Tíminn - 20.11.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 20.11.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. nóvember 1977 23 liíÍMli 22.45 Kvöldtónleikar a. Sinfóniuhljómsveit LundUna leikur „Radetzky- mars” eftir Johanns Strauss og Ungverskan mars eftir Johannes Brahms: Charles. MacKerras stj. b. Óperu- hljómsveitin i Monte Carlo leikur „Blýfluguna” eftir Rimsky-Korsakoff: Roberto Benzi stj. c. Sinfóniuhljóm- sveitin i Lundúnum leikur Ungverska rapsodiu nr. 4 eftir Franz Liszt: Antal Dorati stj. d. Sinfónluhljóm- sveitin i Vin leikur „Suð- rænar rósir” vals eftir Jo- hann Strauss: Wolfgang Sawallisch stj. e) Hljóm- sveitin Philharmonia I Lundúnum leikur „Trúða- dans” eftir Smetana, „Greensleeves” fantasiu eftir Vaughan Williams og „Elddans” eftir de Falla: George Weldon stj. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 20. nóvember 16.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. H eimiliser jur Þýðandi Kristmann Eiðsson 17.00 Þriðja testamentið. Bandarlskur fræðslu- myndaflokkur i sex þáttum um trúarheimspekinga,sem hafa haft djúpstæð áhrif á kristna siðmenningu. 2. þáttur. Blaise Pascal. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundin okkar (L að hluta) Þátturinn birtist nú I fyrsta skipti á þessum vetri I nýjum búningi. Ruth Reginalds syngur, litið er inn i dansskóla Eddu Scheving og Eva Maria Jdnsdóttir, 6 ára, les sögu eftir sjálfa sig. Sýnd er teiknimynd um stelpu, sem heitir Doppulina og fyrsti hluti kvikmyndar Óskars Gi'slasonar, Reykjavikur- ævintýris Bakkabræðra, sem verður framhaldsmynd i' Stundinni okkar. Umsjón Asdis Emilsdóttir. Kynnir /-ásamt henni Jóhanna Kristin Jónsdóttir. Stjórn • upptökuAndrésIndriöason. 19.00 Skákfræðsla (L) Þáttur i umsjá Friöriks Ólafssonar stórmeistara. Rifjuö verða upp undirstöðuatriði og meginreglur skáklistar- innar. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Samkór Vestmannaeyja Kórinn syngur undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Stjórn Upptöku Egill Eðvarösson. 20.55 Gæfa eða gjörvileiki Bandariskur framhalds- myndaflokkur, byggöur á sögu eftir Irwin Shaw. 6. þáttur. Efni fimmta þáttarr Rudy hittir Julie að núju, og þau fara að sjá Tom ihnefa- leikakeppni. Það slær I brýnu með bræðrunum eftir keppnina, þegar Rudy býðurTom atvinnu. Teresa, kona Toms, reiðist manni sínum, þegar hann hafnar tilboðinu, fer frá honum og tekur son þeirra með sér. Tom á nú tveggja kosta völ: Að hefja leit að konu sinni og barni eöa halda áfram hnefaleikum. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.45 ,,Guð gaf mér eyra” Kanadisk fræðslumynd. Lýst er nýrri aðferð viö tal- kennslu heyrnarskertra barna og bent á nauðsyn þess, að skert heyrn sé upp- götvuð sem allra fyrst. Þýðandi og þulur Dóra Haf- steinsdóttir. 22.15 Að kvöldi dags (L) Vilhjálmur Þ. Gislason, fyrrverandi útvarpsstjóri, Hytur hugvekju. 