Tíminn - 08.11.1977, Side 17

Tíminn - 08.11.1977, Side 17
Þribjudagur 8. nóvember 1977 17 Guðrún Bjartmarz F. 4. sept. 1901 D. 24. okt. 1977. Einn hinna sólfáöu daga I upp- hafi þessa vetrar, gekk ein af samstarfskonum úr Breiöfirö- ingafélaginu til min, þar sem ég beið eftir strætisvagninum og sagöi: „Veiztu, aö hún Guörún Bjart- marz er dáin?” „Nei, þaö hlýtur aö vera ein- hver misskilningur”, sagöi ég daufum eyrum: ,,Þau eru einmitt í skemmtiferð til sólarlanda bæöi tvö, Guörún og Óskar”. „En —, þaö er alveg áreiöan- legt. Þeir hafa sannfrétt það bræöurnir, synir þeirra”. Þaö varlikt og oft viö undarleg- ar fréttir, óskiljanlegar staö- reyndir veruleikans. Vissan seitlar inn i vitundina Eitthvaö sem var eöa allt, sem var verður aldrei framar. Þá ber allt blæ sólarlags, blæ hausts og kvölds. Þeim mun bjartari, sem dagurinn var, dag- urinn, sem kvaddi þeim mun höfgari skuggar, helgari þögn, dýpri friður. Bergmál löngu liöinna daga, horfinna radda fyllir hugann ang- urværð og söknuöi þess, sem var, en veröur aldrei framar. Og um hugann læddust þarna i sólskini haustsins og hversdags- ieiki götunnar, þar sem ég horföi á fallandi lauf i garöi nágrann- ans, stef úr ljóöi Steingrims: Aftansunna þegar þýö um þúsundlitan skóginn geislum slær og blikar blið bæði um lönd og sjóinn. Æska ég hef ást á þér. fyrir elli kné skal beygja. Fegurð lifs, þótt miklist mér, meira er hitt að deyja. Allar minningar um Guðrúnu Bjartmarz eru sveipaöar hrein- leika, hljóölátri tiginmennsku, heiöarleika og heilindum. 60 ára Einar Ólafsson rafhleðslumaður Einar Ólafsson rafhleðslu- maöur er sextugur i dag. Þaö er út af fyrir sig engin stórtiöindi. Þetta er aö visu bókhaldsatriöi i timatalinu, en breytir engu að öðru leyti. Einar veröur eftir sem áöur yngstur meöal jafnaldra sinna i Ferðafélagsbílunum þegarhaldiö erúrbænum, I Þórs- mörk, Landmannalaugar eöa eitthvaö annaö. Og hann verður eftir sem áöur mesti brandara- kallinn i feröalaginu. Einar er rafhleöslumaöur að atvinnu og þekkir þarfir raf- geymanna út í æsar, heilsufar þeirra og sálarlif, enda nýtur hann óskoraös trausts viðskipta- vinanna. En i fristundum sinum bregður hann sér upp til fjalla, ýmist einn sins liös eöa sem fararstjóri og leiösögumaður hinna og þessara ferðamanna- hópa og nýtur mikilla vinsælda i þeim ferðum, enda viðræðugóður og hjálpfús samferöamaður. I slikum feröum kemur einatt i hlut fararstjórans að ráöa fram úr liklegustu sem ólíklegustu vandamálum: það snýr kannski einhver sig á fæti eöa missir hælinn undan skónum; það skellur á blindþoka, kompásinn hefur oröið eftir heima o.s .frv. En Einar er úrræðagóður og lætur hvergi deigan siga. Hann kann sitthvaö fyrir sér i lækn- ingum og getur brugöið sér i skósmiðshlutverkið ef á þarf að halda; fyrir sérstaka eölisávisun gengur hann alltaf i rétta átt, jafnt I svartaþoku sem sólskini, og þegar hann hlær sinum áhyggjulausa hlátrihverfur hvert vandamál sem dögg fyrir sólu. Einar er mikill náttúru- vemdarmaöur, vakinn og sofinn að koma I veg fyrir aö gengið sé á hlut fagurra eöa sérkennilegra náttúrufyrirbæra, þar sem þvi verður viö komiö, ofan jaröar og neöan. En hann er ekki siður áhugasamur um ræktun og land- græðslu. Alkunnugt er, hvaö hann hefurlátið sérannt um gróðurinn i Þórsmörk, enda ber