Tíminn - 23.12.1977, Síða 24

Tíminn - 23.12.1977, Síða 24
f---------------------- Föstudagur 23. desember 1977 - V 8-300 Auglýsingadeild Tímans. HREVFIU Slmi 8 55 22 Sýrö eik er sígild eign nu TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Þær eru ófáar vinnustundirnar sem börnin ieggja fram til þess aö hafa brennurnar sem vegiegastar. A6 sögn lögreglunnar ganga þau mjög þrifalega um, en ýmis fyrirtæki skoða brennurnar sem nokkurskon- ar ruslahauga. — Timamynd: GE. Sigurður RE ósjófær Banaslys í umferðinni — skammt frá Selfossi ÁÞ — Sá hörmulegi at- burður átti sér stað í gær- kveldi, að ungur piltur lét lífið i umferðarslysi. Pilt- urinn var fæddur árið 1951. Hann var ásamt stúlku í bílnum og var hún flutt á sjúkrahúsið á Selfossi, en fékk að fara heima að lok- inni athugun. I hinum bíln- um var einn maður og voru meiðsli hans einnig f remur lítil. Það var laust fyrir klukkan 19 að lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um slysið, en það varð um það bil 10 kílómetra austan við Selfoss, nánar tiltekið við bæinn Hraungerði í Hraun- gerðishreppi. Þegar blaðið hafði samband við lögregl- una í gærkveldi voru til- drög slyssins óljós, en dráttarvél var á veginum og átti hún e.t.v. einhvern þátt í árekstri bifreiðanna. Hins vegar lenti hvorug þeirra á dráttarvélinni. Nýr skut- togari til Reykjavíkur ÁÞ — Nýr skuttogari hefur bætzt við i fiskiskipaflota landsmanna, en i gær lagðist Ásgeir RE 60 að bryggju • Reykjavik. Skipið sem er i eigu tsbjarnarins, er 442 tonn að stærð, búiö öllum nýjustu fiski- leitartækjum. Asgcir RE var smiðaður i Flekkefjord i Noregi. Þar er nú verið að leggja loka- hönd á systurskip Ásgeirs, Ás- björn RE 50. Áætlað er, að það verði tiibúið I febrúar eða marz. Kaupverð togarans var 750 milljónir króna. Isbjörninn hf. á hlut i Hrönn RE, sem einnig er skuttogari, en þar fyrir utan er Ásþór RE i eigu fyrirtækisins. Asgeir ke er systurskip Gyllis 1S og Guðbjargar S, en þessi skip erusmiöuö hjá sömustöö, og hafa reynzt mjög vel. Þess má einnig geta, aö i skýrslu frá Fram- kvæmdastofnun rikisins kemur i ljós, aö rekstur skuttogara af þessari stærö er mun hagkvæm- ari en stóru togaranna. Skipstjóri á Asgeiri veröur Kjartan Eiðsson, en fyrsti vél- stjóri er Andrés Hafberg. á næstu vetrarvertíð GV — Sigurður RE aflahæsta loðnuskip ársins, liggur nú viö landfestar i Reykjavikurhöfn vegna bilunar og er útséð um það að hann komist á sjó I a.m.k. hálft ár. Tjóniö sem af þessu hlýzt er gifurlegt, og sagöi Ágúst Ein- arsson framkvæmdatjóri útgerð- arfélagsins ísfells, að lauslega metið væri tjóniö upp á nokkra tugi milljóna króna. Aö sögn Agústs kom i ljós þegar verið var að yfirfara skipið eftir loönuvertiö nú fyrr i vikunni, aö sveifarásinn var brotinn. Skips- vélin og aðrir varahlutir I vélina eru ekki lengur framleiddir og hlýzt aðaltöfin af því aö sérsmiða verður nýjan sveifarás i vélina, og er nú verið að kanna mögu- leika á sérsmiði sveifarássins i Hollandi. Skipsvélin er hollenzk Verkspoor-vél og hefur verið i skipinu allt frá upphafi. Skipið vará sinum tima smiöað i Þýzka- landi og er 17 ára gamalt. Sigurður RE setti aflamet I ár og landaöi alls 43.314 tonn- um af loðnu. Alvarleg vélar- bilun hefur nú orðið til þess að skipið veröur ekki sjófært á vetrarvertíðinni þar sem ýmis vandkvæði eru á sér- smíöi varahluta i skipsvél- ina. dagar til jóla Jólahappdrætti SUF Vinningur dagsins kom á nr. 1999. Vinningsins má vitja á skrifstofu SUF að Rauðarárstíg 18 i Reykja- vik. Simi 24480. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Skjólin Háteigsvegur Laugavegur Hverfisgata Skúlagata. IjP SIMI 86-300 Asgeir RE mun vera sjöundi togarinn, sem skipasmiða- stöðin í Flekkefjord smiðar fyrir islendinga. Skipin hafa verið miklar happafleytur, samanber togara Vestfirð- inga. Asgeir RE er búinn mjög fullkomnum siglingar- og fiskileitartækjum, m.a. eru i þvi tveir lóran C. Aðal- vélin er Vickman, en Ijósa- vélarnar eru Volvo Penta. Mesta breidd eru rúmir 10 metrar, en lengd skipsins er tæpir 50 metrar. Tímamynd: G.E. Blaðburðar Jólk óskast Saltfiskskuldin í Zaire: Skuldin greidd á næsta ári? GV — Zaire-rfki skuldar nú Is- lenzkum saltfiskframleiðendum rúmlega 250 milljónir Isl. kr., en á fundi með fulltrúum Sölusam- bands islenzkra saltfiskfram- leiðenda i gær kom fram, að þjóðbankinn i Zaire hefur sent þeim skulda viöurkenningu og að allt verði gert til að flýta fyrir greiðslu skuldarinnar. A þessu ári hafa veriö flutt út 500 tonn af saltfiskframleiðslu þessa árs, og hafa Zairemenn staöiö I skilum hvað þau kaup varðar. Auk þess sögöu stjórn- armenn SIF að ástæöa væri til að ætla, að Zaire-riki borgi skuldina á næsta ári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.