22.25 Dagskrárlok. David Graham Phillips: 71 SUSANNA LENOX Jón Helgason ,,Ja — fyrst svo er, þá er bezt fyrir yður að hætta við þessa starfsgrein og yfirgefa Bob." „Get ég ekki fengið starf, nema — ég geri þetta, sem þér voruð að ympra á?" „ Ekki jafn falleg stúlka og þér eruð. Og þær, sem ekki eru fallegar vill fólkið ekki sjá". Súsanna gekk fram að dyrunum, sen hún hafði komið inn um, „Nei hinar dyrnar", sagði Blynn og var fljót- mæltur. Hann vildi ekki, að skrifstofudrengurinn læsi það úr svip Súsönnu, hvaða ósigur hann hafði beðið. Hann stóð upp og opnaði dyr, sem lágu fram að gangin- um. Súsanna fór út. „Hugsaðu um þetta", sagði hann. „Kömdu aftur eftir einn eða tvo daga, og þá getum við talað betur um þetta". „Þakkir", sagði Súsanna. Hún var honum alls ekki reið. Henni var svipað innan brjósts í návist hans og Jeppa Fergusons. Það var ekki vert að álasa honum. Svona var lífið — þetta var einn þátturinn sem löghelg- aður var í sambúð mannanna — álíka og hjónabandið og allt annað. „Ég skal reynast þér drengur," sagði Blynn bliðlega. ,, Ég er ekki neinn harðjaxl — og af því er það, að ég verð aldrei ríkur. Allir aðrir kref jast meira en ég, en láta þó minna af hendi rakna". Hún leit á hann með þeim svip, sem honum fór ekki úr huga næstu klukkustundirnar. „ Þakkir. Verið þér sælir", sagði hún, gekk niður mjóan, slitlegan stigann — og út á hin villugjörnu stræti, þar sem úði og grúði af ókunnugu fólki. 17. Þegar hún kom heim, fór hún inn í herbergi Burling- hams og tíndi saman eigur hans — f öt slitna og margsól- aða skó, nærföt, óhreina skyrtu, tvö skyrtubrjóst og handlín, skeggbursta, tannbursta, skósvertudós og skó- bursta. Hún bjó um þetta eins vel og hún gat og bar bögg- ulinn síðan inn í herbergi sitt. Þessu næst bjó hún um eig- ur sínar — tvær blússur, pils, tvenna sokka, náttkjól og fáein snyrtitæki. Með þessa böggla tvo fór hún niður í skrif stof una. „Ég kem til þess að láta yður vita", sagði hún ofur- hversdagslega við skrifstofumanninn, „að við getum ekki borgað það, sem við skuldum. Burlingham liggur á sjúkrahúsi — þungt haldinn af taugaveiki. Hér er einn dalur og áttatíu sent. Það getið þér fengið, en samt væri ég fegin ef ég mætti halda þessum aurum, því að við eigum ekki aðra peninga". Skrifstof umaðurinn kallaði á forstöðumanninn, og Sú- sanna endurtók það, sem hún hafði sagt. Þegar hún hafði lokið máli sínu, mælti forstöðumaðurinn, smávax- inn, f jörlegur maður með mikið, svart skegg: „Nei, þér skuluð eiga þessa aura. Og ég vildi gjarna bjóða yður að vera hér áfram. En við rekum þennan gististað handa fólki, sem ekki hefur úr miklu að moða og berst i bökkum. Ef ég bryti settar reglur einu sinni.." Hann pataði út í loftið og horfði reiðilega á hana, eins og hann héldi að hún ætti sök á því að hann var í stöðu sem krafðist þess að hann berði niður- hverja góða hugs- un. „ Ég á fyrir konu og börnum á sjá, ungf rú. Hvað yrði um þau, ef ég ræki gistihús mitt eins og góðgerðastofn- un?" „Ég myndi ekki þiggja það, sem ég get ekki borgað", sagði Súsanna. „Undir eins og ég hef unnið mér inn pen- inga...." „Þér skuluð ekki gera yður áhyggjur út af því", greip forstöðumaðurinn fram í fyrir henni. Hann sá nú, að þessi stúlka myndi aldrei valda honum neinum vandræð- um. Hann hélt áfram i vingjarnlegri tón: „Þér