staöurinn þess glöggt vitni. En Einar hefur eitt framyfir alla grasafræöinga og landgræöslumenn. Hann er ekkert aö eyöa timanum I aö leggja á minniö hvernig plönt- urnar lita út eba hvað grösin heita. Ég held hann þekki varla danskan vingul frá Islenzku háliöagrasi. Einu sinni sem oftar kom einhver grúskarinn með blóm eöa gras til Einars og spuröi hvaö þaö héti. Einar svaraöi um hæl: Hvað heldurðu að ég viti hvaö þetta heitir, þaö veit það ekki einu sinni sjálft. Og bætti siöan viö: En þaö sprettur samt. Einar er lika áhugasamur um ýmiskonar gróðurtilraunir, bæði blóma og trjáa, t.d. hefur hann komiö sér upp sérstökum aldin- garöi með mismunandi tegundum austan undir Litla-Meitli i um 300 m hæö yfir sjó. Þar dundar hann löngum og gælir viö blóm og dýr. Einar er nefnilega sérstakur dýravinur og skilur m.a. fugla- mál, ekki siöur en mál samferða- fólksins, enda keppast mó- fuglarnirum að velja sér hreiður- stað I námunda við gróðrarstöð hans austan undir Litla-Meitli. Þeirvita sem er aö þareiga þeir hauk íhorni. Refurinn, útlaginn I Islenzka dýrarikinu, þekkir Einar íika að höfðingsskap og þeir skilja hvor annan. Iðulega hefur Einar boriö á borö fyrir hann á flötinni ofan viö skálann i Þórsmörk kjúklingasteik, sósur, sultutau og annað hnossgæti, ekki kannski með hnlf og gaffal og serviettu að hjálpartækjum, en af mikilli kurteisi samt. Sömuleiðis haga- músin, enginn hefur haldið henni dýrlegri veizlur eða staðið henni nær á erfiðum stundum en Einar Ólafsson. Ég held hinsvegar að Einar beri takmarkaða virðingu fyrir höfðingjum,hvortheldurer þessa heims eöa annars. Hann trúir á máttsinn og megin, enda er hann þykkur undir hönd og allur hinn kraftalegasti. Hann abbast ekki upp á neinn að fyrra bragði, en þaö kynni aö vera aö hann svar- aði fyrir sig ef að honum væri veitzt. Ekki öfundaöi ég þann sem þaö gerði. Annars er Einar mikill geðprýðismaður. Kunnugir segja aö hann hafi ekki skipt skapi siöan daginn sem hann fæddist. Þá rak hann upp nokkrar rokur, en enginn vissi hvort held- ur það var hlátur eöa grátur, sið- an ekki við söguna meir. Ekki kann ég að rekja ættir Einars Ólafssonar, ég held þó hann hafi einhvern tima trúaö mér f yrir þvi aö hann væri Ames- ingur, nánar tiltekið úr Olfusinu, en fæddur i Reykjavik. Hitt veit ég aö hann reykir ekki, drekkur ekki og tekur ekki i nefiö. Meira þori ég ekki aö fullyrða. Einar er meö afbrigðum barn- góöur og smáfólkiö veit hvaö klukkan slær i þeim efnum og safnast kringum hann hvar sem hann fer. Það fara ýmsar sögur af Einari og hann er þegar orðinn f ræg per- sóna i fleirum en einum skiln- ingi. Það hefur veriö kveðinn um hann visnaflokkur eins og forn- kappana, Einars rima Ólafsson- ar, hann hefur leitað uppi og kannað fleiri hella en flestir aörir Islendingar og hann er hinn ókrýndikonungur Bláfjallanna og Reykjanesskagans. Um fjölda ára hefur hann tölt um fjöllin meö bakpokann sinn, skriðið inn I holur og hella, þreif- að sig áfram, paufazt i myrkrinu langar leiöir i iörum jaröar. Eitt sumariö lá hann úti hingað og Framhald á bls. 23 Yfirskrift lifs hennar og ævi- brautar meitlað oröum Meistar- ans i f jallshliðinni forðum. „Sælir eru hjartahreinir, þvi aö þeir munu guö sjá”. Allar æöstu gjafir guös, allt sem næst er hönd hans, allt sem sprettur fram viö