Tíminn - 20.12.1977, Síða 24

Tíminn - 20.12.1977, Síða 24
* 18-300 Auglýsingadeild Tímans. HREVFIL/. Sfmi 8 55 22 HUfc&QCitl TRÉSMIOJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SIMI: 86822 Sýrð éik er sigild eign Upp komast svik um síðir: Tvö þriggja ára innbrot upplýst áþ — För tveggja rannsóknarlög- reglumanna til Stykkishólms varð til þess að tvö innbrot frá ár- inu 1974 upplýstust. En mál það sem lögreglumennirnir fóru til þess að rannsaka er á lokastigi. Njörður Snæhólm, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglunni sagði sýslumanninn á Snæfellsnesi hafa óskað eftir aðstoð vegna inn- brotafaraldurs. Þá upplýstu þeir innbrot i Kaupfélag Borgfirðinga á Hellissandi, en það var framið i september 1974. Þá var stolið 400 þúsundum króna. Þrir piltar, tuttugu ára gamlir, reyndust vera sökudólgarnir. Hitt innbrotið var i Hafnarbúðina á Rifi 20. desem- ber sama ár. Njörður sagði að þar hefði verið skemmt mjög mikið af innanstokksmunum. Einnig var stolið skiptimynt og nokkru af sælgæti. Þar voru að verki tveir þeirra er brutust inn hjá kaupfélaginu og tveir til við- bótar. Töluverð vinna lá að baki þess að upplýsa fyrra innbrotið, m.a. fóru rannsóknarlögreglumenn- irnir norður i land, þar sem einn aðilinn hafði flutzt þangað. Komið til móts við sjónar- mið lífeyris- sjóða MÓ — i gær lagði forsætisráð- herra fram breytingartillögu við frumvarp til laga um heimild til erlendrar lántöku, ábyrgðarheimildir og aðrar ráðstafanir f rikisfjármálum. Breytingartillagan felur það I sér, að ef sérstakar fjárhagsá- stæður einstakra lifeyrissjóða krefjast, getur fjánnálaráð- herra lcyft lifeyrissjóðunum aö kaupa verðbréf rikissjóðs fyrir minna en 40% af ráðstöf- unarfé sinu. Sem kunnugt er hafa lifeyr- issjóðirnir haft uppi mikil mótmæli gegn því ákvæði I frumvarpinu að skylda llfeyr- issjóðina að kaupa verðbréf fyrir 40% af ráðstöfunarfé sinu. í ræðu ráðherra, þegar hann mælti fyrir þessari til- lögu, kom fram, að með þessu vildi rikisstjórnin koma til móts við sjónarmið lifeyris- sjóðanna sérstaklega þeirra sem minna mættu sin. Þá rakti ráðherra i ræðu sinni á hvern hátt ákvæðiö um verð- bréfakaupin kæmu lifeyris- sjóðunum til góða og stuöluðu að ávöxtun fjár sjóöfélaga á hagkvæman hátt. Blaðburðar Jólk óskast Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Austurbrún Kambsvegur Skjólin Háteigsvegur Laugavegur Hverfisgata Skúlagata. fjf SIMI 86-300 „Þyrlan kom okkur á óvart” GV —Við hjá Landhelgisgæzlunni erum alltaf opnir fyrir nýjungum I þyrluframleiöslu, en það er feikilega ör framþróun I þessu flugi, sagði Björn Jónsson, flug- maður Landhelgisgæzlunnar, en hann er nú nýkominn úr kynnis- ferö til Messerschmidt-verk- smiðjanna I Þýzkalandi. 1 för með honum voru þeir Þröstur Sig- tryggsson, Berghreinn Þorsteins- son og Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri SVFl. Þar kynntu þeir sér aðallega eina tegund af þyrlu, BO 105, og að sögn Björns komu flughæfi- leikar vélarinnarinnar honum á óvart. Þyrlan er byggð sem stuttflugsvél og er hún sam- bærileg við Hughesvél þá, sem nú er i eigu Landhelgis- gæzlunnar. — En hún er ekki á milli mála, að viö þurfum ntl fyrst og fremst langdræga þyrlu, Tveir menn fórust er rækjubátur sökk AÞ — Siöastliðinn laugardag fórst rækjubáturinn Pólstjarnan ST 33 frá Drangsnesi og með henni tvcir menn. Þeir hétu Jóhann Snæfeld Pálsson, skipstjóri, Hamarsbæli, 58 ára og Loftur Ingimundarson, Drangsnesi, 23 ára. Jóhann lætur eftir sig eigin- konu og fjögur uppkomin börn. Loftur lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Sfðast sást til Pólstjörnunnar siðari hluta laugardagsins i _mynni Steingrimsf jarðar,________ Nokkru áöur höfðu skipverjar hafttalstöðvarviðskipti viö annan rækjubát. Þá munu þeirhafa ver- iðað taka inn slðasta togiö. Þegar Pólstjarnan kom ekki að landi um kvöldiö