Tíminn - 20.11.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.11.1977, Blaðsíða 13
 Sunnudagur 20. nóvember 1977 Tíminn heimsækir Stöðvarfjörð 13 Myndir og texti SSt i „Mamma er dti aö vinna og ég er aö passa litla bróöur”, sagöi stelpan til hægri á myndinni: Þær voru búnar i skólanum þennan daginn og löbbuöu um plássiö til aö gera eitthvaö. í Stöðvfirðingar hafa nú eignazt nýjan togara, Kambaröst SU 200, sem miklar vonir eru bundnar við. > Par er ungt fólk í miklum meirihluta. íbúar á Stöðvarfirði tóku virkan þátt í togarakaup- unum og lögðu fram 12-13 milljónir til þeirra. Hér sjást nokkur þeirra nýbyggöu húsa, sem eru á Stöövarfiröi, en þar eru nýbvggö hús i miklum meirihluta. J lura Póstur— Simi— Banki — Kaupfélag Fyrir tiltölulega afskekkt byggðarlög er verzlun þjónusta og samgöngur veigamikill þátt- ur. Stööfirðingar verða að telj- ast allþokkalega settir á „lands- byggðar visu”. Póstbill fer til Egilsstaða nokkrum sinnum i viku og nær i þaö sem kemur með flugvélunum aö sunnan. A Stöðvarfirði er nú nýtt pósthús sem auk þess að vera póshús og simstöð er nokkurs konar mið- stöð og geymsla fyrir allan mögulegan varning yfirleitt. Þangað sækja Stöðfirðingar t.d. blööin sin og kannski hámóðins skyrtu sem keypt var i Faco fyrir sunnan. Leiðin til Egils- staða er oftast nær þolanleg en helzt vill hún lokast á Fagradal fyrir sunnan Egilsstaði en yfir- leitt er snjólétt þegar kemur suður á Firði. Fyrir ári eða svo flutti Sam- binnubankaumboðið á Stöövar- firði i nýtt og glæsilegt hús. Kaupfélag Stöðfirðinga er viö lýði eins og vera ber, og var það stofnað 1931. Helzta starfsemi þess er auðvitað verzlunar- rekstur með matvöru, fatnaö, búsáhöld og fl. en það sér að auki um að panta timbur og ýmislegt sem þarf til húsbygg- inga og það starfrækir einnig sláturhús á Breiðdalsvik. Þar lauk slátrun fyrir skömmu og var slátrað i ár um 12.000 fjár sem er heldur meira en i fyrra. Það sem helzt háir starfsemi Kaupfélagsins nú er húsnæði þess. Það hefur starfsemi sina i gömlu timburhúsi, sem er eitt elzta húsið á Stöðvarfirði, byggt um 1890. Innréttingar hafa verið lagaðar til i samræmi við breytta tima en mikið vantar á að þar sé bjart og rúmgott verz luna rhús n æði. Er nú rafmagnið farið einu sinni enn? Yfir vetrartimann er raf- magnsleysi næsta daglegt brauð á Stöðvarfirði og reyndar á öðrum plássum þar i grennd. Kemur það sér afarilla fyrir staði eins og Stöðvarfjörð, Breiðdalsvik og Djúpavog, þeg- ar loðnubræðsla er i fullum gangi og ekkert má út af bera til þess að heilu loönufarmarnir eyðileggistekki.Þessir staðir fá rafmagn frá Grimsár- og Lagarfossvirkjunum og liggur lina yfir Stuðlaheiði sem mun vera ein hæsta linan á landiiiu i um 850 m hæð yfir sjó. Bilanir á þessari linu eru þvi mjög tiðar á vetrin vegna snjöþyngsla og veðrahams. Engum vanalegum farartækj- um er fært upp á heiðina um vetrartimann og verða rafvirkj- ar og aðrir viðgerðamenn að ferðast á snjósleðum og fót- gangandi. Eins konar stjórnstöð raf- magnsmála er á Egilsstöðum og ef meiri háttar bilanir ber að höndum fara menn þaðan ásamt rafvirkjum og vélvirkj- um frá Fáskrúösfirði og Stöðvarfirði til viðgerða. Diesiístöð er á Stöðvarfirði og er hún eina varaskeifan þar, ef rafmagnið ferskyndilega. Nú er áformað að ný og stærri diesil- stöð veröi fengin þangað og sú sem fyrir er flutt til Breiðdals- vikuren eins og er vantar diesil- rafstöð þar. Verið er að byggja aðveitustöö á Stöðvarfirði og gert er ráö fyrir að hún verði fokheld i vetur. Tveir rafvirkjar starfa nú á Stöðvarfirði