Tíminn - 08.11.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.11.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 8. nóvember 1977 11 ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprent h.f. Áróðurinn á móti landbúnaðinum í blaði nokkru, sem er gefið út af áhrifamönnum i Sjálfstæðisflokknum, gefur öðru hverju að lita hin furðulegustu skrif um landbúnaðarmál. í stuttu máli er kjarni þeirra sá, að það væri hið mesta þjóðráð að leggja niður landbúnaðinn að mestu eða öllu og kaupa landbúnaðarafurðir frá öðrum löndum. Birtir eru alls konar útreikningar þessu til sönnunar, en undantekningalitið eru þeir þannig úr garði gerðir, að litil ástæða er til að elta ólar við þá. Kjarni þessa máls er ekki heldur sá, hvort einstaka sinnum kunni að vera hægt að flytja inn landbúnaðarvörur, sem séu ódýrari en þær, sem framleiddar eru i landinu, m.a. vegna þess, að landbúnaðurinn er rikisstyrktur með ýmiss konar hætti i viðkomandi löndum. Kjarni málsins er sá, hvort það sé hyggileg framtiðarstefna að hverfa að mestu eða öllu frá framleiðslu land- búnaðarvara og treysta nær eingöngu á innflutn- ing þessara vara. Ef menn ihuga þessi mál, hljóta margar spurn- ingar að risa: Hvaðan á þjóðin að fá landbúnaðar- vörur á timum, þegar aðflutningar til landsins gætu stöðvast af óviðráðanlegum ástæðum, t.d. á styrjaldartimum? Hvað á að gera, þegar þeir tim- ar koma, að sveltandi þjóðir verða færar um að kaupa landbúnaðarvörur i rikara mæli, birgðir af þessum vörum hætta að hlaðast upp og verðlagið hækkar? Hvað á að gera við þær þúsundir manna, sem nú hafa atvinnu beint og óbeint af landbún- aði? Gera menn sér grein fyrir þeirri stórfelldu röskun, fjárhagslegri, félagslegri og menningar- legri, sem hlytist af þvi, ef að ráðum málgagns þeirra Björns Þórhallssonar og Sveins Eyjólfsson- ar yrði horfið? Sennilega hafa þeir Björn og Sveinn ekki gert sér grein fyrir þessu, þótt blað þeirra reki um- ræddan áróður. En i öðrum löndum hefur áróðri eins og þessum verið rækilega svarað. Norðmenn og Sviar gætu vafalitið hagnazt eitthvað á þvi um stundarsakir að leggja meira eða minna af land- búnaði sinum niður og flytja inn landbúnaðarvör- ur. Þeir hafa samt eindregið horfið frá þessu. Þeir keppa þvert á móti að þvi að efla landbúnaðinn og telja það hyggilegustu framtiðarstefnuna. Sama gera Bretar og raunar allar þjóðir Efnahags- bandalags Evrópu. Allar þessar þjóðir veita land- búnað sinum meiri og minni styrki. Af þvi stafar offramleiðslan, sem nú er á landbúnaðarvörum i löndum Efnahagsbandalagsins. Forráðamenn þess lita þannig á, að hér sé um stundarerfiðleika að ræða, allrar landbúnaðarframleiðslu þeirra muni brátt verða full þörf, og vegna öryggis þeirra sjálfra i framtiðinni verði að viðhalda blómlegum landbúnaði. íslenzkur landbúnaður býr við ýmsa erfiðleika um þessar mundir. Vegna dugnaðar og framtaks bænda hefur framleiðslan aukizt svo mikið, að þurft hefur að flytja út landbúnaðarvörur i vax- andi mæli. Þetta er óhagstætt, a.m.k, eins og sakir standa. Bændur gera sér þetta bezt ljóst og hafa þvi gert