Tíminn - 02.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.09.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 2. september 1977 Vegagerð á Holtavörðuheiði: Stórkostlesr samsrönsrubót o o o Útsýn í tíu sýslur Nú i sumar hefur verið unniö að vegarframkvæmdum á Holtavöruheiði. Er unnið aö þvi að gera vetrarfæran veg yfir háheiöina, og hefur hið nýja vegarstæði verið valið með til- liti til snjóalaga. Nýi vegurinn liggur norðaustur hjá svo- nefndri Bláhæö, nokkru austar en gamli vegurinn. „Það er mjög mikilvægt aö við fáum sem fyrst að vita hvort aukafjárfesting fæst”, sagði Sigvaldi Fjeldsted verkstjóri i viðtali við blaðamann Timans fyrir siðustu helgi. „Þá getum við bætt við tekjum og hafið framkvæmdir við uppbyggingu vegarins norður yfir heiðina”. A vegaáætlun var 65 millj- ónum varið til vegargeröar á Holtavöruheiði, en auk þess var heimilaö að taka lán upp að 20 milljónum króna til viðbótar. Siðan 20. júni hefur rúmlega tuttugu manna vinnuflokkur unnið að vegargerðinni, og eru að jafnaði fjórar jaröýtur i gangi, tvær ámokstursvélar og átta vörubifreiðar. Fyrir þessa fjárhæð verður 4 km vegarkafli gerðurog er gert ráö fyrir þvi að verkinu verði lokið um miðjan september- mánuð. Aö þvi er blaðamanni Timans var tjáð hefur samgöngumála- ráðherra unnið að þvi að útvega 80 milljónir til þess að unnt verði að ljúka þvi aö gera vetrarfæran veg alveg yfir háheiöina, en að þvi verður mjög' mikil samgöngubót eins og almenningi er kunnugt. Fáist þessi viðbótarfjárfest- ing ekki, þrátt fyrir góðar vonir, verður nýi vegurinn tengdur gamla veginum að nokkru fyrir norðan sæluhúsið á miðri heið- inni. Hér sést nokkur hluti vegarstæðisins og vinnunnar við það, og þarna er sannarlega vfösýnt þegar skyggni ieyfir. (myndir: M.ó.) Eins og áður segir liggur nýi vegurinn austan við núverandi þjóðveg. Af nýja veginum verður ótrúlega mikið og fagurt útsýni, en þaðan sér yfir Tvi- dægru og Arnarvatnsheiði. Má þaðan sjá Eiriksjökul og Mæli- fellshnjúk, svo að dæmi séu nefnd, og töldu kunnugir heimildarmenn blaðsins, að af veginum mætti sjá i einar tíu sýslur i góðu skyggni. Sigvaldi Fjeldsted verkstjóri taldi verkinu hafa skilaö vel áfram i sumar, enda hafa löngum verið þurrviðri á heiö- inni siðan vinna hófst, en þarna er viða mjög blautt og erfitt að koma vélum og bilum viö ef væta er. Hinn nýi vetrarfæri vegur yfir háheiðina á Holtavörðuheiði verður stórkostleg samgöngu- bót fyrirgervallt Noröurland og Strandir. Verði dráttur á þvi að viðbótarfjárveitingin komi i gagnið hafa menn i hyggju að athuga hve mikið verktakarnir geta lánað til þess að hægt veröi að koma sem allra mestu i verk meðan tíð leyfir að þessu sinni, sögðu heimildarmenn blaðsins þarna á heiðinni. A háheiðinni er vfða votlendi mikið og erfitt um allar ferðir og framkvæmdir. Bflarnir sfga oft f enda þótt þurrviöri hafi veriö. Hér hefur einn þeirra fest sig og fær aöstoð einnar ýtunnar. Sigvaldi Fjeldsted verkstjóri fyrir framan nokkra af flutningabflunum sem notaöir eru viö vegar- geröina A þessari mynd má vel sjá umfang þessaramiklu vegarumbóta á Holtavöröuheiöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.