Tíminn - 23.12.1977, Side 11

Tíminn - 23.12.1977, Side 11
Föstudagur 23. desember 1977 n ÍiDimiM Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- griniur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftij- kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu Wr. 80.00. Askriftargjal^ kr. 1.500 Ú mánuöi. - Blaöaprent h.f. ' Grundvöllur aukins viðnáms gegn verðbólgu Þegar núverandi rikisstjórn kom til valda siðla sumars 1974 horfði iskyggilega i efnahagsmálum þjóðarinnar sökum þess, að vinstri stjórnin hafði ekki fengið samþykktar þær efnahagstillögur, sem hún hafði lagt fyrir Alþingi þá um vorið. Verðbólgan var komin i 54% og gífurlegur viðskiptahalli var fyrirsjáanlegur. Siðari hluta árs 1973 höfðu efna- hagsmálin verið I góðu lagi, en oliuverðhækkunin þá um haustið og kjarasamningarnir I febrúar 1974, höfðu gerbreytt ástandinu. Eftir að núverandi rikisstjórn kom til valda, héldu viðskiptakjörin áfram að versna næstu misserin. Mikill halli varð þvi á rikisrekstrinum 1974 og 1975 og viðskiptahall- inn á árunum 1974 og 1975 nam um 11-12% af þjóðar- framleiðslu. Siðari hluta ársins 1976 fóru viðskipta- kjörin að batna aftur og viðnámsaðgerðir rikis- stjórnarinnar tóku jafnframt að bera árangur. Við- skiptahallinn verður þvi ekki á árunum 1976 og 1977 nema um 1-2% af þjóðarframleiðslu. Rikisrekstur- inn varð hallalaus árið 1976 og verður það að likind- um á þessu ári. Samkvæmt siðustu áætlun verða rikistekjurnar um 96,5 milljarðar króna á árinu, en útgjöldin 97,5 milljaðar. Hér hefur þvi vissulega náðst umtalsverður árangur, þegar árin 1974 og 1975 eru borin saman annars vegar, en 1976 og 1977 hins vegar. Þróun sú, sem hefur orðið i kaupgjaldsmálum og verðlagsmálum á þessu ári, gefur hins vegar ekki ástæðu til bjartsýni. Um mitt ár var verðbólgan komin niður i 26%, eða var orðin meira en helmingi minni en sumarið 1974, þegar núv. stjórn kom til valda. Kjarasamningarnir, sem voru gerðir i júni siðastl. hafa hins vegar gerbreytt myndinni. Horfur eru á að kaupgjald hækki i landinu um 60% á þessu ári. Verðlagið fylgir að mestu á eftir. Verðbólgan hefur þvi magnazt á ný. Þvi eru útgjöldin á fjár- lagafrumvarpinu fyrir 1978 áætluð rúmlega 40 mill- jörðum króna hærri en þau verða i ár. Það var þvi mikill vandi að fást við fjárlagagerðina að þessu sinni. Með þvi að gæta aukins aðhalds á flestum sviðum og afla nokkurra nýrra tekna, tókst að af- greiða f járlögin hallalaust. Það er mjög mikilsvert i glimunni við hina auknu verðbólgu, að ekki verði halli á rikisrekstrinum. Það er einnig mikilsvert, að erlendar skuldir aukist ekki, en lánsfjáráætlun var afgreidd með það i huga. Með þessu tvennu, halla- lausun f járlögum og stöðvun erlendrar skuldasöfn- unar, hefur verið lagður grundvöllur að auknu við- námi gegn verðbólgunni. Óábyrg andstaða Oft hefur hlutur stjórnarandstöðu verið slæmur i sambandi við afgreiðslu fjárlaga, en sjaldan verri en nú. Stjórnarandstæðingar fluttu fjölmargar til- lögur um stórfellda hækkun útgjalda. Vissar tillög- ur sumra