Tíminn - 08.11.1977, Page 5

Tíminn - 08.11.1977, Page 5
ÞriOjudagur 8. nóvember 1977 5 reglu” sem kveöur á um aö 2/3 hreinna tekna samvinnufélags skuli teljast til komnar vegna félagsmannaviðskipta en þetta skiptir að sjálfsögðu máli við úthlutun afslátta. Telur Geir að hér sé ekki um að ræða óeðlilegan hag sam- vinnufélaganna þar sem ,,viöa um landið eiga allt að 80-90% heimila á viðkomandi félags- svæði aöild að kaupfélaginu.” t grein sinni vikur Geir Geirsson m.a. að þeim sér- ákvæðum sem gilda um sam- vinnufélögin og binda fjár- magn þeirra við viðkomandi félagssvæöi og jafnvel svo að þótt samvinnufélag leggist niður skal geyma sameignar- sjóði þeirra unz nýtt sam- vinnufélag verður stofnað á sama starfssvæði og með sama markmiði og hið fyrra. A móti þessu er einkafram- takinu frjálst sem kunnugt er að flytja fjármagn sittog um- svif millihéraða að vild og oft meö illum afleiðingum fyrir atvinnuöryggi og afkomu fólksins. Aö lokum segir Geir Geirs- son I grein sinni: ,,Að lokum vil ég itreka að skattar samvinnufélaga eru reiknaöir eftir nákvæmlega sömu lögum og sömu álagningaraðferðum og fyrir annan atvinnurekstur. Sam- vinnufélög njóta þvi slður en svo neinna skattfriðinda um fram önnur félagsform.” JS sjálfa, þvi að útreikningur á söluhagnaði bréfanna miðast við hið upphækkaða verö þeirra. Annars er allur sölu- hagnaður hlutabréfa í hendi seljanda skattfrjáls eftir 4 ára eignarhaldstfma. Enginn sllk- ur verðbólguhagnaður stendur félagsmönnum samvinnu- félaganna til boða.” 2/3 hluta reglan Siðan vikur Geir Geirsson aö hinni svo nefndu „2/3 hluta á víðavangi Samvinnufélög njóta ekki skattfríðinda Andstæðingar samvinnu- félaganna hafa gert mikið veður af þvi að samvinnu- félögin búi við hlunnindi i skattamálum um fram önnur rekstrarform. 1 siöasta hefti Samvinnunnar gerir Geir Geirsson endurskoðandi skattamál samvinnufélag- anna að umræðuefni og skýr ir þá staöreynd að um slika mismunun er ekki að ræða. Geir Geirsson segir m.a. i upphafi greinar sinnar: „Þaö vill jafnvel gleymast að skattar samvinnufélaga eru reiknaðir eftir nákvæm- lega sömu lögum og sömu álagningaraöferðum og fyrir annan atvinnurekstur. Aðeins Itekjuskattslögunum er greint á milli lögaðila eftir félags- formum í örfáum atriðum sem snerta sjálfan tilgang og eðli félagsformanna. Þessi sérákvæði hafa ekki aðeins að geyma hagræði fyrir samvinnufélögin. t þeim er t.d. einnig að finna ákvæði sem fela i sér mikilsverð sér- réttindi fyrir hlutafélögin, t.d. varðandi skattfrjálsa Utgáfu jöfnunarhlutabréfa og arð- greiðslur af þeim.” Geir Geirsson tekur það fram að á siðari árum hafa skattaákvæði um atvinnu- reksturbreytzt talsvert. Hann segir um það: „Mest af skattbyröi þessara aðila hefur færzt yfir á skatta sem ekki taka mið af tekjum. Má þar nefna aðstööugjöld og fasteignaskatta til sveitar- félaganna og til rlkisins má nefna gjöld eins og eignaskatt, launaskatt og tryggingargjöld til almannatrygginga og at- vinnuleysistrygginga.” t framhaldi af þessu getur Geir þess að t.d. launaskattur- inn muni að likindum verða meira en tvöfalt hærri en tekjuskattur allra félaga I landinu nú á þessu ári. Kröfur geröar til félaganna Um sérstöðu samvinnu- félaganna segir Geir Geirsson i sambandi við