Tíminn - 23.12.1977, Síða 21
Föstudagur 23. desember 1977
21
Nálægur grööur loftsins:
myndir llfs I skýjaklæöum.
Gult syngjandi djiip lárétt viö
húsin
iengra og neöar grænka hafsins,
úfiö sjávarskeggiö.
Eldurinn logar og harpan ymur
þeim sem vilja brenna og hlusta
I fyrstu kuldum haustsins
og þeim sem eru framandi á
sinni
eigin jörö
og eiga sér heftasta ósk aö gera
myndir af skýjum
óteljandi skýjum og sólum
þess himins sem er þeirra
löngun
og eina athvarf.”
Hvorki staður né stund
Hér er hvorki staður né stund
þess að rekja þessa ágætu bók
alla.
Frá þvi var skýrt i formála að
ævisögu Eldeyjar-Hjalta, að dr.
Sigurður Nordal leiddi þá Guð-
mund Hagalin og Hjalta saman
og beið siðan spenntur eftir þvi
hvort það „brynni saman” með
þeim.
Það hefur brunnið saman með
Matthlasi Johannessen og
Vetur f Svfnahrauni.
Sverri Haraldssyni. Svo mikið
getum við fullyrt.
Gaman hefði verið að gera
ofurlitla grein fyrir köflunum
um Rembrandt, Vermeer og
Salvador Dali, en allir þessir
menn hafa spilað inn i málarann
sem kyngt hefur meisturum sin-
um og orðið gott af.
Aftast er skrá yfir myndir
sem valdar voru i bókina og
sumsstaðar eru skýringar við
myndirnar hæfilega miklar og
ekki svo itarlegar að þær séu
ekki auðskildar.
Myndlistin og Sverrir og
bókin
Hlutur Sverris Haraldssonar I
þessari miklu bók er auðvitað
stærstur. Hann segir fyrir um
textann, leggur til gullið og leir-
inn. Matthias mótar hið talaða
orð.
Það er enginn efi á þvi( að
Sverrir Haraldsson hefur um
langt skeið verið á sérstöku
plani i myndlistinni, og það staf-
ar meöal annars af geysilegri
tækni og óvenju þroskuðu
myndskyni sem kemur fram
strax á æskuárunum. Hann er
fæddur meistari alveg eins og
Picasso var á sinum tima.
Samt er það ekki nóg. Við get-
um nafngreint fleiri innlenda
menn sem máluðu stórvel sem
unglingar heima hjá sér, en fór
siðan stöðugt aftur alla ævi.
Urðu svo sem ekki neitt, og
náðargáfan varö þeim aðallega
böl.
Sem fram kemur þá rekur
Matthias Johannessen æviferil-
inn náið fram á unglingsárin en
textinn verður siðar viðskila við
lifshlaupið og byrjað er að tala
um annað^ enda er þetta ekki
ævisaga heldur umgjörð um
myndir i bók.
Myndirnar i bókinni rekja
þennan þátt á dálitið annan og
venjulegri hátt. Æskuverkin eru
fremst og maöur fellur i stafi.
Svona mála aðeins snillingar.
Siðan koma skólaárin og
fyrstu sporin út I lifið, sýningin
1952 og myndirnar hafa breytzt.
Það voru erfiðir tlmar og
málarinn segir:
,,Ég hef áður sagt aö það hafi
verið bannað að hlæja þegar
geómetrian var að byrja og ég
hló ekki frá þvi ég var 18 ára og
fram undir miðjan aldur. Þá
gætti maður þess að ganga
álútur með hendur I vösum. Það
skyldi ekki fara fram hjá nein-
um að við vorum að leysa lifs-
gátuna. Nú er ég búinn að læra
að hlæja aftur enda nóg tilefni
eins og ástandið er.
f blaðasamtali komst ég svo
að orði á sínum tima — um upp-
gjör mitt við flatlistina — það
var ekki löngu eftir endanlegt
uppgjör og þvi nokkuð nærri
lagi:
„Þegar ég reyni að gera mér
grein fyrir þessu nú sé ég að
meðan ég var dýpst sokkinn I
þessa geometriu hef ég verið
orðinn hálfblindur maður það er
að segja ég sá en sá þó ekki. Ég
sá ekki náttúruna og varð ekki
fyrir neinum áhrifum frá henni.
