Tíminn - 08.11.1977, Page 19

Tíminn - 08.11.1977, Page 19
Þriðjudagur 8. nóvember 1977 19 íslenzka landsliðið i handknattleik i brennidepli i V-Pýzkalandi Hryðj uverkamenn hótuðu að sprengj a íþróttahöllina ... * — sem Islendingar og V-Þjóðverjar léku landsleiki í Leiknum var hætt þegar 15. mín. voru til leiksloka SOS-Reykjavík. — /,Það varð uppi fótur og fit hér í Rutol Harbighalle í Elsen- feld/ þegar það var til- kynnt í hátalarakerfi húss- ins/ að allir væru beðnir að yfirgefa íþróttahúsið hið snarasta/ þar sem það hefði verið tilkynnt að sprengja væri í húsinu"/ sagði ólafur H. Jónsson í stuttu spjalli við Tímann. Ólafur sagði, að þegar áhorf- endur og leikmenn landsliða V- Þýzkalands og íslands, höfðu yfirgefið húsið, þegar leikhlé stóð yfir, hefðu 30 hermenn fariö inn i húsið til að leita að sprengjunni, sem búið var að tilkynna aö væri falin i Rutol Harbighalle. — Sú leit stóö yfir I klukkustund, en eft- irhana varhaldið þar áfram sem frá var horfið. En þegar búið var að leika 15 min. af siðari hálf- leiknum og staðan var oröin 17:12 fyrir V-Þjóðverja, var tilkynnt aö hætta yrði leiknum, þar sem Björgvin ekki með í HMí Dan- mörku? SOS-Reykjavik. — Allt bendir nú til að Hnumaðurinn snjalli, Björgvin Björgvinsson, sem hefur leikið 98 iandsleiki fyrir tsland I handknattleik, leiki ekki með landsliðinu á HM- keppninni I Danmörku. Meiðsli Björgvins á ökkla, sem hann hlaut á æfingu, eru mun atvarlegri en haidið var upphaflega —liðbönd siitnuðu og er hann nú með miklar gifs umbúðir um ökklann. Björg- vin mun að öllum Hkindum ekki geta byrjað að æfa, fyrr en eftir áramót og verour hann þá ekki tilbúinn fyrir ,,HM-slaginn”, sem hefst I lok janúar. sprengjuhótunum var haldið áfram, sagði Ólafur. — Það hefur ekki skeð áður i sögu handknattleiksins, að hætta þyrfti leik, þegar hæst stóð, vegna sprengjuhótana, sagði Olafur. Ólafur sagði aö á blaðamanna- fundi eftir þetta atvik, heföi lög- reglustjórinn i Elsenfeld sagt, aö það hefði ekki verið annað hægt en að stööva leikinn — af öryggis- ástæöum. Hann sagði, aö þegar fyrri hálfleikur leiksins stóð yfir, heföi verið hringt, og mannsrödd, sem sagðist tilheyra „Rauöu her- deildinni”, anga af Baáder- Meinhof-hreyfingunni, tilkynnt aö sprengja væri falin i Rutol Harbighallen. Lögreglustjórinn sagði að allar sprengjuhótanir væru teknar alvarlega. — „Við sendum þvi leitarflokk til iþrótta- hússins — en þá fannst engin sprengja, svo að við ákváðum, að leikurinn gæti haldið áfram”, sagði lögreglustjórinn. Lögreglu- stjórinn sagði siöan að þegar sið- ari hálfleikurinn hefði hafizt, hefðu þeir fengið fleiri upphring- ingar, þar sem hótað væri að sprengja iþróttahúsið i loft upp — og þá hefðu þeir séö sig tilneydda að láta leikinn hætta. — Þegar lögreglustjórinn var spurður um, hvort einhverjir hryöjuverkamenn heföu getaö ruglað saman Islandi og ísrael, sagði hann, aö það væri ómögu- legt, þvi að þegar iþróttamenn frá ísrael kepptu i V-Þýzkalandi, væri öflugur lögregluvörður, þar sem þeir kepptu. Þá sagði hann að þetta væri i fyrsta skipti i sög- unni, að hótað væri að sprengja i sambandi við kappleiki i Iþrótt- um, sagði Ólafur að lokum. ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON.... átti mjög góðan Ieik meö fs- lenzka landsiiðinu i Eisenfeid. VALDO STENZEL....