Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 3
Laugardagur 24. desember 1977
3
Áramótabrennurnar:
Ellefu kestir
hafa verið
samþykktir
ÁÞ — Búiö er aÖ sækja um leyfi
og fá samþykkt fyrir 11 áramóta-
brennum, en í fyrra logaði i 23
bálköstum viðsvegar um borgina.
Hins vegar eiga margir eftir aö
sækja um formlegt leyfi til lög-
reglunnar og eru þeir hvattir til
að gera það hið fyrsta. Verði það
ekki gert, eiga viðkomandi það á
hættu að starfsmenn borgarinnar
birtist einn góðan veðurdag og
fjariæg! köstinn. Þegar hefur einn
köstur veriö fjarlægður, m.a.
vegna óþrifnaðar sem hann olii i
nágrenninu.
— Ég hygg að við náum sömu
tölu og I fyrra, sagði Valdimar
Sigurðsson lögregluþjónn. — Við
erum búnir að sjá bálkesti viða
um borgina, sem ekki hefur verið
sótt um leyfi fyrir. Ef þeir eru
ekki á öruggum stöðum munum
við færa kestina til.
Hin svokallaða borgarbrenna
við Miklubrautina verður ekki i
nafni Reykjavikurborgar um
þessi áramót, en börn úr ná-
grenninu verða aðstoðuð við að
hlaða köstinn. Að venju verður
þessi brenna sú stærsta i Reykja-
vik, en næst að stærð er brenna
austan Fellaskóla. Fyrir henni
standa Reykjavikurborg og
Framfarafélag Breiðholts III.
Reykurinn frá Fiskimjöisverksmiðjunni hefur veriö Keflvikingum og Njarövikingum til mikilla óþæg
inga. En nú eiga þeir von á betri tima. Tímamynd: G.E.
Suðurnes:
Peningalyktin
er á undanhaldi
ÁÞ — Þegar iiöur á næsta ár,
þurfa Keflvlkingar ekki að óttast
það að peningalyktin fra Fiski-
mjölsverksmiðjunni angri þá og
plagi. Verið er aö vinna að endur-
skipulagningu verksmiöjunnar,
og eru mengunarvarnartæki
tekin með i áætlunina, öfugt við
það, sem flest atvinnufyrirtæki
sem stofnsett eru hér á landi,
gera. A sl. ári lögðust heilbrigðis-
nefndirnar i Njarðvik og Keflavik
a móti þvi, að undanþága sú, er
verksmiðjan hafði, yrði endur-
nýjuð. Hins vegar var ráöuneytið,
með hliðsjón af áætlunum verk-
smiðjunnar, á öðru máli.
—Fiskimjölsverksmiðjan verð-
urhinsvegarstarfræktmeð sömu
skilyrðum og áður, sagði Ingimar
Sigurösson deildarstjóri I heil-
brigöisráöuneytinu. — Hér eru
mengunartækin liöur i heildar-
áætlun, og að okkar mati hefur
það skort mjög að þaö væri gert.
Ef þau eru liður i stofnkostnaði,
getur viðkomandi fengið fyrir-
greiðslu úr opinberum sjóðum.
1 samtali við Jóhann Sveinsson,
heilbrigðisfulltrúa f Njarðvik,
kom fram, að hækkun á skorsteini
hefði ekki komið til greina, þar
sem reyknum frá verksmiöjunni
hefði einfaldlega slegiö niöurofar
i bænum. En þvi miður verður
hreinisútbúnaðurinn ekki tilbúinn
fyrir næstu loönuvertið, þannig aö
lögreglustjórinn á eflaust eftirað
fetta fingur út i peningalyktina.
— Starfsmenn verksmiöjunnar
eru nú að undribúa uppsetningu á
nýjum soðkjarnatækjum, og eftir
tilkomu þeirra dregur nokkuð úr
reyknum, sagði Jóhann. — Hrá-
efnið nýtist beturog minna ferút i
andrúmsloftiö. En þegar til stóö
að fara að endurskipuleggja
verksmiðjuna, þá var það okkar
vilji, að hún færi burtu úr byggð-
inni, en þvi miöur varð sú ekki
raunin.
Sú þjóð, er i myrkri sat, hefur séð mikið
ljós, og þeim, er sátu i landi og skugga
dauðans, er ljós upp runnið.
*
Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar
er miskunnsamur. Og dæmið ekki, þá
munuð þér ekki heldur verða dæmdir. Og
sakfellið eigi, og þá munuð þér ekki heldur
verða sakfelldir. Sýknið, og þá munuð þér
sýknaðir verða. Gefið, og þá mun yður
gefið verða. Þvi að með þeim mæli, sem
þér mælið, mun yður aftur mælt verða.
Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
Nýtt boðorð gef ég yður: Þér skuluð
elska hver annan, á sama hátt og ég hefi
elskað yður, — að þér einnig elskið hver
annan. Af þvi skulu allir þekkja, að þér er-
uð minir lærisveinar, ef þér berið elsku
hver til annars.
Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur
þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til
að kalla réttláta, heldur syndara til
iðrunar.
En þegar þú gjörir heimboð, þá bjóð þú
fátækum, vanheilum, höltum og blindum,
og þá munt þú verða sæll, þvi að þeir hafa
ekkert að endurgjalda þér með*. En þér
mun verða endurgoldið það i upprisu
hinna réttlátu.
i»
Sannlega segi ég yður, svo framarlega
sem þér hafið gjört þetta einum þessara
minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört
mér það.
Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir
mér, mun ekki ganga i myrkrinu, heldur
hafa ljós lifsins.