Tíminn - 13.12.1977, Qupperneq 10

Tíminn - 13.12.1977, Qupperneq 10
10 Þriðjudagurinn 13. desember 1977 Umræður utan dagskrár í báðum deildum Fréttaflutningur r íkisf i ölmiðlanna W um verðhækkanir á landbúnaðarvörum alþingi IngiTryggvason (F) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i efri deild Alþingis í gær og gerði að umtals- efni fréttaflutning rikisfjölmiðl- anna um verðhækkanir á land- búnaðarvörum, sem hann taldi vart samræmast reglum um hlut- leysi. 1 upphafi rifjaði hann upp að ,4andbúnaðarvörur eru eins og raunar öllum háttvirtum þing- mönnum mun kunnugt.eru verð- lagðar samkvæmt sérstökum lögum, lögunum um Framleiðslu- ráð iandbúnaðarins o.fl. Þeir sem verðleggja vöruna, 6 manna nefnd er það skylt aö gæta þess i verðlagningu i senn að bændur njóti svipaðra tekna og svo- kallaðar viðmiðunarstéttir og eins að verði vörunnar sé stillt svo i hóf sem framast er kostur, þegar þetta sjónarmið er haft i huga.” Hækkun undanrennu Þá ræddi þingmaðurinn sér- staklega um verðlagningu á und- anrennu.en breyting á verði henn- ar hefur vakið sérstaka athygli, og sagði: „Fyrir siöustu verðlagningu greiddu neytendur 38,98 kr. fyrir þaö að fá undanrennuna pakkaða i góðar umbúöir, en umbúðirnar eru dýrar. Bændur fengu i sinn hlut aðeins 11,22 kr. af þessu verði. Það er talinn sami kostnaður við pökkun og dreif- ingu undanrennu eins og við aðra mjólk og með jafnlágu verði eins og verið hefur á þessari vöru en það var fyrir siöustu verð- lagningu 50,20 kr. á litra þá fór meiri hluti þess verðs i kostnað. Hins vegar var það ákveðið við siðustu verölagningu án ágreinings i6 manna nefndinni að hækka þetta útsöluverð sem var 50,20 kr. upp i 100 kr. og við þaö hækkaði mjög verðið á undan- rennunni.” Þessu næst ræddi þingmaður- inn um þá venju sem hefði skapazt að fjölmiðlar greini mun meir frá hækkunum á land- búnaðarvörum en hækkunum á öðrum vörum. Slikt væri neikvætt fyrirvöru sem fylgdi i öllum aðal- atriðum nákvæmlega hinu al- menna verðlagi i landinu. Umfjöllun útvarps Síðan sagði þingmaðurinn: „Astæöan til þess aö ég geri þetta allt að umtalsefni er eins og fyrr segir, fréttaflutningur Rikis- útvarpsins bæði hljóðvarps og sjónvarps I sambandi viö þessa veröbreytingu. Ég vil með leyfi hæstvirts forseta leyfa mér aö lesa hér inngang aö frétt Rikisút- varpsins, allt svo hljóðvarps, um þessa veröbreytingu. En formál- inn, eða fyrstu orðin áöur en farið var aö gera grein fyrir verö- hækkuninni, voru á þessa lund: „Veruleg hækkun á verði flestra tegunda landbúnaðarvöru tekurgildi i fyrramálið. Hækkun- iner mismunandi eftir tegundum og með verðákvöröuninni er greinilega gerð tilraun til þess aö breyta neysluvenjum neytenda t.d. er reynt að draga úr sölu undanrennu með mikilli verö- hækkun en auka smjörsölu”. Það sem mér finnst mjög at- hugavert við þessa frétt er þaö að áöur en landsmönnum eru sögð tiðindin þá skapar fréttamaður sér ákveönar hugmyndir, sem hann flytur landsmönnum um það, hvers vegna þessi verölagn- ing fer fram á þennan hátt og ég veitekkitil þess, að þaö hafi kom- ið til tals i þeirri nefnd sem verð- leggur vöruna, aö þessi væri til- gangurinn með veröbreytingun- um og ég veit ekki heldur til þess, að þessi fréttamaður hafi sótt heimildir um þetta til fulltrúa i 6 manna nefnd. Það er þessi tegund fréttaflutnings, sem ég vil leyfa mér að átelja hér.” Sjónvarpið ræðir hækkanir Siban ræddi þingmaöurinn um fréttaflutning