Tíminn - 24.12.1977, Síða 5

Tíminn - 24.12.1977, Síða 5
Laugardagur 24. desember 1977 5 Þegar ég var barn, var lltiö um „haröa pakka” um jólin. Þó barst okkur einn og einn, en svo kom striöiö og allt fór úr bönd- unum. Börnin frá Viðigerði Ég man ekki lengur hvenær okkur vargefinbókin Börninfrá Viöigeröi eftir Gunnar M. Magnúss, en þaö hlýtur aö hafa verið mjög snemma, þvi ekki var ég læs, en ég staröi langtim- um saman á þessa bók, á mynd- ina á forsiðunni, og hún er greypt i huga minn eins og sag- an, sem lesin var fyrir okkur oftar en einu sinni. Hitt veit ég ekki hvort þetta var góð saga, en hún var áþreifanleg og sönn, eins og djúpur draumur. Ég held aö þaö hafi ekki liðiö mörg ár, unz atvikin höguöu þvi svo, aö einhver sagöi okkur aö maöur sem við hittum heföi skrifað þessa bók. Hann heitir Gunnar M. Magnúss, og viö horföum með djúpri lotningu á þennan gjörvilega mann, sem haföi búiö til börnin i Viðigeröi, og viö mundum hann eftir þaö jafn vel og hina yndislegu bók. Siöan hafa liðið margir ára- tugir, — næstum þvi fjórir, og nú á dögunum leit hann inn og haföi i fórum sinum fimmtug- ustubókina, Myndina afkóngin- um.Hann dró hana úr barmin- um og lagöi „haröan pakka” á boröiö. Fimmtiu bækur Þetta var Gunnar M. Magúss, og þótt hann sé næstum oröinn áttræöur, er hann enn kvikur i hreyfingum og augun geisla af fjöri og áhuga. — Geröu svo vel, sagöi hann. Fimmtugasta bókin, en sumir segja þær nú reyndar vera 51 sagöi hann. Ég kann ekki tölu á þeim lengur, og svo fórum viö aö tala um annaö. Gunnar M. Magnúss lauk kennaraprófi árið 1927 og stund- aði framhaldsnám viö kennara- háskólann i Kaupmannahöfn veturinn 1936-7. Siðan var hann kennari i Reykjavik og á Stokkseyri. Lengst þó i R vik, eða frá 1929- 1947, en siðan hefur hanri séð sér farborða með ritstörfum, eða i þrjá áratugi. Hann geröi lika margt annað, var forstöðu- maöur námskeiðs fyrir atvinnu- lausa unglinga á kreppuárun- um, hann sat á þingi og var um skeið formaður i félagi barna- kennara. En svo komu sam- felldar skriftir, sem staðiö hafa i hálfan fimmta áratug. Fyrsta bók Gunnars M. Magnúss var barna- og ung- lingabókin Brekkur.sem út kom áriö 1931. Siðan kom hin fræga bók Börnin frá Viðigeröi, sem liklega var „harði pakkinn” i farangri þessa afkastamikla rithöfundar, þvi bókin gerði hann frægan. Siöan hefur hver rekiö aðra, bækur, leikrit, skáldskapur, þjóðlegur fróöleikur, saga og ævisögur. Frægustu siöari tima verkin eru án efa I múrnum, eöa Múr- inn.sem fyrst kom i útvarpinu 1964 og var siðan ieikiö i sjón- varpinu fyrir nokkrum árum. Virkið I norðri I. II. III., Arin sem aldrei gleymast og bókin um hana Guðrúnu A. Slmonar og hann Magnús á Grund. Myndin af kónginum Það væri að æra óstööugan, aö þylja upp fimmtiu bókartitla, enda verður þaö ekki gert hér, Syrpa um líðandi stund Gunnar M. Magnúss en á þessum timamótum, hljóta menn aö hugleiða hvilikt afrek þessi maöur hefur unniö, aö setja saman fimmtiu bækur, auk annars, og viö engan aö styöjast nema pennann. Það er lika efni i fimmtiu bækur, því oft bera höfundar litið úr bítum fyr- ir störf sin. Ég veit ekki hvort nýja bókin, Myndin af kónginum á aö vera hátíöarútgáfa, hvort bókin er samin aö þessu tilefni, en vel á hún viö. I smásögum slnum, sem birtar eru i bókinni, birtast allir þættir Gunnars M. Magnúss. Samtöl, saga og frá- sögn af raunverulegum atburö- um. Saga af börnum. 