Tíminn - 20.12.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 20. desember 1977 Ellert B. þarf að leita álits margra — en Sighvatur getur samþykkt einfalt mál þegar í dag — baðsitur sizt á þessum þing- manni annars stjórnarflokksins að vera að tala um að frumvörp séu lögð fram hér á Alþingi og ætlast til þess að þau séu afgreidd á einum eða tveimur dögum, sagði Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra á Alþingi i gær, vegna þeirra ummæla Ellerts B. Jólafrí á morgun Stefnt er að þvi að alþing- ismenn fari í jólafrf á morg- un. Þá verða fjárlög væntan- lega afgreidd, en I gær lagði fjárveitinganefnd frani nokkrar bre.vtingatillögur við frumvarpið. Einnig komu nokkrar breytingatil- lögur frá einstökum þing- mönnum. Schram, að ekki væri unnt að af- greiða frumvarp til laga um breytingará lögum um rannsókn- arlögreglu rikisins á þeim dög- um, sem eftir eru fram að jóla- leyfi þingmanna. Dómsmálaráðherra mælti fyrir þessum breytingum á fundi neðri deildar i gær, en áður hefur málið verið afgreitt frá efri deild. Breytingin, sem hér um ræðir er annars vegar sú, að burt verði fellt það ákvæði að rannsóknar- lögreglan skuli hafa aðsetur i Reykjavik og hins vegar að heim- ilt sé að skipa vararannsóknar- lögreglustjóra. Ellert B. Schram (S) talaði að lokinni ræðu dómsmálaráðherra og taldi marga annmarka á að flytja lögregluna i Kópavog og setja hana niður i hálfgerðu iðnaðarhverfi eins og þingmaður- inn komst að orði. Taldi hann ó- fært að afgreiða þetta mál fyrir jólaleyfi, þvi allsherjarnefnd þyrfti aðleita álits á þessari laga- breytingu hjá mörgum aðilum en Ólafur Ellert alþingi A löngum þingfundum eru mál smám saman afgreidd og á fundum Alþingis á föstudag og laugardag urðu tvö frumvörp að lögum. Annars vegar var það frumvarp um breytingu á lög- um um lifeyrissjóð bænda, en það frumvarp var flutt til þess aö samræma lög lifeyrissjóðs bænda lögum um lifeyrissjóði verkafólks. Þá var samþykkt sem lög að innlieimta nokkur gjöld með gjaldaviöauka. A fundum Alþingis fyrir kaffi- hlé i gær voru tvenn önnur lög samþykkt. Frumvarp um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga varð að lögum, en frumvarpið var flutt vegna þess, að ljóst var að ann- ars myndi álagöur fasteigna- skattur i nokkrum sveitarfélög- um hækka töluvert umfram al- mennar hækkanir á næsta ári. Þá varö frumvarp til laga um verðjöfnunargjald af raforku afgrcitt sem lög frá Alþingi. Búizt var við kvöidfundum á Alþingi i gær og væntanlega hafa þá nokkur mál til viðbótar verið afgreidd. Ellert er formaður allsherjar- nefndar og fær sú nefnd málið til meðferðar. ólafur Jóhannesson tók fram, að hann væri þakklátur nefndinni, ef hún gæti afgreitt málið fyrir jólaleyfi, þótt venja hans væri að leyfa þingnefndum að fá þann tima til þess að afgreiöa mál, sem þær óskuðu eftir. Ráðherra vfsaði á bug þeim umrhælum Ellerts, að það væri i hálfgerðu iðnaðarhverfi sem fyrirhugað væri að fá húsnæði fyrir rannsóknarlögregluna. I næsta húsi væri bæjarfógetinn i Kópavogi. I ræðu ráðherra kom fram að reglan i húsakaupum ríkisins væri sú, að viðkomandi ráðuneyti legði tillögur sinar um húsakaup fyrir fjárlaga- og hagsýslu- stofnunina og ef hún samþykkti tillöguna, færi málið fyrir fjár- veitinganefnd og Alþingi. I sam- bandi við 'húsakaup fyrir Rann- sóknarlögreglu rikisins, tók ráð- herra fram, að það hefði i raun verið fjárlaga- og hagsýslustofn- unin, sem benti dómsmálaráðu- neytinu á umrætt hús og þau kaup hefðu verið samþykkt af fjárveit- inganefnd. — Það var hins vegar áður en háttvirtur þingmaður, Ellert B. Schram tók sæti i nefnd- inni, sagði ráðherra. Umrætt hús er sem kunnugt er i Kópavogi, og i fjárlagafrumvarp- inu, sem nú liggur fyrir Alþingi, og væntanlega verður samþykkt á morgun, er ákvæði um heimild fyrir rikisstjórnina að ganga frá kaupum á þessu húsi. Sighvatur Björgvinsson (A) tók fram að hér væri um mjög einfalt mál að ræða og ákvæði þess skýr og ljós. Ekki ætti þvi lengi