Tíminn - 15.12.1977, Blaðsíða 2
2
mmm
Fimmtudagurinn 15. desember 1977
erlendar fréttir
Dollarinn
fellur
stöðugt
London/Reuter. Bandarikja-
stjórn virðist þurfa að grfpa til
skjótra aðgerða til að styrkja
stöðu dollarsins en hann er á
stöðugri niðurleið á gjaldeyris-
mörkuðum Evrópu. Engar til-
kynningar hafa enn borizt frá
Washington þess efnis að reynt
verði að stöðva sigið. Hans-Otto
Thierbach, sem á sæti f stjórn
Þýzkalandsbanka sagði að ef ekki
yrði að gert lækkaði verð dollars-
ins niður fyrir 2,10 mörk.
Bandarikjastjórn hefur verið
harðlega gagnrýnd fyrir að varpa
öllum aðgerðum á aðrar þjóðir
sem hafa orðið að kaupa svim-
andi upphæðir dollara til að
styrkja gjaldmiöilinn. Sig
dollarsins orsakast einkum af
miklum viöskiptahalla Banda-
rikjanna en sigið minnkar hall-
ann vegna lækkaðs verös á
bandariskum útflutningsvörum.
Bretar vilja ekki
hlutfallskosningar
til Evrópuþingsins
Menachem Begin
Strassborg/Reuter. Fulltrúar,
sem sæti eiga á Evrópuþinginu,
hafa látið i Ijós vonbrigði sln með
úrslit kosninganna I neðri mál-
stofu brezka þingsins, þar sem
felld var tillaga þess efnis að 410
fulltrúar á Evrópuþingið yröu
kosnir beinni hlutfallskosningu I
öllum löndum Efnahagsbanda-
lagsins samtimis. Hinar fjölþjóð-
legu kosningar áttu að fara fram I
mai eða júni á næsta ári, en þeim
mun nú seinka að minnsta kosti
um eitt ár. Á Evrópuþinginu eiga
nú sæti 198 fulltrúar tilnefndir af
stjórnum Efnahagsbandalags
rlkjanna.
Frjálslyndi flokkurinn í Bret-
landi studdi hlutfallskosningu til
Evrópuþingsins ákaft, en flokk-
urinn hefur átt hvaö drýgstan
þátt I aö halda Verkamanna-
flokknum við völd. Nú er ljóst að
Frá Evrópuþinginu I Sírassborg
að minnsta kosti 100 þingmenn
Verkamannaflokksins greiddu
atkvæði gegn hlutfallskosning-
unni. Leiötogi frjálslynda flokks-
ins, David Steel, gekk á fund
James Callagan til að ræða úrslit
atkvæðagreiðslunnar. Framá-
menn flokksins hafa látið svo um
mælt, að enginn grundvöllur sé
fyrir frekari stuðningi við stjórn
Verkamannaflokksins nema
gengið verði til móts við aðrar
kröfur frjálslyndra, svo sem
lækkun skatta.
Talsmaður vestur-þýzku
stjórnarinnar sagði I gær, að von-
ast væri til að frestun kosning-
anna yrði ekki langvarandi.
Frakkar uröu að vonum fyrir
miklum vonbrigöum með úrslitin
I gær, en þeir voru fyrstir til að
samþykkja beinar kosningar til
Evrópuþingsins.
BEGIN RÆÐIR
VIÐ CARTER
Tel Aviv/Reuter. Menachem
Begin forsætisráðherra tsraels
flaug til Washington I dag til
fundar við Carter Bandarikjafor-
seta og dró um leiö athygli
tsraelsmanna frá friðarvið-
ræðunum I Kairó um stund. Opin-
berlega var tilkynnt um brottför
Begins um miðja nótt, nokkrum
klukkustundum áður en hann
lagði af stað. Begin neitaði að
skýra frá erindi slnu, en fullviss-
aði fréttamenn um að hann færi
með tillögur sem væru I beinum
tengslum við aögerðirnar, sem
stefna að friði I Miðausturlönd-
um.
Eftir að forsætisráðherrann
hélt á brott neituðu opinberir
ráðamenn að svara nokkrum
spurningum og þar meö gat sjón-
varp og útvarp snúið sér aftur að
Kairófundinum. Begin gaf þó þær
upplýsingar fyrir brottförina, að
hann hefði farið fram á fundinn i
Washington þegar Cyrus Vance
var staddur i Jerúsalem á ferð
sinni um Miðausturlönd.
Aharon Barak lögfræöingurer i
för með Begin, og hefur það kom-
ið af staö þeim sögusögnum, að
lögfræðilegan ráðgjafa þurfi til aö
aðstoða við gerð uppkasts að
friðarsamningi sem sýnt yrði
Carter forseta. Þegar Begin var
spurður um þetta sagði hann, að
rætt yrði um hvers konar vanda-
mál varöandi friðarsamninga, og
að sjálfsögðu væri það mál að
miklum hluta lagalegs eðlis.