1 bókinni eru tiu sögur, og lengst þeirra er óli prammi, sem þekur sextiu siður. Eftir lestur þessarar bókar, ereinsetning mjög minnisstæð, og viröist hún táknræn fyrir stööuna núna: „Hátiöleiki vorsins í sveitun- um nær hámarki sinu um lestirnar, þaö er aö segja, þegar ullin er i góðu veröi. Þannig var það I minni sveit.” Við þökkum ágæta bók og hinn hai ða pakka. Óli G. Jóhannsson frá Akureyri sýnir málverk Það var fyrir fjórum árum, eða fimm, aö nokkrir ungir Akureyringar, leigöu flugvél, litla flugvél, og tróöu hana fulla af málverkum, og þrengdu siö- an sjálfum sér inn og vélin hóf sig á loft innan um ógnvekjandi skýin og siðan hvarf hún I hrið- ina og það tók undir i fjöllunum. Þeir voru á leiö suöur til þess að sýna myndir og fá gagnrýni, sögöu þeir, og þeir hengdu myndirnar upp, i Norræna-hús- inu, eftir aö þessi mikla freist- ing skaparans haföi lent á Reykjavikurflugvelli i myrkr- inu. Meöal þessara manna var Óli G. Jóhannsson, kornungur stúd- entog menntamaöur, kominn af póstmeisturum á Akureyri i tvo ættliöi eöa þrjá, þvi aö póst- meistarinn, eöa pósthúsiö þar, erfist eins og önnur prússnesk riki, mann fram af manni. Óli G. Jóhannsson byrjaöi snemma aö mála og teikna, og verkin i Norræna húsinu voru dálitið sér á parti fannst okkur, sem sóttu sýninguna, sem var auðvitaö full af dapurlegum myndum, — manna, sem lokazt höföu inni i norölenzkum firöi, myndlistarlega séö a.m.k. En þaö ernú liöin tiö, og a.m.k. þrir þeirra eöa fjórir, hafa bætt miklu viö sig og þeir mála mikiö enn, allir að ég held, og núna miklu betur. Um daginn var mér tjáð aö Óli G. Jóhannsson væri aö sýna málari byrjaöi og myndir hans vöktu mikla gleði, svo ákveöið var aö halda áfram að sýna þama og hefur það veriö gert siðan. Þaö hefur ekki veriö venja aö skrifa um þessar sýningar i blööin, en ekkert er þvi þó til fyrirstööu. I fyrsta lagi, eru hérá feröinni ný og merkileg almennings- tengsl viö myndlistina, og svo hafa þarna verið haldnar sýn- ingar á mjög merkilegum myndlistarverkum, sbr. frum- herjann. Undirritaöur átti þess kost aö sjá sýningu þá er nú stendur I mötuneytinu á Reykjavíkur- flugvelli, en þar sýnir Oli G. Jó- hannsson núna tiu verk. Þetta eru mjög skemmtilega gerðar myndir, og sýna aö þrátt fyrir „gagnrýni aö sunnan” hef- ur honum tekizt aö halda þræöinum og bæta viö. Myndefnihans eru gömul hús, þreyttar stofur, heimilisfriöur og þorp, þar sem menn hafa sjávargötu skamma. Hann ræður yfir sérstæöri tækni i meðferö acryl-lita, og myndir hans eru undarlega grafiskar og finlegar I gerð sinni. Minna á oliukrit, þar sem penslað er yfir meö uppleysi eöa oliu. Mest er um vert, aö málarinn hefur þróað meö sér sinn eigin stil, hefur ekki bara vakiö upp Mynd eftir ólaf G. Jóhannsson, Akureyri myndir hjá Flugleiðum, i veitingabúð