Tíminn - 15.12.1977, Blaðsíða 23
Fimmtudagurinn 15. desember 1977
23
flokksstarfið
Kópavogur — Happdrætti
Skrifstofan að Neðstutröð 4 veröur opin næstu daga milli kl.
17.00 og 19.00.
Vinsamlegast gerið skil i happdrættinu.
Stjórn Fulltrúaráðsins.
Freyjukonur, Kópavogi
Jólafundur verður fimmtudaginn 15. desember kl. 20.30 að
Neðstutröð 4
Hörpukonur koma á fundinn.
Jólahappdrætti
Framsóknarfiokksins 1977
Heildarverðmæti vinninga kr. 2.000.000,-
Verð miðans kr. 400.-
Dregið 23. desember 1977. Drætti ekki frestað.
Allir þeir sem fengið hafa heimsenda miða og giróseðil eru vin-
samlega beðnir að greiða þá I næstu peningastofnun, banka,
sparisjóði eða á pósthúsi. Umboðsmenn eru sérstaklega hvattir
til að hraða sölu.
Einnig má að sjálfsögðu senda greiðslurnar til skrifstofu Happ-
drættisins, Rauðarárstig 18, Reykjavik og þeir, sem enga miða
hafa fengið ættu að snúa sér þangað sem fyrst með pantanir.
Opið til kl. 6 I dag.
Afgreiðsla Timans, Síðumúla 15, tekur einnig á móti uppgjöri og
hefur happdrættismiða til sölu.
HIM BO-veggsamstæður
fyrir hljómflutningstæki
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
spara allt
nema
HITANN
30% ódýrara
að nota
runtal
r\mtal OFNAR
Síðumúla 27 — Reykjavik — Sfmi 91-842-44
Skátaxnerki
1977
Nú i ár gefur Bandalag is-
lenzkra skáta út i 21. sinn jóla-
merki skáta. Árið 1957 komu
fyrstu jólamerkin út, þá með
mynd af Baden Powell á 100. af-
mælisári hans.
1 ár ber skátamerkið yfirskrift-
ina Skátalif er útilif en það er
yfirskrift starfsárs skáta i ár, en
myndin á merkinu er frá Skáta-
skálanum frá Úlfljótsvatni, og er
kirkjuklukka úr Kristskirkju i
forgrunni, en klukkuna fengu
skátarnir að gjöf og reistu hana
þarna upp.
Ennþá er til I heild safnið af
jólamerkjum skáta og er hægt að
fá það á skrifstofu Bandalags is-
lenzkra skáta að Blönduhliö 35
Reykjaí/ik.
0 Alþingi
innan 16 ára aldurs á framfæri
sinu hækkar þetta mark um
186.000 kr. fyrir hvert barn. A
sama hátt greiða samsköttuð
hjón og samskattaö sambýlisfólk,
sem hafði yfir 3.100 þús. skatt-
gjaldstekjur á árinu 1977, 10% af
þvi sem fram yfir er. Þó hækkar
þetta mark um 186.000 kr. fyrir
hvert barn innan 16 ára aldurs
sem þau hafa á framfæri sinu.
Sérstök regla er sett fyrir sér-
sköttuð hjón þannig að hjá hvoru
þeirra reiknast 10% skyldu-
sparnaður af skattgjaldstekjum
umfram 1.860 þús. kr. Fyrir hvert
barn á framfæri þeirra hækkar
þetta mark um 93.000 kr. Regla
þessi er sett til þess aö hjón geti
ekki komist hjá skyldusparnaði
með sérsköttun.
Augiýsingadeild Tímans
ar
GJEcgGJGJ
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
Jólabækur
Skemmtilegu smá-
barnabækurnar eru
safn úrvalsbóka fyrir
litil börn:
Bláa kannan
Græni hatturinn
Tralli
Stúfur
Láki
Bangsi litli
Svarta kisa
Kata
Skoppa
Aðrar
bækur fyrir
lítil börn:
Kata litla og brúðu-
vagninn
Palli var einn i
heiminum
Selurinn Snorri
Snati og Snotra
Bókaútgáfan
Björk
Félagsstarf
eldri borgara
í Reykjavík
Jó/afagnaður
verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal,
laugardaginn 17. des. ’77 og hefst kl. 14:00
(kl. 2:00 e.h.)
Dagskrá:
Kórsöngur:
Karlakór Reykjavikur,
stjórnandi Snæbjörg Snæbjarnardóttir.
Einsöngur:
Margrét Halldórsdóttir.
viö hljóðfærið:
Sigfús Halldórsson tónskáld.
Ljóö Drifu:
Geirlaug Þorvaldsdóttir les.
Jórunn Viðar leikur á pianó.
Dans:
Nemendur frá Dansskóla Sigvalda.
Tvisöngur:
Hlif Káradóttir og Sverrir Guðmundsson,
við hljóðfærið: Gróa Hreinsdóttir.
Helgileikur:
Nemendur frá Vogaskóla,
stjórnandi: Þorsteinn Eiriksson,
prestur: síra Þórir Stephensen.
Almennur söngur, við hljóðfærið Sigriður
Auðuns. Kaffiveitingar.
Reykvikingar 67 ára og eldri velkomnir.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Tón/eikar
i Háskólabiói föstudaginn 16. desember kl.
20.30
Stjórnandi: J.P. Jacquillat.
Einleikari: Robert Aitken.
Efnisskrá:'Mozart — Sinfónia nr. 31
Mozart — Flautukonsert i G-dúr
Alti Heimir Sveinsson — Flautukonsert
De Falla — Þrihyrndi hatturinn.
Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustig, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og við
innganginn.
NB. Áskrifendur, vinsamiega athugið
breyttan tónleikadag.
BILAPARTA-
SALAN
auglýsir
NYKOMNIR VARAHL’JTIR I:
Mersedez Benz 220D árg. '70
Singer Vouge árg. '68
Fiat 125 - '70
Volkswagen 1300 - '69
Taunus 17 M Station - '67
Cortina - '68
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97
Hjúkrunarskóli
íslands
Staða hjúkrunarkennara er laus til um-
sóknar. Hér er um að ræða deildarkennslu
á handlækningadeild.
Allar nánari upplýsingar gefur skóla-
stjóri, Sigþrúður Ingimundardóttir, i sima
1-81-12 og 1-60-67.