Tíminn - 02.09.1977, Side 13

Tíminn - 02.09.1977, Side 13
Föstudagur 2. september 1977 13 Staðhættir i Dritvik Dritvik er i djúpri kvos, um- girt hraunjöðrum á þrjá vegu, utarlega á Snæfellsnesi sunnan- verðu. Suðurbarði er á milli Djúpalónssands og Dritvikur. En að utanverðri Vikinni er Vesturbarði, miklu hærri og hrikalegri. Eggsléttur sandur liggur eftir Vikinni, og nefnist Mariusandur. Smáklettar eru utan i miðri Vikinni og kallast þeir Bárðarskip og Bárðar- trúss, og eru kenndir við Bárð Snæfellsás. Beint á móti Bárðarskipi, nokkru utar, er Dritvikurklettur. Niður af Suðurbarða er Kattarhryggur, örlitið utar er stór stakur klettur, sem nefnist Trölla- kirkja. Vermenn i Dritvik Um aldaraðir var Dritvik verstöð manna hvaðanæfa af Vesturlandi. Snemma á út- mánuðum komu þeir til að afla sér fanga úr þessari stærstu verstöð Snæfellsness. Sumir komu á bátum sinum, átt- æringum og sexæringum, aðrir fóru landleiðina. Þegar mest var voru þarna 300-400 menn á 60 til 70 bátum. Oll aðkoma i verið hefur verið hráslagaleg, búðartóftirnar fullar af fönn og vikin klökug og óvistleg. Þarna hafa þeir hreiðrað um sig i búð- unum,sótt sjóinn þegar vel gaf, annars unnið við lyngtinslu til eldsneytis, sjóföt voru stöguð og bætt og margt fleira gert, sem kallaði að. Ef tómstundir gáfust iðkuðu vermenn glimu þar sem heitir Glimustofa, sunnarlega á Mariusandi, eða að hópast var vfð steintökin fjögur á Djúpa- lónssandi og reynt afl sitt. Stein- tök þessi heita amlóði, hálf- drættingur, halfsterkur og full- sterkur. Enginn þótt sjófær nema hann hefði hafið hálf- drætting a' stall. A Suðurbarða er völundarhús úr tiu hringjum, gert úr torfi, sem vermenn hafa byggt sér. Drissarar skemmtu sér við að ganga um völundar- húsið og komast klakklaust út án þess að villast. Margs konar fróðleik munu vermenn hafa skemmt sér við i búðunum, svo sem eins og rimnakveðskap og sögusagnir. Þannig hafa ver- menn átt mikinn þátt i þvi að ýmiss konar alþýðufróðleikur fluttist milli landshluta. Mesta rimnaskáld Islendinga, Sigurður Breiðfjörð, var i Drit- vik 17 ára gamall og hefur þá unnist timi til að yrkja far- mannsvisur um farmenn er réru þá frá Dritvik. Þarna stunduðu menn róðra við slæman aðbúnað fram á Jónsmessu ár hvert, en upp úr þvi hvarf hver maður i sina heimasveit með björg i búið. Nú er fátt til minja um þessa vermenn fyrri alda, annað en fáeinar tóftir, fiskreitirnir upp i hrauninu og fiskgarðar, en sagan um þetta verbúðafólk magnar andrúmslofið i Dritvik. Nú er saga Dritvikur ekki annað en kafli i atvinnusögu Snæfellsness. En Dritvik verður sakir náttúrufegurðar eftir- sóknarverður viðkomustaður ferðalanga Snæfellsnesi. (HEimild: Vermennska i Drit- vik eftir Lúðvik Kristjánsson Blanda VI) G V Séð suður yfir víkina. Fyrir miðri mynd fjærst er Tröllakirkja, þar fyrir sunnan sést í Sævardranga og þá Suöurbaröi. Klettur inn í Vikinni miðri nefnist Bárðarskip og beint á móti honum er Dritvikurkiettur. Gömlu fiskgaröarnir biða þess eins að hafið mái þá algjörlega Ut. Kanada Þrjá kanadiska háskólastúdenta vantar tvö herbergi með eldhúsi i tvo mánuði. Upplýsingar gefur Margrét i sima 7-36-60. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Uppeldisbraut verður starfrækt við skól- ann næsta vetur. Hægt er að bæta við nokkrum nemendum. Upplýsingar veittar i sima 13819. Skólastjóri Stikan i vörðunni á að visa skipbrotsmonnum teio upp ur vikiiiiu. Enn brotna öldur á Mariusandi. Ekki eru sjáanleg nein merki um hina fornu verstöð. Skipbrots- skýlið er eina mannvirkið. Pollurinn þar sem lending var bezt og öruggust. A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf því aldrei að mála. A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki. Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar. jRSPHHHMIHRa A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. _____________________ Sendið teikningar og við munum reikna ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. KLÆÐNING

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.