Tíminn - 02.09.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. september 1977
5
á víðavangi
lljálparstofnun kirkjunnar
er ein sú stofnun á tslandi sem
vinnur hvað ágætast og þarf-
ast verk. Þvi verki er skilaö
við aðstæður sem um margt
eru alveg ófulinægjandi, eink-
um hvað fjárhag varðar, og
treystir stofnunin á örlæti og
fórnarlund almennings i þvi
starfi sinu að hjáipa öðrum og
styðja þá. Og þessi stofnun
vinnur starf sitt að mestu leyti
i kyrrþey og án þess að lúörar
séu þeyttir eða bumbur barð-
ar. Hún hefur vitaskuld þurft
að gangast fyrir ýmiss konar
kynningarstarfi og söfnunar-
starfi meðal almennings, og
hefur það komið fram að
tsiendingar verða vel við ósk-
um um framiög til þeirra sem
eiga um sárt að binda.
Nýlega kom út Fréttabréf
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
Höndin, og flytur það marg-
vislegar upplýsingar um
starfsemina. t þvi eru m.a.
kaflar úr ársskýrsiu fram-
kvæmdastjóra stofnunarinn-
ar, Guðmundar Einarssonar. t
ársskýrslunnni segir Guð-
mundur m.a.:
„Allt frá þvi aö Hjálpar-
stofnunin var sett á laggirnar
hefur það verið eitt af megin-
markmiðum i uppbyggingu
stofnunarinnar að afla fastra
styrktarmanna, er árlega
gæfu vissa upphæð til hjápar-
starfs á vegum stofnunarinn-
ar. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að örar safnan-
ir tii hinna ýmsu verkefna
hafa sett svip sinn á Hjálpar-
stofnun kirkjunnar allt frá
upphafi. Og vist er um það að
fáir hafa betur brugöist við
hjálparbeiðnum en tslending-
ar, þegar til þeirra hefur verið
leitaö. En hitt er jafn vist, að
erfitt hlýtur það að vera, fyrir
hvern sem hlut á að máli um
slikar almennar fjársafnanir
að höfða ört til sama fólks I
formi söfnunar um stuðning til
hinna margvislegustu verk-
efna. Þreytu hefur gætt hjá
landsmönnum á slikum söfn-
unum, og e.t.v. ekki að undra.
Margvislegar ástæður vaida
þvi að ekki hefur reynzt unnt
að koma fastri reglu á
fjársafnanir, til þess forms,
sem hér er gert að umtalsefni,
en höfuðforsenduna tel ég
vera þá, að vegna mikils álags
á starfsliði Hjálparstofnunar-
innar, einkum fyrstu árin, hafi
einfaldlega verið ógerlegt að
komast yfir að anna þessum
þætti. Hér ber á þaö að lita, að
til skamms tima var aöeins
einn starfsmaður i fastri vinnu
hjá stofnuninni, og þegar upp
á bar verkefni s.s. eldgosið á
Heimaey og siðar snjóflóöin á
Neskaupstað, þá lá það i hlut-
arins eðli að ekki var komið
við frekari skipulagningu á
framtiðarstefnumörkun i
starfi.
Nú hefur orðið stór breyting
i þessu tilliti, ekki hvað sizt
með tilkomu viðbótar-
starfsmanns i fullu starfi. Ber
vissulega að fagna þessum
áfanga i þróunarsögu þess-
arar stofnunar.
Á siöasta ári var þvi hafizt
handa um söfnun fastra
styrktarmanna, og var þetta
málefni sett á oddinn, til hlið-
ar við aðalverkefni ársins:
kynningu á málefnum vangef-
inna hér á landi, ásamt
fjársöfnun”.
Höndin
Guðmundur Einarsson fjallar
siðan um það skipulagsstarf
sem unnið hefur verið I þvi
skyni að ná sem beztu sam-
bandi við alla þá sem vel hafa
vikizt við kalli stofnunarinnar
ifm framlög. Um þaö segir
hann:
,,Nú var rætt hvernig helzt
mætti ná sambandi við alla
þessa gefendur, og var niður-
staða þeirrar umræðu sú, að
gefið yrði út fréttabréf um
starfsemi stofnunarinnar árs-
fjórðungslega en i þvi mætti
siðan kynna hið nýja fyrir-
komulag um fasta styrktar-
menn. Setti framkvæmda-
nefnd sér það mark, að á árinu
1976 væri safnaö styrktar-
mönnum, sem sameiginlega
gæfu á hverju ári eina milljón
króna. Um síðustu áramót
kom siðan i ljós að fastir gef-
endur voru orðnir um 350 og
gefa þeir sameiginlega rúm-
lega 1.8 milljón króna á ári.
