Tíminn - 24.12.1977, Side 11

Tíminn - 24.12.1977, Side 11
11 Laugardagur 24. desember 1977 WMam Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu lir. 80.00. Askriftargjal^ kr. 1.500.á mánuði. : - Blaðaprent h.f. Boðskapur og breytni Hátið friðarins,segja menn oft, þegar þeir vilja mikið hafa við. Allir vita.að þá er átt við jólin. Samt sem áður hafa ærið mörg styrjaldarjól gengið yfir veröldina á þeirri öld.sem við lifum á. Svo til allar þessar styrjaldir, þær sem mest hefur að kveðið, hafa háð þær þjóðir sem segjast kristnar vera^ýmist innbyrðis sin á milli eða gegn öðrum þjóðum — gulum, svörtum og brúnum. Að þessu sinni koma jólin yfir heim,sem ekki verður sagt, að logi i ófriði. Að visu er barizt i Eþióp- iu og löndum þar i grennd og vopn eru á lofti i Ródesiu og þeim hluta Sahara, sem kallaðist áður spænskt land, og veður öll válynd við botn Mið- jarðarhafs og á Norður-írlandi og viðar. En stór- styrjaldir geysa ekki i heiminum. Að þvi leyti verða þetta friðarjól frekar en oft áður. Samt getur enginn gengið þess dulinn, að þessi jól verða ekki öllum þjóðum nein fagnaðarhátið. Tveir eru þeir skuggar, sem dekkstir eru. öðrum veldur hungrið og örbirgðin, hinum harðstjórn og miskunnarleysi. 1 fjölda landa.einkum i Afriku, Suður-Ameriku og Asiu, hreykja sér á valdastólum menn, sem beita þjóðir sinar hinum verstu þrælatökum, láta geð- þóttann einan stýra lögum og dómum og beita fólk viðbjóðslegustu pyndingum. Það er ekki hægt að bera sér i munn heiti landa eins og Mið-Afriku, Úganda, Indónesiu, Eþiópiu, Chile, Argentinu og Kambódiu án þess að slikt komi i hugann. Eða þá Suður-Afriku, þar sem pólitiskir fangar með svörtum hörundslit deyja unnvörpum i fangelsun- um með annarlegum hætti —• og banameinið án efa nær alltaf hroðalegar misþyrmingar. Þetta er skipulagðar ofsóknir og kvalræði sem á fólk er lagt að yfirlögðu ráði. Af öðrum toga er hungrið og eymdin, sem þjáir verulegan hluta mannkyns og það i þeim mæli,að á hverri einustu viku ársins deyr viðlika margt fólk og allir ís- lendingar úr hungri og allsleysi. Og þetta gerist samtimis þvi, að nokkrar þjóðir éta og drekka sér til óbóta og sóa auðlindum jarðarinnar, bæði til full- nægingar heimskulegum gerviþörfum og óskap- legrar hervæðingar, sem ekki á sér nein rök önnur en fáránlegt kapphlaup um það, hver geti brynjað sig hryllilegustu vitisvélum. örlitið brot af þvi, sem varið er á þennan þokkalega hátt, gæti komið fótunum undir tugi milljóna manna og leitt þá til sjálfsbjargar og enn minni hundraðshluti af kostnaðinum við vigbúnaðinn gæti nægt fjölmenn- um flóttaþjóðum eins og Palestinumönnum til þess að erja sér nýja jörð, þar sem nú er eyðimörk,ef það væri metið jafnbrýnt og upphrúgun morðtóla. Og þessu ýmist stjórna þeir menn,sem til mestra metorða hafa verið hafnir i veröldinni,eða horfa á það köldum augum,án þess að hreyfa minnsta fing- ur. Þess vegna berast ómar jólaklukknanna út yfir jörð,sem er full af hörmungum,enda þótt tiltölulega friðsamleg sé á ytra borði og ekki þrúgað af ótta við neina stórstyrjöld. Mannskepnan er furðulega skammt á veg komin að gera jörðina að raunveru- legu friðarheimkynni, þar sem hver og einn á sinn rétt og getur hreppt sinn deilda verð, svo að til þolanlegs viðurværis nægi. Versti þröskuldurinn er ágirnd og valdagræðgi. Þaðan er runnið allúsem verst er i fari mannanna og þvi miður hefur kristn- inni ekki fremur öðrum trúarbrögðum tekizt að hnekkja þeim hvötum svo,að fram komi i verkun- um. —JH 1 'l 1 [ H 'l 1 'l", ERLENT YFIRLIT Verður Lutze-málið Schmidt að falli? Hann hlyti þá sömu örlög og Willy Brandt HELMUT Schmidt á þaö njósnamáli aö þakka, aö hann varö kanslari Vestur-Þýzka- lands 1974. Willy Brandt varö aö iáta af kanslaraembættinu sökum þess, aö upplýst varö, aö starfsmaöur I kanslara- ráöuneytinu, Giinter Guillaume, haföinjdsnaö fyrir Austur-Þjóöverja. Guillaume haföi starf meö höndum, sem geröi hann handgenginn Brandt og var mál hans þvi erfiöára Brandt en ella. NU viröist annaö njósnamál ætla aö veröa Schmidt þungt i skauti og jafnvel geta fellt stjórn hans. Stjórnarandstaö- ankrefstþess, aö