starfsmannafélags- ins á Reykjavikurflugvelli, en mötuneyti þetta er alveg nýtt, var innréttaö eftir brunann mikla,þegarstóra skýlið brann. Þar er allt fyrsta flokks, ekki aðeins maturinn, heldur lika salarkynni og húsmunir, og siö- an hafa listamenn oft verib fengnir til þess aö sýna verk sin þarna, þar sem starfsmenn félagsins gleypa i sig r'étt dags- ins og fá sér kaffisopa i björtum húsum og hlýjum. Starfsmenn félagsins skipta hundruöum, og þótt sumir séu svangir, gefa flestir sér tóm til þess að skoða myndimar, og listamennirnir hafa ekki alltaf veriö af verri endanum, fremur en maturinn, — þótt auðvitaö hafi þetta nú verið svolitiö mis- jafnt. Valtýr Pétursson, list- einhvern draug, eins og flestir aðrir gera, og viö óskum honum til hamingju meö þessa litlu, friðsælu sýningu, og Flugleiöa- fólkinu sömuleiðis meö ágætan rekstur á galleriinu (oftast). Þeirra vandi er talsveröur, og það riður á aö þeir haldi vöku sinni og haldi áfram kynningu á . list i sinum húsum, án þess aö minnka kröfurnar til gæbanna. Það má ekki i eldhúsinu, — ekki i flugmaskinunum og allra sizt i listinni. Arkitekt býr til leikföng Það er iðja flestra arkitekta að teikna hús, þvi miður — en sárafáir leiöa hugann aö list- rænum verðmætum i alvörunni, sinna nýjungum eöa tilrauna- starfi. Húsameistarinn byggir að- eins hús. Ekki mega menn samt lita svo á, aö arkitektar séu sérstak- ur vandræðabekkur, en þeir gera i flestum löndum kröfu til þess aö teljast til listamanna, skálda i steypu og járni, og þvi hljótum viö aö gera til þeirra listrænni kröfur, en til dæmis til verkfræðinga og vélfræðinga. Einn ungur arkitekt hefur þó skorið sig úr hópnum, hefur villzt frá hjörðinni, sem himir við garöann, en þaö er Einar Asgeirsson, arkitekt. Ég veit ekki hvort hann getur teiknað hús, en sjálfsagt getur hann þaö lika, en hann hefur unniö aö kynningu á nýjum hug- myndum. Hefurhaldiö sýningu i Hamragörbum, þar sem hann kynnti léttbyggð hús sem hafa samt ótrúlegan styrkleika. Hann hefur kynnt Buckminster Fuller, frægan arkitekt og hönn- uð léttbygginga, fyrir þjóðinni og þannig hefur hann vasazt i einu og ööru, eftir þvi sem tæki- færin hafa leyft. Það nýjasta frá hans hendi er „kassakúlan” sem er þroska- leikfang fyrir börn. Marglitörk, sem getur tekið á sig margs konar rúmfræðilegar myndir. Meö þessum örkum, geta börn og fullorðnir gert furöulegustu kúnstir, búið til kúlur, kassa, kúluhús, kampaskerma, gesta- þrautir og raðkubba. Allt sem þarf er lim. 1 hverjum kassa eru sex kassakúlukassar og ein lim- túba. Fljótt á litið, viröist hér vera um sérkennilegt, frumlegt þroskaleikfang aö ræöa, en timi til tilrauna getur þó ekíri hafizt fyrr en um jól, en þaö er engu aö siður þakkarvert, að einhver skuli hafa tima til þess aö hugsa um teoriur á timum fjótandi gengis og smjörfjalla. Jónas Guömundsson Einar Asgeirsson, arkitekt * Samábyrgð /s/ands á fiskiskipum Lágmúla 9 — Simi 8-14-00 — Reykjavik. óskar viðskiptavinum sinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. fólk í listum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.