var hafin leit, bæöi á sjó og landi, en það bar ekki árangur fyrr en liöa tók á nóttina. Þrettán bátar frá verstöövum viö Húnaflóa tóku þátt I leitinni, en leitarsvæðiö var mjög tak- markað. Um klukkan eitt þrjátiu á aöfaranótt sunnudags fainnst brak úr Pólstjömunni, um það bil 4 mflur frá Grimsey, sem er I mynni Steingrimsf jarðar. Nokkr- um timum siðar fannst gúm- björgunarbátur, um þaö bil sex sjómllur frá Ennishöfða. Bátur- inn bar þess ekki merki að menn- irnir hefðu nokkru sinni komizt dagar til jóla Vinningur dagsins kom á nr. 2802 og vinningur mánudagsins á nr. 96. Vinninganna má vitja á skrif- stofu SUF að Rauðarárstíg 18 I Reykjavik. Simi 24480. um borö, heldur virðist hann hafa slitnað frá Pólstjörnunni, er hún tók að sökkva. Leit var hætt á sjó snemma á sunnudagsmorgun. Leitarflokkar fóru strandlengjuna á laugardag og eins á sunnudagsmorgun, viö mjög erfið skilyrði, en ekkert fannst. Pólstjaman ST 33 var tólf tonn að stærð. Hún var byggö 1959 hjá Bátalóni 1 Hafnarfirði. sem er útbúin öllum björgunar- tækjum. Eins og kunnugt er, stendur jafnvel til aö Landhelgis- gæzlan fái keypta bandariska 12 sæta þyrlu af Sikorsky-gerö, sem er m jög langdræg og sagöi Bjöm, að það væri ekki vafi á þvi, að það væri engin þyrla I sama verð- flokki sem hefur getu og mögu- leika á við hana. — Sikorsky-þyrl- an og BO 105 ná ekki inn á markað hvor annarrar og em þvi ekki sambærilegar, sagöiBjörn. — En það myndi sannarlega nýta tækjabúnað varðskipa okkar sem eru sérhönnuð fyrir þyrluaðstööu innanborðs, ef fengnar væru litlar þyrlur á þau. Það hefur fengizt góð raun i samvinnu þyrla og skipa i strandgæzlu 1 nágranna- löndum okkar, sagði Björn að lok- um. Þingholtsstræti 27. Tfmamynd: Róbert. Lézt í elds- voða AÞ —45 ára maöur Hilmar Sig- urðsson, til heimilis að Selvogs- götu 13, Hafnarfiröi, lézt sl. laug- ardag, er eldur varð laus i Þing- holtsstræti 27 I Reykjavfk. Elds- upptök eru talin vera út frá raf- magnsofni eða sigarettu. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn kl. 18.55 á laugardag. Þá var eldur á jarðhæðinni, og var hann einkum I veggfóðri tveggja herbergja. Myndaöist viö þaö mikill reykur og hiti. Húsið hefur staðiö autt I tvö ár, utan þess að verkstæði var i kjall- ara. Húsið er þrilyft og fyrir tveimur árum kom upp eldur á miðhæðinni Ekki hefur veriö gert við húsið siðan, og var það orðið illa farið, enda rúður brotnar og gat á þakinu. I bigerð var að flytja það á grunn handan göt- unnar og gera við það. Sungið í Háteigskirkju AÞ — Kór Gagnfræðaskólans á Selfossi heldur jólatónleika i Há- teigskirkju á morgun kl. 21. Kór- inn syngur islenzk og erlend jóla- lög. Stjórnandi kórsins er Jón Ingi Sigurmundsson. Orgelleikari er Glúmur Gylfason. V onzku veður — á suðvesturhorni landsins og Snæfellsnesi F.I. — Mikið frost hefur herjað á landið siðan um helgina og fór kuldinn viða upp i 22 stig norð- anlands. 1 gær var vonzkuveður á suðvesturhorni landsins, sér- staklega suður meðsjó, þar sem gekk á með blindbyljum. TIu vindstig voru I Vestmannaeyj- um og sex á Eyrarbakka. Sel- foss, Hveragerði, Hvolsvöllur og Hella voru ofurseld skaf- renningi og byljum allt frá kl. ellefu um morguninn. Hálfgert óveður var á Hellisheiði og kyngdi snjó niður. Yngstu börnin i Barnaskólan- um á Selfossi þurftu ekki aö mæta I skólann i gær, en sjald- gæft er, að þau sit ji heima vegna veðurs. Að sögn Leifs Eyjólfs- sonar skólastjóra var alveg ófært fyrir þau. Annars sagði hann, að mikil forföll hefðu verið i skólanum undanfarið, hettusótt hefði geisað og lagt i rúmið allt að þriðjungi bekkja- deilda i einu, Ef veður leyfir verða „litlu jólin” haldin i Barnaskólanum á Selfossi I dag. Illviðriö færðist i gær vestur á Snæfellsnes og þar er færð tekin að þyngjast. Spáð er úrkomu og allhvössu áfram.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.