Georg Leber varnarmálaráöherra veröi vikiö úr embættinu vegna þessa máls, en Schmidt neitar þvi. Mál þetta hefur þegar vakiö miklar deilur á þingi, en liklegt þykir aö þær haröni eftir áramótin. Upphaf þessa máls er þaö, aö starfskona I varnamála- ráöuneytinu, Renate Lutze, var uppvis aö njósnum I júnl- mánuöi I fyrra og hefur hún veriö í haldi siöan, þar sem mál hennar hefur veriö til rannsóknar. Asamt henni var eiginmaöur hennar og annar maöur til settir I varöhald. Mál þetta vakti ekki-verulega athygli þá og mátti heita gleymt, unz Frankfurter Alge- meine Zeitung birti um þaö langa grein 12. þ.m. 1 grein- inni var upplýst, aö Renate Lutze heföi haft aögang aö mikilvægum leyndarskjölum, sem snertu varnir Nato og þýzka herinn, og heföi hún ljósritaö rúmlega 1000 þeirra og afhent Austur-Þjóöverjum ljósritin. Þaö kom fljótt I ljós, aö þessi uppljóstrun Frank- furter Algemeine Zeitung, sem er eitt af merkustu blöö- um Vestur-Þýzkalands, var rétt. Aö vonum vakti þetta feiknaathygli og þaö ekki sizt, aö stjórnvöld virtust hafa ætl- aö aö halda niöurstööum rann- sóknarinnar leyndum. Þaö geröi máliö ekki þægilegra Schmidt kanslara, aö yfir- maöur Renate Lutze i varnar- málaráöuneytinu var Herbert Laabs deildarstjóri, sem var talinn sérstakur trúnaöar- maöur Schmidts, en Schmidt var varnarmálaráöherra um skeiö. Kristilegir demókratar beindu þó ekki árásum sinum beint aö Schmidt heldurkröfö- ust brottvikningar varnar- málaráöherrans eins og áöur segir. Schmidt kanslari ÞAÐ MÁ segj^ aö þetta mál hafi komiö til sögu á heppileg- ustum tima fyrir stjórnarand- stööuna. Skoöanakannanir sýndu, aö Schmidt kanslari naut vaxandi fylgis og virtist þaö rekja mest rætur til þess, aö almenningi fannst aö hann heföi haldiö rétt á málum i baráttunni viö hryöjuverka- hópana. Einkum haföi þó hin frækilega björgun gislanna i Sómallu oröiö stjórninni til ávinnings. Nýlega var lokiö landsfundum beggja stjórnar- flokkanna og haföi þar veriö minna um deiluc en oftast áö- ur og einhugur rikt um áfram- haldandi samstarf þeirra. Þannig haföi náöst samkomu- lag á landsfundi sóslaldemó- krata um þaömál, sem likleg- ast þótti til aö vekja deilur, en þaö var bygging kjarnorku- vera, sem umhverfisverndar- ar i Vestur-Þýzkalandi eru mjög andvigir. Samkomulagiö var á þá leiö, aö aukin áherzla skyldi lögb á vinnslu kola og framleiöslu annarra orku- gjafa en kjarnorku. Meöan unniö væri aö þessum málum skyldi ekki hafizt handa um byggingu nýrra kjarnorku- ■ vera. Þá náöist einnig sam- komulag um annaö viökvæmt deilumál, sem var þaö, hvort hafizt skuli handa um fram- leiðslu nevtrónusprengjunnar. Niöurstaöan varö sú, aö leitaö skyldi allra ráöa til aö koma i veg fyrir aö hefjast þurfi handa um framleiöslu þessar- ar sprengjutegundar. Hér er átt við þaö, aö leitað skuli samkomulags viö Rússa um samdrátt vigbúnaðar i Miö- Evrópu, en á þvi svæði myndi þessari sprengju helzt beitt, ef til kæmi. A SAMA HATT og staða stjórnarinnar haföi styrkzt, haföi hlutur kristilegra demó- krata farið versnandi, unz Lutze-málið kom til sögunnar eftir uppljóstrunina I Frank- furter Algemeine Zeitung. Svo miklar umræöur hófust um þaö, aö hryðjuverkamálin hverfa i skuggann aö sinni. Þaö haföi m.a. valdiö kristi- legum demókrötum áfalli, aö einn af leiötogum'þeirra, Josef Franz Strauss, haföi fariö i heimsókn til Chile og látiö viö þaö tækifæri falla vinsamleg orð um stjórnarhætti þar. Margir leiötogar kristilegra demókrata lýstu sig ósam- þykka þessum ummælum hans, m.a. Helmut Kohl, for- ingi flokksins. Lengi hefur veriö grunnt á þvi góöa milli þeirra og svaraöi Strauss meö þvi, aö heröa enn róðurinn gegn Kohl, sem margir flokks- menn þeirra telja ekki nógu haröskeyttan. Þessar árásir voru vafalitiö óheppilegar fyrir flokkinn og lýsti þvi for- mannaráðstefna sem haldin var seint i nóvember, fullu trausti á Kohl, en taliö er aö ýmsir hafi gert þaö meö blandinni ánægju. Eins og nú horfir, getur Lutze-máliö oröiö til þess aö rétta hlut kristi- legra demókrata aö nýju. Þ.Þ. Pinochet, elnræöisherra Chile, og Strauss

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.