getiði verið hér, þangað til fyllist". „Gætuð þér þá ekki lofað mér að gera eitthvað — ganga um beina eða taka til í herbergjunum eða hjálpa eldastúlkunum?" „Nei við þurfum ekki á hjálp að halda. Bærinn er full- ur af atvinnulausu f ólki. Þér getið ekki ætlazt til þess, að ég fari að segja upp..." „Fyrirgefið ", sagði hún. „Ég gæti að minnsta kosti ekki borgað nema svo sem tólf dali á mánuði og svo uppihaldið", hélt forstöðu- maðurinn áfram. „Og vinnan sú arna — hún er ekki bjóðandi hefðarmey eins og yður". Hefðarmey! Hún leit undan, alveg rrngluð. Et hann vissi uppruna hennar!" „Ég vil gjarna gera, hvað sem er. Ég er ekki nein hefðarmær", sagði hún. „En ég verða að fá að minnsta kosti tíu dali útborgaða á viku". „Þess háttar störf er ekki hér að fá", sagði forstöðu- maðurinn, en þótti þó vænt um, að hún skyldi líta svona stórtá sig: „Þess háttar kjör fær byrjandi hvergi." „Ég skal samt fá þetta kaup", sagði Súsanna lágt. „Ég vil ekki telja úr yður kjark, en .... ". Hann var far- ið að gruna hvers vegna hún vildi einmitt fá þetta kaup, svo að hann talaði ekki eins hranalega og áður. „Ég vona, að yður farnist vel. Gefizt bara ekki upp, þótt á móti blási". Hún brosti til hans. Hann hneigði sig og forðaðist að horfa í augu hennar. Hún tók pinkla sína og gekk út. Þetta var um heitasta leyti dagsins, og á göturnar, sem hún fór, bar hvergi skugga. Hún varð því fljótt mjög þreytt, ekki sízt þar sem það bættist ofan á annað, að hún hafði ekki bragðað mat frá því kvöldið áður. Hún var náföl í andliti, er hún kom inn í skrifstofu sjúkra-. hússins og afhenti böggul Burlinghams. Bókarinn sagði * henni að að sjúklingurinn væri við það sama. Hún fór aftur út á götuna og reikaði um stefnulaust. Hún vissi vel, að hún þurftí að nærast, en henni varð f lökurtver hún hugsaði um mat. Hún barðist lengi við þá freistingu að fara inn í skrifstofur „Frjálsrar verzlun- ar" og spyrja eftir Roderick Spenser. Henni kom til hug- ar, að vinsemd hans kynni að hafa verið aðeins sfundar- titlöðun, sem hann hefði iðrazt fyrir löngu. Henni fannst endilega, að hann myndi hjálpa henni, ef hún leitaði á náðir hans. „En ég get það ekki", sagði hún við sjálfa sig.,, Ekki eftir það, sem ég hef gert". Nei, hún gat ekki komið á f und hans, fvrr en hún var orðin svo stæð að geta endurgoldið skuldina. Og innst inni fannst henni líka hvíla yf ir sér einhver bölvun. Urðu ekki allir, sem lögðu henni lið, fyrir einhverju slysi? Og sú niðurstaða, sem hún komst að um síðir, var skýr: Hún ætlaði að heyja sína baráttu ein. Eftir stef nulaust reik í heila klukkustund kom hún loks að stóru vöruhúsi. Hún fór inn og gaf sig að öldruðum manni, vel búnum og berhöfðuðum. Hún þóttist sjá — sem líka var —aðþetta væri umsjónarmaður búðarinn- ar. „Hvar á maður að leita fyrir sér um vinnu?" spurði hún. Hún hafði árætt að ávarpa hann, af því að hann var svo ving jarnlegur á svipinn. Hann laut ívið f ram á með svip, sem jók traust hennar á honum. En jafnskjótt og spurn- ing stúlkunnar hafði komizt inn úr hinu ytra gervi til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.