og Breiödalsvik og eru dagleg störf þeirra helzt þau að annastlagnir i ný hús ogýms viðhaldsstörf sem til falla hverju sinni. Helztu hugmyndir um varan- legar úrbætur i rafmagnsmál- um Suðurfirðinga eru þær aö linu verði komið upp frá Grimsárvirkjun niður yfir Oxi og niður i Berufjörð. Enn hefur ekki verið hafizt handa með þá framkvæmd, en það er mjög að- kallandi að einhverjar úrbætur veröi gerðar eins fljótt og kostur er. Skólinn of litill að byggja við skólann með það i huga að 8. bekkur verði hér á- fram. Það hefurhins vegar ver- ið orðrómur uppi um að taka af okkur 8. bekkinn, svo að hér yrðu þá aðeinS 7 bekkir. — Yröi 8. bekkur þá einnig á Eiðaskóla? — Þaö er varla vitaö, en það — Hvernig eruð þið settir með skóla hér? — Sú eina skólabygging sem hérer, var byggö fyrir u.þ.b. 10 árum og var ekki annað sjá þá en hún væri allrifleg aö stærð, en nú þegar er skólinn orðinn of litill. Þetta er grunnskóli og höf- um við 8 bekki hér, en krakkar verða aö ljúka 9. bekk I Eiða- skóla, og er hann lokaáfangi þeirra, sem ekki fara í lengra Þetta er Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar, sérlega snyrtilegt hús, og hér veröur aðastarfsemi þeirra fimm fiskvinnslufyrirtækja sem sameinuð voru i ársbyrjun 1976. Undanfarið hafa vcriö gerðar mikiar endurbætur á húsinu, byggt hefur verið utan um og yfir gamla húsið, en sem stendur er það ekki alveg tilbúið. Veggskreytingin á húsinu er gerð af ungum manni Iplássinu, Geir Jónssyni. arbyggingum, og þá með hlið- sjón af þvi fyrst og fremst, að hafa þær ódýrar og ekki stórar. — Hefur eitthvað verið hugað að blokkabyggingum hér? — Við höfum veriö að velta fyrir okkur að byggja lltið fjöl- býlishús sem yrði væntanlega 6- 8 ibúöir, en engin ákvörðun hef- ur verið tekin um blokkarbygg- ingu ennþá. — Hvernig eru aðföng hér með steypu, timbur og annaö sem þarf til húsbygginga? — Það má heita að það hafi verið 1 sæmilegu lagi undanfar- ið. Á Breiðdalsvlk er nokkurs konar vtsir að steypustöð, en þar er steypubíll, og þar er séð um að sandur og fl. sé til og höf- um við notið góðs af. Timbur fá- um við hins vegar hjá Kaupfé- laginu. nám. Nú eru uppi áform um að byggja við skólann hér, og þau mál eru sem stendur I athug- un, en ekki er hægt að segja um hve fljótt verður hafizt handa. Við stefnum að sjálfsögðu að þvl f\TI AÐKALLANDI hefur verið nefnt I þessu sam- bandi, og eins hefur veriö talaö um að aka skólabörnum til Fá- skrúösfjarðar. Endurbætur á höfninni sem allra fyrst — Eitt þeirra verkefna sem eru hvað mest aðkallandi hjá okkur núna, eru gagngerar end- urbætur á höfninni. Sú sem við höfum núna, er orðin alltof litil. Aðstaðan fyrir togarann til að athafna sig er afleit, og ef hann er að landa er alls ekki pláss fyrir önnur skip, sem er baga- legt yfir loðnuvertlðina t.d. Þaðsem fyrst og fremst þarf að gera er að auka viðlegurými fyrir skip svo og að bæta at- hafnaaðstöðu. Félagslif i daufara lagi Björn var siðast spurður aö þvi, hvernig félagslifi væri hátt- að á Stöðvarfirði. — Félagslif er ekki sérstak- lega blómlegt hérna, og kemur hvort tveggja til að hér er léleg aðstaða, þar sem félagsheimili er litiö og ófullkomið og tima- leysi. Það segir sig sjálft, að þegar mikill fiskurberst á land, verða þeir að vinna sem geta unnið, og yfirleitt er þá unniö fram á kvöld. Hér er starfandi Lionsklúbbur, og eru margir virkir félagar þar, og svo er hér kvenfélag og ungmennafélag. íþróttir eru helzt stundaöar á sumrin, þegar timi er til, og þá mest fótbolti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.