þjáIfari V- I Þjóðverja „íslend- ingar Isterkari en ég látti von * Sty9 • • • — sagöi Valdo Stenzel, þjálfari log einvaldur v-þýzka landsliðsins SOS-Reykjavik. — „islenzka landsliðið lofar góðu og það á eftir að verða miklu sterkara, þegar leikmenn islands, sem leika hér i V-Þýzkalandi, Geir Hailsteinsson og Björgvin Björgvinsson bætast i hópinn”. Þetta sagöi hinn kunni v-þýzki landsliðsþjálfari, Vaido Stenzel eftir landsleiki V-Þjoöverja og islendinga, sem fóru fram I V- Þýzkaiandi um helgina. Stenzel var ekki ánægður með v-þýzka liöið, og sagði hann, að ástæðurnar fyrir þvi, að það náði sér ekki á strik gegn Is- lendingum, væru þær að hann byggði ljð sitt upp á 6 leikmönn- um, sem hefðu litið getað æft saman að undanförnu — aöeins -fengið 1-2 samæfingar. Þessir menn náöu ekki saman gegn ís- lendingum, og þvi hefðu aðrir leikmenn fengið aö spreyta sig. — íslenzka liöið var mun sterkara heldur en ég átti von á, þegar þess er gætt, aö það vant- aði 5-6 af beztu leikmönnum sin- um. Þetta sýnir aö islenzka liðið hefur meiri breidd en viö — 20 sterka leikmenn, á móti 6 hjá okkur, sagði Stenzel, og vöktu þessi ummæli hans mikla at- hygli.bæðihjá V-Þjóðverjum og tslendingum. Glæsibyrj un íslendinga — dugöi ekki gegn V-Þjóðverjum i Elsenfeld — tslenzka landsliðið i hand- knattleik kom heidur betur á óvart I V-Þýzkalandi um helg- ina, þar sem liðið lék tvo lands- leiki gegn V-Þjóðverjum. Fyrri leik þjóöanna, sem fór fram I Ludwigshafen, lauk með naum- um sigri V-Þjóöverja — 18:16, en sfðari ieiknum, sem fór fram i Ensenfeid, var hætt, þegar staðan var 17:12 fyrir V-Þjóð- verja og 15 min. til leiksloka. Eins og fram kemur hér annars staðar á siöunni, var leiknum hætt vegna sprengjuhótana I Rutol. Harbighalle. Arangur islenzka liðsins kom mjög á óvart, þar sem meö lið- inu léku ekki fimm af fasta- mönnum þess — Björgvin Björgvinsson, Ólafur Bene- diktsson, Ólafur H. Jónsson Axel Axelsson og Geir Hall- steinsson. íslenzku leikmennirnir börð- ust mjög vel i leikjunum og léku þeir einfaldar leikfléttur, sem* Valur og Vikingur leika — og þessar einföldu leikfléttur voru árangursrikar, þvi að V-Þjóð- verjar, meö sina hörðu varnar- menn.áttu erfitt með að finna svör við þeirm Varnarleikur is- lenzka liðsins var þá mjög góö- ur, en þegar vörnin riðlaöist, opnaðist hún yfirleitt mjög mik- ið. Gunnar i ham. Gunnar Einarsson, mark- vörður islenzka liösins, var I miklum ham I Ludwigshafen — hann varöi oft mjög vel, og tvis- var sinnum varöi hann vitaköst frá V-Þjóðverjum i leiknum. V-Þjóðverjarnir byrjuðu af full- um krafti og komust yfir 7:3 og siðan 8:4, en þá kom góður spretturhjá Islenzka liðinu, sem náði aö jafna — 8:8. I siðari hálfleik náðu V-Þjóðverjarnir siðan aftur fjögurra (17:13) marka forskoti, en Islenzka liðiö náði að minnka muninn i eitt mark 17:16ensiðasta mark leiks- ins skoruðu V-Þjóðverjarnir úr vitakasti. Mörk tslands: Jón Karlsson 4,Þorbjörn G. 4, Ólafur 3, Þorbergur2, Bjarni 1, mJón Pétur 1 ogÞorbjörn 1. Glæsibyrjun tslenzka liöið náði glæsibyrj- un i siðari leiknum, sem fór fram i Elsenfeld. Leikmenn liösins náðu 100% nýtingu i byrj- un leiksins og komust yfir — 5:2. Þá fóru V-Þjóöverjar i gang og komust yfir 10:9 fyrir leikshlé. Þá kom klukkutima hvild, á meöan leitað var aö sprengju i iþróttahúsinu. Siðan var byrjað aftur, og vargreinilegt aö hvild- in hafði haft slæm áhrif á is- lenzku leikmennina, sem náðu sér ekki á strik I siöari hálfleik — þeir kólnuðu niður, á meðan aö leitað var aö sprengjunni. Fyrstu 6-7 min. i siðari hálf- leik voru afleitar hjá islenzka liðinu og þegar hætta varð leiknum,um miöjan hálfleikinn, var staðan 17/12 fyrir V-Þjóð- verja. Þorbergur Aðalsteinsson átti mjög góðan leik i Elsenfeld — hann skoraði 3 mörk, en aðrir sem skoruðu voru: Þorbjörn Guðmundsson 3, Jón Karlsson 2, Ólafur Einarsson 3 og Arni Indriðason 1. —SOS JÓN H. KARLSSON.... fyrirliöi landsliðsins, og félagar hans, komu á óvart.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.