þingmanna Alþýðubandalagsins gengu svo langt, að ábyrgustu þingmenn þess sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Út af fyrir sig er það lofsvert. Þá beitti stjórnarandstaðan sér gegn allri nýrri tekju- öflun, sem var nauðsynleg til að afgreiða fjárlögin hallalaus. Undantekning var hækkun benzinskatts- ins. Hún naut óbeins stuðnings stjórnarandstöðunn- ar. Ef farið hefði verið eftir tillögum stjórnarand- stæðinga hefðu fjárlögin verið afgreidd með stór- felldum greiðsluhalla. Slik afstaða er fullkomlega óábyrg á þeim timum, sem nú eru. ERLENT YFIRLIT Er Berlinguer að komast í stjórn? Stjórn Andreottis riðar til falls Andreotti VENJULEGAST vekja stjórnmálin I San Marino, sem lengi hefur veriö minnsta rfki veraldar, heldur litla athygli, enda almennt álitiö, aö þaö sé meira sjálfstætt aö nafni til en i reynd. 1 reynd lúti þaö Italiu. Italir hafa þó yfirleitt ekki hlutast til um máí þess, heldur látið þaö afskiptaíaust, enda hafa stjórnendur þess gætt þess aö fylgja leiösögn Itala i öryggismálum. Oftast hafa Ilika sömu flokkar fariö með völd i San Marino og á ítalíu. Aö undanförnu hefur sam- bræöslustjórn Kristilega flokksins og Sósialistaflokks- ins farið þar meö völd, en Kristilegi ftokkurinn hefur 25 fulltrúa á þingi San Marinos, en Sósialistaflokkurinn 9, en alls eru fulltrúarnir 60. Nú hefur þaö hins vegar gerzt, aö Sóslalistaflokkurinn hefur rof- iö samstarf viö Kristilega flokkinn og honum mistdcizt aö ná fylgi þeirra tiu fulltrúa, sem ýmist eru óháöir eöa fylgja litlum róttækum sósial- istaflokki aö málum. Forseti San Marinos hefur þvl snúiö sér til þingflokksformanns kommúnista og faliö honum stjórnarmyndun. Kommúnist- ar hafa nú 16 fulltrúa og eru þvi næststærsti flokkurinn. Formaöur þeirra vinnur nú að þvl aö mynda stjórn meö stuðningi allra annarra en fulltrúa Kristilega flokksins. Helzt mun hann vilja mynda stjórn með Kristilega flokkn- um, en leiötogar hans ljá ekki máls á þvi, eins og sakir standa. Astæöan tilþess, að atburöir iSan Marino vekja nú slika at- hygli, að þeirra er getiö í heimsfréttum, er fyrst og fremst sú, að ýmsir taka þetta sem fyrirboöa um þaö, sem sé I vændum i itölskum stjórn- málum. Aö visu sé þaö ekki á næstu grösum þar, aö foringja kommúnista verði falin stjórnarmyndun. Hitt sé lík- legra, að þeir veröi þátttak- endur i rfkisstjórn ttalíu innan skamms tima. ÞAÐ ERU nú seytján mánuöir siðan Giulio Andre- otti myndaði minnihlutastjórn Kristilega flokksins að loknum þingkosningum. Kommúnist- ar juku verulega fylgi sitt i kosningunum og minnkaöi mjög munurinn á fylgi þeirra ogkristilegra demókrata, sem héldu þó enn forustunni sem stærsti flokkur Italiu. I kosn- ingabaráttunni lögöu kommúnistar á þaö megin- áherzlu, aö þeir vildu mynda samstjórn stærstu flokkanna til aö fást viö efnahagsvand- ann. Af hálfu Kristilega flokksins var þessu tekið fjarri. Flokkurinn reyndi eftir kosningarnaraö mynda stjórn með þátttöku Sóslalistaflokks- ins og miöflokkanna, en þaö mistókst, og varö niðurstaöan sú, að Andreotti myndaöi