Ég var hættur að reagera gegn
henni og jafnvel gegn sjálfu lif-
inu. Ég sá ekki lengur litina.
Þetta var óhugnanlegt og ég
þykist vita að margir sitji enn i
þessu ”
Spra ututí ma bi lið og
afturhvarfið
Allmargar myndir eru i bók-
inni frá „spraututimabilinu”
sem margir nefna svo. Allt er
við það sama myndirnar eru
fyrst og fremst óaðfinnanlegar
tæknilega séð linurnar eru
djarfar og við greinum þær enn
t.d. i konumyndunum en svo
koma moldarböröin og gera
Sverri Haraldsson frægan og
eftirsóttan I bönkum og flnum
húsum.
Það er ekki svo auðvelt að
skilja hvað I raun og veru
gerðist. Ég hefi heyrt Guðrúnu
Á. Simonar syngja dægurlög
hún gerir það að sjálfsögðu bet-
ur en aðrir sem ég hefi heyrt
syngja þau lög. Það kemur þvi i
rauninni ekki svo á óvart að
Sverrir skyldi geta málað
landslag með nýju ivafi, en það
er þarna sem það brennur
saman með honum og þjóðinni
og hann verður hennar maður
sem er grundvöllur þessarar
dýru bókar.
Margir hafa áfellzt Sverri
fyrir að snúa sér að moldar-
barðinu i Sogamýrinni i staö
þess að taka viö forskrift úr
Paris eða frá félögum sinum
sem sátu uppi meö hina endan-
legu lausn lifsgátunnar, mynd-
listarlega séð a.m.k.
Aðrir telja,að tækni málarans
hefði átt að beina honum inn i
pop heiminn en þangaö lá
straumurinn. Tækni hans hefði
notazt betur og hún hefði lika
notazt I surrealisma enda nefnir
Sverrir Dali oft i þessu samtali
við skáldið. En þetta eru aöeins
vangaveltur og koma bókinni
ekkertvið. Þó voga lesendur sér
að álita að eitthvert samræmi
eigi að vera milli myndanna og
aðdáunar á Rembrandt gamla
og honum Vermeer.
Sverrir lýsir viðhorfi sinu til
myndlistarinnar dálitiö
kaldranalega og segir:
Nú er lagt mikið upp úr þvi,
hvað er málað, t.d. getur komiö
tizkualda með plastpoka beygl-
aðri fötu eða öskutunnu, og sá,
sem málar þetta, fær uppáskrift
hjá listfræðingum og gagnrýn-
endum um að hann sé hin eina
sanna tólg, sem Kjarval minnist
einhvers staðar á. Þetta er út af
fyrir sig I lagi en þaö skiptir I
rauninni engu, hvaö menn
mála: uppeldi, umhvefi, áhrif
áhugamál o. s. frv. kalla á við-
fangsefnið. 1 minum augum er
fáránlegt að segja, að fyrir-
myndir skipti máli, heldur ein-
ungis hvernig unnið er úr þess-
um fyrirmyndum. A sama hátt
skiptir ekki máli, úr hvaða við
er smiðað, heldur hvernig menn
vinna úr efnivið sinum. For-
múlan skiptir engu enda er hún
ekki til. Menn geta málað ösku-
tunnu eða beyglaða föru fyrir
mér, en þær eru ekkert merki-
legri en hver önnur hundaþúfa
og siður en svo nýtizkulegri, þó
reynt sé að gefa þessu nöfn eins
og nýraunsæisstefna. Það, sem
máli skiptir, er skáldið i lista-
manninum: hvernig hann sér
fyrirmyndina og hvernig honum
tekst að vinna úr henni nota
hana sem hráefni i nýjan skáld-
skap, þ.e. sina eigin myndlist.
Nýraunsæisstefnan gengur yfir
sem andsvar við öörum nýjum
stefnum og er einna helzt fólgin
i þvl, að reynt er að likja eins vel
eftir fyrirmyndinni og unnt er.
En þá stöndum við andspænis
þvi sem ljósmyndavélin getur
gert betur en nokkur listmálari.
Hitt er svo annað mál að ljós-
myndari getur unnið listavel.