Annar fylgdarmaður Begins er
Shmuel Katz, sem lengi hefur
Tokyo/Reuter. Japanir ætla aö
fella niður innflutningstolla af 124
vörutegundum þar á meðal bif-
reiðum og tölvum. Þessar aö-
gerðir eru þáttur i þvi að lækka
gifurlegan viðskiptahagnað
Japana að þvi er stjórnvöld til-
kynntu I dag. Bankastjóri
Japansbanka Teiichiro Morinaga
hefur spáð þvi aö viðskipta-
verið náinn samstarfsmaöur
hans, og talinn fylgja mjög harðri
afstöðu gagnvart yfirráðum
Israelsmanna yfir vesturbakka
Jórdan, sem hertekinn var 1967.
hagnaöur Japana á þessu fjár-
hagsári nái 10 miiljörðum dollara
(bandariskra).
Tillögur um tollalækkanir
verða nú lagðar fyrir þingið og
áætlað er að lækkanirnar gangi i'
gildi i april næstkomandi. Engir
tollar verða þá á innfluttum bil-
um i Japan. Bandarikjamenn
hafa að undanförnu'beitt Japana
þrýstingi og krafizt lækkunar
tolla á bilum, litfilmum og tölvum
sem fluttar eru til Japan.
Viðskiptahalli Bandarikjanna
gagnvart Japan mun á þessu ári
vera nálægt sjö milljörðum
bandariskra dala.
1 tilkynningu japönsku
stjórnarinnar i dag sagði að að-
gerirnar væru hluti af áætlun sem
þegar hefur verið skýrð fyrir
Bandarikjamönnum.
Japan:
Hyggjast
auðvelda
innflutning
Mál Palestínuaraba efst á
baugi á Kairófundinum
Kairó/Reuter. í gær kom
enn berlega í Ijós árgrein-
ingur Israelsmanna og
Egypta vegna mála
Palestinuaraba, er sezt var
niður til viðræðna um frið í
Miðausturlöndum. Báðir
aðilar heita því þó að
vinna að lausn þrjátiu ára
gamallar deilu, sem leitt
hefurtil fjögurra styrjalda
milli Israelsmanna og
Araba. Opinberar yfirlýs-
ingar málsaðila virðast þó
ekki bera vott um að af-
staða þeirra til helztu
atriða deilunnar hafi
breytzt til muna.
Palestinudeilan komst þegar i
sviðsljósið þegar leiðtogar sendi-
nefnda tsraelsmanna og Egypta
tóku að ræða u.m þær þjóöir er
ekki senda fulltrúa til fundarins i
Kairó. Esmat Abdel Maguid for-
maður egypzku nefndarinnar tal-
aði jafnan um Frelsishreyfingu
Palestinuaraba á meðan Eliahu
Ben Elissar, formaður israelsku
nefndarinnar, ræddi um „hæfa
fulltrúa Palestinumanna”.
Palestinuarabar eru i augum
Israelsmanna aðeins þeir, sem
búa á herteknu svæðunum I Gaza
og á vesturbakka Jórdan. Arabar
viðurkenna hins vegar Frelsis-
hreyfingu Palestinuaraba, PLO,
sem fulltrúa Palestinuaraba, en
stöðvar hreyfingarinnar eru utan
þessa svæðis.
Af þessum sökum reyndist ekki
unnt að merkja auða stóla
Palestinuaraba og var þvi horfið
frá öllum merkingum við fundar-
boröið. Rauður, grænn, hvitur og
svartur fáni Palestinu blakti við
hún fyrir utan húsið þar sem
fundirnir eru haldnir en fáninn er
ekki eingöngu tákn PLO.
Egyp. hafa verið undir stöö-
ugri gagn.ýni Araba og Sovét-
manna allt frá þvi aö Sadat hélt
til Jerúsalem. Sagt hefur verið að
Egyptar hafi vikið frá stefnumið-
um Araba og hunzað Genfarráð-
stefnuna. Ráðstefnan i Genf stóð
aðeins stutta stund og var frestað
skömmu eftir að striðið milli
Araba og tstaelsmanna brauzt út
i október 1973.
Formaður egypzku nefndarinn-
ar, Meguid, hefur lagt áherzlu á
,,að virða verði rétt Palestinu-
araba, svo friöur og réttlæti fái
rikt i Miðausturlöndum”. Hann
hefur einnig krafizt áþreifanlegs
árangurs á Kairófundinum og
ságt, að ástand þar sem hvorki
rikir strið né friður sé ógnun við
heimsfriðinn.
tsraelski fulltrúinn Ben Elissar
hefur greint frá helztu markmið-
um tsraelsmanna, sem eru: að
koma á friði, koma á stjórnmála-
sambandi, og verzlunarviðskipt-
um milli landanna, efla alþjóö-
lega samvinnu. Ennfremur hefur
Ben Elissar nefnt, að leyfa verði
Israelsmönnum siglingar um
Súezskurð, og að þjóðirnar tvær
vinni að sameiginlegri aðstoð á
öllum .sviðum þjóðmála.