ráðstafanir til að taka á sig sérstakar byrðar vegna þessa útflutnings og jafnframt undirbúið ráðstafanir til að takmarka framleiðsl- una i framtiðinni. Þess vegna hafa þeir lagt sér- stakt verðjöfnunargjald á kjötframleiðslu siðasta árs, sem nemur um 90 þús. kr. á visitölubú, en get- ur farið upp i 300 þús. kr. á stærstu fjárbúum. Þetta erþó aðeins byrjun þeirra ráðstafana, sem þeir hafa fyrirhugað. Þetta framtak þeirra ber að meta og virða i stað þess að óvirða þá og atvinnu- veg þeirra, eins og gert er i umræddu blaði. Þ .Þ. MM'Ílií' ERLENT YFIRLIT Nordli óskar eftir Kjarabætur geta ekki orðið á næsta ári sérstefnumál sín, og nefndi hann sérstaklega i þvi sam- bandi áform Verkamanna- flokksins um aö þjóönýta viö- skiptabankana. Lars Korvald, formaður þingflokks Kristi- lega fiokksins, ttík tilmælum Nordlis öllu betur, en varaði hann þó við þvi, að hann gæti átt von á harðri mótspyrnu Kristilega flokksins, ef ríkis- stjórnin reyndi að knýja fram löggjöf um frjálsar fóstureyð- ingar. Jákvæðastar undirtekt- ir fékk Nordli hjá Johan J. Jakobsen, hinum nýja for- manni þingflokks Miðflokks- ins. Jakobsen sagði, að rfkis- stjórnin hefði óskað eftir sam- starfi og væri það skylda sér- hvers flokks i Stórþinginu að skorast ekki undan þvi, eins og ástatt væri i efnahagsmálum þjóðarinnar, en rlkisstjórnin yrði þá einnig að taka tillit til sjónarmiða annarra flokka. Að umræðunum loknum lét Nordli svo ummælt við Ar- beiderbladet, aö yfirlýsing Jakobsens hefði verið það at- hyglisverðasta, sem kom fram I þeim. RÉTT áður en umræöurnar fóru fram, voru birt endanleg úrslit þingkosninganna, sem fóru fram um miðjan septem- ber, en rétt hafði þótt að láta fara fram nákvæma endur- talningu. Endanleg urðu úr- slitin þessi: Verkamanna- flokkurinn 972.439 atkvæði og 76 þingmenn. Ihaldsflokkurinn 569.476 atkvæði og 41 þing- mann, Kristilegi flokkurinn 279.759 atkv. og 22 þingmenn, Miðflokkurinn 198.586 atkv. og 12þingmenn, Sósialiski vinstri flokkurinn 96.248 atkv. og 2 þingmenn, Vinstri flokkurinn 73,693 og 2 þingmenn, Glistrupistar 38.880 atkv. og engan þingmann, Nýi þjóðar- flokkurinn 38.880 atkv. og engan þingmann, Rauða kosn- ingabandalagið 14.525 atkv. og engan þingmann, Kommiin- istaflokkurinn 8.449 atkv. og engan þingmann og loks ýmsir smáflokkar 8.709 atkv. samanlagt. Tölur þessar sýna, að kosn- ingafyrirkomulagið hefur reynzt óhagstætt Miðflokkn- um, Sósíaliska vinstri flokkn- um og Vinstri flokknum, þvi að atkvæði þeirra nýtast miklu verr en stærri flokk- anna. Þ.Þ. NORSKA blaðið Nationen, sem er málgagn Miöflokksins, segir að talsvert annað hljóð hafi verið i forustumönnum Verkamannaflokksins, þegar rætt var um stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar í Stórþing- inu um mánaðamótin siðustu, en fyrir réttu ári, þegar um- ræður fóru fram um stefnu- yfirlýsinguna þá. í fyrra lýsti Oddvar Nordli forsætisráð- herra mikilli bjartsýni og ánægju yfir þvi hve góðan árangur efnahagsstefna stjórnarinnar hefði borið. Framundan biði enn vaxandi velmegun, en llfskjör hafa farið batnandi i Noregi siðustu árin.