Siðan hafa borizt enn fleiri, og
segja má að vart lfði sá dagur
að einn eða fleiri aðilar gerist
ekki slikir styrktarmenn i
starfi stofnunarinnar. Fyrir
þetta erum við að sjálfsögðu
þakklatari en með orðum
verði lýst, og vissulega hefur
þetta aukið okkur kjark og
bjartsýni á framhaldiö. Skulu
hér færðar sérstakar þakkir
til þeirra mörgu, sem sýnt
hafa hug sinn til stofnunarinn-
ar á svo eftirminnilegan hátt.
A árinu 1976 hófst síðan
reglubundin útgáfa frétta-
hlaös Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, og var þvi gefið nafnið
Höndin. I „Höndinni” hefur
verið birt ýmiss konar efni,
sem varöar þróunar- og
neyðarhjálp, greint frá helztu
verkefnum stofnunarinnar,
hér og erlendis, og siðast en
ekki sizt hefur styrktar-
mannakerfiö verið kynnt i
blöðunum öllum. Má raunar
segja að flestallir styrktar-
menn stofnunarinnar hafi
komið ýyrir atbeina blaðsins.
Með útgáfu blaðsins hefur
Hjálparstofnuninn; bætzt öfl-
ugur liðsauki i öllu upplýsing-
ar- og kynningarstarfi.”
Mál van-
gefinna
Guðmundur Einarsson rakti
siðan nokkra aðra þáttu i
starfinu 1976.
„Meginverkefni ársins 1976
beindist að þvi að koma til liðs
við þá, sem berjast fyrir bætt-
um aðbúnaði vangefinna hér á
landi. 1 ársbyrjun 1976 tók
framkvæmdanefndin þá
ákvörðun að helga starfsemi
stofnunarinnar þessu málefni.
Skyldi það gert i tvennum
skilningi, annars vegar að
hefja almenna upplýsingaher-
ferð um málefni vangefinna,
og hins vegar að efna til
a.m.k. einnar fjársöfnunar til
þessa málefnis á árinu. Þá var
og ákveðið að fórnarvikunni
skyldi beint að þessu verk-
efni. Um mánaöamótin janú-
ar-febrúar hófust siöan við-
ræður við nefnd, sem kosin
var á sameiginlegum fundi
þeirra aðila, sem látið hafa
þessi mál til sin taka, en þessir
aðilar sýndu þvi strax mikinn
áhuga að Iljálparstofnun
kirkjunnar tæki þetta mál upp
á sina arma. t viðræðum við
nefnd þessa kom i ljós að mjög
takmarkaður skilningur virt-
ist rikja, bæði meðal stjórn-
valda, fyrr og siðarog almenn-
ings, á málefnum vangefinna.
Lét nefndin það álit sitt i ljós
að ekki væri siður mikils um
vert að Iijálparstofnun kirkj-
unnar beitti sér fyrir sem víð-
tækastri kynnisherferð i land-
inu. Svo og á meðal alþingis-
manna ogannarra ráðamanna.
Þá kom ennfremur fram að
tilfinnanlega væri vöntun á
sérstöku afþreyingarheimili
fyrir vangefna, sem svo er
nefnt, en með tilkomu slikrar
stofnunar, mætti bæta úr
þeirri brýnu þörf til hæfingar
vangefinna, svo og leysa úr
brýnasta húsnæðisskorti. sem
mikili var fyrir. Var þaö
niðurstaða þessara funda, að
Hjálparstofnun kirkjunnar
myndi beita sér fyrir fjáröflun
til byggingar þessa heimilis,
og fokheldu byggingarstigi, en
kostnaðaráætlun til þess
áfanga hljóðaði upp á u.þ.b. 15
millj. króna”.
