Tíminn - 24.12.1977, Side 10

Tíminn - 24.12.1977, Side 10
10 Laugardagur 24. desember 1977 Hj á mörgum er j ólahelgin sem aðrar helgar ársins ÁÞ — Ágæti lesandi. Þúsundir landsmanna halda nú jólin hátíðleg í upplýstum og þrifalegum húsum. Þeir — og eflaust þú sömuleiðis — geta síðar í kvöld lokað aug- unum og lagzt á meltuna. Leifarnar af jóla- matnum liggja frammi í eldhúsi og bíða ef tir að eigandanum þóknist að f á lystina á nýjan leik. En það eru ekki allir jafnheppnir og þú. Það er opinbert leyndarmál, að margir hafa varla í sig og á. Hjá mörgum verður jólahelgin ekki frábrugðin öðrum helgum ársins. Sérstaklega á þetta við um einstæð- ar mæður með mörg börn á sínu framfæri, mæður er eiga óhægt með, eða geta alls ekki, leitað til skyldmenna — eða þá eru of stoltar til að leita á náðir Mæðrastyrks- nef ndar. Barnameðlög og styrkir hins opin- bera ná ekki langt til lífsframfæris. Mæður þessar og börn þeirra líða e.t.v. ekki beinan skort, en samkvæmt upplýsingum Mæðra- styrksnefndar er ástandið nógu slæmt samt. Og það eru f leiri sem mega muna fegurri jól en þau sem nú eru að fara í hönd. Úti- göngumenn borgarinnar geta að vísu leitað til ákveðinna stofnana yfir jólin og fengið þar betri mat en dags daglega. Þrátt f yrir að starfsfólk og sjálfboðaliðar leggi sig óskipta fram til að gera þessum mönnum dagamun um jólin, þá vantar alltaf feg- urstu glóðina. Það er ekki nóg að finna til með þeim, sem minnst mega sín — í kvöld og á morg- un. Þjóðfélaginu er lögð sú skylda á herðar að búa svo um hnútana, að ekki séu til t.d. bláfátækar einstæðar mæður, gamalt fólk eða sjúklingar, sem eiga varla til hnifs og skeiðar. Og þú sjálfur (sjálf) skalt hugleiða þá staðreynd, að í okkar þjóðfélagi býr stór hópur fólks, sem vegna ýmissa orsaka á varla fyrir jólamatnum. En láttu þér ekki nægja að hugleiða þetta í kvöld. Reyndu að leggja þitt af mörkum til þessað um næstu jól verði þeir færri, sem líða skort. Hvernig? Til eru óteljandi sam- tök, sem vinna að bættum hag þessa fólks. Veittu þeim stuðning þinn. Mæðrastyrks- nefnd: Fátæktin er meiri ennokkum grunar sagði Aldís Benediktsdóttir ÁÞ — Það er alveg ótrú- legt hvað kemur í Ijós þegar farið er að tala við þetta fólk. Ykkurer alveg óhætt að segja það að til er heilmikil fátækt í Reykjavík. Hins vegar er þvi haldið fram af æði mörgum, að slíkt sé rangt sagði Aldís Benedikts- dóttir formaður Mæðra- styrksnef ndar. — Við skulum bara taka sem dæmi einstæða móður með 4 til 5 börn á fram- færi. Ef hún á ekki ætt- ingja sem hún getur leitað til, þá getur hún ekki unnið úti þar sem barnagæzla er rándýr. I sumum tilfellum er um að ræða stúlkur með litla menntun og þar af leið- andi fá þær lág laun ef þær sjá sér fært að fara út á hinn almenna vinnu- markað. Aldís minntist einnig á tryggingar hins opinbera og sagði það sina skoðun að þær væru alltof lágar. Þar fyrir utan verða sumar konurnar að búa í lélegu húsnæði með barnahópinn. Þegar við ræddum við Aldísi höfðu tugir kvenna sótt um aðstoð nefndar- innar. I fyrra sóttu 280 manns um aðstoð og í ár verður sú tala ekki lægri. Bæði er hægt að fá fatnað hjá nefndinni og eins út- deilir hún peningum. Lágmarksupphæðin er um fimm þúsund krónur. — Það er óhætt að segja að það fólk sem við erum að veita styrki, gæti ann- ars ekki gert sér daga- mun yfir jólin, sagði Al- dís, — Og það er víst að það eru fjölmargir hér i Reykjavik, sem við höf- um ekki hugmynd um en eru í mikilli þörf fyrir að þeim sé rétt hjálparhönd. Tyrfingur Þorsteinsson: Hjálpræöisherinn mun aö venju standa fyrir mörgum samkomum um jólin, ekki aöeins fyrir heimilislausa heldur og alla þá sem vilja heyra fagnaöarboöskapinn. Timamynd: Róbert. A aöfangadagskvöld koma heimilislausir saman f Slysavarnar- félagshúsinu á Grandagaröi. 1 gær var búiö aöskreyta salinn, og var hann hinn vistlegasti á aö Ifta. Enginn ætti að þurfa að liggja uti um þessi jól Július Snorrason (t.v.) og Tyrfingur Þorsteinsson I setustofu Farsóttarhússins. Timamynd:Hóbert. AÞ —Vissulega veröa jólin alltaf öðruvisi hjá þvi fólki, sem hvergi á höfði sinu að halla en öðrum, á þvi er enginn vafi, sagði Tyrfing- ur Þorsteinsson vaktmaður i Far- sóttarhúsinu. Þar eiga samastað útigangsmenn borgarinnar. — Þessi jól höfum við tekið upp þá nýbreytni, að matur verður fram- reiddur á jóladag. Yfirleitt er að- eins boðið upp á kaffi og morgunmat. Við litum inn hjá Tyrfingi í gær og skoðuðum húsnæði það, er stendur opið þeim samborgurum okkar er eiga i striði við Bakkus. Július Snorrason, samstarfsmað- ur Tyrfings, var i óða önn að koma upp jólaskreytingum og i setustofunni gaf að líta skreytt jólatré. I göngum hússins var búið að hengja upp margvislegt skraut. — Við gerum ráð fyrir að 20 til 25 manns dvelji hjá okkur um jól- in, sagði Tyrfingur, er við geng- um um húsið. — Það er ámóta fjöldi og i fyrra, en þá voru hér 29 manns. Á undanförnum árum hafa ýmis samtök gert mikið fyrir þessa menn, og ég held, að það sé óhætt að fullyrða að enginn þurfi að liggja úti um þessi jól. Það eru aðallega karlmenn sem koma til með að vera i Farsóttar- húsinu um helgina. Tyrfingur sagði þá vera þakkláta fyrir það sem gert er til hátíðarbirgða, enda væri reynt að gera húsið eins heimilislegt og nokkur tök væru á.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.