sjónvarps og rakti Ingi Tryggvason kafla úr þeim fréttum. Sérstaka athygli vakti hann á eftirfarandi orðum úr umræddri frétt: „1 gær gerðist það aö Fram- leiðsluráð landbúnaðarins til- kynnti 18,4% meðaltalshækkun á landbúnaðarvörum og gekkhún i gildi i morgun. Hækkunin á mjólkurvörunum er mjög mis munandi en það sem mesta at- hygli vekur er að mjólk hækkar um 23,9% en undanrenna um hvorki meira né minna en 66,7%. Þessar verðhækkanir stefna að þróun, sem gengur i berhögg við það sem manneldisfræðingar mæla með”. Siðan sagði þingmaðurinn: „Þarna gerist nákvæmlega það sama að fréttamaður sem sam- kvæmt lögum Rikisútvarpsins á að vera hlutlaus leggurdóm á það hvaða vörur séu hollar og hverjar vörur séu ekki hollar og hann leggur dóm á afleiðingar þessar- ar verðbreytingar.” Þessu næst ræddi þingmaður- inn frekar um fréttaflutning sjónvarpsins en gerði siðan að umtalsefni þær lifsvenju- breytingar sem orðið hafa á und- anförnum árum. Ráðherra spurður Að lokum sagði þingmaðurinn: ,,Ég ætla nú ekki að hafa þenn- an lestur öllu lengri, en ég vil að lokum leyfa mér vegna þessara ummæla sem ég hef lýst og komu fram i Rikisútvarpinu, leyfa mér að spyrja hæstvirtan mennta- málaráðherra eftirfarandi spurninga: 1. Hvaða aðili innan Rikisút- varpsins fylgist meö þvi aö gætt sé hlutleysis i almennum frétta- flutningi i útvarpinu. 2. Hafa þær fréttasendingar um veröbreytingar landbúnaðar- vara, sem ég hef nú gert að um- talsefni verið ræddar innan stofn- unarinnar? 3. Hafa verið geröar ráöstafan- ir til þess að fréttasendingar af þessu tagi endurtaki sig ekki? Þessar spurningar eru vissu- lega fram bornar vegna þess, að i lögum um Rikisútvarpið er gert ráð fyrir þvi, aö útvarpið sem stofnun sé hlutlaus. Ég hef ekki tima til þess nú að gera aö um- ræðuefniannan þátt sem mér hef- ur fundizt vera landbúnaöinum ákaflega erfiður að undanförnu og það er leiðaralestur i morgun- útvarpinu. Þar hafa á undanförn- um mánuðum dunið á lands- mönnum fullyrðingar um land- búnað á tslandi, sem hvergi fá staðizt. Ég er ekki einn þeirra manna, sem vill hefta málfrelsi i landinu en ég hefði þó álitið að það væri nauðsynlegt fyrir stofn- un eins og Rikisútvarpið að gefa gaum að öllu þvi sem flutt er i Rikisútvarpinu og aö þaö sé ekki atvinnurógur eins og mér finnst að sumt af þeim leiðaralestri sem dunið hefur i landsmönnum hafi verið á undanförnum mánuðum. Landbúnaðurinn á við ýmsa örðugleika að striða. Þeir verða ekki ræddir hér. En landbúnaður eins og allar aðrar atvinnugrein- ar i landinu þarf á þvi að halda að Vilhjálmur Hjálmarsson njóta skilnings fólksins i landinu og skilningur á landbúnaði sem atvinnugrein verður ekki fyrir hendi nema þar sé þekking lika.” Fréttir útvarps oft gagnrýndar Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra tók næstur til máls og sagði I upphafi að fréttaflutningur Rikisútvarpsins væri nokkuð sérstaks eðlis og þess vegna gagnrýndur meir en fréttir blaða. En um þennan fréttaflutning gilda sérstakar reglur. Siðan vék ráðherra að útvarps- lögunum og sagði að i 3. grein þeirra segi m.a.: „að útvarpið skuli kappkosta að halda uppi rökræðum um hvers konar málefni sem almenning varða á þann hátt svo menn geti gert sér grein fyrir mismunandi skoðunum um þau. Það skal halda uppifréttaþjónustu og veita fréttaskýringar o.s.frv.” Enn segir i þessari grein.: „Rikisút- varpið skal i öllu starfi sinu halda i heiðri lýðræðislegar grund- vallarreglur. Það skal virða tjáningafrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum i opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum.” Siöan segir i 4. gr. m.a.: „Ctvarpsstjóri undirbýr og stjórnar framkvæmd dagskrár en gætir þess að settum reglum um hana sé fylgt. Ctvarpsstjóri gefur út reglur um fréttaflutning og auglýsingar i hljóðvarpi og sjón- varpi, þ.