skattalagn- ingu: „Tilsamvinnufélaganna eru oft gerðar þær kröfur aö þau veiti félagsmönnum sinum og byggðarlögunum marg- háttaða þjónustu sem full þörf er á að veita en ekki er alltaf að sama skapi arðvænleg. Rekstur félaganna verður þó gjarnan umf angsm ikill og margbrotinn sem aftur hefur þaö I för með sér að þau opin- beru gjöld sem miðast við um- fang svo sem eins og aðstöðu- gjöld, hvila þungt á samvinnu- félögunum.” t umræðunum sem and- stæðingar samvinnustarfsins hafa gengizt fyrir er þvf oft veifaö að „forréttindi” þeirra komi fram i ákvæðum um skattmeðferð þeirra afslátta sem samvinnufélög veita félagsmönnum sinum. Um þetta segir Geir Geirsson m.a.: „Sú aðferð að endurgreiða ágóða i formi afsláttar á við- skiptum er að sjálfsögðu ekki bundin viö samvinnufélögin ein. Hér er um að ræða al- menna reglu, sem gildir jafnt fyrir öll félög og einstaklinga sem vilja skila gróða sinum aftur til viðskiptamanna i hlutfalli við viðskipti og veita þeim þannig sannvirði. Einka- fyrirtæki og hlutafélög veita oft afslætti i stórum stil, enda þótt slikt sé yf irleitt ekki mjög almennt og oft farið með slika afslætti af leynd, gagnstætt þvi sem á sér staö I samvinnu- félögunum.” Siðan rekur Geir Geirsson nánar hversu heimildir hluta- félaga eru hinar sömu og sam- vinnufélaganna I þessu efni. Frelsi einkaframtaksins S tofnsj óðirnir Andstæöingar samvinnu- félaganna hafa talið að stofn- sjóðir samvinnufélaga gæfu þeim hlunnindi um fram einkareksturinn. Hafa þeir m.a. haldið þvi fram að hér séu kaupfélögin að safna eigin fjármagni sem sleppi undan skatti. Um þetta segir Geir Geirsson: „Þetta er ekki rétt. Stofn- sjóðurinn er séreignasjóður, þar sem hver félagsmaður á sina innstæöu sem félagiö skuldar honum og kemur að lokum til meöaö endurgreiöa honum. Stofnsjóðurinn er þvi skuld félagsins en ekki eigin fjárreikningur.” Munurinn á stofnsjóðunum og hlutafjáreign kemur ekki sizt fram i þvi að engin sér- réttindi fylgja innstæðum félagsmanna, eins og er um hlutaféð. Um þetta segir Geir: „Af hlutaf járeign greiðist aröur eftir afkomu félagsins og atkvæðisréttur er miðaður við hlutareign. Hlutabréf geta gengib kaupum og sölum og er veröþeirra íhendi seljanda þá gjarnan miöað viö heildar- eignir félagsins. Hækki sjóðir félagsins gefst hluthöfum kostur á þvl að gefa út fri- hlutabréf án þess að sllkt verði skattskylt en heimildir til arð- greiðslu miðast siöan við hiö hækkaöa nafnverö bréfanna. Þessi heimild til hlutafélag- anna til þess að gefa út skatt- frjáls jöfnunarhlutabréf i samræmi við visitölu al- mennrar verðhækkunar er þessum félögum ákaflega mikilvæg, þvl að meö þvi að notfæra sérþessa heimild geta þau oft á tiðum margfaldað frádráttarbærar arðgreiðsiur sinar. Þá er þetta einnig mjög mikilvægt fyrir hluthafana Viljugur þjónn sem hentar þínum bíH Á bifreiðum nútímans eru þurrkuarmarnir af mörgum mismunandi stærðum og gerðum. Samt sem áður hentar TRIDON þeim öllum. Vegna frábærrar hönnunar eru þær einfaldar í ásetningu og viðhaldi. Með aðeins einu handtaki öðlast þú TRIDON öryggi og endingu. i TRIDON \yþurrkur- 1 tímabær tækninýjung Svona einfalt er það. Fæst á ölluml£5fSOJ bensínstöðvum og flestum varahlutaverslunum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.