Tíminn - 02.09.1977, Side 9

Tíminn - 02.09.1977, Side 9
Föstudagur 2. september 1977 9 Torgiö efst a blaði, þegar fariö er í bæinn til fatakaupat AUGLYSINGADEILDIN / UÓSM STUDIO 28 _ nu>jui oiriunui.ii.L'ii’i r l.sT«/oivi aiuuivío Hentugur skólafatnaður Munið okkar ódýru gallabuxur og peysur Austurstræti 10 sími: 27211 Kona vestur í Dölum gat þess i útvarpsspjalli, að ýmsar vörur mætti fá ódýrari á stórmarkaði i Reykjavik en i Búðardal. Þetta notuðu Dalamenn sér nokkuð þegar þeir ættu leið til Reykja- vikur. Þetta hefur orðið Morgun- blaðinu opinberun. Þar sem það er kaupfélag, sem verzlar i Búðardal, en kaupmenn, sem reka suma stóru markaðina i Reykjavik, ályktar það, að full- sannað sé, að kaupfélög geti ekki keppt við kaupmenn. Kaupfélagsviðskiptin séu neyt- endum óhagstæðari. Þetta er þó nokkuð fljót- færnisleg ályktun. Það er ýmis- legt i þessu sambandi, sem Morgunblaðið hefði mátt athuga betur. Það er sér á blaði, þó að Morgunblaðið ræði ekkert um það, af hverju Kaupfélag Hvammsfjarðar sé ekki sam- keppnisfært við Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis. En nú skal reynt að benda á nokkur atriði Morgunblaðinu til leið- beiningar. Hafskip koma ekki að Búðardal. Fyrst er þá að nefna að milli- landaskipin koma ekki að Búðardal. Hafskip fara yfirleitt ekki inn Hvammsfjörð. Kannski er rétt að taka það fram lika, Morgunblaðinu til fróðleiks, að sama á við um Skarðsstöð og Króksfjarðarnes. Um Breiða- fjarðarhafnir almennt er svo það að segja, að þau skip sem fara landa milli hafa engar fast- ar ferðir þangað og koma þar ekki nema um sé að ræða veru- legan flutning. Af þessu leiðir, að öllum almennum neyzluvör- um, sem Dalamenn nota er skipað á land i Reykjavik. Meira en 9 krónur hvert kg Flutningsgjald á vörum frá Reykjavik til Búðardals er nú 7,70 krónur á kg. A það flutn- ingsgjald leggst svo söluskatt- ur, svo að þessi kostnaður er á tiundu krónu á hvert kg. Fimm tonna bill kostar minnst 153 kr. á k m og það eru 204 km frá Reykjavik i Búðardal aðra leið- ina. Morgunblaðið getur senni- lega ekkibent á neina leið til að koma vörunum þarna á milli án þess að það kosti eitthvað. En þetta atriðieittsérveldur þvi að verzlun i Reykjavik er ekki sambærileg við verzlun I Búðar- dal. Hér er þó á fleira að lita. Vilji verzlun i Búðardal þjóna fólki sinu vel reynir hún að hafa allt- af til helztu nauðsynjar. Það getur komið sér illa vanti sykur, kaffi eða hveiti, sápu eða þvottaduft. Verzlanir i Reykja- vik geta sótt þetta allt eða látið færa sér eftir hendinni. Verzlun- in i Búðardal þarf þvi að liggja lengur með vörurnar. Og þaö er dýrt þegar vextir af fé eru eins og á tslandi. Segjum að önnur geti tekið sitt daglega en hin þurfi alltaf aö fá vöruna daginn áður en hin selst. Þó munurinn séekki annaren þessi kostnaður þó tvöfalt meiri i seinna tilvik- inu. Annað kemur lika til hér sem hefur áhrif i sömu átt. Kaup- félagið i Búðardal þarf að hafa miklu fjölbreyttari vöru en verzlanir i Reykjavik yfirleitt. Þess vegna þarf það að binda miklu meira fé i vörubirgðum. Það kostar lika sitt. Það verðurauðvitað að ráðast hvort þeir sem skrifa forustu- greinar Morgunblaösins geta skilið þetta. Um það skal engu spáð. En ég held mér sé óhætt að treysta þvi, að Dalamenn skilja þetta. Kaupstaðarferð úr Búðardal. Það er auðvitað meginmunur á þvi, hvort menn kaupa eitt- hvað og taka með sér, þegar þeir eiga leið, eða hvort menn gera sér ferð til að verzla. Mér tókst eftir, að konan i Dölunum talaði um hið fyrra þó að Morgunblaðið hafi hið siðara eftir henni. ÍJr Búðardal til Reykjavikur