Tíminn - 13.12.1977, Qupperneq 23

Tíminn - 13.12.1977, Qupperneq 23
Þriðjudagurinn 13. desember 1977 23 flokksstarfið Freyjukonur, Kópavogi Jólafundur verður fimmtudaginn 15. desember kl. 20.30 aö 'Neðstutröð 4 Hörpukonur koma á fundinn. SUF-arar Siðasti hádegisverðarfundur fyrir jól verð- ur að Hótel Heklu I dag kl. 12.00. Umræðuefni: Fjárlögin. Ingi Tryggvason, albingismaður, verður frummælandi. SUF. Alþingi © samræmist lögum um heilbrigoa verzlunarhætti, að láta sem nokk- urskonar happdrættisvinning i milljónustu fernuna. Er þetta ekki hliðstætt flautugallabuxun- um sem bannað var að selja á Akureyri fyrir nokkrum árum, þar sem plastflauta fylgdi með i kaupbæti fyrir hvern þann sem þessar buxur keypti? Það kann að hafa farið fram hjá mér, eins og margt annað í þess- um f jölmiðlum. En hvergi hef ég heyrt um það eða séð á prenti, að þess hafi verið getið, að verð- hækkun á hverjum litra af Tropikana hafi orðið siðan i sumar fyllilega eins mikil og á undanrennunni, og er nú um það bil þrisvar sinnum dýrari hver litri. En ef til vill er það ekki frétt að mati fréttamanna. Hvorki hækkunin sé hin augsýnilega auglýsingabrella, sem'virðist hafa verið gerð til að fela þessa verðhækkun.” Fólk @ fengum við þær upplýsingar að mjög mikiö væri verzlað og jóla- ösinhefðibyrjaðöllufyrrnúna en i fyrra. Það væri greinilegt að bókin hefði eignazt harðan keppi- naut þar sem hljómplatan er. Is- lenzku plöturnar seldust mjög vel og bæri þar hæst Gamlar góðar lummur, plötuna með Halla og Ladda, Jólastrengi og Hvlt jól. Sala I erlendum plötum væri samt alltaf jöfn og stöðug. Hjá Kjötverzlun Tómasar var okkur sagt að jólaösin þar væri byrjuð af fullum krafti og væri mikið verzlað og þaö væri ekki um neitt peningaleysi hjá fólki að ræða. Fram að þessu hefði verið nóg að gera við að afgreiða kjöt- vörur til útlanda eg er hangikjötið og annar sigildur jólamatur alltaf vinsælastur. Or þessu mætti þó búast við að meira færi að seljast af jólamat sem á miklum vinsæld- um aö fagna hér heima, svo sem hamborgarahryggir, grfsakjöt o.fl. Eitt af listaverkunum sem mynd- skreytir bókina. Ljóð Maós Það hlýtur að teljast til stórvið- burða, þegar út koma á fslenzku heildarsöfn ljóða erlendra stór- skálda. Þvi meiri viðburður, þeg- arskáldið er einn af merkustu og frægustu stjórnmálaskörungum þessarar aldar. Enn merkilegri verðurþessi viðburður við það að ljóðin koma úr gjöróliku og f jar- lægu menningarumhverfi. Maó Tse Túng, formaður kin- verska kommúnistaflokksins og leiðtogi kinversku þjóðarinnar frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kina, fæddist árið 1893 i Sjásjan- þorpi í Húnan-fylki. Maó yrkir um æsku sina þar og lýsir þeirri þjóð- félagsbaráttu sem þá var háð. Flest ljóða Maós formanns sem orteru á timabilinu milli 1925 og 1965, fjalla á einhvern hátt um baráttu Kinverja, fyrst og fremst fyrir frelsi sinu, siðan fyrir jöfn- uði og réttlæti i þjóðfélaginu. Oft er náttúran tekin til að túlka þessa baráttu. MaóTse Túnglézt9. september 1976, og hin islenzka útgáfa ljóð- anna er helguð eins árs dánaraf- mælinu. Nafn hinnar islenzk út- gáfu ljóðanna er Gangan mikla — Ljóð Maós Tse Túngs. Það nafn er valið til að minna á hina löngu braut kinverskrar alþýðu til frelsis og valda og til að minna á eina mestuþrekraun sem nokkur her hefur afrekað, nefnilega Gönguna miklu, sem farin var ár- ið 1934-35. Bókin er mikið myndskreytt. Með hverju ljóði eru kinversk listaverk, ýmist teikningar, pappirsskurðarmyndir, myndir af oliu- eða vatnslitamálverkum, eða ljósmyndir. Aftar I bókinni eru flest ljóð Maós birt á kin- versku. Allur pappir i bókinni er dauft undirprentaður, og gefur það ásamt þvi sem á undan er nefnt sérstakan svip sem minnir mjög á fingerða myndlist Kin- verja. Útgefendur bókarinnar eru þýðandinn Guðmundur Sæ- mundsson og Prenthúsið Reykja- vik. Verð bókarinnar út úr búð er k. 3.850.- með söluskatti. Auglýsingadeild Tímans Búsáhöld Raftækl Leikföng Gjjafavörur Skrautmunlr I LiverpooL færðu úrval af búsáhöldum og heimilistækjum r I Liverpool færðu leikföng, bæði dýr og ódýr. r I Liverpool færðu gjafavörur fyrir fólk á öllum aldri. r I Liverpool er úryal af austurlenskum skrautmunum Liverpool, Laugavegi 18a

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.