minnihlutastjórn, sem hefur notiö óbeins stuönings kommúnistaflokksins, auk þess sem Sósialistaflokkurinn og Lýöveldisflokkurinn hafa einnig stutt hana. Þetta hefur leitt til meira og minna sam- ráðs milli flokkanna og hafa kommúnistar notaö sér þaö til aö styrkja áhrif sln á þingi. Þannig hafa þeir fengiö aö velja forseta annarrar þing- deildarinnar úr slnum hópi og formenn i ýmsum áhrifamikl- um þingnefndum. Stefna sú, sem stjóm Andreottis hefur fylgt I efnahagsmálunum, verður aö teljast frekar ihaldssöm og hefur þaö valdiö hálfgeröri furöu hve fylgisam- ir kommúnistar hafa reynzt honum. Leiötogar þeirra hafa haldiö þvi fram, aö þetta sé gert til að bæta sambúö stóru flokkanna, en samstjórn þeirra muni brátt reynast nauðsynleg, ef koma eigi I veg fyrir upplausn og fasisma I kjölfar hennar. Vaxandi hryöjuverkafaraldur á Itallu virðist styðja þetta sjónarmiö þeirra. ÞVI FER fjarri, aö allir óbreyttir liösmenn Kommún- istaflokksins séu ánægöir meö þessi vinnubrögö foringjanna. Einkum gætir óánægju innan verka lýöshreyfingarinnar. Fyrir nokkru lagöi Andreotti fram fjárlagafrumvarp, þar sem gert er ráö fyrir auknum aöhaldsaögeröum, sem eru leiötogum verkalýössamtak- anna þyrnir i augum. Leiötog- ar þeirra hafa nú boðað, aö þeir fyrirhugi aö svara þess- um fyrirætlunum rikis- stjórnarinnar meö allsherjar- verkfalli, en endanleg ákvörö- un um það veröur ekki tekin fyrr en á fundi, sm þeir halda 5. janúar næstkomandi. Komi til slikra átaka, getur orðið næsta erfitt fyrir komm- únista aö styöja stjórnina. Þeir leggja þvi áherzlu á, aö ekki megi dragast lengur aö stóru flokkarnir hefji nánara samstarf. Kommúnistum hefur nýlega bætzt verulegur liðsauki I þessum efnum. Bæöi Sósial- istaflokkurinn og Lýöveldis- flokkurinn hafa lýst yfir þvl, aö þeir muni greiöa atkvæöi gegn f járlagafrumvarpinu, nema samkomulag takist um aukna þátttöku kommúnista I ábyrgöinni. Hingað til hafa kommúnistar oft látið sér nægja hjásetu I ágreinings- málum, en Lýöveldisflokkur- inn og Sósialistaflokkurinn hins vegar tekiö afstööu meö rikisstjórninni. Foringi Lýö- veldisflokksins, Ugo La Mafia, sem er einn af merkustu stjórnmálamönnum Itallu, hefur nýlega sagt, aö Berlinguer, leiðtogi kommún- ista, hafi þegar sýnt, aö hon- um megi treysta til aukinnar ábyrgöar. Andreotti heldur samt áfram aö visa á bug öllum hug- myndum um stjómarþátttöku kommúnista að undangengn- um nýjum þingkosningum. Þetta er vopn, sem bitur á Lýöveldisflokkinn og Sósíal- istaflokkinn, þvi aö báöir geta reiknaö með fylgistapi, ef kos- iö væri nú. Þeir hafa I staöinn bent á þá leið, aö kommúnist- ar gerist þátttakendur I ríkis- stjóm eftir svonefndri áfanga- leiö, þ.e. aö mynduö verði I fyrstu eins konar embættis- mannastjórn, þar sem menn, sem eru hliðhollir kommúnist- um, fái sæti. Þetta er ekki tal- iö útilokað nú, ef stjórn Andre- ottis fellur. Annars hefur Andreotti staðið af sér öll áhlaup til þessa og hann mun vafalaust sitja meðan sætt er. Þ.Þ. Berlinguer mt Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.