eru 204 km. Starfsmönnum rikisins er nú greitt fyrir akstur á eigin bil 37 kr. á ekinn kim_ Fyrir ferð úr Búöardal til Reykjavikur og til baka ber þeim þviað fá fyrirbilinn 14.976 krónur. Það þarf þvi nokkur viðskipti og ærinn verðmun til þess að borga þennan akstur, jafnvel þó timinn sé ekki reiknaður. Ef ég þekki Morgunblaðið rétt gæti ég trúað, að það svaraði þessu með þvi að vitna i orð mfn og segja, að svo slæm sé kaup- félagsverzlunin i Búðardal, að Dalamenn telji borga sig að aka fyrir 15 þúsund krónur til að verzla við kaupmennina i Reykjavik. En það er einmitt þessi aðstöðumunur verzl- ananna, sem veldur þvi,að okk- ur finnst mörgum að það sé ójöfnuður og misrétti, að hafa sama söluskatt um land allt. Æsirógur Þjóðviljans. Þjóðviljinn hefur i æsinga- skrifum að undanförnum sagt ýmislegt um verzlun. Hann hef- ur það eftir einhverjum spek- ingi, að hægt væri að losna við heildsölu og lækka vöruverð almennt um 10—15% með þvi móti. Auk þess stundi verzl- unarstéttin margs konar klæki, ástundi að kaupa sem dýrast og verðleggi of hátt o.s.frv. Óhætt mun að fullyrða, að ýmsir hafi grætt á verzlun og stundum gengið á snið við lög og reglur. Þar með er þó ekkisagt, að auðvelt sé að græða á allri verzlun, enda þótt það sé alvar- legt umhugsunarefni, þegar verzluninsölsarundir sig hús og lóðir, sem borgarstjórn Reykja- vikur ætlaði i.ðnaðinum. Er þá enginn heiðar- legur maður i Alþýðu- bandalaginu? Sé lýsing Þjóðviljans rétt og eigi hún almennt við má spyrja: Hvernig stendur á því, að Þjóðviljamenn laga þetta ekki? Er þá enginn ærlegur maður i þeirra liði? Þvi stofna þeir ekki verzlun, sem notar enga heild- sala og lækkar vöruverð um 10—15%. Voldug fjöldasamtök eins og Dagsbrún — að ekki sé nú talað um Alþýðusambandið sjálft — ættu að geta rekið sanngjarna og réttláta verzlun. Hvers vegna er það ekki gert? Sé almenningur féflettur með verzluninni eins og sakir standa, ber þeim sem sjá það að finna aöra leið. Hvað hafa Alþýðubandalagsmenn gert i verzlunarmálum? Oghvaðvilja þeir gera? Ekki skal vanmeta. Sizt vil ég vanmeta hlut Alþýðubandalagsmanna í Sam- vinnuhreyfingunni. Þar vinna menn úr öllum flokkum og er það vel. Þó reyna blöð Sjálf- stæðisflokksins að ófrægja hreyfinguna og gera hana tortryggilega eftir þvi sem þau þora. Og Þjóðviljinn fellur oft i þá freistni að taka undirvið þau i óhróðrinum vegna þess, aö honum finnst hlutur Fram- sóknarflokksmanna þar of mik- ill. Það er átakanlegt dæmi um litilmennsku og vesaldóm i stjórnmálabaráttu á Islandi. Hér þekkir enginn nema eina leið. Það er eitt ráð til að gera verzlunina sanngjarna og rétt- láta og fyrirbyggja einkagróða á henni. Það er aö reka hana félagslega. Það er hægt með rikisrekstri og samvinnu- rekstri. önnur úrræði þekki ég ekki. Það gera Þjóðviljamenn ekki heldur. Þeir, sem ekki vilja fela sig forsjá kaupmanna og leggja allt sitt ráð á þeirra náð og miskunn ættu að hafa manndóm og þroska til að vinna saman i kaupfélögunum, þó að ýmislegt beri á milli i öðrum efnum. Auð- vitað leysir það ekki allan vanda en helzt er von um far- sæla lausn á hverjum vanda, ef saman er staðið á félagslegum grundvelli. Þvi ættum við að reyna að fylkja liði saman til þátttöku i samvinnuverzlun og vakandi starfsemi á hennar vegum. UNITEX MITTIS MARGAR STÆRÐIR KR. 9.220.- EITT VERÐ UNITEX SÍÐAR MARGAR STÆRÐIR KR 7.500.” EITTVERÐ HEKLU ÚLPUR SÍÐAR STÆRÐIR 2-20 kr 3.690.-til 8.165.- HEKLU ÚLPUR MITTIS STÆRÐIR 2-20 kr 4.990.-til10.280.- Halldór Kristjánsson: UM VERZLUN í BÚÐARDAL OG VÍÐAR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.