á.m. auglýsingatima að fengnu samþykki útvarpsráðs.” Ákvarðanir útvarpsráðs endanlegar Þá vitnaði ráðherra i 6. grein útvarpslaganna, en hún hljóðar svo: „Útvarpsráð tekur ákvarðanir um, hversu útvarpsefni skuli haga i höfuðdráttum og leggur fullnaðarsamþykki á dagskrá áö- ur en hún kemur til framkvæmd- ar. Ráðið setur reglur eins og þurfa þykirtilgæzlu þess.aö fylgt sé ákvæðum 3. gr. Akvarðanir út- varpsráðs um útvarpsefni eru endanlegar.” Þessu næst ræddi ráðherra um reglur þær, sem eru i gildi um fréttaflutning, en þar segir m.a.: „Rikisútvarpið flytur fréttir og fréttaauka um hvað eina, sem að dómi fréttastofu hljóðvarps eða sjónvarps hefur almennt frétta- gildi. Fréttir þær, sem Rikisút- varpið flytur að eigin hvötum og á eigin ábyrgð, mega ekki vera blandaðar neins konar ádeilum eða hlutsömum umsögnum, held- ur skal gætt fyllsta óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefn- um i opinberum málum, stofnun- um, félögum eða einstaklingum. Ekki mega i fréttum útvarpsins felast auglýsingar eða tilkynning- ar, nema þær varði starfsemi Rikisútvarpsins sjálfs. Frétta- skýringar ber að afmarka greini- lega frá fréttum og skal ávallt Stefán Valgeirsson kynnt nafn höfundar slikra skýr- inga. Við skráningu frétta skal þess jafnan gætt, að heimildir séu sem fyllstar og óyggjandi. Rikis- útvarpið verður ávallt að vera reiðubúiö til að gera grein fyrir heimildum frétta.” Síðan sagði ráðherra að of langt mál væri að fara nánar út I reglu- geröina, en vakti athygliá að það væri ekki gert ráð fyrir að ráð- herra hefði afskipti af vali efnis eða meðferð þess, enda væri það mjög skiljanlegt og eðlilegt i alla staði. Endanlegt úrskurðarvald um útvarpsefni er hjá útvarps- stjóra og útvarpsráði þ.e.a.s. inn- an stofnunarinnar. Kvaðir, sem aldrei verða uppfylltar Þá ræddi ráðherra um það ákvæði i útvarpslögunum, að haldið skuli uppi i útvarpi rök- ræðum til þess að fá fram ólik sjónarmið, og sagði um það atriði: „Veltimaður þessum ákvæðum fyrir sér, leggja þau þær kvaðir á herðar stofnunarinnar og starfs- fólks þess að þær verða aldrei uppfylltar, svo öllum líki. Gagn- rýni hlýtur þvi að koma fram. Bezt er þá að báðir aðilar, þ.e. þeir, sem gagnrýna og þeir, sem gagnrýndir eru, ihugi málin i rólegheitum og leiti að sameigin- legri niðurstöðu, nema málsatvik þyki svo alvarleg að leita þurfi úrskurðar dómtóla. Bændur orðnir langþreyttir Undir lok ræðu sinnar sagði ráðherra að hann undraöi ekki þótt islenzkir bændur snúist til varnar gegn þeim gifurlega áróöri, sem beitt hefur verið gegn þeim og gegn framleiðsluvörum þeirra. Sérstaklega ætti hann þar við margvisleg blaðaskrif, þar sem menn slitu úr samhengi ein- stök atriði og þvörguðu um þau i blöðunum daginn út og daginn inn. Til þess að koma þessum áróðri bezt til skila er valið leiðaraformið og væri von aö menn veltu fyrir sér hvort brotið sé hlutleysi útvarpsins með lestri úr þessum leiðurum. Að lokum sagði ráðherra: „Að þvi er varðar kvartanir um útvarpsefni og meinta hlutdrægni i fréttaflutningi og ýmsum þátt- um, þá