Tíminn - 15.12.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.12.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 15. desember 1977 7 Pyrsta bók ungrar skáldkonu: Augað í fjallinu Út er komin fyrsta ljóöabók ungrar skáldkonu, Elísabetar Þorgeirsdóttur, en bókin heitir Augað i fjallinu. Bókin er 84 bls, og ljóðin 56 að tölu. A bókarkápu segir: „Elisabet Þorgeirsdóttir er ung skáldkona, ættuð frá Isafirði. Hún yrkir um viðfangsefni og vandamál ungs fólks, innileg ljóð, en einnig „hversdagsleg”. Haf og fjöll eru viða nálæg i ljóöum hennar, og gleði og sorg ungrar konu. Þó má vera að menntaskólaljóð hennar I nýjum stil veki mesta athygli les- andans við fyrstu sýn”. Ljóðhús gefa bókina út, en Prentsmiðjan Oddi prentaöi. Sj álf sþekking Yoga fyrir vestræna nema Út er komin bókin Sjálfsþekk- ing, Yoga fyrir vestræna nema, eftirdr. Laurence J. Benditi þýð- ingu Sverris Bjarnasonar. Útgef- andi er bókaútgáfan Þjóðsaga. Bókin er i smáu broti, 134 bls. Abókarkápu segir svo um höf- und bókarinnar: „Höfundur þessa rits er brezkur sálkönnuð- ur, sem lengi hefur kannaö leynd- ardóma mannshugans bæði frá sjónarmiði austrænna yoga-vis- inda og djupsálarfræði nútimans. Eiginkona hans, sem þekkt er fyrir mikla dulskyggnihæfileika, hefur og aöstoöað hann við þessar rannsóknir. Dr. Bendit trúir þvi, að unnt sé að þróa yogaaðferð, sem byggð sé á vestrænni þekkingu, og með að- stoð hennr geti menn uppgötvað sérstæðileika sinn i hæfileikum og lifsskilningi. 1 umfjöllun sinni um leið sjálfsþekkingarinnar ræöir Dr. Bendit um sálræna reynslu ýmiss konar, svo sem drauma, dulræna reynslu, innsæi, hugboð ogskapandiimyndun.Hann ræðir einnig spurninguna, hvort raun- verulega sé unnt að öðlast and- lega reynslu með hjálp ofskynj- unarlyfja —eða hugopnunarlyfja. Dr. Bendit og kona hans Phoebe Payne, eru heimskunn fyrir rit- verk sin um sálarfræði og dular- skynjun”. Fá- ein Ijóð Ný ljóðabók Sigfúar Daðasonar Fáein ljóð heitir nýútkomin ljóðabók eftir Sigfús Daðason, og er hún þriðja ljóðabók skáldsins. Helgafell gefur bókina út. Bókin er 34 bls. og hefur inni að halda 18 ljóð. Sigfús Daðason er löngu vfð- kunnur fyrir ljóð sin og hefur not- ið viðurkenningar sem eitt fremsta núlifandi ljóðskáld Is- lendinga. A bókarkápu segir Kristján Karlsson um Fáein ljóð: „Meðal sinnar kynslóðar stendur Sigfús Daðason sér fyrir það hvernig ljóð hans sameina heimspekilega hugsun og myndir kiassiskum skýrleik í máli. öll ljóð hans bera vitni miklu vand- læti um sannleiksgildi máls, og um leið benda þau lesanda, stundum beinum orðum á það, hvernig ekki beri að segja hlut- ina. Hið siðferðilega viðhorf sem oft kemur fram í ljóðunum á ein- mitt sannfæringarkraft sinn undir þessari ögun. Það kemur heim og sáman að Sigfús notar myndir i fullum tilgangi. En I þessari nýju bók eru ýmis ljóð sem geyma nýstárlegri myndir tengdar ástriðufyllri hugsun en ég skynja i fyrri bókum hans”. Tæknilegar Magnari 6—IC 33 transistorar 23 díóður, 70 wött Útvarp örbylgja (FM 88-108 megarið Langbylgja: 150-300 kilórið Miðbylgja: 520-1605 kilórið Stuttbylgja: 6—18 megarið Segulband Hraði: 4,75 cm/s Tiðnisvörun venjulegrar kass- ettu (snældu) er 40-80000 rið. Tiðnisvörun Cr. 02 kassettu er 40—12.000 rið. Tónflökt og -blakt (wow & flutter) betra en 0.3% RMS Timi hraðspólunnar á 60 min. spólu er 105 sek. Upptöku- kerfi: AC bias, 4 rása stereo Af þurrkunarkerfi AC afþurrkun. upplýsingar Plötuspilari Full stærð, allir hraðar, sjálf- virkur eða handstýröur. Ná- kvæm þyngdarstilling á þunga nálar á plötu. Mótskautun mið- flóttans sem tryggir litið slit á nál og plötum ásamt fullkom- inni upptöku. Magnetiskur tónhaus. Hátalarar Bassahátalari 20 cm af koniskri gerð. Mið- og hátiðnihátalari 7.7 cm af kóniskri gerð. Tiðnisvið 40—20.000 rið Aukahlutir Tveir hátalarar Tveir hljóðnemar Ein Cr 02 kasetta FM loftnet Stuttbylgju ioftnetsvir. BUÐIN 7 Á horni Skipholts og Nóatúns simi 29800 (5 línur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.