En ég er ekki nógu vel að mér i
þeirri kúnst að geta skýrt
hvernig það má verða. Ef menn
mála beyglaða fötu nákvæm-
lega eins og hún er og bæta engu
við frá sjálfum sér, tel ég það
ekki list heldur handverk. Hitt
er svo annað mál, að þaö má
fara ýmsar leiöir I listinni og
Svavar Guðnason hefur sagt
okkur frá þvi, aö þeir i Grönn-
ingen noti ýmsar tækninýjungar
svo sem að leggja kvenfólk á
gólfið I listsköpun sinni og leggj-
ast ofan á það án þess að gera
neitt ljótt, ,,en það er þeirra for-
retning”. Það er ekki I tizku
lengur að misþyrma fólki og
raunar bannað, en þá þarf auð-
vitað að fara út i hinar öfgarnar
og leyfa mönnum að gera allt
sem þeir vilja, eins klaúfalega
og þeir hafa hæfileika til. Þegar
ég kom i listaháskólann I Berlin
var kennslan fólgin i þvi, að
heimsfrægir prófessorar ráfuðu
milli okkar nemendanna og
sögðu: Gerið það sem þið viljið
(!). Þetta frelsi hefur þaö til
sins ágætis að maður þarf
hvorki aö kunna né geta nokk-
urn skapaðan hlut. Maður þarf
ekki einu sinni að hafa hæfileika
til að teikna — og þaö er dálitið
slæmt.
En hugmynd min um þetta
frelsi er sú, að þá fyrst er lista-
maður algjörlega frjáls þegar
hann hefur náð fullkomnu valdi
á þvi efni sem hann vinnur með.
Þá getur hann gert hvað sem
hann vill. Hann getur gert allt,
hann getur teiknað, málað þaö,
sem honum dettur i hug — jafn-
vel ferninga. Hann er frjáls.
Hann getur tjáð sig eins og hug-
ur hans stendur til. Hann hefur
ekki einungis vængi, heldur
kann að beita þeim hvernig sem
viörar.
Þegar menn hafa þetta full-
komna frelsi, sem kunnátta og
tækni veita — og við skulum
ekki gera of litið úr þvi, sem
unnt er að læra — þá getur mál-
arinn fyrst unnið aö listsköpun
sinni áreynslulaust eins og
fleygur fugl og nýtt allan þann
skáldskap, sem I honum býr. Að
öðrum kosti fer mest af orku
hans I að glima við hindranir og
yfirvinna tæknileg atriði, skáld-
skapurinn kemst ekki að. Niður-
staðan verður aumkunarveröur
klaufaskapur, eins og þegar
lundapysjurnar reyndu aö
fljúga úr hreiðrunum til sjávar,
en flugu á glugga eða hús heima
i Vestmannaeyjum eða duttu til
jarðar inni i miðjum bæ. Þá vor-
kenndi ég mæðrunum að horfa
upp á þessi ósköp. En við krakk-
arnir höfðum þann starfa að
tlna lundaungana upp, gefa
þeim að borða og fara svo næsta
morgun með þá niður I fjöru og
sleppa þeim þar.”
Prentlistin og bókin
Þriðji þáttur þessarar bókar
er prentverkið, sem mun vera
örðugasta og umfangsmesta
viðfangsefni prentlistarinnar
frá þvi að Guðbrandsbiblia kom
út. Stærri verkefni eru aðeins I
fiskumbúðum og dagatali Eim-
skipafélagsins.
Þó er að hinu að gæta, að lit-
greining og prentgerð verkanna
er undir smásjá kröfuharðs
málara. Hann hefur ekki búið til
ísland, en hann veit allt um
myndirnar.
Þegar litaðar ljósmyndir eru
prentaðar, er vinna prentsmiðj-
unnar sjálfstæð útfærsla á
myndinni, hér er hún fjölföldun
á ákveðnu verki. A þessu er dá-
litill munur.
Fljótt á litið virðist litgreining
málverka hafa tekizt afbragðs
vel. Þó kemur fram dálitið
„súr” blanda, t.d. i myndinni af
dr. Bjarna Jónssyni en súr litur
er yfirleitt ekki i þeim verkum
Sverris sem ég hefi séð. Dálitið
er lika um skugga i jöðrum
(blindrammi kemur fram) og
maður hefur það stöku sinnum á
tilfinningunni að myndatakan
hefði mátt vera betri, þótt auð-
vitað sé ekki unnt aö ræða þessi
mál virðulega nema hafa bæöi
bókina og myndlistarverkið fyr-
ir framan sig samtimis. Þó eru
þessar aðfinnslur aðeins smám-
unir.