er auðvitað ekkert at- hugavert við það, þó að vakin sé athygli á þessu eins og öðru. Mér sýnist þó, að rétta boðleiðin til þess að koma á framfæri slíkum umkvörtunum ásamt ri8cstuðn- ingi, að koma núþessuá framfæri við útvarpsstjóra og útvarpsráð, og ég vil leyfa mér að fuilyrða, aö þessir aðilar muni leitast viö að meta málsatvik á hlutlægan, en þó um leið óhlutdrægan hátt. Gamalreyndar aðferðir nasista I neðri deild hóf Stefán Val- geirsson umræður utan dagskrár um þessar sömu fréttir. Gat hann þess i upphafi að þetta væri ellefta árið, sem hann sæti á Al- þingi, en þetta væri i fyrsta sinn, sem hann notaði sér rétt sinn til þess að kveðja sér hljóðs utan dagskrár. Síðan ræddi þingmaðurinn um að þaö væri ekki nýtt að rikisfjöl miðlarnir gæti ekki þeirrar óhlut- drægni, sem þeireigi að gæta lög- um samkvæmt og oft hefði verið full ástæða að fjalla um starfsemi þeirra. Siðan sagði þingmaðurinn: „Ég stend lika i þeirri trú, að þessir fjölmiðlar hafi gengið lengra að þessu leyti að undan- förnu en áður fyrr. Og ég set það i samband við þann gegndarlausa, óriatstudda áróður, sem uppi hef- ur verið gegn bændastéttinni og framleiðslu þeirra, t.d. I siðdegis- blöðunum, en þó miklu viðar, hvernig fréttamenn beggja stofn- ana greindu frá og matbjuggu fréttir af þessu tilefni. Það bendir allt til þess að þessi gamalreynda aðferð nasistanna, að endurtaka nógu oft það sama, sé farin að hafa áhrif á starfsmenn þessara stofnana, að þeir séu hættir að gera sér fulla grein fyrir hva5.sé hlutlaus frásögn.” Síðan vitnaði þingmaðurinn i sömu fréttir, og Ingi Tryggvason gerði að umtalsefni i efri deild. Átaldi þingmaðurinn að frétta- menn legðu mat á það hvað liggi að baki þeim verðákvörðunum, sem teknar voru i sexmanna- nefnd, enda væri verksvið þeirra aðeins að segja frá þessum hækk- unum. „A sama hátt var komið á framfæri i fréttum um verð- hækkunina, ákveðinni prédikun gegn fituneyslu,” sagði þing- maðurinn, og taldi fréttatima rikisfjölmiðla ekki réttan vett- vang til þess að koma á framfæri einhverjum ákveðnum prédikun- um um neyzluvenjur. Siðan sagði þingmaðurinn: „Hins vegar er engin marktæk, afgerandi niðurstaða til á þvi, hvað er hollt og hvað er óhollt i þessu tilliti. Einn segir þetta og annar hitt, aöeins staðhæfingar, sem sannarlega er nóg af. Ég veit ekki betur, en læknar og aðrir þeir sem telja sig þess umkomna að segja til um hvað sé hollt og hvað sé óhollt, segi eitt i dag og annað á morgun. Væri það allt rifjað upp, sem ýmsir sem telja sig þess umkomna að vera leið- andi hafa sagt um hollt og óhollt mataræði, myndi koma i ljós, að einhverntima á siðustu tveimur áratugum hafi verið uppi kenn- ingar um, að flest það sem við lát- um okkur til munns, sé i það minnsta óhollt, ef ekki baneitrað, og svo reyna menn að kalla slikt og þvilikt visindi. Falin verðhækkun i Tropikana Sfðan ræddi þingmaðurinn nokkuö um verðlag á öðrum vöru- tegundum en landbúnaðarvörum og hollustuhættiþeirra en vék sið- an að „sólargeislanum frá Flórida” og sagði: „Hann er talinn islenzkur iðnaður, þó ekkert sé gert nema að blanda vatni saman við þenn- anávaxtasafa og setja hann inýj- ar umbúöir. Gaman væri að heyra álit hæstvirtra ráöherra á þvi, h vort auglýsingabrellan, sem virðist fyrst og fremst hafa verið gerð til að fela verðhækkun sem orðið hefur á „þessari islenzku iönaðarvöru” innan gæsalappa, Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.