að vefjast fyrir mönnum að taka af- stöðu til þess. Kvaðst hann tilbú- inn að standa að samþykkt þessa frumvarps þegar i' dag. Páll Pétursson (F) benti á, að fyrirhuguð staðsetning rannsókn- arlögreglunnar i Kópavogi væri á miðju höfuðborgarsvæðinu og þvi ekki ástæða til að standa gegn samþykkt þessa frumvarps. Tónias Arnason (F) og Svava Jakobsdóttir (Ab) tóku einnig undir þá skoðun, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu að afgreiða frumvarpið. Sjónvarp: Nýja litkvik- myndavélin enn ókomin — en væntanleg KEJ — „Við höfðuin gert okkur vonir um að ta-ki til að sjónvarpa litkvíkmyndum yrði komið i gagniö um jólin og nttum von á þvi tii landsins á fimmtudaginn var", sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins I samtali við Timann I gær. Þetta stóðstlhins vegar ekki bætti hann við og kvaðst vonlftill um aö unnt verði að sjónvarpa litkvikmynd- um í lit fyrr en eftir áramót úr þessu. Tækið væri ekki enn komiö til landsins og i þeirri annatið sem nú væri hjá sjönvarpinu væri ill- gerlegt að taka kvikmyndasýn- ingavél úr sambandi til aö koma nýrri fyrir, enda væri það tölu- vert verk. Ekki kvaðst Pétur vilja segja neitt ákveðið um hvenær sjónvarpsáhorfendur mættu eiga von á iitkvikinyndum á skjáinn, en þó væri það ekki langt undan. Fulltrúar S.H. á fundi meö Geir Hallgrimssyni forsætisráöherra og Matthiasi Bjarnasyni sjávarútvegs- ráðherra á fundisl. laugardag. Timamynd Róbert. Frystihúsin: Kostnaðarhækkanir Umboðsmenn Tímans Áríðandi er að allir umboðsmenn Tímans sendi uppgjör til nóvemberloka fyrir 20. desember n. k. VMehh Til sölu 'f'.l Jörðin Þormóðsstaðir, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði er til sölu og ábúðar. Góð fjárjörð ræktað land 30 ha. rafmagn frá heimarafstöð. Upplýsingar i sima (91) 3-44-63. margfaldar miðað við tekj uaukningu KEJ — A aukafundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á föstudag, var samþykkt ályktun þessefnis, aö rikisstjórnin beitti sér nú þegar fyrir lausn þess vanda sem blasir nú við sjávar- útveginum. Segir I ályktuninni, að þeim kostnaðarhækkunum, sem orðið hafi á árinu. verði að- eins mætt af hálfu frystihús- anna með sambærilegri hækkun markaðsverðs á erlendum mörkuðum og gengissigi, sem hvorugt er I þeirra valdi að framkvæma eða ákveöa. Þá segir: „Sem dæmi um kostnaðarhækkanir á þessu ári má nefna að hráefni til vinnsl- unnar hefur hækkað um 32%. Vinnulaun við fiskvinnsluna hafa hækkað ábilinu 60% til 65% frá 1. janúar til þessa dags. Samtals nema þessir tveir kostnaöarliöir nú um 83% af heildartekjum. Vextir af rekstr- arlánum frystihúsanna hafa hækkað um 87% á árinu og raf- magnsverð hefur hækkað um 36,5% til 39% á sama tima. Til að mæta þessum hækkun- um og svipuðum hækkunum annarra kostnaðarliða hefur orðiö hækkun á markaösverði frá 1. janúar sem nemur um 12% og þvi til viöbótar hefur orðiö gengissig á árinu sem einnig skilar um 12%. Þegar þessar gjaldhækkanir annars vegar og tekjuhækkun iiins veg- ar er höfð i huga, þá er ekki að undra þótt afkoma frystihús- anna sé slæm”. Þá segir, að við upphaf nýs árs þegar ákveða á nýtt fisk- verð, sé staðið frammi fyrir heildartapi sem nemur á bilinu 4,5 til 5 milljörðum króna á ári, og verður þá að hafa i huga að hvert 1% sem fiskverö hækkar um þýðir 200 milljón króna útgjaldaaukningu fyrir frysti- húsin. Að lokum er skorað á rikis- stjórnina að tryggja rekstrar- grundvöll frystihúsanna, skapa meginþorra þeirra afkomu til að endurnýja og endurbafeta framleiðslutækin og taka rekstrarlán útflutningsfram- leiðslunnar til endurskoðunar með það fyrir augum að fyrir- byggja að fyrirtæki hætti fram- leiðslu vegna rekstrarf jár- skorts. Þá var samþykkt tillaga þess efnis að hækka skuli af- urðalán Seðlabankans upp i 80% af útborgunarverði framleiðslu, miðað við að viðbótarlán við- skip.tabankanna haldist óbreytt. Einnig telur aukafundur SH að lækka verði vexti af afurðalán- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.