð afurða á frumstigi framleiðsl-
unnar eða með breyttu verðhlutfalli þeirra, og þá
einkum milli vara til úrvinnslu iðnaðar eða neyzlu,
er starfandi vinnuhópur á vegum ráðuneytisins
undir forystu hagstofustjóra, sem i eru fulltrúar
stjórnvalda og bænda”.
Framleiðslu- og markaðsmálin voru annað aðal-
mál aðalfundarins og verður siðar rætt um hinar
merku ályktanir sem fundurinn gerði um þau mál.
Þ.Þ.
t>að styrkir stöðu Verkamannaflokksins
HINN 12. og 13. þessa mán-
aðar fara fram þingkosningar
i Noregi og er kosninga-
baráttan nú í algleymingi.
Hún hefur verið mjög hörð,
enda úrslitin talin óvenjulega
tvisýn. Kosningabaráttan
snýst fyrst og fremst um það,
hvort rikisstjórn Verka-
mannaflokksins situr áfram
eða hvort sambræðslustjórn
Hægri flokksins og miðflokk-
anna tveggja, Kristilega
flokksins og Miðflokksins,
kemur til valda. Rikisstjórn
Verkamannaflokksins, er
minnihlutastjórn en nýtur
hlutleysis Sósialiska vinstri
flokksins. Skoðanakannanir
benda til, að Verkamanna-
flokkurinn muni vinna mikið
á, en fyrst og fremst á kostnað
Sósialiska vinstri flokksins,
sem spáð er miklu fylgistapi.
Liklegt þykir að Hægri flokk-
urinn bæti við sig verulegu
fylgi, en það stafar m.a. af
þvi, að hann nær aftur þeim
kjósendum, sem kusu flokk
hægri sinnaðra öfgamanna
(Glistrupista) i siðustu kosn-
ingum,en augsýnt þykir, að sá
flokkur fær nú engan þing-
mann kosinn. Kristilegi flokk-
urinn og Miðflokkurinn þykja
liklegir til aö halda svipuðu
fylgi og i siðustu kosningum.
Svo likt er fyígi borgaralegu
flokkanna annars vegar og
Verkamannaflokksins og
Sósialiska vinstri flokksins
hins vegar, ef dæmt er eftir
skoðanakönnunum, að mjög
erfitt er að spá um úrslitin.
ÞAÐ er nýjasta herbragðið,
sem Verkamannaflokkurinn
hefur gripið til, að efna til
skoöanakönnunar um, hvort
menn hefðu mikla tiltrú eða
litla til Odvars Nordlis for-
sætisráðherra.Niðurstaða þess
arar skoðanakönnunar var
sú, að Nordli nyti mjög mikils
persónulegs fylgis. Um 69%
þeirra kjósenda, sem spurðir
voru, sögðust bera mikið
traust til forsætisráðherrans,
25% litið traust, en 6% höfðu
enga ákveðna afstöðu. Af
kjósendum Verkamanna-
flokksins báru 93% mikið
traust til Nordlis, 59% af kjós-
Odvar Nordli
endum Sósíaliska vinstri
flokksins, 65% af kjósendum
Kristilega flokksins, 54% af
kjósendum Miðflokksins og
53% af kjósendum Hægri
flokksins. Nordli nýtur þannig
trausts meirihluta kjósenda i
öllum flokkum. Að sjálfsögðu
hafa áróðursmenn Verka-
mannaflokksins mjög hampað
þessari niðurstöðu og tefla nú
Nordli fram meira en nokkru
sinni fyrr. Svar andstæðing-
anna er að benda á, að Nordli
sé ekki formaöur flokksins,
heldur Reiulf Steen, sem er
talinn meira til vinstri en
Nordli. Steen er nú i fyrsta
sinn I framboði til þingsins og
er öruggur um að ná kosningu.
Það styrkir aðstöðu Verka-
mannaflokksins i þessum efn-
um, að ekki er ráðið hver
verður forsætisráðherra, ef
borgaralegu flokkarnir fá
meirihlutann. Um skeið var
meira að segja nokkur ágrein-
ingur milli þeirra um það eöa
eftir að Miðflokkurinn lýsti
yfir þvi, að hann myndi ekki
sætta sig við, að forsætisráö-
herrann yrði úr Hægri flokkn-
um, enda þótt hann væri
stærsturþessara flokka. Lfk-
legt þykir nú að Lars
Korvald, einn af leiðtogum
Kristilega flokksins, veröi
forsætisráðherra, ef borgara-
legu flokkarnir sigra. Korvald
var forsætisráðherra borgara-
legrar stjórnar, sem var
mynduð eftir að aðild Noregs
að Efnahagsbandalaginu var
felld i þjóðaratkvæðagreiðslu,
og þótti stjórn hans takast vel
að semja við Efnahagsbanda-
lagið, án þess að Noregur
gerðist aðili að þvi. Korvald er
sennilegast sá leiðtogi borg-
aralegu flokkanna, sem nýtur
almennast álits, og myndi það
vafalitið vera styrkur fyrir þá,
ef þeir gætu lýst yfir þvi fyrir
kosningarnar, aö hann væri
forsætisráðherraefni þeirra.
Ekki þykir liklegt, að sam-
komulag geti orðið um það og
verður það vatn á myllu
Nordlis
Lars Korvald
SÓSIALISKI vinstri flokk-
urinn berst mjög örvæntingar-
fullri baráttu til að halda fylgi
sinu. Barátta þeirra hefur
ekki sizt verið fólgin i þvi að
grafa upp ýmis leyniskjöl eða
upplýsingar um utanrikismál,
sem áttu að vera leynilegar,
og gera þetta opinbert. Siðasta
tiltæki flokksins i þessum efn-
um er það, að tveir þingmenn
hans hafa birt skýrslu
rannsóknarnefndar, sem
þingmönnum var látin i té sem
trúnaðarmál. Skýrsla þessi
hafði þó ekki neinar sérstakar
upplýsingar að geyma, sem
ekki var áður vitað um, en
hins vegar snerti hún erlend
riki og sagði frá málefnum,
sem þau höfðu óskað eftir að
ekki yrðu gerð opinber. Aö þvi
leyti þykir birting skýrslunnar
vera brot á hefðbundinni trún-
aðarskyldu, sem þingmenn
hafa ekki rofiö til þessa. Birt-
ing skýrslunnar hefur þvi ekki
mælzt vel fyrir i Noregi og
bendir fleira til þess, að hún
verði Sósiaiiska vinstri
flokknum fremur til óhags en
ávinnings.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Nordli nýtur
mikils trausts