Otgefendur, þeir Páll Vig-
konarson og Gunnar Þorleifsson
eru þekktir bókagerðarmenn,
listrænir og áhugamenn um
fagra hluti.
Það sést hvarvetna á þessari
bók að þarna hafa allir lagt sig
fram, skáldið, málarinn, prent-
arar og hönnuöir, og útkoman er
ein glæsilegasta bók, sem ég
hefi séð.
— Jónas Guðmundsson
70 ára
Þorlákur
Jónsson
rafvirki
Það bar til tiðinda á Þorláks-
messu á vetri 1907, að hjónum á
Suðureyri I Súgandafirði, Jóni
formanni Einarssyni og Kristinu
Kristjánsdóttur, fæddist sonur.
Var sá sveinn vatni ausinn og
gefið nafn hins blessaöa Þorláks
biskups. Raunar heitir hann fullu
nafni Þorlákur Jón, en ekki veit
ég hvaðan Jónsnafnið er fengiö,
en vel mætti þaö vera frá öðrum
heilögum biskupi.
Þorlákur er af vestfirzkum
ættum og hygg ég að næstu ættlið
irnir hafi allir veriö I Súganda-
firði og næstu fjörðum og vikum
og verði litt rakiö i önnur héruð
fyrr en kemur aö séra Eiriki á
Stað, sem fæddur var I Borgar-
firði 1764, en Þorlákur er fimmti
liður frá honum. Frændlið Þor-
láks hefur mjög komið við sögu
vestra. Fjögur eru systkini hans:
Þóra, kona Friðriks Hjartar, sem
lengi var skólastjóri á Suðureyri,
Sturla hreppstjóri á Suöureyri,
Kristjana, húsfreyja I Botni,kona
Friðberts Péturssonar og Jó-
hannes, sem lengi var kaupfé-
lagsstjóri á Suðureyri. Ekki þarf
að kynna þetta fólk fyrir Vestfirð-
ingum.
Áriö 1929 hóf Þorlákur raf-
virkjanám hjá Eiriki Hjartarsyni
I Reykjavik og á því sviði varð
lifsstarf hans. Hann vann hjá
fyrirtæki Eiriks, varð meðeigandi
og siöan eigandi, en það rak
verzlun auk verktöku. Segir
Gunnar M. i Súgfirðingabók, að
það væri þá eitt af stærstu raf-
virkjafyrirtækjum landsins og
Þorlákur hafi haft umsvif mikil,
bæði I Reykjavik og úti á lands-
byggðinni, tekiö að sér stórvirki
og haft tugi manns i vinnu.
Þorlákur giftist 1933 Kristjönu
ömólfsdóttur, frænku sinni úr
Súgandafirði, ágætri konu. Þau
voru þremenningar, þvi að
Kristin móðir Þorláks og ömólf-
ur tengdafaðir hans voru bræðra-
börn. Konu sina missti Þorlákur
1969.
Þetta sem nú er sagt er al-
mennur sögulegur fróöleikur,
sem Vestur-Isfiröingar almennt
vita skil á. Ég sá Þorlák aö visu
vesturáSúgandafirði 1931, enátti
ekki viö hann oraðstaö. Hins
vegar hefi ég lært að þekkja
manninn á siðustu árum og stafa
þau kynni frá stúkufundum og
stúkustarfi. Þorlákur lætur sig
aldrei vanta á fund og tekur mik-
inn þátt I starfi templara þess ut-
an. Hann er ágætur félagi og jafn-
an boðinn og búinn til hvers sem
erog fneð þarf, hvort heldur er að
ganga um beina og vinna eldhús-
störf, eöa bregða sér i önnur
gervi. Maðurinn er góður þegn og
leikfullur, enda á fólk á hans aldri
að geta látið eftir sér að leika sér
dálitið.
Þorlákur er enn i fullu starfi
sem rafvirki, i félagi við Pál son
sinn. Matthildur Guðmundsdótt-
ir, frá Bæ i Steingrimsfirði er
ráðskonaá heimilihans, myndar-
leg kona. Hún var ekkja eftir
Halldór Magnússon, frá Gauts-
hamri i Steingrimsfirði, en þau
áttu lengi heima á Akranesi.
Framhald á bls. 23