Tíminn - 25.11.1977, Side 1
t
GIST1NG
MORGUNVERÐUR
. RAUDARÁRSTÍG 18
SÍMI 2 88 66
263. tölublað —Föstudagur 25. nóvember—61. árgangur
Fyrir
vörubila
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu-
dri
Ný þyrla
GV-ReykjavIk. Starfsmannafélag
Landhelgisgæzlunnar hyggzt nú
byggja sér fjögur orlofsheimili á
jörð, sem félagið á I
Austur-Barðastrandasýslu. Til að
fjármagna þessar framkvæmdir,
sem hefjast á vori komanda,
hefur verið gripiö til ýmissa ráða,
s.s. frjálsra framlaga félaga I
sjóð, loforð hefur fengizt fyrir
lánveitingum til þess arna og nU
hyggst felagið selja happdrættis-
myða þessu til fjármögnunar.
Abalsöludagurinn verður 28. nóv.,
og að sögn Höskulds Skarphéöis-
sonar, sem er I stjórn orlofs-
nefndar Landhelgisgæzlunnar,
varð sá dagur fyrir valinu, þar eð
þá fæst fullnaðarsigur yfir land-
grunninu, þvl þá sigla Þjóðverjar
út með flota sinn.
Höskuldur sagöi að félagsllf
starfsmanna Landhelgisgæzlunn-
ar hefði aukizt mikið við þaö að
álag á starfsmennina minnkaöi
og auknar voru inniverur manna,
og að starfsmenn Landhelgis-
Framhald á bls. 23
í smíðum
Landhelgisgæzlan:
Nauösynlegt er að skapa fleiri atvinnufyrirtæki á Norðurlandi, og er það vilji Sauðkræklinga að f
myndinni má sjá vestari kvislina.
Rís steinullar-
verksmiðja í
Skagafirði?
áþ — Frumathugunum á stein-
efnasýnum Ur Skagafirði er lokið
og innan fárra daga á að senda
sýnishorn utan til frekari rann-
sókna. Hér er um að ræða fyrsta
skrefiö f áttina til steinullarverk-
smiðju, sem Sauðkræklingar hafa
mikinn áhuga á að risi I nágrenni
við kaupstaöinn. Þær athuganir
sem gerðar hafa veriö, Iofa góðu,
en f Ijós kom að nægar námur eru
rétt við bæjardyrnar, eða við ósa
Héraðsvatna. Fulltrúar frá er-
lendu fyrirtæki voru hér á landi
fyrir skömmu og vildu þeir
tryggja sölu á 11 til 13 þúsund
tonnum af steinull á ári, gegn þvi
aö vélar yrðu keyptar frá þeim.
— Sú náma sem fannst er ein af
þremur, sem á að kanna nánar,
sagði Þórir Hilmarsson bæjar-
stjóri á Sauðárkróki, en þessi er
viö ósa Héraðsvatna. Hún viröist
vera næstum óþrjótandi og hægt
yrði að staösetja verksmiðjuna
þannig, að óþarft væri aö flytja
efnið að langar leiöir. Nú á að
senda út sýni til frekari rann-
sókna, og þegar nægar niðurstöð-
ur liggja fyrir, þarf að senda út
a.m.k. fimmtán tonn til vinnslu. 1
þvi sambandi hefur verið rætt um
Ameriku.
Eins og kom fram I upphafi
voru hér fulltrúar erlendrar
steinullarverksmiðju. Þeir könn-
uðu aöstöðu, til framleiöslu á
steinull og höfðu I huga verk-
smiðju sem gæti framleitt 15 þús-
und tonn á ári. Ef Islendingar
keyptu allar vélar og tæki frá er-
lenda fyrirtækinu, væri það tilbú-
ið að tryggja sölu á 11 til 13 þús-
und tonnum á ári, næstu fimm ár-
Rannsóknir
lofa góðu
in að sögn fulltrúa þess. Einkum
mun erlenda verksmiðjan hafa á-
huga á að fá þungar steinullar-
mottur, sem notaöar yröu til ein-
angrunar I veggjum og þökum.
Mikill skortur er á vöru af þessu
tagi á erlendum mörkuðum og
taldi Þórir litinn vafa á að hægt
yrði aö starfrækja fleiri en eina
verksmiöju hér á landi.
Stofnkostnaöur viö verksmiðju,
sem gæti framleitt 15 þúsund tonn
af steinull á ári, er talinn vera um
2,5 milljarðar króna. Hún getur
veitt liðlega 50 manns atvinnu við
framleiðslustörf, en fjöldinn yrði
mun meiri séu hafðar I huga þær
þjónustugreinar sem myndu
spretta upp.
— Við munum vinna áfram I
málinu.sagöi Þórir. -^Um það er
samstaöa i bæjarstjórn og meðal
bæjarbúa.
Ian Smith:
Reiðubúinn
að samþykkja
atkvæðisrétt
blökkumanna
Bulawayo, Ródesiu-Reuter. Ian
Smith forsætisráðherra sagði I
dag að hann væri reiðubúinn til að
samþykkja að hver og einn af 6,5
milljónum blökkumanna og 268
þúsundum hvitra I landinu fengju
jafnan atkvæðisrétt, ef það yrði
til þess að koma á árangursrikum
viöræðum við þeldökka þjóð-
ernissinna i landinu.
Smith sagði fréttamönnum, að
eftir að siöasta Ensk-Ameriska
frumkvæöið til friðarviöræðna
hefði brugðist hefði hann boöiö
leiðtogum stjórnmálaflokka
blökkumanna I Ródesiu til við-
ræöna við hvltu minnihlutastjórn-
ina.
„Svörtu leiötogarnir hafa án
undantekningar lagt rika áherzlu
á, að eina leiðin til að hægt verði
að koma á árangursrfkum við-
ræðum, væri að stjórnin viður-
kenni aö stjórna bæri af meiri-
hluta, sem kosinn væri af öllum
fullorðnum”.
Smith sagði, aö fyrirhugað væri
að viðræöur við þrjá flokka leiö-
toganna Muzorewa, Sithole og
Chirau hefjist I næstu viku.
„Vandamálið er ekki þess eölis,
aö takast megi að leysa það á
nokkrum vikum, en við vonum að
á næstu mánuðum fari árangur-
inn aö sýna sig” sagði Smith.
Þorskstofninn:
Veiðibann
fyrir
áramót
JS-Reykjavik. A rikisstjórn-
arfundi I gær var fjallað um
þörfina fyrir frekari friðunar-
aðgerðir vegna þorskstofns-
ins en þegar hafaverið fram-
kvæmdar á þessu ári.
Eins og kunnugt er, hefur
þorskaflinn á þessu ári þegar
komizt langt upp fyrir þaö
mark, sem fiskifræðingar
telja skynsamlegt.
Matthias Bjarnason, sjá-
varútvegsráðherra, sagði I
gær, að gripið yröi til banns á
þorskveiöum, fyrir áramótin.
Sagöi hann að reglugerðar um
þetta efni væri að vænta I
næstu viku. Fram hafa komið
hugmyndir um að banna
þorskveiðarnar um hálfs mán-
aöar skeiö frá hátiðum og
fram i fyrstu viku janúarmán-
aðar.
1 dag ávarpar sjávarútvegs-
ráðherra aðalfund L.l.tJ. i
Grindavík, og er gert ráö fyrir
þvi, að hann muni gera þessi
mál að umræöuefni sérstak-
lega i ræðu sinni.