Þá var það talinn hreinn barlómur, þegar talsmenn stjórnandstæðinga bentuá, að varlega bæri að treysta á oliu- gróðann, ef framleiðslukostn- aðurinn ykist óeðlilega. Nú lýsti Nordli verulegum áhyggjum sökum þess, aö framleiðslukostnaðurinn hefði aukiztmun meira i Noregi slð- ustu árin en i samkeppnis- löndunum. Þess vegna yrði nú að stefna að þvi, að halda frámleiðslukostnaðinum sem mest niðri. Ráðherrann taldi þessi mál þó ekki komin á það stig, aö nauðsynlegt væri að kref jast einhverra fórna af al- menningi, en hins vegar yrðu menn að sætta sig við óbreytt kjör og að ekki yrði unnt að auka kaupmátt launa á kom- andi ári. Trygve Bratteli, fyrrv. for- sætisráðherra, sem talaði einnig af hálfu Verkamanna- flokksins tók mjög I sama streng. Hann sagði flest benda til, að hin alþjóðlega efna- hagskreppa, sem lýsti sér I miklu atvinnuleysi viöa um heim, gæti oröið langvinnari en æ tlað var I fyrstu. Þ aö, sem menn hefðu álitiö að yrði að- einsstundarerfiðleikar, virtist ætla að vera langvinnt vanda- mál. Vegna aukinnar tækni og hagræðingar, bentinú margt i þá átt, aö ekki þyrfti að nýta nema um 80% mannaflans, en 20% hans fengi þá enga vinnu og yrði að njóta opinberrar framfærslu. Þetta væri ekki aðeins mikið fjárhagslegt vandamál, heldur siðferöilegt, þvi að öllu heilbrigðu fólki væri vinna nauðsynleg. Stærsta verkefnið væri þvi að tryggja öllum atvinnu. NORDLI forsætisráðherra varði miklum hluta ræðu sinn- ar til að fjalla um stöðu ríkis- stjórnarinnar sem minni- hlutastjórnar og afstöðu henn- arog Verkamannaflokksins til annarra þingflokka. Niður- staða þingkosninganna I haust hefði orðið sú, að ekki væri um annaö að ræða en að minni- Johan J. Jakobsen Oddvar Nordli hlutastjórn Verkamanna- flokksins héldi áfram. Verka- mannaflokkurinn fékk 76 þingsæti, borgaralegu flokk- arnir fjórir fengu 77 þingsæti samanlagt, og Sósiallski vinstri flokkurinn 2. Hann varð þvi lóðiðá vogarskálinni, sem réði úrslitum. Þar sem hann kýs heldur að veita rikis- stjórn Verkamannaflokksins. hlutleysi en stjórn borgara- legu flokkanna, situr Verka- mannaflokksstjórnin áfram. Nordli lýsti yfir þvi, að Verka- mannaflokkurinn myndi þó ekki leita stuðnings Sósialiska vinstri flokksins né semja við hann. Ríkisstjórnin myndi hafa á sama háttinn og á sið- asta kjörtimabili, en þá leitaöi hún samstarfs um hvert ein- stakt mál I einu og samdi ým- ist við flokkana alla eða ein- hvern einn þeirra. Nordli kvaðst vænta þess, að þessi aðferð myndi áfram gefast vel og sérstaklega skipti máli að samstaða gæti náðst um efna- hagsmálin. Af þessu hlytist einnig, að stjórnarflokkurinn gæti ekki komið fram öllum stefnumálum sínum, en hann myndi hins vegar ekki falla frá neinu þeirra. Af hálfu stjórnarandstöðu- flokkanna var tilmælum Nordlis um samstarf viö rlkis- stjórnina yfirleitt vel tekið. Káre Willoch, formaður þing- flokks Ihaldsflokksins, lagði þó áherzlu á, að gott samstarf gæti þvl aðeins tekizt, að Verkamannaflokkurinn reyndi ekki aö þvinga fram ’ iiJjÍDÉÉilttjKÝWi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.