uppsprettur náttúrunnar, lindir guösandans, ber merki hreinleikans. Hreinleikinn er frumskilyröi lifsgæfu á jörö og eiliföar I von og ást: Sólargeislinn er hreinh. Regn- dropinn er hreinn. Blærinn er hreinn. Blómiö er hreint. Jafnvel blóm, sem vex upp úr velktum jarövegi. Mjöllin er hrein. Þaö eru hin ytri áhrif, sem óhreinka. Hin æösta fegurð er alltaf hrein. Um leiö og óhrein- indin læöast aö, ná tökum, hefst ógæfan, me ngunin, sem eytt get- ur öllu. „Sælireru hjartahreinir”er þvi ein æðsta áskorun Ðrottins, gjaj'- arans, skaparans um aö varö- veita gæfuna guösnálægö sálar- innar, sjón til aö sjá dýrð Guðs. Guðrún Bjartmarz bar þennan hreinleika meö sér, hvar sem hún var og vann. Hún var yfirleitt fálát og fáorð, hreinskilin, hispurslaus og sönn. Heima i stofu sinni og eldhúsi, sem húsfreyja og móðir og amma. í sumarferð til átthaga, sem hún unni af ævarandi tryggö, sem vinkona á fundum og samkomum félagsins. Þar vöktu þau hjónin óskar og Guörún alltaf sömu athygli, alltaf með unga fólkinu, i hópnum, i danssalnum. En samt alltaf út af fyrir sig. Alltaf þrepi ofar flatn- eskjunni, sem gripur fólk á gleði- stundum. „Glæsileg, hrein, ástfangin og samstillt i hverju spori”, svo að unga fólkið mætti af læra”, sagöi ég um þau i árnaöarorðum I fyrra. Þau blönduðu sér aldrei þeim fjölda, sem stundumer nefndur múgur. Hann bar alltaf tákn hins is- lenzka bónda. HUn var alltaf sýslumannsdótt- irin frá Sauðafelli. Þaöan — úr Dölunum, „báru alltaf hugur þeirra og hjarta sins heimalandsmót”. Hér ætla ég ekki aö rekja sögu Guðrúnar Björnsdóttur Bjart- marz. Það munu aörir gera viö útför hennar. Drengjunum þeirra: Biriil, Gunnari, Hilmari og Frey, tengdadætrum og barnabörnum votta ég dýpstu samúö á sorgar- stundu viö móöurkveöju. En heitast brennur hjarta hans, sem mest hefur misst. Ast þeirra var einstök, frábær, veitti þeim ævarandi æsku. Gaf þeim sam- fellda sólarferö. Þau gátu alltaf sungiö saman: Setjumst undir vænan viö. Von skal hugann gleðja. Heyrið sætan svanakliö. Sumariö er aö kveðja. Hann gengur nú i geislum ástar og döggvum harms, gengur reistu höföi sem ávallt fyrr, i ljósi Guös aö hinum dimmu dyrum. Þær veröa hinum hjartahreinu hlið himins, i trú, von og ást. Astvinir, samferöafólk og fé- lagar blessa og þakka. Arel. - Saumavélin sem eerir alla saumavinnu einfalda er NECCHI NECCHILYDIA 3 er fullkomin sjálfvirk saumavélmeðfríum armi. NECCHIL YDIA 3 er sérlega auðveld ínotkun. Með aðeins einum takka má velja um 17 mismunandi sporgerðir. NECCHILYDIA 3 mánota viðaðsauma, falda, þrœða, festa á tölur, gerahnappagöt ogskrautsaum, auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum. NECCHI LYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösku og fylgihlutum, og er þvíeinkar meðfcerileg í geymslu og flutningi. NECCHI L YDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvísir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góð greiðslukjör - 1 * Fást einnig víða um land. NECCHIL YDIA 3 kostar aðeins kr. 58.300. - W Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Vinsamlega athugið! Vegna mistaka birt- ist röng auglýsing i sunnudagsblaði Tim- ans, þar sem verð á Necchi Lydia sauma- vélum var rangt tilgreint — en þær kosta kr. 58.300.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.