Önnur
verkefni
„A árinu náðist sá langþráði
áfangi að fram fór endanlegt
uppgjör Hjálparstofnunar
kirkjunnar við Vestmanna-
eyjabæ.
i gjafabréfi Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar til bæjarstjórn-
ar Vestmannaeyja kemur
fram að Hjálparstofnunin hef-
ur að fullu staðið Vestmanna-
eyjum skil öllu þvi söfnunar-
fé, sem safnaðist vegna eld-
gossins á Heimaey. Með
gjafabréfinu fylgdi jafnframt
að Hjálparstofnunin gæfi
Vestmannaeyingum allan
útlagðan kostnað vegna fram-
kvæinda söfnunarinnnar svo og
vinnuframlag, en alls nam
uppgjör þetta nálega 120
milljónum króna.
Það hefur verið fastur liður i
starfi Hjálparstofnunarinnar
að safna á alþjóöa hold-
sveikradaginn, sem er siöasti
sunnudagur janúarmánaðar
ár hvert, til málefnis holds-
veikra. Siðasta ár var engin
undantekning frá þessu og alls
safnaðist tæp 1 millj. króna.
Það fer að verða fastur Iiður
i starfi Hjálparstofnunarinnar
að taka á móti n-irskum börn-
um eða unglingum frá róstur-
héruðunum á N-trlandi. 16
börn komu þannig I ágúst á
siðasta ári og dvöldu hér á
landi i boði Hjálparstofnunar-
innar i u.þ.b. hálfan mánuð.
Verður ekki svo minnzt á
þennan þátt starfsins að ekki
sé getið stórhötðinglegrar
fyrirgreiðslu og skilnings
Flugleiða, sem að vcnju gáfu
50% afslátt á ferðum til og frá
irlandi. Þá skal og þökkuð sú
gestrisni sem hvarvetna
mætti þessum gestuni okkar,
viða um landiö."
Það er sérstök ástæða til að
þakka það mikla og góða starf
sem unnið er á. vegum
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
()g það er alveg ótrúlegt hve
miklu góðu litil gjöf getur
komiö til leiðar. Um það má
segja með skáldinu aö það
sem er aska i hendi þess sem
lifir við vestrænar allsnægtir
er gull i hendi meðbróðurins
sem lifir við sult og seyru á
suðurhveli jarðar og i Aust-
urlöndum. Af verkum og
störfum sem þessum, — sem
einnig eru unnin á vegum ann-
arra kristinna samtaka — , og
af undirtektum fólksins við
kallið verður trúin réttilegast
dæmd. js
Síldarverð
Yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins ákvað á fundi i
gær eftirfarandi lágmarksverð
á sild tilsöltunar og frystingar á
sildarvertið 1977. A) Stór sild
(33 cm og stærri) hvert kg. kr.
71.00, ( B) Millistærð (30 cm að
33 cm) hvert kg. kr. 53.00,0
Smásild (undir 30cm) hvert kg.
kr. 41.00.
ákveðið
Stærðarflokkun framkvæmist
af Framleiðslueftirliti sjávaraf-
urða.
Verðið er miðað við sildina
upp til hópa komna á flutnings-
tæki við hlið veiðiskips. Sildin
skal vegin islaus.
Verðið er uppsegjanlegt með
viku fyrirvara.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum kaupenda i
nefndinni gegn atkvæðum full-
trúa seljenda. 1 nefndinni áttu
sæti: Ólafur Daviðsson, sem var
oddamaður nefndarinnar, Ag-
úst Einarsson og Ingólfur Ing-
ólfsson af hálfu sildarseljenda,
Margeir Jónsson og Jón Þ.
Arnason af hálfu kaupenda á
sild til söltunar og Arni Bene-
diktsson og Ólafur B. Ólafsson
af hálfu kaupenda á sild til
frystingar.
?
Vitiutex
plastmálning
utan huss og innan
Hempel’s
málning og lökk
á tré og jám
Cuprinol
fuavamarefni
S/ippfélagið íReykjavík hf
MálningarverksmiÖjan Dugguvogi
Símar 33433og 33414
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
$ Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900
E}E]E]E]E]E]G]E]E]E]S]E]E]E]E]E]E]E]G]E]E]
Höfum til afgreiðslu nú þegcr hin
vel þekktu HANKAAO hnífaherfi
Bændur — Athugið
IsBIalaíáBIaBIalálaSIalalalalalálalala